Morgunblaðið - 02.11.1916, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Tlýi dansskóíinti
Fyrsta æfing í þessum mánuði verður
fimtudaginn 2. nóvember
í Báruhúsinu (niðri).
Listi til áskriftar fyrir nemendur liggur frammi i »Litlu búðinni«.
,Kins-Stormf
ljóskerin eru ætið fyrirliggjandi.
Handluktir — Allskonar búshlutir og eldhúsáhöld.
Laura Nielsen, Austurstræti 1.
„ Kenvask “
er 6ezía þvoíiavelin. c&œst fíjá
Jofjs. Jiansens Enke,
Tlusfurstræti 1.
urnar, höfðu grafið margra metra
djúpar holur og allar rúður ihúsun-
um þar umhverfis á stóru svæði,
voru mölbrotnar.
Þegar loftförin nálgast borgina,
flýja allir niður í kjallara, og þess
vegna farast svo fáir menn — í
seinustu árásinni að eins átta.
Menn hafa oft furðað sig á þvi,
hvernig á þvi geti staðið, að loft-
förin vita hér um bil upp á hár
hvar þau eru stödd. í einu af loft-
förum þeim, sem skotin hafa verið
niður, þykjast menn hafa fundið
lausn þeirrar gátu. í rústum þess
fanst grind úr aflöngum kassa, sem
hafði verið úr gleri. Var hann svo
stór, að hæfilegt rúm var fyrir einn
mann að liggja í honum. Loftförin
eru vön þvi að fljúga ofan við ský-
in, til þess að þau sjáist eigi, en
þennan glerkassa láta þau siga nið-
ur, þannig, að maðurinn sem i hon-
um er hafi gott útsýni. Síðan gefur
hann hinum merki um það, hvar
þeir séu. Það er hér um bil ómögu-
legt að sjá þessa glerkassa, og loft-
förin geta þvi verið nokkurn veginn
örugg um sig.
Hafa loftförin gert mikið tjón í
London? spyr fréttaritari blaðsins.
Nei, það er nú ár síðan að loft-
förin komust til London. Þá kom
ein sprengja niður á Trafalgar Square.
Það er suðvesturhlnti borgarinnar,
sem árásirnar hafa komið harðast
niður á. í suðausturhluta borgar-
innar, hjá hergagnaverksmiðjunum í
Woolwich, hafa sprengjurnar einn-
ig gert mikinn usla. Þar eru heil-
ir borgarhlutar (kvartaler) jafnaðir
við jörðu. En verksmiðjurnar sjálf-
ar hefir eigi sakað.
Loftvarnir Londons eru nú ágæt-
ar. Um alla borgina úir og grúir
af fallbyssum. Þær eru bæði á torg-
um og húsaþökum, og ein er jafn
vel á boganum í Hyde Park. Sext-
án menn eiga að sjá um hverja
fallbyssu. Og svo eru varpljósin,
sem lýsa allan himininn. Og þeim
er þannig komið fyrir, að loftförin
geta alls eigi séð hvaðan ljósin koma.
Ohófsvftrur.
Meðal flestra ófriðarþjóðanna hafa
verið settar einhverjar reglur eða
lög til þess, að halda mönnum frá
því að kaupa óhófsvörur. Þykir
það eigi viðurkvæmilegt, þegar sig-
ur eða ósigur getur verið undir því
kominn, hverra fé endist lengst, að
þegnarnir fái sjálfráðir að sólunda
fé sínu i allskonar óþarfa. En nokk-
uð er það mismunandi í hinum
ýmsu löndum, hvað talið er óhófs-
vara. Rússar hafa til dæmis nýlega
sett hjá sér þau lög, sem banna all-
an innflutning á óhófsvörum. Eru
taldar upp þær vörutegundir allar,
sem eigi má flytja inn af þessum
ástæðum, og þar á meðal er heilag-
fiski og niðursoðið fiskmeti.
Kafbáturinn
hjá Austurlandi.
Fregnin, sem vér birtum í blað-
inu í gær um að þýzkur kafbátur
hefði sökt brezkum línuveiðara undan
Bernnesi, reyndist rétt vera. Útgerð-
arstjóri einn hér í bænum símaði
austur til Seyðisfjarðar í gær þessu
viðvíkjandi og fékk það svar, að
sýslumaðurinn á Eskifirði, Guðm.
Eggerz, hefði símað fregnina til
Seyðisfjarðar. Menn höfðu allir
bjargast í skipsbátnum til Beruness.
Voru þeir xj talsins.
Ekkert hefir enn frézt um það,
hvert númer var á kafbátnum, eða
hvort skipverjar af Nelly veittu því
nokkra eftirtekt, og eigi vita menn
heldur hve stór kafbáturinn er, eða
hvort þeir eru fleiri saman.
Sennilega senda Þjóðverjar eigi
nema stóra og trausta kafbáta í svo
langar ferðir, sem hér er um að
ræða. Og líklegt er að þeir sendi
fleiri kafbáta hingað, ef þeir ætla
sér að hafa eftirlit með fiskveiðum
og siglingum hér við land.
C3S3 UAOöOFJIN
Afmæli i dag:
Anna A. Halldórsdóttir.
Ingveldur Stefánsdóttir, húsfrú.
Sigríður Schou, húsfrú.
Helgi Hafberg, afgreiðslum.
Óskar Jónsson, prentari.
Jón Halldórsson, bankaritarl.
Páll Jónsson, járnsmiður.
Friðfinnur L. Guðjónsson
Laugavegi 43 B, selur tækifæriskort
með íslenzkum erindum. Allir ættu að
kaupa þau til að senda vinum og kunn-
ingjum.
Sólarupprás kl. 8.17
Sólarlag — 4.6
T u n g 1 fyrsa kv. kl. 4.51 e. h .
Háf lóð í dag kl. 10.14 f. h.
og kl. 10.45 e. h.
Veðrið í gær:
Miðvikudaginn 1. nóv.
Vm. logn, hiti 1.5
B,v. a.n.a. gola, hiti 2.7
ísaf. a. hvassviðri, hiti 5.7
Ak. n.n.v. andvari, regn, hiti 4.5
Gr. a. kul, regn, hiti 2.2
Sf. n.a. kaldi, regn, hiti 4.9
Þórsh., F. v. kul, hiti 7.9
Frílækning háskólans í Kirkju-
stræti 12, byrjar föstud. 3. nóv. kl. 12
á hádegi. Hafa herbergin verið máluð
og fóðruð, ofn settur í biðstofu o. fl.,
svo að þar er nú miklu vistlegra en
áður.
Almenn lækning fer fram á
þjiðjudögum og föstudögum kl. 12—1,
tannlæknlng á þriðjudögum
kl. 2—3, og e y r n a -, n e f- og h á 1 s-
lækning á föstudögum kl. 2—3.
Fyrirlestrar Háskólans. Björn M.
Óisen, dr. phll.: Eddukvæði, kl. 5—6.
Jón Jónsson, dócent: Verzlunarsaga
Islands kl. 7—8.
Alexander Jóhannesson, dr. phil.:
Æfingar i þýzku kl. 7—8.
Guðm. Finnbogason, dr. phil: Sálar-
lífið og vinnan, kl. 9 e. h.
Gainla Bfó á 10 ára afmæll i dag.
í því tilefni verða þar hljómlelkar í
kvöld (Bernburg & Co.), en myndir
sýndar á milli; meðal þeirra eru tvær
myndir af þeim, sera einna fyrst voru
sýndar þar fyrir 10 árum. Mun mörg-
um þykja gaman að sjá slökkviliðs-
æfinguna í Reykjavík 1906.
Áreiðanlega verður húsfyllir þar í
kvöld.
Hljómleik ætla þeir bræður Eggert
og Þórarinn^Guðmundssynir að halda
í dómkirkjunni næstkomandi sunnu-
dag.
Hoiger Wiehe hefir nýlega ritað
góða grein um Reykjavík í danska
tímaritið »Gads Magasin«. Fyigja 3
myndir greininni.
Bruni. í gær brann eitthvað af
heyi, sem stóð í nánd við Bjarnaborg.
Var sá eldur slöktur svo fljótt, að
skemdir urðu ekki á öðru en heyinu.
Fisksalan. Næstu daga selur bær-
inn saltfisk, þorsk á 25 aura pundið
en smáfisk á 16 aura.
Stúdentafélagið hólt aðalfund á
mánudagskvöldið. í stjórn þess voru
kosnir Alexander Jóhannesson, dr. phil.,
formaður, Halldór Jónasson cand. phil.
ritari og Kristján Linnet cand. jur.
fóhirðir.
Njörðnr fór til Fleetwood f fyrra-
kvöld, hlaðinn fiski.
Goðafoss liggur nú í New York.
Er búist við þvl að skipið muni halda
aftur heimleiðis um 10. þ. m.
Dagskrá á fuodi bæjarstjórnarinnar
fimtud. 2. nóv.,' kl. 5 síðd.
1. Fundargerð byggingarnefndar.
2. Fundargerð veganefndar.
3. Fundargerð brunamálanefndar.
4. Fundargerð fátækranefndar.
5. Fundargerð skóianefndar.
6. Fundargerð fjárhagsnefndar 26.
30. og 31. okt.
7. Brunabótavirðingar.
8. Onnur uuiræða um forkaupsrótt
að Sjávarborgareigninni.
9. Kristján Kristjánsson sækii um
byggingarlóð á Melunum.
10. Guðm. Ingimundarson býður for-
kaupsrótt að erfðafestulandl í Norð-
urmýri.
11. Þorsteinn Gíslason býSur forkaups-
rétt að Arabletti og erfðafestu-
landi í Kringlumýri,
12. Dýrtíðarmál.
13. Fyrri umræða um frumvarp til
áætlunar um tekjur og gjöld kaup-
staðarins árið 1917.
Ófriöarsmælki.
Samkvamt skýrslu sem nýlega er
komin út, voru 500 jafnaðarmenn
dæmdir til fangelsisvistar í Þýzkalandi
í septembermánuði fyrir að »agitera«
á móti ófriðnum. Þykir það hinn
mesti glæpur í Þýzkalandi.