Morgunblaðið - 29.07.1916, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
T}Íífl1V reglusamur og duglegur getur fengið atvinnu við
J tttUi verzlun Norðanlands við skriítir, afgreiðslu og fleira,
Nokkur ensku og dönsku-kunnátta nauðsynleg. Piítt fæði, húsnæði og
þjónusta.
Eiginhandar umsóknir með kaupkröfu afhendist afgreiðslu þessa blaðs
undir merkinu „Skritari*.
Pósttökur SYía.
Svo sem kunnugt er, lögðu
Svíar hald á allan rússneskan og
enskan bögglapóst i fyrra, til þess
að ná sér niðri á Bretum fyrir það,
að þeir lögðu hald á sænskan póst
og sænsk skip.
t fyrra mánuði komst á samkomu-
lag milli Breta og Svia, og jöfnuðu
þeir með sér þessa deilu. Hinn 28.
júní gaf því sænska stjórnin póst-
stjórninni skipun um að leysa
bögglapóstinn úr haldi. En það er
hægra sagt en gert fyrir Svía, að
losna við hann aftur. Það eru
60,000 bögglar, sem kyrsettir hafa
verið i landinu, og eru flestir þeirra
í Gautaborg. Þaðan verður að senda
þá með járnbrantinni til Gefle, en
þaðan gengur ekki nema eitt póst-
skip. En nú ber þess að gæta að
þetta skip verður einnig að flytja
allan herfangapóst, cg niðurstaðan
verður þá sú, að það er ekki hægt
að senda út úr landinu nema svo
sem 5000 böggla á viku af þessum
Gautaborgarpósti. Það tekur því
pærri þrjá mánöði fyrir Svia, að
koma honum af sér.
Futningur á herfangapósti frá Rúss-
landi til Þýzkalands og frá Þýzka-
landi til Rússlands er ókeypis, og
eykst pósturinn dags daglega. Auð-
vitað er bögglapóstur ti) herfanga í
Þýzkalandi miklu meiri heldur en
bögglapóstur frá Þýzkalsndi til Rúss-
lands,. en nú koma á hverjum mán-
uði 25—30,000 bögglar frá Þýzka-
landi og fara til'Rússlands yfir Svi-
þjóð. Og til þessa hafa Svíar ann-
ast flutning á nær 3^/2 miljón póst-
böggla milli Rússlands og Þýzka-
lands.
Kafbáta-
hernaðurinn.
Fréttaritari >Morning Post« í
Washington segir, að þar búist menn
við því, að Þjóðverjar muni aftur
taka upp kafbátahernað sinn. — Er
haldið, að þeir muni gera það í
bræði út af sókn bandamanna. —
Stjórnin i Washington kvað hafa
feugið vitneskju um það, að búast
meigi við kafbátahernaðinum á hverri
stundu, engu vægari en hann var
áður.
Fréttaritarinn hefir átt tal við
mikils ráðandi mann um það, hvað
Bandaríkin mundu gera, ef Þjóðverjar
tækju upp kafbátahernaðinn aftur.
— Við höfum varað Þjóðverja við,
mælti hann, og þeir vita ósköp vel,
hvað við munum gera. — Eg veit
ekki hverjar breytingar hafa orðið á
skoðunum Þjóðverja, en við lítum
alveg eins á málið nú eins og við
litum á það þá er Lusitania-málið
var jafnað.
Frá skotgryfjunum.
Tímarit eitt, er gefið er út í Sví-
þjóð, getur þess i síðasta júníhefti,
að franskír guðspekingar beini nú
aðallega starfi sínu og áhrifum til
þeirra, er dvelja í skotgryfjunum.
Senda þeir þangað guðspekisbækur,
er svo ganga meðal hermannanna.
Otal þakklætisbréf berast guð-
spekis-stöðvunum í París frá her-
mönnunum. Sýna þau ljóst, að
áhrif guðspekinnar eru æfinlega hin
sömu, hvar sem hún nær tökum:
Mennirnir vaxa upp úr daglegum
raunum og þrautum eins og jurtin
upp úr moldinni.
Tímaritið flytur tvo örstutta kafla
úr tveimur hermannabréfum.
Annað bréfir segir:
— Vér dveljum í skotgryfjunum
og höfum gætur á óvina hersveit-
unum. Og meðan einn eða tveir
af oss eru á verði, les einhver vor
upphátt í hinum dýrlegu bókum,
er þér senduð oss. —
í hinu bréfinu segir svc:
— Lestur þessara bóka veitir mér
þann frið, er mig hafði aldrei dreymt
að mundi geta fallið mér í skaut. —
— Mér virðist lífið ólíkt léttara að
bera nú, heldur en fyr, þrátt fyrir
það, að banvænum kúlum rignir
niður alt í kringum mig. —
En guðspekingarnir frönsku gera
meira en að senda bækur til skot-
gryfjanna. Þeir styðja mjög að því,
að þeir, er aðhyllast kenningar guð-
spekinnar, geti kynst hver öðrum per-
sónuleqa. Hafa þannig myndast vin-
áttusambönd og bræðralag meðal
hermanna, er ekkert þektust áður.
Enda er guðspekin vel fallin til að
bræða ísinn úr sálum mannanna,
svo þeir finni — bókstaflega skilið
— að þeir eru brceður. Aðurnefnt
tímartt endar frásögn sina með þess-
um orðum:
— A alvöru-þrungnustu augnablik-
um lifsins eru mennirnir næmastir
fyrir kenningum guðspekinnar, því
að hún ein megnar að ráða fram úr
þyngstu gátum tilverunnar. —
M. Jóh.
Kolin á Færeyjnm.
• Svo sem áður hefir verið getið um,
fundust nýlega töluverð kolalög í
jörðu á Færeyjum, og þótti Dön-
um það heldur en ekki fengur.
Hafa þeir nú sent þangað sérfræð-
ing, til þess að rannsaka grandgæf-
lega, hve mikil kolalög þessi eru,
og hvort útiit sé til þess að kola-
gröftur þar muni svara kostnaði.
Hannover matarlaus.
Matarskifting Þjóðverja gengur
ekki sem bezt. Hvaðanæfa að í
Þýzklandi berast kvartanir til aðal-
matarskrifstofunnar í Berlín útaf því,
að heil héruð eða heilar borgir verði
útundan — þangað séu eigi sendar
nægilegar birgðir af matvöru og
annari nauðsynjavöru.
Bæjarstjórnin í Hannóver sendi
mjög harðorða kvörtun til Berlin
nýlega. Sýnir hún greinilega hvern-
ig ástatt er i sumum borgum Þýzka-
lands. Fólkið sveltur að meira eða
minna leyti.
I kvörtunarskjalinu er sagt, að i
öðrum borgum landsins séu pylsur
fáanlegar fyrir 4V2 niark pundið, en
í Hannóver séu þær ekki fáanlegar
undir 8 mörkum pundið. Hver ibúi
fái að eins 75 grömm af smjöri á
viku, annars staðar fái menn þó 8 5
grömm á viku. í skjalinu segir ber-
um orðum að fólkið svelti i þús*
undatali og að það líti út fyrir að
Hannóver-riki verði alveg útundan
í matarskiftingunni.
Bæjarstjórnin hefir leitað fyrir sér
i Hollandi um kaup á 40 vagn-
hlössum af kjöti, smjöri og osti.
Fáist það ekki er hungur fyrirsjáan-
legt.
Kona prestur?
Það þykir tíðindum sæta i Dan-
mörku, að i lok júnímánaðar lauk
dönsk stúlka embættisprófi i guðfræði
við Kaupmannahafnarháskóla. Heitir
sú Rigmor Larsen og er fyrsta
stúlkan, sem lokið hefir guðfræðis-
prófi í Danmörku.
25. júní 1875 fengu konur í Dan-
mörku leyfi til þess að stunda há-
skólanám og er það mikill urmull
danskra kvenna sem síðan hefir lokið
prófi. Flestar þeirra leggja stund á
málfræði og gerast kennarar að loknu
prófi. Margar nokkuð eru læknar,
fáar lögfræðingar, en engin hefir
enn ætlað sér að komast í prédik-
unarstólinn nema Rigmor Larsen.
Daginn eftir að hún hafði lokið
prófi, heimsóttu margir blaðamenn
hana. I viðtali við þá kvaðst hún
hafa lagt stund á guðfræði eingöngu
til þess að verða prestur. »Eg ætla
að sækja um embætti, þó að eg viti að
eg sem stendur get ekki orðið prest-
ur. En lögunum verður einhvern-
tíma breytt*. Og blaðamennirnir
spá því, að kirkjan muni verða full
þegar sú stund kemur aðungfrúLarsen
á að stíga í stólinn 1 fyrsta sinni.
Kolakaup i Bretlandi.
* , að
Það er ekki hlaupið að þvl’
fá kol frá Bretlandi á þessuffl s^
ustu og verstu tímum. SáseiB
in vill kaupa, verður að ha^a ^
skjöl í reglu, og það góðri reglB>
þess að útflutningsleyfi ^ist
brezku stjórninni.
Kaupmaður einn hér í b^ao^
lánaði oss bréf, sem hann hafði feví ,
ið frá Bretlandi, viðvikjandi k?3
farmi, sem hann var að kaupa-
kolin að flytjast hingað á ákve
skipi. Til þess að hægt vasri a^
sækja um leyfi til útflutnings, vi
seljandinn að gefa brezku stjórni0*1
eftirfarandi upplýsingar:
— Akvörðunarstaður kolanna
til hvers á að nota þau.
— Fult nafn og bústaður kauþ
andans. ■
-— Nafn skipsins og eiganda þeSS
— Skrásetningarstaður skipsi°s'
— Núverandi legustaður skipsltlS'
farmur þess í ferðinni áður en k
in eru fermd.
— Akvörðunarstaður skipsins
og farmur þess eftir að kolin 0
verið affermd. Akveðið er að eD^
in skip fái kolafarm í Bretlandi,
þess að flytja nauðsynjavörur
Bretlands í sömu ferðinni, senr
in eru fermd.
— Skuldbinding frá kaupend0 ’
að ekkert af kolunum verði
hvorki beinlínis né óbeinlíms)
aðstoðar óvinum Bretaveldis.
Öllum þessum sjö spurning0^
verður að svara grandgæfileSa
svörin látin fylgja beiðninni um
flutningsleyfið.
Kunínur til matar.
ntið
rn00
í Þýzkalandi, þar sem **— ^
vera um góðan og ódýran &3,1
þessar mundir, eru menn ^arDl^Ds,
leggja sér kaninukjöt til 1101 \
m.eira en áður hefir tiðkast P
landi. »Deutsche medizin1^
Wochenschrift* birtir langa ^0.
eftir frægan lækni^sem hvetu^^uf
til þess að rækta kanínur.
hann fram, að kanfnur eti alt ^ $j,
legt, nær allar leifar, sem a0°a j,ví
kastað á heimilunum. Það ^ ey
mjög ódýrt að ala þær. ^ n{naí
nærandi og ljúffengt og
þola vel kulda.
Arangur af
sá,
pesí>!
kanínur, og þykir ágætur ° *
nii bt'
orðið
grein
að fólk etur
— Væri ekki reynantn jt#
koma á kanínurækt í n0^U;^dflle^#
um stíl? Fólk mundi
læra að borða kjötið.
áreiðaDlí