Morgunblaðið - 25.09.1916, Page 2

Morgunblaðið - 25.09.1916, Page 2
2 MORfiUNBLAÐÍ*) hayn og Hindenbarg, sem eí ást- sælastur allra hershöfðingja Þjóð- verja. Þegar ófriðurinn nófst hafði Hindenburg herstjórnina í Norður- Prússlandi og varð þegar frægur eftir að hann hafði unnið hina miklu sigra á Rússum hjá Masúrísku-vötn- unum og Tannenberg og hrundið rússneska innrásarhernum fyrir fult og alt út úr Þýzkalandi. Var hon- um síðan fengin yfirherstjórnin á austurvigstöðvunum alla leið frá Eystrasalti og suður að Pripet og er það kunnara en frá þurfi að segja hve snildarlega honum fórst her- stjórnin úr hendi. Þjóðverjar unnu hvetn sigurion á eftir öðrum, hröktu Rússa burtu úr Galizíu og náðu á sitt vald öllu Póllandi og Eystra- saltslöndunum norður að Riga. Er viðbúið að Rússar hefðu farið enn meiri ófarir ef Falkenhayn hefði þá eigi þótt nóg komið, en það er flestra mál, að Hiudenburg hafi þá viljað halda lengra, þótt hann fengi þess eigi ráðið og hafi það orðið upp- hafið að ósætti þeirra Falkenhayns. Þegar Rússar sóttu sem ákafast fram í sumar voru Hindenburg feng- enn meiri yfirráð og yfirherstjórn hans þá látin ná alla leið suður í Galizíu. Og nú fyrir skemstu hefir Falkenhayn yfirheistjóra verið vikið frá, en Hindenburg settur í hans stað yfirherstjóri alls hins þýzka landhers, eða þó öllu heldur yfir- herstjóri allra herja Miðveldanna, því að Þjóðverjar ráða nú mestu um herstjórnina viðast hvar. Jafnframt hefir aðstoðarforingi hans, Luden- dpiff hershöfðingi, verið gerður að yfir umsjónarmanni með öllum mat- vælum handa hernum (Oberquartier- meister), eða næstráðanda í her- stjórnarráðinu (General Staff). Hefir Ludendorff getið sér ágætan orðstír i ófriðnum og jafnan verið önnur hönd Hindenburgs og ekki sú vinstri. Um það verður ekkert sagt hvað valdið hefir þessari breytingu i her- stjórn Þjóðverja, hvort það er sókn bandamanna á vesturvigstöðvunum og Rússa að austan, eða það eru friðrof Rúmena og ítala. En svo mikið er víst, að Hindenburg hefir verið, og er, átrúnaðargoð allrar þýzku þjóðarinnar og- þess hefir ver- ið krafist hvað eftir annað að hann fengi að neyta betur hinna miklu herstjórnarhæfileika sinna. Þykir Þjóðverjum sem þeir eigi þar alt sitt traust sem hann er. — Hvað sem um alt þetta er, segir hermálaritari »Times« þá þyk- ir oss vænt um að Falkenhayn er farinn frá. Honum ber heiðurinn af því að hafa ráðið herförunum gegn Rússum og Serbum og sýndi hann með því að hann var góður læri- sveinn hins mikia Moltke. Hafi hon- um skjöplast, þá er nú eftir að vita hvort Hindenburg tekst betui. Alt rnælir þó í móti þvl. Sigrar Þjóðverja 1866 og 1870 voru eigi einungis að þakka herstjóminni held- ur stjórnvizku Bismarcks, sem sá svo um, að Þjóðverjar ættu eigi nema einum óvini að mæta í senn og hipu, að Moltke hafði bæði meira G. Gislason & Hay Simnefni: HiÍldSÖlUVfirZlUn 8krifsSanrr. 281 ,Gislason‘ Reykjavík Reykjavík Heildsalan » 481 hafa fengið nú með e.s. »HóIum« og »Botniu« miklar birgðir af neðantöldum vörum: Hveiti, Hrísgrjón, Haframjöl, Vals. Hafrar, Rúgmjöl, Bankabygg, 2 teg. Maísmjöl, Molasses-fóðurmjöl, Kaffi í sekkjum, Hálfbaunir, »Linser«. Sveskjur, Döðlur, Rúsínur, Þurkuð epli, Sultutau; að eins Jelly, Ananas í dósum, Aprikosur Epli Perur Jarðarber Ferskjur Vindlar, Vindlingar, Reyktóbak, enskt og danskt, margar teg. Roel, Eldspýtur, Kerti, Jólakerti, Spil, Barnaspil, Brauð í tunnurn, Mysuostur, HandsJpur, Cacao í — og dósum Eidam ostur, margar góðar teg. »Ideal« mjólk 48/1 lbs. Gouda — Þvottasápa, »Premier«— 48/1 — Heilagfiski i dósum, (Balmoral Cleanser) Lyftiduft, Central Maltöl. Zinkhvíta 56 lbs. dk. Macaroni, 2 teg. Kjöttunnur, Olíutau, Þakpappi, Ullarballar, Veggjapappi, Pokar, tómir, Gólípappi, Hessian, Þaksaumur, og saumur, Pappírspokar, Rúðugler, Hverfisteinar, Önglar, Ljábrýni, Fiskilinur, »Asfalt«, Netagarn, Baðlyf. Manilla kaðlar. Skófatnaður, karla og kvenna. Allskonar vefnaðarvara: Lérert, Stúfasirz, Fataefni, Fóðurefni, Höfuðföt, Vefjargarn o. fl. o. fl. Jón Björnsson & Co., Bankastræti 8. Nýkomið með »Botníu« og »Hólum«: Léreft bl. og óbl. Tvisttau, Gardínutau, Kjólatau, Flonel, —t- Alklæði === . - Nærfatnað karla og kvenna, Regnkápur og GÓIfteppi er bezt að kaupa hjá J. B. & Co. lið og betri og meiri hergögn en óvinir hans. Nú hafa Þjóðverjar enga slíka yfirburði. Eftir fáa mán- uði munum vér hafa miklu meiri hergögn en þeir, og yfirburðir vor- ir, bæði á landi og sjó, munu auk- ast þegar fram líða stundir. Þótt stjórnvizka Þjóðverja væri jafnvel eíns góð og hún er slæm, þá eru þeim nú öll sund lokuð, því að ten- ingunum er kastað, öll Norðurálfa er í ófriði og engin hlutlaus þjóð mun nú ganga til liðs við Þjóðverja, sem auðséð er að munu bíða ósig- ur. En þrátt fyrir það þurfum vér að hafa vakandi auga með hinum gamla og harðvítuga hermanni, Hinden- burg, þangað til það er augljóst hverja yfirherstjórnarhæfileika hann hefir. Allrar herstjórnarreynslu sinn- ar hefir hann aflað sér á austurvig- stöðvunum, í skógum og mýrar- flákum Austur-Prússlands og það er líklegt að fyrsta verk hans verði það, að stemma stigu fyrir Rússum og Rúmenum ... Ef bandamenn lina nokkurs staðar á sókn sinni, þá létta þeir starf Hindenburgs, en því meir sem sóknin er efld því óhægra á hann um vik. Breyting á herstjórn hefir vana- lega I för með sér breytingar á hern-- aðatframkvæmdum, Við því verð- um vér að vera búnir. Herir Þjóð- verja eru enn öflugir og treysta sigri, þrátt íyrir tjón það, er þeir hafa beðið og Þjóðverjar hafa enn nóg varalið til þess að geta hafið öfluga sókn. En Austurríkismenn eru komn- ir á heljarþröm, Tyrkir hafa nóg með sig og Búlgarar hafast ekki að-- Það er að eins þýzki herinn, sem um munar, en hann er nú dreifður yfir óravegu og lengist vigvöllurinn fremur en styttist. Það hlýtur að líða nokkur tími þangað til Hindenburg hefir kynt sér allar hernaðar, pólitískar og fjár- hagslegar ástæður, sem Falkenhayn hefir sjilfsagt þekt. Hann verður að skygnast um til þess, að vita hvað hann má bjóða sér. Vér meigum þó buast við því að hann geri harða hríð einhversstaðar, vegna þess að það erað hans skapi, og nýir vendir" sópa bezt. Eggert Steíánsson söng fyrir fullu húsi áheyrenda- í Bárubúð í fyrrakvöld. Varhon- um óspart klappað lof í lófa og var kallaður fram nokkrumsinn- um. Fyrsta lagið á söngskránni; Sigmunds Liebesgesang úr Wal- kúrien, tókst eirki eins vel og búast hefði mátt við. Gerir það máske mest, að framburði tekst- ans er töluvert ábótavant hjá Eggert. Það er oft ilt að heyra orðin, jafnvel ómögulegt á stund- um að heyra á hvaða máli hann syngur. Slíkt er leiður galli hjá söngmönnum og ætti Eggert að reyna af fremsta megni að bæta þetta. Það væri leitt til þess að vita, ef framburðurinn skyldi standa honum fyrir þrifum á þeirri listamannabraut, sem hann nú heldur út á — því leiðara, sem það er augljóst, að Eggert hefir fyrirtaks sönghæfileika frá náttúrunnar hendi. — Röddin er þýð, fögur og mikil, en tilgerð og skeytingarleysi í framburði má til að hverfa. Skemtilegt var að heyra lögin eftir Sigvalda Kaldalóns. Eru þau látlaus og falleg, enda söng Eggert þau af mikilli snild. Einkum þótti mikið koma til vöggusöngsins: »Sofðu, sofðu góði<, sem er framúrskarandi fallegt lag. Sum lögin varð Eggert að syngja aftur, en tónskáldið var »kallað« fram tvisvar. Söngurinn var skemtilegur og ætti fólk að fjölmenna í Báruna í kvöld, því þá syngur Eggert aftur í síðasta sinn. Hann fer utan á Botníu að nokkrum dögu® liðnum. Hrafn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.