Morgunblaðið - 11.08.1916, Síða 1

Morgunblaðið - 11.08.1916, Síða 1
IFÖstudag 3. fcrgangr 11. ágúst 1916 H0R6UNBLADIB 277. töiublað Ritstjórnar&imi nr. 500 | Ritstjóri: VilhjAimnr Finsen |ls*toiearpientsmiðja Rinl R<íykiíiyíkiir Iriíi Ö1W| Biograph-Theater |D,U ----- Talsími 475. ----- í fylgsnum hallarinnar. Stór, fallegur og afar pennandi leynilögreglusjónleikur í 3 þátt- um, leikinn af hinum góðkunnu leikurum Edith Psilander, Einari Zangenberg, Peter Malberg o. fl. Aðgöngumiðar kosta 30, 30 og 10 aura. Hafnarfjarðarbíliinn nr. 3 fer til Keflavíkur mánudaginn 14. þ. m. kl. 10 f. m. ef nógu margir gefa sig fram. Upplýsingar í talsíma nr. 35 og 36 í Hafnarfirði. Sæmnndur Yilhjálmsson bifreiðarstjóri. ---------------1------------- Rafmagnsstöðin. Viðtal við Lange verkfræðing. Verkfræðingarnir norsku, sem fengist hafa við mælingar á vatnsafli Elliðaánna í sumar, brugðu sér aust- ur í Sog um daginn. Dvöldu þeir þar í nokkra daga, mældu ekki vatns- afl fossanna, en rannsökuðu stað- háttu alla og gerðu ýmsar athuganir viðvíkjandi fyrirhugaðri notkun vatns- aflsins í Soginu. — Þeir eru nú komnir aftur til bæj- arins úr þeim leiðangri, og áttum vér i gær viðtal við yfirverkfræðing- inn, hr. Th. Lange. — Hvernig gengu mælingarnar i Elliðaánum, spurðum vér hr. Lange. Hvar haldið þér bezt sé að taka vatnsaflið til rafmagnsstöðvar bæj- arins ? — Eg held bezt sé að nota vatn- ið í Elliðaánum að svö stöddu, en jafnframt sjá fyrir meira vatnsafli til framtiðarnotkunar einhvers staðar hér sunnanlands, helzt auðvitað sem næst bænum. Það er að svo stöddu ekki þörf á svo miklum krafti, sem yrði að takast úr t. d. Soginu, ef það ætti að svara kostnaði. Eg meina, að ef aflið væri tekið þar, þá mundi það kosta svo mikið, að það yrði að selja hvert hestafl, sem í notkun væri, miklu hærra verði, en ef það væri tekið úr Elliðaánum. Vextir af stofnkostnaði yrðu svo miklir — rafmagnsnotendur yrðu að borga að nokkru leyti fyrir aflið, sem ekki væri þörf á, ekki yrði notað fyrst um sinn. — Hve mörg hestöfl hyggið þér að muni fást úr Elliðaánum? — Við gerðum að eins eina mæl- ingu, en vatnið þarf að mælast aftur til þess að unt sé að segja það ná- kvæmlega. Samt hygg eg, að það muni fást 1500—2000 hestöfl ætíð og 2000—2500 með sérstöku fyrir- komulagi, sem eg álít sjálfsagt, að sé komið á, ef úr framkvæmdum verður. Það þarf að hlaða vatnsgarð og gera þró, sem vatninu væri safnað í. Það þyrfti ekki að notast nema þeg- ar þess væri þörf. Hygg eg að það mundi geta aukið hestöflin um 1000 að minsta kosti í 14 daga í senn. Ann- ars mun vatnsaflið vera meira í Ell- iðaánum á vetrum, einmitt þegar mest er notað af rafmagni til ljósa og hitunar, og er það sérlega heppi- legt. Liklega mun ekki verða notuð meira en 700—1000 hestöfl til ljósa í bænum fyrst um sinn. Með því yrði bærinn nær allur raflýstur. Þá yrði þó að minsta kosti jafnmörg hestöfl eftir sem notuð yrðu til véla og til hitunar og suðu. — Hve langan tíma tekur það að koma stöðunni á? — Hún ætti að geta orðið fullger á einu ári. Ef bæjarstjórnin ákveð- ur sig nú um jólaleytið í vetur og verkið væri hafið þegar í vor, þá ætti rafmagnsstöðin að vera langt komin um næsta nýár. — Hr. Lange fer héðan til Nor- egs á Ceres og þaðan sendir hann borgarstjóra nákvæma skýrslu um rannsóknirnar á Elliðaánum. Tekur bæjarstjórnin þá vonandi málið fyrir við fyrsta tækifæri og ræður því til lykta í snatri. Hún hefir engu að biða eftir, þar sem nákvæm skýrsla þá liggur fyrir eftir þaulæfða og ábyggilega rafmagns-verkfræðinga. Rafmagnsstöðin verður að komast upp á næsta ári. Hljómleikar. Jón Norðmann hélt hinn fyrsta hljómleik sinn í fyrrakvöld í Báru- búð og munu vafalaust margir þeirra sem heyrðu hann leika á »flygelið< telja þá stundina, sem hljómleikur- inn stóð yfir, meðal hinna beztu ánægjustunda á þessu daufa sumri, 1916, í viðbót við góðar endurminn- ingar sínar frá hljómleikum Péturs Jónssonar, sem kom og sigraði með söng sinum. Eins mun nú óhætt að segja, að Jón Norðmann kom og vann þarna í fyrrakvöld fræki- legan sigur með »flygel«-leik sínum, enda bar hið hjartanlega lófatak áheyrenda hans beztan vott um að þeim þótti mikið til hans koma. Þetta unga listamannsefni vort er aðeins 19 ára að aldri og á vitan- lega enn fyrir sér að þroskast og fullkomnast í listinni, því námsskeið hans við Kaiserl. Musikhochschule i Berlín er aðeins hálfnað, en hefir nú þegar fyrir iðni, viljakraft og ágætis hæfileika, náð svo miklum þroska og leikni að furðu sætir; finnur hver og einn sem heyrir og sér Jón leika á hljóðfærið, að þessir kostir, sem nú voru nefndir, eru óaðskiljanlegir og samantvinnaðir hjá honum persónulega og endur- hljóma í leik hans á hljóðfærið. Alt gefur þetta hinar björtustu vonir um að Jón, að afloknu námi, nái því marki sem hann hefir sett sér — en það er hátt, um það þarf enginn að efast. Það mun ekki líða á löngu, ef alt gengur að ósk- um og endist líf og heilsa, að nöfn- in Haraldur Sigurðsson, Pétur Jóns- son og Jón Norðmann kasti af sér þeim ljóma hjá öðrum þjóðum að til stór sóma verði það ættlandi þeirra og samlöndum. Mér þykir það óþarfi að gagnrýna meðferð Jóns á þeim tónverkum sem hann hafði valið á efnisskrána, óvíst að eg hafi næga dómgreind til þess og læt mér því nægja að benda á kostina sem eru nú þegar svo yfirgnæfandi. Kraftur, hand- leikni og skilningur og svo síðast en ekki sizt, nákvæmni í leik hans, hvergi farið út fyrir takmörkin með uppgerð né óeðlilegu látæði, — leik- ur hans alstaðar hárréttur (»Korrekt«) og þó persónu hans alstaðar að finna sem undirstraum og tilfinning. Eina eða tvær smáathugasemdir mætti gera við þennan fyrsta hljómleik Jóns, en eg ætla einnig að sleppa þeim hér, sérstaklega af því að þar var um að kenna hinum dásamlega hljómleikasal bæjarins, í hverjum alt svitnar af loftleysi — áheyrendur, listamaður og loks það sem er hin- um síðar talda óþægilegra — nfl. hljóðfarið. Arni Th. Matvælaskoðunin. í 275. tölublaði »Morgunblaðsins« gefur firmað Nathan & Olsen ótví- rætt í skyn, að eg hafi orðað skýrsl- ur um rúgmjölsrannsóknir hlutdrægt i sinn garð. Meðal annars er gefið f skyn, að eg hafi ekki viljað geta þess, að V. Petersen hafi haft rúg- mjöl frá Nathan & Olsen, af því það hafi reynst vel. Sú ályktun þeirra er dregin af því, að V. Peter- sen muni hafa getið þess við mig að mjölið væri frá Nathan & Olsen. Atgieiósiusimj nr. 500 NÝJA BÍÓ Ráðsmaðurinn. Sjónleikur i 3 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Gyda Aller, Christel Holch, Arne Weel, Fred. Jacobsen og V. Psilander. Mjög skemtileg mynd og löng. Aðgöngumiðar kosta því 50, 40 og 30 aura. Sannleikurinn er sá, að eg átti ekkert tal um það við V. Petersen, hvaðan mjölið væri, en konan hans sagði mér óaðspurt, að þau hefðu fengið nokkra poka af rúgmjöli með siðustu skipsferð frá Kaupmannahöfn. Af þessu sjá menn, að hér er ekki um neina hlutdrægni að ræða frá minni hálfu. Ekki eru skýrslurnar til borgarstjóra eða heilbrigðisnefndar birtar að minni tilhlutun, óg vísa eg því hlutdrægnisaðdróttunum Nathans & Olsens heim til sín. Eg mun svara íyrir að skýrslurn- ar, sem eg hefi gefið, séu réttar, en hirði ekki um að svara frekar lang- loku þeirri, er Nathan & Olsen hafa auglýst í Morgunblaðinu. 9. ágúst 1916. Gísli Guðmundsson. (Grein þessi kom of seint til þess að geta birst i Morgunblaðinu í gær. Ritstj.) Vesturheimsfarar frá Islandi 1912—1915. Allan-linan mun vera eina gufu- skipafélagið, sem á siðan árum hefir annast útflutninga fólks héðan af landi til Vesturheims með sérstök- um kjörum. Það mun því mega gera ráð fyrir, að því nær allir vest- urfarar héðan af landi hafi notað milligöngu hennar. Hjá aðalumboðs- manni AUan-línunnar hefir hagstof- an aflað sér upplýsinga um útflytj- endur til Vesturheims, sem notað hafa milligöngu hennar síðustu 4 árin. Tala þessara útflytjenda hefir verið 2ié árið 1912, 296 árið 1913, 143 árið 1914 og 7 árið 1913, eða alls 662 á þessum 4 árum. Eftir að striðið hófst sumarið 1914 tók að heita mátti alveg fyrir Vestur- heimsfarir vegna erfiðleika, sem á því urðu að komast yfir England, því að engir útlendingar máttu koma á land í Leith. Þeir fáu útflytjend- ur, sem farið hafa síðan, hafa þvi orðið að fara til Kaupmannahafnar eða Noregs og þaðan til Englands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.