Morgunblaðið - 11.08.1916, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.08.1916, Qupperneq 2
2 MORCUNWLAÐTÐ (Hull eða annara bæja, þar sem iít- lendingum er ieyft að koma á land). Hefir þetta gert ferðina miklu dýr- ari, enda hafa sárfáir fengið farbréf hér síðan. En ef til vill hafa nokkrir menn farið héðan til Noregs eða Danmerkur og fengið útflytjendafar- bréf þaðan. Útflytjendafarbréf héðan af landi fást frá þrem stöðum, Reykjavik, Akureyri og Seyðisfirði. Meginþorri útflytjendmna tekur farbréf í Reykja- vík. Þó hafa á árunurn 1912—15 verið gefin út 122 útflytjendafarbréf frá Akureyri og Seyðisfirði (26 árið 1912, 60 árið 1913 og 36 árið 1914). Allur meginþorri útflytjendanna fer héðan um vor- og sumarmánuð- ina maí, júní, júlí og ágúst, enda eru skipaferðir venjulega greiðastar um það leyti. Flestir útflytjendurnir eru menn á bezta aldri, tiltölulega flestir eru á aldrinum 20—24 ára, framundir þriðjungur útflytjendanna er milli tvítugs og þrítugs, og hátt upp í það helmingurinn á aldrinum 15— 30 ára. Þó er líka töluvert af börn- um, framundir >/4 af útflytjendum þessi ár, og sýnir það, að allmikið af útflytjendunum er fjölskyldufólk. Meðal Vesturheimsfaranna þessi árin hefir verið líkt um tölu karla og kvenna, en þó heldur fleira af konum. Af þeim 662 útflytjendum, sem fluttust vestur 1912—15 voru 322 karlar og 340 konur. Hafa karlar og konur verið á líku reki. Fyrir öllum Vesturförunum að heita má er ferðinni heitið til Kana- da. Af þeim, sem hér eru taldir, hafa að eins 4 karlmenn farið héð- an til Bandaríkjanna (2 árið 1913 og 2 árið 1914). En sjálfsagt flytj- ast sumir af Vesturförunum, sem til Kanada fara, siðar meir suður fyrir landamærin til Bandaríkjanna. Meðal Vesturfara héðan eru taldir nokkrir menn, sem komið hafa hing- að vestan um haf, en horfið aftur eftir lengri eða skemri dvöl hér á landi, en upplýsingar vantar um, hve margir þeir hafa verið. »Hagtíðindi«. Tveggja ára ófriðar-afmæli. Á tveggja ára afmæli ófriðarins, sendu hershöfðingjar og ýms siór- menni ávörp til berjanna og skulu hér birt nokkur þeirra. Ávarp I»ýzkalandsbeisara. Félagar! Annað ár ófriðarins er nú liðið eins og fyrsta árið. Það hefir fært Þjóðverjum frægð á öil um vígstöðvum. Þér hafið unnið uýja og mikla sigra á óviuunum. Hvort heldur óvinirnir hörfuðu undan fyrir hinum áköfu áhlaupum yðar, eða þeir reyndu að svifta yð- ur fyrri sigrum með hjálparliði, sem safnað hefir verið um allan heim, þá hafið þér ætið sýnt að þér vor- uð þeim meiii. Jafnvel þar sem yfirdrotnun Breta þótti ótvíræðust, á hafinu, hafið þér barist gegn ofur- efli og borið sigur úr býtum. Fyrir þessi hreystiverk og fyrir hugrekki yðar hafið þér aflað yður virðingar keisara y?ar og þak-lætis og aðdáunar föðurlandsins. Og frægð yðar mun verða ódauðleg eins og þær hetjur okkar, sem fallið hafa. Frægð sú, sem hersveitir okkar hafa unnið í v ðureigninni við óvin- ina, þrátt fyrir þrautir og hættur, er óaðskiljaniega tengd hinu ágæta starfi verkamannanna heima. Þessi heimakraftur hefir stöðugt sent nýja hvöt til hetjanna á vígvöllunum. Hann hefir hvað eft r annað hvest sverð okkar, tendrað hugrekki Þjóð- verja og skelft óvinina. Þakklæti mitt og föðurlandsins er helgað þjóðinni heima. En bol- magn og vilja óvinanna höfum við enn eigi brotið á bak aftur. Við verðum að halda áfram hinni hörðu baráttu til þess að vernda sjáhstæði ástkæra föðurlandsins okkar, heiður þess og veldi keisararíkisins. Hvort heldur óvinirnir halda uppi ófriðnum með herafla eða brögðum þá skulum við þó halda áfram eins og áður á þessu þriðja ófriðar-lri. Skylduræknin við föðurlandið og hinn ósveigjanlegi vilji til þes; að sigra er enn jafn litandi í heimil- um okkar og hjá hernum eins og fyrstu daga ófriðarins. Eg er viss um það, að þér mun- uð með gæzkurikri hjálp guðs vinna héreftir jafnmikla sigra eins og þér vinnið nú og hafið unnið. Ávarp Joffre’s. Hermenn lýðveldisins I Þér leggið nú út á hið þriðja ófriðar-ár. í tvö ár hafið þér staðið í dæmalausri þrek- raun án þess að gugna. Þér hafið kollvarpað öllum fyrirætlunum óvin- anna. Þér hafið unnið sigur á þeim hjá Marne og stöðvað þá hjá Yser. Þér hafið hrakið þá í Artois og Cham- pagne. En þeir berjast árangurslaust til sigurs á rússnesku sléttunum. Eftir hina frækilegu fimm mánaða vörn hafið þér unnið sigw á þeim hjá Verdun. Það er hinu óbilandi hugrekki yð- ar að þakka að bandamenn hafa get- að aflað sér vopna, sem óvinirnir fá nú að kenna á á öllum vígstöðv- unum. Sá tími er nú korr.inn að her- vald Þjóðverja mun kollvarpast fyrir allsherjar áhömrun. Hermenn Frakklands! Þér megið miklast af því verki, sem þér hafið þegar unnið. Þér eruð ákve^nir í því að full- komna það. Sigurinn er vís. Ávarp Poincaré’s. Forsetinn minnist fyrst á það, hvernig ófriðurinn hófst og segir svo: Geislar frægðar jðar hafa sýnt öllum heimi hið sanna Frakkland, sem alt mannkyn mundi syrgja ef það hyrfi úr sögunni. Þrautseigja yðar og hreysti hefir nú i marga langa mánuði haldið Þjóðverjum í skefjum. Það eruð þér, sem hafið gefið Frakklandi tækifæri til þess að hervæðast, og Belgum og Serbum tækifæri til þess að endurskapa heri sína. Það voruð þér, sem gáfuð Bret- um tækifæri til þess að safna hin- nm ágætu hersveitum, sem nú berj- ast við hlið yðar. Það eruð þér, sem hafið komið því til leiðar, að Rússar gátu fengið bæði byssur og falibyssur. Nú sjáið þér að bandamenn eru að byrja að uppskera ávexti þraut- seigju yðar. Rússneski herinn eltir hina sigr- uðu Austurríkismenn. Þjóðverjar eyða nú varaliði slnu vegna þess að á þá er ráðist bæði að austan og vestan. Bretar, Rússar og Frakkar vinna nú að þvi í sameiningu að frelsa ættland yðar. Skýin eru að sundrast; sólin rís. En baráttunni er enn eigi lokið. — Hún mun enn verða áköf og allir verðum vér að leggja fram krafta vora, en þegar er það auðséð, að bandamenn hafa yfirhöndina. Vogarskálar örlaganna hafa lengi verið svipaðar. Nú er því lokið. Nú hækkar önnur skálin stöðugt, en hin sígur niður fyrir þeim þunga, sem aldrei mun léttast. Odauðleg frægð hvilir yfir Verdun, sem ruddi veginn fyrir samtökum bandamanna. Heiður sé yður, vinir minir, sem hafið bjargað Frakklandi og réttlæt- inu úr voða. Ávarp Lloyd George. Hinn nýji hermálnráðherra Breta ávarpaði frönsku hermennina á þessa leið í blaðinu »Bulletin desArmees«: Hraustir menn miklast eigi af sigri fyr en þeir hafa unnið hann. Þeir vona. En þér berjist nú af meiri sigurvissu en nokkru sinni áður. Hafi bandamenn réttan málstað að verja, þá hafa þeir eint:ig nógan þrótt til þess að halda honum fram til sigurs. Þjóðir bandamanna og allar aðrar þjóðir, sem trúa á heið- ur og téttlæti, treysta þvt að vér sigrum. Hermenn Frakklands I Það vetður gæfu og gleðidagur fyrir land yðar, þegar þér hafið rekið innrdsarherinn burtu úr þvl, þegar hernaðardreng- lyndi yðar hefir bent öllum kynslóð- um að fylgja friði yðar fram til frelsis. Ávarp Dougl»8 Haig. í sama blaði er einnig ávarp frá yfirbershöfðingja Breta í Frakklandi. Hann segii meðal annars: Stóra Bretland hefir geit órjúfandi bandalag við Frakka á vígvellinum og mun berjast við hlið hinnar göfugu bandaþjóðar sinnar þangað til yfir lýkur, til þess að tryggja hina nauðsynlegu endurreisn þeirra þjóða, sem hafa fengið að kenna á ninni ranglátu ásælni Þjóðverja. ---- - - --- ------------------ Þar sem mest á reynir. Mönnum er orðið það taint, þegar þeir minnast á ófriðinn, að tala að 1 eins um bandamenn og Þjóðverja. Það er eirs og mönnum gleymist það, að bandamenn eiga í höggi við fleiri þjóðir. En þeirra er sjaldan að miklu getið, og er það vegna þess, að Þjóðverjar eru allsstaðar þar sem mest á reycir. Þegar mest vnr tvisýnan fyr- ir Austurríkismönnum i fyrra og Rússar voru á sumum stöðum komn- ir suður úr Karpatafjöllum, þá sendu Þjóðverjar lið þangað suður, og sópuðu Rússum út úr Galizíu. Auk þess fengu þeir Au.'turríkis- mönnum íjölda liísforingja. Eins var það þá er mest svarf að Tyrkj- um og bardamenn sóttu sem ákaf- ast að þeim á sjó og landi hjá Hellusurdi, þá voru það Þjóðverjar, sem tóku að sér að stýra vörninni, Og lögðu ftll ráðin á um það, hvern- ig henni skyldi hagað. Þeir sendu liðsforingja þangað suður eftir, til þess að stýra herliði Tyrkja á landi, og þeir sendu þangað kafbáta til þess að gera hersk pum bandamanna óskunda. Og þetta hafa Þjóðverjar alt gert í hjáverkum, því að eigi hafa þeir legið á liði sínn þar sem þeir áttu sjálfir að berjist. Bolmagn þeirra hefir þó bezt komið í Ijós núna, siðan bandamenn hófu sókn öllum megin. Svo segir fréttaritari sá, e* franska blaðið »Le petit Parisien« hefir á austurvígstöðv- unum, að það sé eingöngu Þjóðverj" um að kenna, að Rússar hafa eigi gersigrað Austurrikismenn. Telur hann þvi næst ýms dsemi, er sýna það, hvað Þjóðverjar leggja nú mik- ið á sig þar eystra. Það er talið að sunnan við Pripet hafi Þjóðverj- ar 12 herdeildir (Divisions), og er mest af Þv' hði hjá Stochod og um- hverfis Luzk og suður fyrir Strypa. í her Bothmers eru margar þýzkar hersveitir, og þýzkar hersveitir eru einnig í vinstra herarmi Pflanzers suður hjá Pruth. Segir fréttaritarinn að Rússar eigi alls staðar Þjóðverj- að mæta, nema í hægra herarmi Pflanzers, eða allra syðst á vígstöðv- unum. Mörgum mönnum er það óskilj- anlegt, hvernig Þjóðveijar geta altaf haft mannafla til þess að halda uppi orustum svona víða. Höfðu flestir búist við því, að þá mundi þrjóta lið fyr eða síðar. En þessu ersvar- að með upplýsingum, sem þeir hafa sjálfir gefið. Fyrstu 22 mánuði ófriðarins eða tæp tvö ár, féllu af Þjóðverjum rúmlega 700 þús. menn. En á hverju ári bætast við 600 þús. nýliðar. Og af særðum mönnum er það ekki nema einn af hverjum tíu sem er ófær til herþjónustu aftur. Og þannig eru tölurnar sjálfsagt hlutfallslega hjá hinum þjóðunum- Geta menn af þessu séð, að lengt mætti ófriðurinn standa, ef honum lyktaði eigi fyr en einhverja Þi^®* ina skorti menn til víga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.