Morgunblaðið - 15.07.1916, Side 2

Morgunblaðið - 15.07.1916, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Flora tekin og flutt til Lerwick. A sunnudagsmorgun fór Flora frá Vestmannaeyjum og eftir það frétt- ist ekkert af skipinu fyr en i gær. Þá kemur skeyti frá Hansen skip- stjóra til afgreiðslumanns Bergenska hér, hr. Nicolai Bjarnason. Var það dagsett í Lerwick 13. júlí kl. 6,10 síðdegis og hljóðar svo: Flora flutl hinqað til rannsóknar. Tilkynnið pað afqreiðslumönnum. Einar Hansen. Er það þá komið á daginn, sem menn höfðu óttast, að Bretar hafa tekið skipið meðan það var í strand- ferð bér og flutt það nauðugt til Bretlands. Flóra átti að fara til Siglufjarðar, þaðan aftur til Austfjarða og útlanda. Með skipinu voru nær 300 farþeg- ar, flest fólk, sem ætlaði að fara í síldarvinnu til Akureyrar og Siglu- fjarðar. Guðm. landlæknir Björnsson hafði einnig tekið tekið sér fari með skip- inu. Ætlaði hann í eftirlitsför um- hverfis land. Engum getum ska! að þvi leitt hvenær Flóru verður slept aftur, eða hvort hún muni koma hingað aftur frá Bretlandi eða fara þaðan beina leið til Noregs. Sókn ítala og Rússa Hvað Frökkum sýnist Fréttaritari »Tidens Tegn« í París simar blaði sínu seinast í júní og segir: Meðal þeirra, sem herfróðir eru hér, er það talið, að sókn ítala sé eitt merki hinnar nýju breytingar, sem orðið hafi á stríðinu. Það er almenn skoðun, að Austurríkismenn muni neyðast til þess að hörfa á allri herlinunni inn fyrir sín eigin landamæri, því að nú geti þeir hvorki vænzt hjálpar að heiman, né frá Þýzkalandi. í Balkanlöndunum eru nú hér um bil engir hermenn lengur. Þjóðverjar hafa þar fáeinar hersveitir, en það er líka allt og sumt. Alt hitt herliðið hefir verið tekið þaðan í skyndi. Hersveitir þær, sem eru Rússlandi, Frakklandi og Tyrklandi, geta sig ekki hreyft, og jafnframt verða Miðveldin að berjast í sínu eigin landi. Þau geta ekki lengur haft hemil á hreyfing- um herja sinna né gagnáhlaupum sínum. Þetta hefir valdið breytingu á ötlum vígstöðvum. Sést það bezt á því að Þjóðverjar og Austurríkis- menn hafa ekki getað staðist í Bu- kowina. Annars mundi Linsingen hershöfðingi hafa rey nt að ná undir sig landi meðfram Rúmeníu, því að það hefði getað haft mikla þýð- ingu. Nú hefir hann neyðst til þess að haldast í skefjum hjá Strypa. Simskeyti frá Petrógrad herma það, að yfirherstjórn Rússa ætli sér að hagnýta sigrana í Bukowina með mestu aðgætni og eftir nákvæmri íhugun allra bandamanna, án þess að eyða kröftum sínum annars stað- ar. Rússar hugsa því ekki um það nú sem stendur að brjótast fram í Karpatafjöllum, fyrst og fremst vegna þess, hve örðugt er að komast þar áfram og i öðru lagi vegna þess, að þeir geta notið betur sigra sinna annasstaðar. Ef Rússar hefðu hald- ið áfram eftir sigra sína, mundu þeir vera komnir til Karpatafjalla, en þar hefði þeim orðið hætt fyrir gagnáhlaupum. Höfuðorustan, sú er úr sker um það hvor yfirhöndina hefir, verður því ekki háð suður í Bukowina. Hún verður annaðhvort háð hjá Lemberg, milli Styr og Bug, eða á svæðinu Vínuborg—Vilna —Minsk. Syíss og Þýzkaland Núna um roánaðamótin reis al- varlegt deiluatriði milli Sviss og Þýzkalands, og hefir ekki frézt enn, hvort deilunni muni lokið. Þannig er mál með vexti, að áður en bómull var gerð að bannvöru og áður en Ítalía gekk í stríðið, höfðu þýzkir umboðsmenn keypt 25 þúsund kleggja af bómull í ítaliu og fengið þá flutta til Sviss. En áður en þeir komust lengra, var bómull gerð að bannvöru, og lagði þá svissneska stjórnin bann við því að bómullin yrði flutt burtu úr landinu fyr en að ófriðnum loknum. Nú hafa Þjóðverjar krafist þess að sér yrði afhent bómullin. Að öðrum kosti hóta þeir Svissum því, að þeir skuli engin kol fá frá Þýkalandi. Svissar eru milli steins og sleggju. Allur iðnaður þeirra er í voða, ef þeir fá ekki kol. En síðan ófriður- inn hófst hafa þeir fengið öll sín kol frá Þýzkalandi. Þeir hafa því snúið sér til bandamanna og beðið þá að reiðast sér ekki, þótt þeir létu Þjóðverja fá bómullina, þegar þeirn lægi svo mikið við. Þykjast banda- menn sjá að Svissa reki nauður til, og er ekki talið vonlaust að þeir gefi leyfi sitt til þess að bómullin verði flutt burtu úr landinu til Þýzkalands. Það hagar sem sé þann- ig til, að Frakkar geta engum kol- um miðlað, og járnbrautir þeirra til Sviss eru allar teknar í þágu hersins, svo að það yrði ómögulegt að flytja kolin þangað, þótt þau væru til. Frá ítölum gætu Svissar ef til vill fengið brezk kol, en þau yrðu að minkta kosti sex sinnum dýrari heldur en þýzku kolin. Og svo er annað hitt, að ítalir geta tæpast feng- ið nóg kol handa sjálfum sér, hvað þá að þeir geti miðlað öðrum. Veld- ur því skipaekla aðallega. Aarrestad. Amtmaður einn í Noregi heitir Aarrestad. Hann hefir einnig setið á stórþinginu að undanförnu. Hann er stækur bindindismaður, og í fyrir- lestri, sem hann hélt um bindindi í fyrra, leyfði hann sér að taka nokk- uð djúpt í árinni og túlka óleyfi- lega opinberar skýrslur um drykkju- skapinn í landinu, sérstakiega í höfuðborginni sjálfri. Fór hann þeim orðum um Kri- stiania-búa, að þeir væru allra manna drykkfeldastir. Eitt blaðið í Kristiania mintist á þennan fyrirlestur og sagði, að um- mæli Aarrestads væru »svívirðileg lýgi*- Þetta gat amtmaðurinu ekki þolað og höfðaði mál gegn blaðinu. Dómurinn féll þannig, að ritstjór- inn var dæmdur sýkn saka, og er málið með því útkljáð, þvi að eigi er hægt að vísa því til hæstaréttar. Afleiðing þessa hefir orðið sú, að Aarrestad hefir neyðst til þess að segja bæði af sér þingmensku og amtmannsembættinu. Hefir honum verið veitt »lausn í náð*. Frá útlSndum. FalsspámaOurinn í Nígeriu. Á með- al negrakynflokkanna í Nígeríu segir prestur einn, sem kominn er þaðan heim til Englands, að upp hafi risið spámaður mikill meðal negranna, sem kristniboðinu standi hætta af. Þessi spámaður kunni hrafl úr bibli unni og gefi sig út fyrir að vera annar Elías. Fylgi vinnur hann mikið, bæði meðal höfðingja og alþýðu kynflokks síns og sannast ekki þar, að eng nn sé spámaður í sínu föðurlandí. Elias þykist gera ótal kraftaverk á hverjum degi og kveðst hann fær um að hafa áhrif á stríðið og jafn- vel geta stöðvað það, enda muni þess ekki vanþörf, því að svöitu- öflin hafi nú sem stendur yfihönd- ina yfir þeim hvitu. Nígeria er ein af nýlendum Breta i Afríku fyrir norðvestan Kamerún við botninn á Gínea-flóanum. Eimskipafélagið »Svendborg« er ríkasta skipafélag í Danmörku að til- tölu. Það hélt aðalfund fyrir skömmu og samþykti að greiða hluthöfum 50 % af hlutum þeirra fyrir siðari hluta ársins 1915. Aður á árinu var búið að greiða 50 %• Hundrað krónu hlutabréf i þessu félagi hafa verið seld yfir 1000 krónurl Framleiðsla af mó i Danmörku. Vegna kolaeklunnar leggja nú Danir mikið kapp á að framleiða mó. Til þess að geta stundað þetta af enn meiri krafti sóttu móframleiðendur um að meiga fá dátana úr hernu® til hjálpar og leyfði hermálaráðu- neytið að dátar mættu starfa að ffló-' grefti hálfan dag tvisvar í viku. tsssa D A Q B ó R f N. Afmæli í dag : Guðfinna Glsladóttir, húsfrú Gunnhild Thorsteinsson, bókh. Bjarni SigurSsson, trósm. Friðrik V. Halldórssson, prentari Þorv. Guðmundsson, afgreiðslum. Sólarupprás kl. 2.44 S ó 1 a r 1 a g — 10.21 Háflóð í dag kl. 5.26 f. h. kl. 5.49 e. h. Tunglmyrkvi var hór í nótt. Veðrið í gær: Föstudaginn 14. júlí. Vm. sa. andvari, hiti 10,4 Rv. ssa. andvari, regn, hiti 12,7 íf. logn, regn, hiti 10,0 Ak. s. gola, hiti 13,5 Gr. s. andvari, hiti 12,5 Sf. logn, móða, 'niti 7,5 Þh. F. logn, hiti 12,3 Messmr ú morgun. 1 dómkirkj* unni í Reykjavík kl. 12, síra Jóhanö Þorkelsson. Engin síðdegismessa, í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 á hádegi, síra Árni Björnsson. j Skeyti hefir komið um það hinga® að. Bretar hafi tekið úr Goðafossi það lýsi, er hann hafði meðferðis. Frelsisdagur Frakka var í gær, og drógu ræðismennirnir flögg sín á stöng í því tilefni. Tjaldur fór til útlanda frá Hafna1" firði 1 gær. Farþegr var einn brezkut ferðalangur, sem hingað kom nú um daginn. Loksins 1 fyrrinótt skifti um veður- gerði skyndilega suð-austanátt uae rigningarskúrum. Botnia kom hingað í gær frá út' löndum norðan um land. Farþ0S9 voru Jacob Havsteen og F. C. stórkaupm., Jón Þorláksson landsve^ fræðingur og frú hans, ungfrú Tv® ^ hjúkrunarkona, Grauslund stabskap sr. Magnús Jónsson á ísafirði, A Sveinsson framkvæmdarstjóri, un“ g. Gunnþórun Halldórsdóttir og rún Jónasson. or hett' Berklaveiki og meðferð hennar ir bók sem nýkomin er út eRir j(. urð Magnússon lækni á Vífd^a®11^ á Það er bók sem ætti að koniast hvert einasta heimili á landinu- a í in er rituð af þekkingu og mikill fróðleikur. Gissur hvíti, vólbátur, er nýl029 k

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.