Morgunblaðið - 31.05.1916, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
að hverfa þaðan innan lítils tíma,
þá er það engin afsökun þess að
hafa fisktorgið svo ilt, sem það er.
Annaðhvort er nú fyrir bæinn að
láta þcgar í stað gera nýtt fisktorg,
steinsteypta palla með skolpræsum
og vatnsleiðslu, eða þá að gera sæmi-
lega við þetta fisktorg.
Væri gert nýtt fisktorg, þyrfti það
að vera á þeim stað, sem ætla mætti
að orðið gæti til frambúðar. Fyrst
verður því að finna þann stað, og
bænum má ekki verða skotaskuld
úr því, vegna þess, að »einhvers
staðar verða vondir að vera«. Því
næst er að gera þann stað hæfileg-
an, leggja þangað skolpræsi, og
vatnsleiðslu og gera steinsteyptan
pall — eða palla — eigi einungis
undir fisktrogin sjálf, heldur tals-
vert stærri o. m. fl. Bærinn gæti
síðan tekið svo hæfilega leigu af
fisksölunum, að hann biði sjálfur
ekkert tjón við þetta. Og svo ætti
að banna fisksölu annars staðar.
En vilji bærinn hitt heldur, að
tjalda til einnar nætur, og nota
gamla fisktrogið svo lengi, sem kost-
ur er á, þá kemst hann þó ekki hjá
því, að gera við það. Hann verður
að gera steinsteyptan pall yfir það
alt og leggja þangað skolpræsi og
vatnsléiðslu, þar sem það er ekki
fyrir.
Það er þýðingarlítið að skamma
fisksalana fyrir óþrifnað, þegar þeim
er afmarkaður sá staður, þar sem
ómögulegt er að gæta þrifnaðar í
hitum á sumrin. Væri nú fisktrogið
samt einhvers staðar í útjaðri bæjar-
ins, þá gerði það minna til að sumu
leyti, en að hafa það hér í Miðbæn-
um, eins og það er, verður að telj-
ast óþolandi.
Héilbrigðisnefnd ætti að vera það
ljóst, að hér er farið með rétt mál,
og væntum vér þess að hún geri
sitt til að rumska við bæjarstjórn-
inni. Það er öllum í fersku minni
röggsemi hennar í lifrarbræðslumál-
inu, en hvað eru óþrifin af lifrinni
og grútnum í samanburði við óþrif-
in af fisksölunni eins og hún er nú ?
Vér teljum það tvent ólíkt. Af grút-
arbræðslunni stafar þó eigi jafn mikil
óhollusta. Menn verða að gæta þess,
að fisktorgið er í raun og veru búr
alls bæjarins — og hver mundi vilja
hafa slík óþrif i sínu búri? Það er
eigi nóg með það, að ódaunninn,
sem þaðan kemur, eitri andrúms-
loftið 1 bænum, heldur hefir hann
einnig áhrif á fiskinn, sem berst á
land daglega og við borðum dag-
lega.
En vegna þess að það er ofur
auðvelt að kippa þessu i lag, þá
höfum vér haft orð á þvi. Þá fyrst
er bærinn hefir gert sitt til að bæta
úr ólaginu, má veitast að fisksölun-
um, ef þeir gæta eigi sæmilegs þrifn-
aðar og láta þeim það í koll koma.
En — meðal annara orða — hefir
bærinn ekkert hugsað Um það að
reka fisksölu ‘í sumar, eins og í
vetur? Eða virðist honum það öld-
ungis óþarft, að fenginni reynslu?
Pétur Jónsson,
operasöngvari.
Þá er hann kominn heim til fæðing-
arstaðar síns, maðurinn sem frægastur
er allra íslendinga fyrir rödd sína og
söngkunnáttu. Hann kemur beina leið
frá Þvzkalandi, þar sem hann hefir
sungið öll aðalhlutverkin í operum
þeim, er sungnar hafa verið á leik-
húsinu í Kielarborg og víðar í Þýzka-
landi — og söngfróðir blaðamenn hafa
kepst um að lofa söng hans og leikara-
hæfileika. —
Pétur Jónsson kom hingað á Botníu
í gær, feitur, glaður og sællegur. Það
sózt ekki á honum að hann hafi dval-
ið í hinu matarsaauða Þýzkalandi, þar
sem margir dagar hafa liðið svo, að
Pétur hefir ekkert smjör fengið á
stríðsbrauðið sitt.
— Hafið þór fitnað svona á leiðnni,
spurðum vór Pótur, þegar vór hittum
hann á Botníu í gær.
— Flestir söngvarar eru i góðum
holdum. Eg er að eins 220 pund, og
það þykir ekki mikið í Þýzkalandi,
— Hve lengi ætlið þór að dvelja
hér og hvenær ætlið þór að syngja
fyrir okkur?
— Dvel hór að eins stutta stund.
Vitanlegan ætla eg að syngja. Eg má
til að syngja.
Og Pótur hleypur raulandi niður
í bátinn. Til allrar hamingju var
báturinn vænn og gat borið mikinn
þunga.
Stjórnarbreyting
í Þýzkalandi.
»Politiken« flytur þá fregn þ. 23.
mai að þá sé það afráðið hvernig
stjórnarbreytingin I Þýzklandi verði.
Helfferich, sem verið hefir fjármála-
ráðherra, verður nú innanrikisráð-
herra, en sá heitir Roedern er tek-
ið hefir við fjármálaráðherra embætt-
inu. Þá hefir og v. Batocki verið
gerður að »matarráðherra*, eins og
frézt hefir fyr.
Þá um kvöldið átti þegar að birta
ýmsar lifsreglur þær, sem hinn nýi
matarráðherra, ætlar að leggja þjóð-
inni.
Eggert Stefánsson
■
mundsdóttir, sem áður var við vstö^S-'
ina þar, ráðin stöðvarstjóri frá sama
sima.
»Elektron€.
Hann hefir sungið tvö kvöld í
Bárunni, fyrir troðfullu húsi fyrra
sinnið og nær fullu húsi seinna
sinnið. Fregnir höfðu borist hing-
að í sænsku blöðunum um söng-
hæfileika Eggerts og þvi sízt að undra,
að margir urðu til þess að heyra
hann.
Eggert Stefánsson hefir sterka og
mikla rödd, framúrskarandi hljóm-
mikla og oft mjög þýða. Tónsviðið
er ekki sérlega stórt, en hann kann
að beita röddinni og virðist »kunna«
að syngja. Það er einhver hreimur
í röddinni, sem laðar að og hrífur
áheyrendurna. Ymsir smágallar munu
hafa verið á söng hans fyrra kvöld-
ið, t. d. það, að hann söng ekki
ætíð alveg hreint. En yfirleitt má
segja, að það væri unun að heyra
til Eggerts.
Langbezt þótti honum takast, er
hann söng íslenzku lögin eftir Árna
og Sigfús. Sum þeirra voru sungin
af hreinustu snild. Víst er það, að
hér hefir »Nótt« eftir A. Th. aldrei
verið betur sungið.
Eggert hefir óefað mikla og góða
framtíð fyrir sér sem söngmaður.
Það er áreiðanlegt, að ísiand er ein-
um listamanninum rikara þar sem
Eggert er.
Frú Ásta Einarson lék undir á
piano af mikilli snild. Var hrein-
asta unun að heyra undirspil hennar.
Hún mun vera færust allra hér á
landi til þess starfa.
Það hefir heyrst, að Eggert muni
ætla að syngja aftur bráðlega, og er
það vel farið, þvf það var verulega
skemtilegt að heyra hann.
I
Hraýn.
---------
Símatíðindi.
Nýjar línur til Hajnarýjarðar.
Tvær nýjar línur hafa nú verið lagð-
ar til Hafnarfjarðar í viðbót við þær
2, sem fyrir voru. Seinna, þegar
búið er að leggja hina fyrirhuguðu
nýju línu milli Hafnarfjarðar og
Keflavíkur og Hnurnar til Hafna og
Grindavikur, verða sett upp 2 huldu-
línusambönd milli Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar. Reykjavik hefir þá 6
sambönd við Hafnarfjörð. Þar af
verður eitt notað fyrir viðskifti við
Keflavik og Gerðar, og annað fyrir
Grindavík, Hafnir og fleiri smá-
stöðvar.
Kalastaðakotslínan. Þessa dagana
er verið að leggja línu frá Reyjavík
að Kalastaðakoti, og er búist við að
lagningunni verði lokið seint i þess
um mánuði (maí). Línan er tvö-
öld úr 3,3 m 3. koparþræði.
Hajnarfjörður. Stöðvarstjórinn,
sem verið hefir í Hafnarfirði undan-
farið, lætur af því starfi frá 1. júlí
næstk. og er nú frú Ingibjörg Ög-
eas DA0BÓRIN. ESZ*
Afmæli í dag.
Guðrún Helgadóttir, húsfrú.
GuSrún Þorsteinsdóttir, jungfrú.
Lovisa Sveinbjörnsson, húsfrú.
Sigurlaug Lárusdóttir, jungfrú.
Tryggvi Hjörleifsson, stud. med.
Pótur Zophoníasson, skrifari.
Yiggo Snorrason, símþj.
Nýtt tungl kl. 6.37 e. h.
Sólarupprás kl. 2.31
S ó 1 a r 1 a g — 10.21
Háflóð í dag kl. 5.12 f. h.
í nótt og kl. 5.31 e. h.
Veðrið í gær:
Þriöjudaginn 30. maí.
Ym. v. andvari, hiti 7,0
Rv. logn, hiti 7,5
If. n.a. st. gola, hiti 4,3
Ak. n.n.v. andvari, hiti 3,0
Gr. logn, hiti 2,0
Sf. logn, hiti 2,9
Þh. F. s.a. andvari, hiti 9,3
Messað á morgun í Fríkirkjunni t
Hafnarfirði kl. 12 á hád. (sr. Ól. Ól.).
Altarisganga.
1 Fríkirkjunni í Rvík kl. 5 síðd.
(síra Ól. Ól.).
Botnía kom hingað kl. 1 í gær.
Farþegar óvenju margir þ. a. m. Pótur
Jónsson operasöngvari, Þorv. Þorvarðar-
son prentsmiðjustjórl, Þorst. Jónsson
bókhaldari, frú Hildur Loftsson, Guð-
brandur Jónsson ritari, Arni Riis kaup-
maður, Carl Riis kaupm. og frú og
barn, Þorv. Benjamínsson og frú og
barn, Mikkelsen umboðsmaður Smjör-
hússins, Þórður Jónsson, Olsen verk-
fræðingpr, ungfrú Kristín Þorvalds-
dóttir, Jungfrú Helga Jacobson, frú Kr.
Kragh, Þórður Bjarnason stórkaupm.
og frú hans, Pótur Hjaltested úrsm.,
Th. Thorsteinsson kaupm., Tofte banka-
stjóri, Haukur Thors útgerðarstjóri,
ungfrú Magnþóra Magnúsdóttir, An-
dersen lyfsali í Stykkishólmi, Guðm.
Bergsson póstafgrm. ísafirði. jungfrú
Sigríður Sighvatsdóttir, Theodor John-
sen bakari, stúdentarnir Hallgrímur
Hallgrímsson, Steinn Steinsson, Finnb.
R. Þorvaldsson o. fl.
Frá Vestm.eyjum. komu Gísli Johnsen
konsúll og frú hans, Sigfús M. John-
son yfirdómslögmaður, Siggeir TorfasoU
kaupm., Kristján Gíslason kaupm->
Gunnar Ólafsson kaupm., Magnú*
Þórðarson kaupm., Arni Johnsen 0.
— Botnía hafði fengið fyrirtaksveðuí
alla leið og tafðist aðeins ll/2 aól*r'‘
hring í Lerwlck.
Hjá Bárnnni stendur öskutuuu*
með alls konar góðgæti í og leggur
því óþef yfir þvera götuna. Sá, se01
á, ætti aö hirða hana hið allra fyrS*'í'
eða áður én heilbrigðisfulltrúinn &
nokkra vitneskju um þetta, Þv'
hann er vís til þess að verða vond1