Morgunblaðið - 15.09.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1916, Blaðsíða 1
I'ðstndag 3. árgang. Ritstjórnarsimi nr. 500 ! Kitstiór ■ Vilh|Alropr Hnsen I Is&t'Aúarprentsrmóis I. 0. 0. F. 989159 — 0 B!0| Reykjavlknr Biograph-Tlieater Talslmi 475. BIO mtt prógram í kvötdí Lítil stofa eða herbergi, án húsgagna, i góðu húsi, óskast frá i. okt. Uppl. í ísa- íoldarprentsmiðju. Simi 48. Búlgarar í Serbíu Kaiipið Morgnnblaðið. Ung og góð kýr miðþorrabær, er til sölu. Upplýsingar á Hverfis- götu 60 Rvik. Mynd þessi sýnir búlgarskt herlið, sem er á leið um þorp nokkutt í Serbíu. Búlgarar fóru þar um »sigri hrósandi«, sem þeir sjálfir nefndu það, og ráku Serba-liðið burt úr landinu. — Nú eiga þeir að mætast aftur bráðlega, Serbar og Búlgarar. En með Serbum standa nú bæði bandamannaliðið í Saloniki og Rúmenar, svo það er ekki óliklegt að Búlgarar fái rækilega hefnd fyrir það, að þeir réðust að baki Serbum. Hér með tilkynnist að min hjartkæra móðir, Helga Jóhannsdóttir, andaðist á Landakotsspitala 14. þ. m. Jarðarförin ákveðin siðar. Sigrún Sigurðardóttir, Vesturgötu 51. Hjartans þakkir frá mér og börnum, til allra þeirra er auðsýndu mér hiut- tekning við fráfall og jarðarför manns- ins mins sál., Tómasar Guðmunds- sonar. Ástrós Sumarliðadóttir. Þýzkar varnir gegn loftárásum. Fyrir nokkru gerðu brezkir flug- menn árás á loftskipaskýli, sem Þjóðverjar höfðu látið reisa rétt fyr- ir utan Bru sel. Skemdist mikið af hyggingunum og er sagt að eitt Zeppelins-loftfar hafi brunnið. Þjóð- verjum þykir þetta ilt og hafa því {ekið það til bragðs að hafa altaf n»kkra málsmetandi menn úr ®rússel lokaða inni í loftskipaskýl- inu. verði geið á skýlið, hljóta menn þessir að farast. Þessi ráðstöfun hefir mælst ákaf- 'e8a illa fyrir, svo sem vonlegt er, enda kvað hún vera beint brot á öllum alþjóða reglum um hernað. Spekúlantar. Norsk blöð kvarta um það, að fólk sé að verða að herfangi fyrir spekúlanta í öllum gieinum. Alls- konar »miðlar* leggja skatt sinn á landsfólkið og pína það »eftir nót- um«. — Húsamiðlar kaupa upp húsin, setja upp leiguna og selja þau svo aftur með miklum ágóða, sem þeir stinga í sinn eigin vasa. — Hluta- bréfamiðlar spekúlera í því hvað gengi bréfanna er nú óeðlilega hátt og sprengja bréfin upp úr öllu valdi. Og fólkið kaupir húsin og það kaup- ir bréfin alveg í blindni. Hvort- tveggja gefur ágætar rentur núna rétt á meðan tímarnir eru sem óeðlileg- astir og vitlausastir, en svo koma náttúrlega aðrir timar þegar alt hrak- fellur i verði. Og þá tapar fólkið, en miðlarnir hafa sinn gróða á þurru landi. Að vísu hafa víða verið settar strangur ráðstafanir fyrir því, að ekki megi færa upp leigu á nokkru ein- asta húsi nema svo eða svo mikið væri gert við það, og þá ekki nema sem svaraði góðum rentum af við- gerðinni. Viðvikjandi hlutabréfunum hefir reynst erfitt að gera nokkrar ráð- stafanir. — Fyrir utan það, að verðið er oft sprengt óhæfilega upp, þá eru oft bein svik í tafli. Miðlarnir spekúlera stundum sjálfir með fé sem þeim hefir veríð trúað fyrir. — Gengur það á líkan hátt eins og með lotterimiðlana, sem auglýsa helzt eftir kaupendum úr fjarlægum löndum, til þess að geta einlægt haft liggj- andi inni á sínum eigin reikningi svo og svo mikið af lotteríseðlum, sem geta orðið dregnir út og gefið vinning áður en búið er að tilkynna kaupendunum númerin. — Menn hafa hér á landi áður verið varaðir við því að sinna auglýsingum frá útlendum lotterímiðlum. — Vegna hvers eru þeir að auglýsa hér uppi á íslandi eftir kaupendum héðan, þar sem viianlegt er að, það er sleg- ist um það á sjálfum staðnum að fá keypta lotteríseðlana, þar til þeir síðustu eru uppgengnir. Hlutabréf getaá sinnháttveriðhapp- drættismiðar, enda líka óspart notuð þannig utanlands nú á tímum. Hér á. landi er verðbréfaverzlun enn svo að segja óþekt, en hún kemur að sjálfsögðu á sínum tíma. Og menn munu sjá, að sú verzlun heimtar nákvæma athugun og gætni ekki síður en önnur verzlun, einkum ef spekúlantar eru öðrumegin. Nýtt þýzkt herlán. Nú eru Þjóðverjar að búa undir, sem þeir kalla »síðasta herlánið*. Lánið á að bera 5 °/0 vexti. Búast fjármálamenn við þvi, að undiitektir verði fremur daufar, því margir séu orðnir vondaufir um að Þjóðverjar sigri. 312. Afgreiðslusfmi nr. 500 NÝJA BÍ6 Óheillaarfurinn Sjónleikur í 3 þáttum, 50 atr. Leikinn af Nordisk Films Co. Aðalhlutverkin leika: Agnete Blom og Nic. Johannsen I. F. U, M. Valur (yngri tleild). Æf- ing i kvöld kl. 8r/2 á Melunum. Landskosningarnar Atkvæðatalningu á listunum er lokið. Koma heimastjórnarmenn þremui mönnum að, þversum-menn tveimur og óháðir bændur einum. Landskjörnir þingmenn verða þessir: Hannes Hafstein með 1852 atkv. Guðjón Guðlaugsson — 1584 — Gfuðm. Björnson — 1446 — Sig. Eggerz — 1319 — Sig. Jónsson — 1241 — Hjörtur Snorrason — 1164 — Er auðséð af þessu, að kjósendur hafa gert töluverðar breytingar á nafnaröðinni á listunum. Varamenn eru þessir: A-listinn: Sigurj. Friðjónsson með 1237 atkv. Bríet Bjarnhéðinsd. — 1214 — Jón Einarson — 1093 — B-listinn: Gunnar Ólafsson með 1061 atkv. Magnús Friðriksson — 9 66 — D-listinn: Ágúst Helgason með 1144 atkv. Bréfaskriftir til útlanda hafa nú Þjóðverjar takmarkað þannig, að eng- in bréf megi héðan af vera lengri en tvær síður fjórbrotnar. Er þetta gert til þess að létta vinnuna við lestur bréfanna. •Deutschlandst-förin. Kaupmenn í Bremen og öðrum þýzkum borg- um hafa hafið samskot handa skip- verjum á kafkaupfarinu »Deutsch- land*. Höfðu þegar safnast 100 þús. mörk þá er síðast fréttist. Er ráðgert að fénu verði skift jafnt á milli allra skipverja, jafnt foringje sem undirmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.