Morgunblaðið - 11.08.1916, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
11 —r=i ■,-1 r
□i-
Hljóðfæri.
Þeir sem hafa í hyggju að fá sér piano eða flygei, ættu að finna
Vilhjálm Finsen.
Hann hefir einkanmboð
fyrir þektustu og ágætustu verksmiðju á Norðurlöndum:
0
Herm. N. Petersen & Sön.
konungl. hirðsala.
Borgunarskiíntálar svo aðgengifegir að fjver
ntaður gefur eignasf fjljóðfæri.
Ótakmörkuð ábyrgð fylgir öllum hljóðfærum frá Herm. N.
Petersen & Sön.
, -71^=11 j=imn=n=
ut
Bezta ölið
Heimtið það!
— 0 —
Aðalumboð^fyrir sland:
Nathan & Olsen.
HM'B*** LíOöMKNN
STeinn JBjörnsson yfird.lögœ.
Frfkfrkjuvtg 19 (Sliiiastað). Simi 202
Skrifsofutimi kl. io—2 og 4—6.
Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6.
Eggert Claessan, yfirréttarmála-
Hutningsmaður, Pósthtísstr. 17.
Venjulega heima 10—II og 4—5. Sfmi 16
Bruuatryggingar,
sjó- og sírídsYátrygglngar,
O. Johnson & Kaaber.
Carl Finsen Laugaveg 37, (uppi
Brunatryggingar.
Heima 6 */4—7 */*• Talsími 331
Det tyl octr. Branóassnrance Ce
Kaupmsnnahöfn
vátryggir: hus, húsgögn, alls-
konar vöruiorða 0. s. frv. gegc:
eldsvoða fyrir lægsta iðgjald.
Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h
i Austurstr. 1 (Búð L. Nielsenj
N. B. Niolsen.
Gunnar Egilsson
skipamiðlari.
Tals. 479. Laufásvegi 14
Sjó- Stríðs- Brunatryggingar
Venjul. heima kl. 10—12 og 2—4.
Br una try gg in gar
Halldór Eiríksson
Hafnarstræti 16 (Sími: 409).
Hittist: Hotel Island nr. 3 (6!/2—8)
Sími 585.
Minnisblað.
Alþýðafélagsbókasain Templaras. 3 opið
kl. 7—9
Baðhósið opib virka daga kl. 8—8 langar-
daga 8—11.
Borgarstjóraskrifstofan opin v. d. 11—3.
Bæjarfógetaskrifstofan opin virka daga
10—2 og 4—7.
Bæjargjaldkerinn Lanfásveg 5 kl. 12—8
og 5—7.
íslandsbanki opinn 10—4.
K. F. U. M. Lestrar- og skrif-stofa 8 árd.
til 10 siðd. Ahnennir fundir fimtnd. og
snnnnd. 81/, síöd.
Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helgnm.
Landakotsspitali f. sjúkravitjendnr 11—1,
Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12.
Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—3,
LandsbúnaOarfélagsskrifst. opin frá 12—2.
LandsféhirÖir 10—2 og 5—6.
Landssiminn opinn daglangt (8—10) virka
daga, helga daga 10—12 og 4—7.
MorgnnblaÖið Lækjargötn 2. Afgr.
opin 8—6 virka daga, 8—3 á helgnm
Ritstj. til viötals kl. 1—3 alla daga
Simi 500.
Málverkasafnið opiö i Alþingishúsinn
á hverjnm degi kl. 12—2.
Náttúrngripasafnið opið l1/,—27S á sd.
PósthúsiÖ opiö- virka daga 9—7, s.d. 9—1.
SamáhyrgÖ íslands 12—2 og 4—6.
Stjórnarráðsskrifstofnrnar opnar 10—4
daglega.
Talsími Beykjaviknr Pósth. 3, opinn dag-
langt 8—12 virka daga, helga dagaj8—9.
VífilstaÖahæliÖ, Heimsóknartimi 12—1.
ÞjóÖskjalasafniÖ hvern v. d. kl. 12—2.
ÞjóÖmenjasafniÖ opið daglega kl. 12—2.
Geysir
Export-kaffi
er bezt.
Aðalumboðsmenn:
0, Johnson & Kaaber
Angela.
Eftir Georgie Sheldon.
180 (Frh.)
hún var fjarska föl og áhyggjufull á
svip. Mammal hrópaði hún og stóð
á öndinni. — Það undraverðasta af
öllum hlutum hefir komið fyrir —
Salome er hér í þessu húsi, eg hefi
séð hana með eigin augum, hún hefir
ekki látið lífið í brunanum þótt við
hugsuðum það. Hún er hin fegursta
kona hér, að eg ekki nefni klæðn-
að hennar, sem er skrautlegri og
dýrari en eg hefi áður séð.
— f)ej — þeil Evelyn komdu
með mér, sagði frú Winthrup og
titraði af geðshræringu, um leið og
hún greip um arm dóttur sinnar og
studdi sig við hana því, hún riðaði á
fótunum, og Evelyn grunaði að eitt-
hvað alvarlegt hefði komið fyrir. Þær
gengu út úr húsinu og héldu síðan
heim til bústaðar síns, voru þá þær
Rochester mæðgur þar fyrir.
Nú byrjuðu viðræður milli þessara
fjögra kvenna, sem ekki verður með
orðum lýst. Fyrirlitning, sakfelling
og háðsglósur frá Winthrups hlið,
reiði, þrjóska og bituryrði frá
Rochester. Sara Rochester bar sig
samt verst af þeim öllum, smán henn-
ar og örvænting brauzt út eins og
þegar stífla springur úr stórri á, er
síðan brýst fram með ægilegum krafti
og boðaföllum og sópar öllu með
sér sem fyrir er.
Hún hrakyrti þær allar, sjálfa sig
engn síður en hinar, en einkum
beindist hún að móður sinni með
grimdarfullum heiftarorðum, húnkvað
hana hafa eitrað alt sitt líf, og gert
sig kærulausa og óhreinlynda, vegna
þess hvernig hún hefði alið sig upp
og innrætt sér þá heimskulegu skoð-
un að auðæfi og fánýtar lystisemdir
þessa heims, væru hið æsta hnoss í
lífinn, og yrði aldrei keypt of dýru
verði.
Hún hafði mist alla stjórn á sjálfri
sér, og jós úr sér þvilikum ódæm-*
um af bitrustu skammaryrðum, að
hinum sem hlýddu á hrylti við, en
fengu engri vörn viðkomið, því orð-
in streymdu af vörum hennar við-
stöðulaust. Að síðustu varð henni
orðfall, og örmagna af geðshræring
og geðofsa fleygði hún sér niður á
gólfið grét og stundi með ógurlegum
frekjulátum.
Rétt í þessu kom Norman Wintf
hrup inn í herbergið til þeirra, hann
var fölnr en alvarlegur á svip. Hann
gekk að ungfrú Rochester þar sem
hún lá á gólfinu og reisti hana á
fætur.
— Eg veit nú alt, tók hann til
máls. Eg hefi heyrt alla hina sví-
virðilegu sögu, alt það ranglæti, svik,
og undirferli, sem þið hafið haft í
frammi. Og það er trúlegt að ykk-
ur líði ekki rétt vel eftir að alt hefir
komist upp. Þið eruð allar hroka-
fullar, metorðagjarnar og óhreinlynd-
ar — þið eruð lofsverðar mæður eða
hitt þó heldur, sagði hann og beindi
orðum sinum að móður sinni og
frú Rochester, það eru engin and-
ur þótt þið gerið dætur ykkar til-
finningalausar og daðurgjarnar, og
spillið framtíð sona ykkar. Þið hafið
samt í þetta skifti reist ykkur hurð-
arás um öxl, og hljótið nú að upp.
skera ávextina af ykkar fjandsamleg-
um hrekkjabrögðum — nema Sara,
það er enginn annar vegur út úr
þessu — þú veist að eg elska þig,
viltu giftast mér?
Hún horfði á hann hálf undrandi.
— Eg er ekki hæf til að giftast nokk-
urum manni, sagði hún snöktandi,
en fingur hennar kreftust með feikna
afli utan um hönd hans, og það sann-
færði hann um að hún elskaði hann
eunþá, þrátt fyrir alt.
— Við skulum ekki spyrja of náið
um hæfileika eða mannorð á hvoruga
hlið, sagði hann nokkuð hörkulega,
eg spyr aðeins, viltu gefa mér sjálfa
þig? Viltu verða konan mín?
Ofsi hennar og frekja var nú horf-
ið — hún hallaði höfði sínu að
brjósti hans og grét beisklega.
-— Ó, fyrirgefðu mérl sagði hún
lágt, hér eftir skal eg af fremsta
megni reyna að bæta ráð mitt.
— Við skulum bæði reyna að lifa
betra lífi í framtíðinni, sagði hann,
og okkar fyrsta verk skal vera að
frelsa bróður minn frá þeirri hneisu
og leiðindum sem þetta hneiksli hlytí
að hafa i för með sér yrði það opinber
að. Hann verðskuldar svo mikið af
okkur að minsta kosti.
Hinar notuðu nú tækifærið og
laumuðust á brott úr herberginu.
Frú Winthrup var það dálítil hugar-
hægð að vita af því að þau mundu
nú öll sleppa við opinbert hneiksli
og útskúfun úr félagslífinu.
Hin stæriláta Evelyn hafði aldrei á
æfi sinni fengið annað eins áfall, og
bar hún sig lítið betur en móðir
hennar — en eigingjörn var húa
ennþá. Hún óttaðist það mezt af
öllu að bróðir hennar mundi ekki
framvegis greiða henni hina álitlegu
fjárhæð, er hann hafði hingað til veitt
henni mánaðarlega.