Morgunblaðið - 28.10.1916, Side 2

Morgunblaðið - 28.10.1916, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hvenf)af(ar nýkomnir í Lsekjargötu 4. ILW Rúgmjöl kom með BOTNÍU til *3ótis Jrá rffaénesi mun ódýrari en áður. Framfarafélag Seltirninga heldnr fnnd i dag á yenjnl. stað og tima. Aríðandi að íólag'smenn komi — Bókum sé skilað, sem úti eru. Féfagssfjórtiin. Vinum og vandamfinnum gefst hér með til kynna að kl. 10V* f. m. í dag þóknaðist guði að kalla heim til sín okkar ástkæru móður og tengdamóður, Karitas Þórarinsdóttur. iarðarfðr hennar verður auglýst siðar. Reykjavfk, Framnesvegi 38, 27. október 1916 Börn og tengdabörn hinnar látnu. Professor Haraldur Níelsson flytur erindi Sunnudaginn 29. þessa mán. kl. 5 eftir hádegi í Báruhúsinu. Agóðinn rennur í Landspítalasjóð Islands. Sjá QÖfuaugftjsingarnar. Taka ,Stellu’ Ekki var það rétt hermt hjá heim- ildarmanni vorum um að öll skjöl Steliu hafi verið í góðri reglu, þá er það skip var tekið fyrir sunnan Langanes og flutt til Bretlands til rannsóknar. Sannleikurinn er sá, að skipið hafði meðferðis öll skjöl við- víkjandi síldarfarminum, sem fara átti til Svíþjóðar. En olíutunnurnar ætlaði skipið að flytja til Norðfjarðar án þess að nokkur skilriki væru fyrir því hvert olían átti að fara — og án vitundar bæjarfógetans og brezka ræðismannsins á Akureyri. Er þá ekki að furða þó illa fæti, því vitan- lega er það grunsarrrlegt í meira lagi þegar brezkt varðskip hittir lítinn mótorkútter i hafi með oliu innan- borðs, sem ekkert er getið um á skipsskjölunum hvert eigi að fara. Brezku fyrirliðunum er varla láandi þó þeir ef til vill hyggi að olian muni vera ætluð þýzkum kafbátum, því það er einmitt á þann hátt að kafbátunum hefir verið fluttar olíu- birgðir út í haf. Oss var borin sagan þannig að fullkomin skilríki hafi verið fyrirþví hvort olían átti að fara og að skipið hafi verið losað úr haldi þegar eftir komana til Kirkwall. En skipið lá þar þangað til full ábyrgð var fengin hér fyrir því að olían ætti að notast hér á landi. Annars er það óskiljanlegt, að menn skuli vera svo óvarkárir á þessum ófriðartímum, að senda olíu- birgðir — einhverja ákveðnustu bann- vöruna — þó ekki sé nema hafna á milli, án þess að ðll skjöl því við- víkjandi séu í góðri reglu. Þegar svo er ástatt meiga menn sér sjálfum um kenna ef illa fer. I&sas DAðBð^IN. csr:. Aimæli ( dag: Anua M. Jónsson, húsfrú. Arndís Þormóðsdóttir, húsfrú. Katy E. Svendsen, jungfrú. Friðfinnur L. Guðjónsson Laugavegi 43 B, selur tækifæriskort með íslenzkum erindum. Allir ættu að kaupa þau til að senda vinum og kunn- ingjum. Sólarupprás kl. 8.0 Sólarlag — 4.21 H á f 1 ó 8 í dag kl. 5.54 f. h. og kl. 6.17 e. h. 2. vika vetrar hefst. Fyrirlestrar Háskólans. Björn M. Ólsen prófessor: Bókmentasaga Islend- inga kl. 5—6. — Eddukvæöi kl. 6—7. Jón Jónsson dócent: Saga íslenzku kirkjunnar fram að siðaskiftum kl. 6—7. Veðrið í gær: Föstudaginn 27. okt. Vm. v. stinnings gola, hiti 4,9 Kv. logn, regn, hiti 6.3 Isafj. a. stormur, regn, hiti 7.0 Ak. s.s.a. gola, hiti 9.6 Gr. s.a. gola, hiti 4.5 Sf. s.a. kaldi, regn, hiti 7.9 Þórsh., F. logn, hiti 4.1. Messað á morgun í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12. Altarisgauga. Mesaað á morgun i fríkirkjunni í lieykjavík kl. 5 síðdegis (síra Ól. Ól.). Póstinn tóku Bretar úr Botníu og hcldu honum eftir, en lótu skipið flytja hingað póstinn, sem þeir tóku úr ís- landi um daginn. Botnia kom hingað í gærmorgun frá útlöndum. Meðal farþega voru: Sveinn Sveinsson framkvæmdastjóri, ungfrú Laura Zimsen, Helgi Zoega kaupmaður, Einar Benediktsson, jung- frú Katrín Norðmann. Frá Vestmann- eyjum komu Gísli Johnsen konsúll, Karl Einarsson sýslumaður, Sveinn Jónsson kaupmaður o. fl. Á kolabryggjunni er nú verið að reisa »krana« (eða lyfti). Verður öll skipa-afgreiðsla miklu greiðari þegar hann er kominn og tekinn til starfa og þá fyrst verða full not bryggjunnar. Ur og klukkur. Komið með úrin og klukkurnar ykkar á Grettisgötu 18, til hreins- unar, því þar fáið þið bæði fljótt og vel af hendi leyst. Grikkir og bandamenn. Síðan bandamenn komu fyrst til Grikklands og tóku Saloníki, hafa þeir smám saman verið að færa sig upp á skaftið. Fyrst komu þeir því til leiðar að gríski herinn var afvopn- aður. Síðan tóku þeir allar loft- skeytastöðvar í landinu á sitt vald. Þá tóku þeir í sínar hendur sima og póststjórn. Þá afvopnuðu þeir gríska flotann, en tóku sumt af hon- um. Þá tóku þeir strandvígi Grikkja. Þá tóku þeir í sínar hendur ait lög- reglueftirlit í Aþenuborg. Þá tóku þeir járnbrautina milli Aþenn og Larissa og stöðvuðu allan her og hergagnaflutning í landinu. Þá tóku þeir þau herskip Grikkja, sem þeir höfðu afvopnað. Og nú síðast hafa þeir sett herstjórn í Aþenuborg, því að þolinmæði Grikkja var mjög á þrotum og lá við blóðugri uppreist í borginni. Eigi má heldur gleyma því, hvetnig bandamenn hnfa tekið fjöldamargar eyjar Grikkja herskildi, Brezku blöðin eru nú farin að verða öllu skorinyrtari í garð Kon- stantins konungs og Grikkja, heldur en áður. Má lesa það í milli lin- anna, að þeim þykir sem konungur muni sitja á svikráðum við banda- menn. Er það helzt dregið af því, að Grikkir drógu saman herlið í Larissa, sem er norður í landi á endamörkum járnbrautarinnar. Gæti bandnmannahernum í Saloniki staðið hætta af fjancisamlegum her þar á hlið við sig. Þess vegna stöðvuðu bandamenn alla flutninga norður til Larissa, og hafa nú enn fremur krafist þess, að Grikkir kiptu her sínum burtu þaðan og flyttu hann til Peleponnes. Þegar gríska sjóliðið var rekið í land af skipunum, talaði konungur til þess og var honum þá svo mik- ið niðri fyrir að hann táraðist. Sagði hann að þjóðinni hefði vetið byrlað eitur og mælti eitthvað á þá leið, að hún biði þess eigi bætur fyr en bandamenn hefðu verið reknir þar úr landi. Eftir miðjan þennan mánuð átti griska þingið að koma saman að réttu lagi, en samkvæmt stjórnar- skránni mátti konungur fresta setn- ingu þess um mánaðarskeið, og það hefir hann gert. Bandamenn hafa opinberlega tilkynt stjórninni að þeir gætu ekki viðurkent þingið, vegna þess að það væri eigi svo skipað, sem þjóðin mundi vilja. En eigi er hægt að efna til nýrra kosninga, vegna þess hvernig ástandið er f landinu, hver höndin upp á móti annari og nokkur hluti landsins á valdi Búlgara. Það er mælt, segir »Daily Mailc hin 17. þ. m., að Konstantín kon- ungur hafist við hjá Tatoi-höll, sem Skiðafélag Reykjavlkur. Aðalfundur verður haldinn í Bárubúð þriðjudag 31. þ. m. kl. 9 síðd. — Félagsmenn munið að sækja hann. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.