Morgunblaðið - 24.08.1916, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.08.1916, Blaðsíða 3
MOKGUNBLAÐJÐ Nýprentuð afmæliskort með fjölbreyttum teikningum og ís- lenzkum erindum, selur Friðfinnur Guðjónsson, Laugavegi 43 B. Islenzkt Blómkál fæst i verzluninni »Goðafoss« Laugavegi 5 (Miðbúðin). Kristín Meinholt. Morg-unblaðið bezt. Max borqarstjóri í Brussel er enn þá í varðhaldi í Þýzkalandi. Albert Belgíukonungur hefir nú sæmt hann greifanafnbót í viður- kenningarskyni fyrir einurð hans og ósérplægni. Viðskijti Sviss. — Nýlega þurftu Svissar að fá leyfi Austurríkismanna til þess að flytja yfir landið 7000 smálestir af steinolíu og 4000 smá- lestir af benzin frá Rúmeníu. En fyrir leyfið urðu þeir að heita Aust- urríkismönnum því, að selja þeim tSO smálestir aí salat-olíu, 5° smá- lestir af brennisteini, 50 smálestir af bómull, 50 smálestir af manilla- hampi og 350 smálestir af kafli. Zita hertosrafrú, kona ríkiserfingj- ans austurríkska, hefir gefið öll hús- gögn sín úr kopar og pjátri, til þess að úr þeim yrðu unnin hergögn. Þessir húshlutir vógu hálfa smá- lest. — Bajarar hafa ákveðið að selja ekki þýzkum ferðamönnum brauð né kjöt- mat, og veitingarhúsum þar i landi hefir verið bannað að taka gilda brauð og kjötseðla ferðamanna. Er þetta gert vegna þess, að fjöldi fólks frá Norður-Þýzkalandi hefir farið þangað Suðureftir i sumar og dvalið timunum saman. Echo Beloa segir, að Þjóðverjar hafi sektað Brussel um 50 þús. pund Sterling fyrir það að halda hátið- egan þjóðminningardag Belga, 21. júlí. — Borqarstjórnin í Petrograð hefir fengið leyfi til þess að hafa kinverska verkamenn við stofnanir borgarinnar svo sem gasstöðina o. fl. Aftur hefir verið neitað um leyfi til þess að láta herfanga vinna við opinberar stofnanir. Þýzki rikiserfin^inn hefir nýlega lært að flúga. Fór hann fyrir skemstu reynsluför sina, sem flugmaður, yfir stöðvar Frakka hjá Verdun. Dýrtíðin. Hún kemur víðar við heldur en i Evrópu. Times segir, að nú sé þriðjungi dýrara að lifa í Ástraliu heldur en áður en ófriður- inn hófst. Islands Kontor i Köbenhavn ved C. Schjöth, Willemoesgade 11 annast allskonar viðskifti fyrir íslendinga, bæði i Danmörku og erlendis og jafnt fyrir kaupmenn sem aðra. Upplýsingar og eftirgrenslanir ókeypis ef menn senda að eins frímerki fyrir svarbréf. Annast innkaup ókeypis og sendir vörur á eftirkröfu. Annast sölu fyrir mjög lítil ómakslaun. Endurnýjar happdrættismiða og geymir þá, gegn tryggingu. Með því að leita til skrifstofunnar þá er menn þurfa að selja eitthvað, eða kaupa, hafa menn þann hagnað að fá vörur með sanngjörnu verði og sanngjarnt verð fyrir vörur sinar. Dráttarspil! frá Sannes Mek. verkstæði i Álasundi eru þau beztu, fáanleg, ættu því að vera á öllum nýmóðins vélabátum. Þessi spil má nota til alls sem gera þarf á einum vélabát, að eins með því að nota kastblakkir til þess að fá rétta afstöðu til spilsins. Abyrgst að spilin lyfta iooo kg. Hraðinn er tvennskonar og má skifta um hann eftir ástæðum á augnabliki. Þessi spil eru af tveim stærðum og kosta nú i dýrtíðinni: Nr. i kr. 235.00, nr. 2 kr. 260.00. Einnig fæst önnur gerð áður auglýst í Vísir á kr. 165.00, að eins fyrir línudrátt. Sami útvegar grútar- pressur úr tómu j á r n i, þola því ótakmarkaðan þrýsting. Við pöntunum tekur aðalumboðsmaður á íslandi: M. Magnússon, Dvergasteini, Vestmanneyjum. Tilboö í hafragras í landi Framfarafélags Seltirninga, sem liggur austanvert við Mýrarhúsa- skólann, óskast fyrir 28. þ. m. Tilboðin sendist í Sanitas-afgreiðsluna, Lækjargötu. Hanzkabúðin Austurstræti 5 Nýkomið: Miklar birgðir at allskonar tauhönzkum svartir og mislitir, fyrir kvenfólk og börn. Hvergi meira né betra úrval af skinnhönzkum. Lindargiitu 41. Sími 244. Verzlunin Kaupangur selur eins og að undanförnu alt ódýrast — alt bezt. Hefir birgðir af öllurr. matvörum, svo sem: Rúgmjöli, Hveiti, Haframjöli, Ris og m. fl. Selur Rauðmaga reyktan stk. 20 aura. Alt annað eftir þessu. Páll H. Gíslason. 3 Þú, sem tókst stigann úr bátnum hjá Batteríinu, skilaðu honum samstundis á sama stað, ann- ars verður þú heimsóttur, því það sást til þín. Skemtilegt og rúmgott herbergi óskast leigt frá i. október. Uppl. i verzlun Lárusar G. Lúðvígssonar. Drengur lí» ára, duglegur og áreiðanlegur, óskar eftir atvinnu i bænum frá i. september, við búðarstörf og sendiferðir um bæ- inn.______________R. v. á. Bezt að auglýsa i Morgunbl. *3£aupsRapur Langsjöl og þrihyrnur fást alt af i Garðastræti 4 (gengiö npp frá Mjó- stræti 4). 0 r ð a b ó k Konráðs Gislasonar er til söln. Agætt eintak. R. v. á. JÍQÍga ^ Herbergi fyrir einhleypa óskast til leign frá 1. okt. næstkomandi, helzt sem næst Smiðjustig. R. v. á. L i t i ð brúkaðar mnhlnr óskast til leiga eða kanps. R. v. á. í faðmi heimskautsnæturinnar. brestir. Það var eins og skotið væri af fallbyssu og löng þruma fylgdi á eftir. Aftur í stafni skips- sins kváðu við hræðsluóp----------- — Hvað er þetta — ó, guð minn góður, hvað er þetta? mælti Frida lágt og náfölnaði. — Það er ekkert, mælti hann Það hefir hlaupið fram skriðjökuli þarna innfrá — það er alvanalegt á þessum slóðum. Nokkur hluti jök. ulsins hefir losnað og fallið í hafið. Nú getum við séð það á þvi hven- ær jökulbylgjan kemur á skipið, hvað langt við erum undan landi .... Hann hafði tæplega slept orðinu þegar kolskeflan kom yfir skipið. Það ljdti sér ofurlitið en hélt engu að siður áfram eins og ekkert hefði iskorist. — Við erum alveg uppi í land- steinum, hrópaði Bratt. Straumurinn fer með sex milna hraða hér og hrekúr okkur inn að skerjunum — Þey--------mælti hann enn og lagði við hlustirnar, heyrið þér ekki báru- gutlið við land? — Snúið skipinu skjótt til stjóm- borða! hrópaði hann af öllum mætti upp á stjórnpallinn. Það var auðséð að þeir, sem voru á stjórnpallinum skyldu þetta. Skip- ið hallaðist ofurlitið og rendi svo í boga frá landi. — Hafið akkerin til I hrópaði skip- stjóri. Gætið að dýpismælunum I — 40 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.