Morgunblaðið - 02.10.1916, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÍ)
kút og virtust svo sem þeir styndu
þuugan annað hvort af sársauka eða
áreynslu, eða þá af hvorutveggju.
Eg gekk til keyrslumannsins og beiddi
hann um að sýna þeim meiri mis-
kunn, en »það var enga miskunn
hjá Manga að finna*. Hann hélt
mig, svo sem hann ákvað, ekki mikið
varða um sig eða sína frammistöðu,
þetta væri mál sem mér kæmi ekki
við, með ýmsum kurteisum og hon-
um samboðnum orðum sem hann
valdi mér. Bætti því meira að segja
við í hróðugum málróm, að eg mætti
kæra sig o. s. frv. Þótt að þetta
framferði mannsins sæi fjöldi fólks,
þá býst eg ekki við að það hafi
mikla þýðingu að kæra slíkt fyrir
lögreglunni, en hinu lofaði eg hon-
nm, og það ætla eg að enda, að
birta þetta framferði mannsins opin-
berlega, ef ske kynni að hann mink-
aðist sín og sæi mynd sína upp-
málaða i lýsingu þessari.
23. sept. 1916
Kona.
Þess eru hér því miður mörg
dæmi, að skammarlega er farið með
hesta og önnur dýr. Er það gleði-
legt að einstaka menn eru þó á
verði til þess að reyna að koma i
veg fyrir að slíkt eigi sér stað.
Bezta ráðið er að kæra viðkomandi
ökumenn og láta þá greiða sekt
fyrir misþyrmingarnar.
Ófnóarsmælki.
Fluqmaðurinn með tréfótinn. Einn
af frægustu flugmönnum Frakka
heitir Tarascon. Hann hafði lært að
fljúga fyrir ófriðinn og gerðist sjálf-
boðaliði i flugsveit Frakka þegar i
byrjun ófriðarins. En sá galli var
á að hann hafði mist fótinn og var
með tréfót. Voru yfirvöldin lengi
vel í vafa um hvort þau ættu að
taka hann i herinn, en niðurstaðan
varð sú, að honum var fengin flug-
vél. —
Tarascon hefir nú skotið niður
5 þýzkar flugvélar og er talinn með-
al djörfustu flugmanna Frakka. Um
daginn var tréfóturinn skotinn af
honum, þá er hann flaug yfir Zee-
briigge, og er það þannig i annað
sinn, sem hann missir sama fótinn.
Húsnæðiseklan.
Elendínus segir frá.
Eg var á götunni í gær. En það
voru margir fleiri. Og tíu minút-
um eftir að eg var kominn á fætur
og farinn át, höfðu 25 — segi og
skrifa tuttugu fimm — heimilisfeð-
ur spurt mig að þvi hvort eg gæti
ekki visað sér á húsnæði.
Og eg svaraði öllum eins:
— Þegar eg var barn, var mér
kent að í horngrýti væri nóg hús-
rúm.
Jfe*
Krone Lager öl
De forenede Bryggerier.
— En hvar er horngrýti?
— Það verður þú að segja þér
sjálfur. Adjö!
Eg komst upp á Laugaveginn.
En ekki lengra. Því að þar var alt
skorðað af kistum, kommóðum,
stólum, borðum, lömpum og ýmis-
konar drasli.
— Hvað á þetta lengi að ganga,
segi eg.
— Þangað til að við höfum feng-
ið húsnæði, segja þúsund menn og
steyta hnefana.
En til hvers er alt þetta æði ?
Til hvers eru menn að steyta hnef-
ana? }ú, það er vegna þess að
margir hafa enn þá óleigð hús. Þeir
vilja selja -— en ekki leigja.
Eg fer heim að eta. Auðvitað fæ
eg engan mat, því að gasinu er lok-
að. Það gerir ekkert til. En á heim-
leiðinni mæti eg tíu mönnum og
á heimanleiðinni tólf. Og allir
spyrja: »Geturðu ekki vísað mér á
íbúð ?« —
íbúð! íbúð! Bara að eg hefði
íbúðl Þá gæti eg gert marga menn
hamingjusama.
Herfang
bandamanna.
Franska blaðið »}ournal* birtir
nýlega (20. sept.) skýrslu yfir her-
fang og fanga bandamanna á austur,
vestur og suðurvígstöðvunum á tíma-
bilinu 1. júli til 18. september.
Skýrslan er þannig.
Frakkar hafa tekið af óvinunum
145 fallbyssur, 729 vélbyssur og
33.699 hermenn.
Bretar hafa tekið 109 fallbyssur,
223 vélbyssur og 21.450 hermenn,
Rússar hafa tekið 841 fallbyssu,
1580 vélbyssur og 402.471 her-
menn.
ltalir hafa tekið 36 fallbyssur, 92
vélbyssur og 33.048 hermenn.
Miðveldip hafa þannig samtals
mist 1131 fallbyssur, 2624 vélbyss-
ur og 490.668 hermenn handtekna
— auk ógrynni skotfæra og matvæla
og annara hergagna.
Skotfæri Þjóðverja
að þverra.
Á herteknum þýzkum hermanni
fanst nýlega skjal, sem Falkenhayn
yfirhershöfðingi Þjóðverja hafði sent
hermönnunum. Hvetur hann her-
mennina til þess að spara hergögnin
sem mest, þar eð meir hafi verið
notað af þeim siðustu mánuðina, en
framleitt hafi verið. Segir hann, að
ef svo gangi lengi, muni reka að
því, að Miðveldin verði skotfæralaus.
-------------------------
C3S3 D AG BOf}IN. C=23
Afmæli f dag:
Guðlaug Jónsdóttir, húsfrú
Jófríður Zoega, jungfrú
Bjarni Magnússon, veitingam.
Gunnar Gunnarsson, bifreiðarstj.
Gísli Guðmundsson, gerlafr.
Sig. P, Sivertsen, dósent.
Friðfinnur L. GuðjónBSon
Laugavegi 43 B, selur tækifæriskort
með íslenzkum erindum. Allir ættu að
kaupa þau til að senda vinum og kunn-
ingjum.
Sólarupprás kl. 6.40
Sólarlag — 5.38
Háflóð í dag kl. 8.24 e. h.
og í nótt kl. 8.50.
Tvær efri hæðir húss Gunnars
kaupm. Gunnarssonar við Austurstræti
eru leigðar út. Hefir brezki ræðismað-
ur tekið aðra hæðina á leigu, en Sveinn
Björnsson hina. — Verður þar m. a.
skrifstofa brunabótafólags íslands.
Ekki var það Pótur M. Bjarnason
eða niðursuðuverksmiðjan ísland, er
átti kjöttunnustafina sem komu með
>Anne Marie« í fyrradag. — Það var
Pótur Bjarnason beykir.
Ráðherra Einar Arnórsson kom aust-
an úr sveitum í fyrrakvöld.
Frú Briet Bjarnhéðinsdóttnr var
færð falleg afmælisgjöf á sextugusta
afmæli hennar síðastl. miðvikudag. —
Gáfu konur úr Kvenróttindafólaginu
henni gullúr og gullnælu og fylgdi
gjöfinni skrautritað ávarp.
Njörðnr. í fyrrakvöld kom botn—
vörpungurinn Earl Hereford hingað
með Njörð í eftirdragi. Hafði stálvír
flækst í skrúfu skipsins og var Njörður
því ekki ferðafær sjálfur. — Hann fór
hóðan aftur í gærdag eftir að vírinn
hafdi verið tekinn úr skrúfunni.
Dagsetnfng blaðsins i gær var eins
vitlaus og frekast var unt. Þar stóð
31. sept. í stað l. okt.
Flutningar. Kaupendur Dlaðsins
eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna
flutninga, svo blaðið geti komið reglu-
lega til þeirra.
Þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins
boðuðu til fundar í Bárunni í fyrra-
kvöld. Var fundurinn allvell sóttur
og töluðu þeir Sveinn Björnsson og
Magnús Blöndahl.
Brezkt hjálparbeitiskip kom hing-
að í gær. — Okunnugt um erindi
skipsins.
Elektron, málgagn »Fólags íslenzkra
símamanna« minnist tugafmælis slm-
ans með því að geta hinna helztu
manna er að honum standa og hafa
staðið og flytur myndir af þeim H-
Hafstein, Jóni Olafssyni, 0. Forbergi
lt. Tönnesen, Gísla J. Ólafson, Magn-
úsi H. Thorberg og Birni Magnússyni-
Er blaðið hið prýðilegasta,
Geta verður þess að þýðingar eru
þar á sumum greinum á ensku, þýz^u
og frönsku. Má af því sjá að engif
örkvisar eru það sem að blaðinu standa-