Morgunblaðið - 08.07.1916, Side 2

Morgunblaðið - 08.07.1916, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ H.P.Duus A-deild Hafnarstræti Hegnhápur Sumarkjóíatau TTIönsfrað moíí Tltpakka svart og misl. Sundboíir og Sundfjaffar Jiandkfæði Miklar byrgðir af Svunfuefnum Alt nýjar vörur. ínni, því að visvitandi hefði hún aldrei fleygt fé úr bæjarsjóði áður fyrir ekkert. Samþykt var með 6 atkvæðum gegn 5 að kaupa landið. En þetta var fyrri umræða og þarf því málið aftur að koma fyrir bæjarstjórnarfund. Framh. --------------------1— Á að leggja niður Eiðaskólann? Búnaðarskólinn á Eiðum er sam- eign Norðurmúlasýslu og Suður- múlasýslu, sem kunnugt er. — Á sýslunefndarfundi Suðurmúiasýslu 22. maí síðastl. kom fram tillaga um að sýslan fyrir sitt leyti hætti að starf- rækja skólann og sliti sameign sinni við Norðurmúlasýslu um skólann, allar eignir Eiðastóls og alt það laust og fast er skólanum fylgir með nán- ari ákvörðunum. Tillaga þessi náði samþykki fund- arins með 7 atkv. gegn 6. Þetta gerðist á þeim fundi er Guðm. Eggerz sýslumaður sagði af sér embætti, er stjórnarráðið feldi úr gildi úrskurð hans um fundar- setu eins sýslunefndarmanns. Reið atkvæði sýslumanns og baggamuninn við ofangreinda samþykt. Hinn meðeigandi Eiðaskólans, Norðurmúlasýsla, telur gerðir Suður- múlasýslu ólöglegar. Þar sem báðar sýslurnar hafi í sameiningu samið reglugerð um sameign og tilhögun á skólanum, þá geti önnur þeirra ekki tekið sig til upp úr þurru og gengið úr félagsskapnum, án alls samkomulags við hinn meðeigand- ann. Sýslumaður Norðurmúlasýslu hef- ir skrifað stjórnarráðinu út af þessu og krafist ógildingar á gerðum sýslunefndar Suðurmúlasýslu i þessu máli. Úrskurður stjórnarráðsins er ekki fallinn enn, en mun væntanlegur í þessum mánuði eða fyrripart ágúst. Astæða Suðnrmúlasýsln fyrir úr- sögn sinni úr félagsskap um Eiða- skólann, er ekki kunn. En hyggja má, að hún sé þessi eðlilega óánægja, sem hefir einlægt verið vakandi út af því, að Eiðaskólinn var ekki tek- inn í tölu bændaskóla landsins eins og Hvanneyrarskóli og Hólaskóli. Teljast Austfirðingar vera þar órétti beittir á við aðra landsfjórð- unga. — Enda má segja að sann- gjarnt hefði verið, ef bændaskólarnir að eins áttu að vera tveir, að þá hefði annnar verið hafður á Austur- landi en hinn á Vesturlandi, en ekki báðir á vesturhelmingi landsins. Auðvitað hefir Eiðaskólinn styrk úr landssjóði, 3000 kr. á ári, en það er ekki fullnægjandi til að halda honum í sæmilegu horfi. — Sjálfsagt tekur næsta þing þetta mál til sann- gjarnrar meðferðar. H. Utan af landi. Selveiðar. Frá Seyðisfirði sendi Stefán Th. Jónsson kaupmaður skip- ið »Óðinn« til selveiða norður i is- haf í maíbyrjun. Kom það aftur seint í júní og hafði þá veitt 300 seli og einn ísbjörn. — Fremur hafði verið storma- og þokusamt þar nyrðra að því er Austri segir og oft óhægt um veiðar. Mislinqar voru farnir að gera vart við sig á Austfjörðum áður en Flóra fór þaðan. íþróttamót ætluðu Aust- firðingar að halda 2. júlí, en sýslu- maður Suður-Múlasýslu og héraðs- læknirinn í Fljótsdalshéraði lögðu bann við sakir mislingahættu. Aðr- ar ráðstafanir gegn útbreiðslu veik- innar ekki sagðar gerðar. Óstundvísi bæjarstjórnar. Stundvísi þekkir bæjarstjórnin ekki og hefir líklega aldrei þekt. Þess vegna »hefir farist fleiri en ein flyðran undir borði« hjá henni, og þess vegna liggur við sjálft að oft og einatt verði ekki fundafært tvisvar í mánuði. I stað þess að hér ætti að vera haldinn bæjarstjórnarfundur i hverri einustu viku. Einu sinni — en það er nú langt síðan — var þó bæjarstjórninni farið að blöskra sitt eigið framferði, og var að hugsu um að samþykkja að sekta hvern þann fulltrúa, er kæmi of seint á fund, eða kæmi alls eigi, nema því að eins, að hann tilkynni forföll. Þá batnaði um tima, en nú sækir í sama horfið aftur. Seinast hafði bæjarstjórnin hálftíma yfir— eða nær það. Fundur var ekki settur fyr en kl. 5,20 i staðinn fyrir kl. 5. Þá kom Bríet. Sumir komu þó seinna. Og sumir komu alls ekki. Lagleg, litil húseign á góðum stað í bænum óskast keypt nú þegar. Af sérstökum ástæðum þarf að gera út um kaupin fyrir 12. þessa núc' Tiboö óskast Lárus Fjeldsted. Cg fiofi verió Baóinn aó raóa 3 fjásefa á móforbáf <* CsRífirti- Verða að fara með Flóru eða Gullfossi. Fast kaup eða hlutdeild í afl* eftir samkomulagi. Lárus Tjejdsfed. Menn eru nógu fjandi gráðugir í það, að vera kosnir í bæjarstjórn, en þegar þeir eru komnir þangað, þá minkar áhuginn. E5S3 DAGBÓFJIN. CSSS Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 10.6 Rv. logn, hiti 12.0 íf. a. gola, hiti 8.0 Ak. n.n.v. gola, þoka, hiti 8.0 Gr. logn, hiti 9.5 Sf. s.v. gola, hiti 7.6 Þh., F. logn, hiti 9.3 Ásgeir Sigurðsson konsúll hefir umsjón með vörukaupum hór á landi fyrir brezku stjórnina. Var hann í Kaupmannaráði íslands, en hefir nú sagt sig úr því. Messað í þjóðkirkjunni í Hafnar- firði kl. 12 á hád., og síðdegismessa á Bessastöðum kl. 6. Messað á morgun í Fríkirkjunni f Reykjavík kl. 12áhád. (síra Ól. Ól.), Guðm. Björnsson landiæknir fer með Floru í dag norður í land á eftir- litsferð. Tún eru nú víða slegin hér í bæn- um og í grendinni. Sumsstaðar er jafnvel verið að hirða töðuna þessa dagana. Hcilagfiski er nú selt á 25 aura pundið hér í bænum. Bensín kvað vera væntanlegt með »Tjaldur« eftir nokkra daga, svo þá komast bifreiðarnar vonandi aftur á gang. Botnvörpungarnir fara nú upp úr helginni áleiðis til Norðurlands á síld- veiðar. Gísli Þorbjarnarson hefir látið reisa tréskúr að baki hússins á Lauga- vegi 11. Það gerði hann í leyfisleysi. Slðar sótti hann um leyfi til þess að fá að láta skúrinn standa; var synjað og sótti hann aftur um leyfi til þess að reisa þar skúr úr steinsteypu. Það hefir bæjarstjórn leyft, en jafnframt ákveðið að kæra hann til sekta fyrir smíði timburhússins. Gasverðið hækkar. Borgarstjód gat þess á bæjarstjórnarfundi í fyrra* kvöld, að gasverið mundi hækka bráS" lega. Kolin, sem gasstöðin brennir dU kosta 87 krónur smálestin. KostuSu áður 18 krónur. Næstu birgðir kost* 90 krónur. — Ekki mun þó enO ákveðið hve mikið á að hækka ga3‘ verðið. Dagsbrún, húsið við HverfisgötUi hefir M. Júl. Magnús læknir keypt ^ Eggerti Jónssyni kaupmanni, sem ver* ið hefir eigandi hússins í 3 ár. Gasstöðin. Nú er það afráðið bærinn taki við rekstri gastöðvarinnar um næstu mánaðamót, samkvæmt til' boði C. Francke og tillögum gasnefnd' ar. Hefir það áður verið skýrt kér í blaðinu og því óþarfi að fara út þa® frekar. Laugavegnr 1. Bamþykt hefir ver- ið að veita úr bæjarsjóði alt að 3000 kr. til þess að færa húsið Laugaveg L inn í rótta götustefnu. Fyrst var til þess ætlast að verkið kostaði ekki nem» 2500 kr., en við frekari rannsókn hef' ir’komið í ljós, að húsið er svo skemt að sú upphæð muni ekki nægja og 10*' lega ekki 3000 krónur heldur. Þinglesin afsöl 6. júli: Ekkjufrú M. Havsteen selur 29. f. m. O. J. Havsteen */2 húsið nr. 9 við Ingólfstræti. Bæjarfógetinn afsalar (sarnkvæmt áður framfarinni uppboðsgerð) 28« f. m. Sigurði Björnssyni r/15 hlut» úr Norðurmýrarbletti nr. 2. Gunnar Gunnarsson kaupm. selur 30. f. m. Kristjönu Markúsdóttur húsið nr. 4 við Ingólfsstræti. 4. Þórður Bjarnason selur 30. f- Ragnheiði Blöndal húsið nr. 2 v> Bergstaðastræti. 5. Jóh. H. V. Sveinsson selur 2? 1. 2. 3. f. m. Erlendi Björnssyni skip ii8 Niels Vagn. 6. Jónas Andrósson selur 31 • A®8' 1913 Leifi Th. Þorleifssyni hús» nr. 25 við Laugaveg. 7. Guðrún Aradóttir selur 30. f- Guðrúnu Jónsdóttur húsið nr. 2 Grettisgötu. Morgunblaðiö bezt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.