Morgunblaðið - 11.12.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.1916, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ur. — Gerði Sörensen vélameistari mikið til þess að halda uppi gleð- skap. Er hann fór frá skipinu hafði hann tekið með sér grammofóninn og plöturnar úr reyksalnum. Þegar þar við bættist harmonika, sem ein- hver átti, þá höfðum við góða skemt- un eftir föngum. Það var spilað allan daginn. Ullarteppi voru einn- ig sótt út á skipið og veitti oss skt af þvi, því að það var mjög kalt. Ann- ars sváfum við öll á gólfinu i skóla- húsinu og bjuggum um oss eftir föngum. A mánudaginn var Geir kominn á strandstaðnum og hafði honum nær lánast að ná skipinu út þegar vestanbrimið kom. Enginn meiddist neitt verulega. Þó lá nærri að Sörensen vélmeistari hefði meiðst mikið. Þegar gufupíp- an sprakk var hann þar staddur og brendist hann eitthvað dálítið. Ekkert gat hr. Zölluer sagt um orsakirnar til strandsins. En þær meiga til að kom í ljós við sjópróf- ið sem haldið muni verða bráðlega. — Það er ákaflega sorglegt, segir hr. Zöllner, að íslendingar skuli hafa mist þetta ágæta skip. En við far- þegarnir megum vera fegnir að við komumst lífs af, því útlitið til björg- unar var sannarlega ekki mikið um eitt skeið. Sjópróf í strandmálinu mun verða haldið hér, þegar er skipshöfnin kcmur hingað. Er liklegt, að það verði haft svo fullkomið sem unt er, þar sem svo má að orði kveða, sem hin íslenzka þjóð sé hér máls- aðilji. — Mun hún vilja, að prófið leiði það fullkomlega og ótvírætt í ljós, hvort nokkut á sök á þessu mikla óhappi og sé svo, að ein- hverjum verði um það kent, að hann verði þá látinn sæta ábyrgð fyrir það. Því að þetta er alvarlegra mál en svo, að taka megi á því af handa- hófi og sökin kanske komi niður á saklausum. En menn ætta að var- ast það að leggja nokkum dóm á það, fyr en sjóprófið er um garð gengið. 50 ára í dag. I dag eru liðin 50 ár síðan stærsta gufuskipaíélag á Norður- löndum, »Det forenede Damp- skibsselskab« í Kaupmannahöfn, sem venjulega er kallað »Sam- einaðafélagið* hér á landi, var stofnað. Er það merkisdagur i siglingasögu Dana, sem sjálfsagt verður minst á ýmsa lund í Dan- mörku og víðar, þar sem félagið hefir starfað, en það er víðast hvar í heiminum. Ef maður ætti hér að segja sögu þessa stóra fyrirtækis, er frá því að vera örlítið félag og fátækt og lítils metið, hefir vaxið svo mikið, að það er nú meðal stærstu gufuskipafélaga heimsins hvað 8kipafjölda snertir, þá mundi það taka of mikið rúm. Á þvi eru engin tök í lítilli blaðagrein, en vér vildum aðeins minna á helztu drættina ur sögu félags- ins og sérstaklega þann hluta hennar, sem viðkemur oss Is- lendingum. í nóvember 1857 fórst seglskip- ið »Sölöven« hér við Snæfells- nes með allri áhöfn. Höfðu Dan- ir notað seglskip þetta til flutn- inga hingað undanfarið, en eftir að það hafði farist fóru að heyr- ast raddir um það, að betra mundi vera að nota gufuskip til þeirra ferða. Var það danskur maður, Koch að nafni, sem átti þá hug- mynd, en hann hafði skömmu áður, ásamt öðrum manni brezk- um, Henderson að nafni, stofnað félag og keypt gufuskipið >Arc- turusc. Þetta skip, sem uppruna- lega hét »Victor Emanuel«, leigði danska stjórnin af þeim Koch & Henderson og sendi það 5—7 ferðir á ári hingað til íslands. Gengu þær ferðir vel og mun tekjuhalli af þeim hafa verið lítill. Um þetta leyti höfðu verið stofnuð nokkur gufuskipafélög í Danmörku. En þau gengu flest illa; það vantaði alt skipulag á félögin og hver pukraði í sínu horni með óvissar og arðlitlar ferðir og alt benti til þess, að þau fyrirtæki mundu líða undir lok. Svo kom ófriðurinn við Prússa og allar siglingar svo að segja lögðust niður um hríð. En eftir ófriðinn kom nýtt fjör i verzlun og siglingar Dana. Þeir voru þá svo heppnir að eiga mann, sem bar af öðrum í hag- sýni og framsýni, einn af ágætis- mönnum Notfðurlanda, sem frem- ur öðrum hefir átt þátt í því að Dan- ir hafa orðið verzlunar- og sigl- ingaþjóð, sem reiknað er með hvarvetna í heiminum. Þessi maður var C. F. Tietgen. Eins og svo oft vill verða, var það tilviljun ein að Sameinaða- félagið var stofnað. Útgerðar- maðurinn Koch hafði ákveðið að halda uppi siglingum til Englands og hafði myndað nýtt félag í Bretlandi í þeim tilgangi, »The Anglo-Danish Steam Navigation Co.«, og hafði 'félagið til þessa pantað 4 ný skip. — En bank- inn, sem styrkja ætlaði félagið, varð gjaldþrota áður en skipin voru fullsmíðuð og þar með var fyrirætlun Kochs úr sögunni. Þá var það að C. F. Tietgen, stjórn- andi Privatbankans í Khöfn, kom fram á sjónarsviðið, lagði alt sitt hugvit og alla sína krafta fram til þess að ráða bót á samgöngu- leysinu á sjó. Tietgen vildi að Danir eignuðust þessi 4 nýju skip. Og í þeim tilgangi mynd- aði hann Sameinaðafélagið úr þremur stærstu skipafélögunum í TTIeð e.s. „Ceres' fettgum við mikið af vefnaðcrvörum. Tií cfæmis: Dönwkfæði, Jiadeffafau *«& teg JVÍSffaiI dubr. ogtvíbr. fíatíGÍ einl. og misl. fl. teg. Verkmannaskijrfufau w™** «*»& Tiðurf)e(f (éreff, Lök og íakaefni, 30feg. bí. féreff Tvíbreið léreft úr hör, hálihör og bónmlL Sœn^urdúkur, Nankín. Tvisttau í svuntur og fjölda margt fleira af vefnaðarvöru JJtbugið verðið i Tlusfursfmti 1 Ásg. 6. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1 Danmörku, þeim »Koch & Hend- erson«, »H. P. Prior« og »Det alm. danske Dampskibsselskab*. 11. desember 1866 var »Det forenede Dampskibsselskab* stofn- að í Kaupmannahöfn, og er því 50 ára í dag. Félagið átti 1915 135 gufu8kip, sem samtals báru 186,595 smálestir. , Auk þess fjölda flatbotnaðra skipa, dráttar- skip og ýms önnur Bkip. Hluta- féð er nú 30 miljónir króna, en á árinu 1915 voru nettó tekjur þess 30,746,932 kr. 71 eyrir. Af þeim var rúmum 20 milj. kr. varið til fyrningar á skipum og öðrum eignum félagsins, en 7 x/a miljón, eða 25°/0 var borgað til hluthafa. Félagið á óhemju eign- ir og er því eitt hið rikasta hluta- félag í Danmörku. Ekkert erlent félag hefir verið eins mikið riðið við alla fram- þróun í þessu landi sem Samein- aðafélagið. Það hefir haldið uppi siglingum hér síðan árið 1867, að undanskildum nokkrum árum, sem danska stjórnin annaðist siglingarnar á skipinu »Diana«. Hvað sem annars verður sagt um afstöðu félagsins til vor ís- lendinga, þá hafa þær ferðir mik- ið aukið verzlun og velmegun landsins. Það væri óréttlátt að neita þessu. Það er áreiðanlegt, að félagið heflr mörg árin lítið sem ekkert grætt á íslandsferð- unum, samanborið við þann hagn- að, sem það mundi hafa haft ef skipin hefðu verið send á aðra staði. Auðvitað hafa Danir feng- ið meiri verzlun við íslendinga fyrir milligöngu Sameinaðafélags- ins, en sem sjálfstætt félag hefði það grætt meira á því að nota skipin til annara flutninga. Skipin, sem félagið hefir sent hingað til lands, hafa verið bæði mörg og misjöfn. 1867—69 voru skipin »Arcturus«, »Anglo Dane« og »Phönix« í förum hingað. 1876—79 aðstoðaði félagið dönsku stjórnina með siglingar hingað og notaði til þess skipin »Arcturus«f. »Valdemar« og »Phönix«. Enfrá árinu 1880 þangað til Thore og Eimskiþafélagið hófu ferðir hing- að, má heita að félagið annaðist nær allar siglingar hingað. Árið 1881, »harða veturinn«, fórst Phönix í ísnum hér í Faxaflóa, en menn allir nema einn komust lífs af. Lét þá félagið byggja nýtt skip, »Laura«, 679 smálest- ir og var hún í förum hingað ásamt »Thyra« um margra ára skeið. Laura strandaði fyrir norð- an en Thyra er enn á floti. Þá bættist Romny, Vesta, Ceres, Botnia, Hólar, Skálholt og nú síð- ast ísland við, og hafa þau, ásamt mörgum öðrum skipum fé- lagsins annast siglingar hingað í mörg ár. Hins mikla manns, C. F. Tiet- gens, mun verða minst í ræðu og riti um alla Danmörku í dag — þessa dæmalausa fjármálamanns, sem engan hefir átt sinn líka á Norðurlöndum. Hann er faðir Sameinaðafélagsins. Honum er það að þakka, að Danir eru í tölu siglingaþjóða heimsins. Hann sá það fyrir, að með dugnaði og samheldni danskra útgerðarmanna mundi Sameinaðafélagið verða eitt af stærstu gufuskipafélögum heimsins. Spádómur hans hefir ræzt nokkru fyrir 50 ára afmæli félagsins og hugmyndum hans og hugsjónum er haldið hátt á lofti af hinum framúrskarandi dugn- aðarmanni, sem nú stjórnar þessu mikla fyrirtæki, hr. C. M. T. Cold framkvæmdastjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.