Alþýðublaðið - 06.05.1958, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 06.05.1958, Qupperneq 3
1 Þriðjudagur 6. umaí 1958 AlþýSnblaðiS Alþýðubíaöið Útgefandi: Eitstjóri: ITréttastjóri: Auglýsmgastjóri: Ritst j órnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðubláðsins. Hverfisgötu 8—10. tiiiaga MORGUNBLAÐIÐ skilgreinir í forustugrein sinni á sumiudag, bvað álagning sé, og kemst svo að þeirr; niður- stöðu, að hsnni verði bezt haldið í skefjuim með frelsi og samkeppni í vcrzlun og viðskiptum. Þett-a er kemiing, sem lætur yel í eyrurn. Hún revnis.t siálfsagt framkvæmanleg, þar sem vörur eru bverju sinni méiri en efíirspurn. En slíks verður áreiðanlega langt að bíða hér á iandi, þó að afkoma fóiks sé yfirl-eitt góð. íslendingar verða að spara erlendan gjaldieyri eins og svo margar aðrar þjóðir, og þess. vegna hljótum við að gæta 'hóÆs eftir föngum um inmflutning. Sannleikurinn. er líka s;á, að engum stjórn- málafiokki hefur tekizt að gera draum Morgmiblaðsins um tfrelsi og samkeppni í verzlun og viðskiptum að veru- leifca. Sjálfstæðisnnenn hafa vafalaust viljað slíkt á yalda- dögum sínurn, en þeir gáíust upp. Þeir settu nauðugir vilj- ugir hvers bonar hömlur, takmörkuðu frelsi einstaklinga og þorðu ekki að treysta úrslitamætti samkappninnar eða fengu henni ekki við komið, Staðreyndirnar sýna, að þessi ummæli. eru rétt, hvort sem Morgunblaðinu líkar betur eða verr. Em fullyrðing Morgunblaðsgreinarinnar á sunnudag er svo fjarri lagi., að' furðu gegnir. Þar er sagt, að verðlags- eftirliitinu halfi verið komið á í því skjrni að ofsækja pólitíska andstæðinga. Slíkt hefur vist engum til hugar komið. Verðlagseftirlitið á að nó jafnt til allra, hvar í flofcki sem þeir standa og hverjar sem skoðanir þeirra á þjóðfélagsmólum reynast. Og það á í eðli sínu ekkert skylt við ofsókn. Hún fcemnist heldur ekki í framfcvæmdinni hér á landi. Auðivitað ,g!eta menn verið með og' mjóti v-erðlags- eftirliti, en hitt nær engri átt að halda fram annarri eins fjarstæðu og þeirri, að það eigi að vera póltísk ofsókn í einhverri mynd. Morgunblaðið gerir sig hlægiiegt með því- líkum ir.álflutningi. Og mieð 1-eyfi að spyrja: í hvaða skyni settu Sjálfstæðis- mánn hömlur og reglur, meðan þeir átt.u að heita lands- feður? Yar það pólitísk ctfsókn, sem fyrir þeim vakti, og þá gegn hverjum? Þessar spurningar koma ósjálfrátt upp í hugann við lestur forustugreinar Morgunbl. á sunnudag. Sjáifstæðismerui hafa raunár ekki stett lögin um verðlagseft- irlitið, sem nú er í giidi, en þsir hatfa átt þátt í sambærileg- um ráðstötfunum á undanförnum árum. Og þeim hefur væntanlega ekki gengið ofsóknarhneigðin til. Hér er því líkast, að reynt sé að efna til æfsing’a, nem.a fyrir MorgurJblaðinu vaki að afnema aEt verðlagseftirlit og leyfa gegndarlausa aukningu dýrtíðarinnar á þeim grund- velli. Öllum. liggu.r í augum uppi, að sú yrði afleiðingin af þeirri ráðstöfun, sem virðist v-aka fyrir höfundi forustu- greinarmnar á sunnudag. Og þá er viíst fundin ein tillaga af hálifu Sjáltfstæðismanna til lausnar á vanda efnahagsmál- anna. Lán eða styrkur DEILT er um það á aliþingi og í blöðum þessa dagana, hvort, gefa skuli etftir óþurrkalánin svokölluðu, en bændur nutu þeirra, þegar illa áraði af völdum óvenjul>eg:ar rigning- artíðar. Sjálfstæðismenn beit,a sér af offorsi iýrir eftirgjöf lánanna og telja hana mjiikið réttlætismál. Hér er um þau tilmæli að ræða, að liánum sé breytt í styrki. Og við þau er sannarlega ýmislegt að atihuga. Fénu var ráðistafað sem lánum, og sumir þeir ba-ndur, sem helzt þurft.u á fulltingi að halda, urðu sér ekki úti um þessa pen- inga atf því að þeir bjuggust við að þurfa að endurgreiða þá. Riíkisibændur notuðiu hins vegar tækifærið og tóku fénu feg- ins hendi, enda áhyggj ulausir út af borguninni, Nú á að breyta lánunum í styrki. Með öðrum orðum: Féð, sem fá- tækir bændur neituðu sér um, en efnabændur nottfærðu sér, á að verða gjöf samfélagsins til þeirra Sem við peningunum tóku. Sjálfstæðislflokkurinn reymr að vinna stéttir landsins til fylgis við sig með ýmsu móti, en hann gerir sig naum- ast geðífelldari í augum bændanna m,eð þessum tiltektum. Stóribændasvipurmn segir til sín, þegar hann þykist taka ofan fyrir íslenzkum bændum með því að bjóða gróðamönn- unum í hópi þeirra að gera s-vo vel að hatfa lán fyr,ir styrki. ( Ufara úr heimi ) ÞEGAR Sovétleiðtogarnir á- | kváðu að senda ekki fulltrúa á 1 þing júgóslavneskra kommún- ista, hafa þeir trúlega ekki gert sér grein fyrir því hvernig Gomúlka mundi snúast við, og sýna umheiminum að hann ^ væri óháður Moskvu. Afstaða Gomúlka kom flest-, um mjög á óvart, einkum þar ; eð pólski kommúnistaflokkur- inn hafði áður lýst fylgi sínu við önnur Austur-Evrópulönd um það, að senda ekki fulltrúa á júgóslavneska þingið, en að- eins fela sendiherrum sínum að vera áheyrnarfulltrúar. Enda þótt Pólverjar hafi sýnt mikla einurð í sambandi við þetta mál, er þess ekki að ] vænta að Gomúlka kasti sér út í harðar deilur við þá Moskvumenn. Hann reynir að- eins að tryggja það, að Rússar fái ekki framvegis tangarhald á pólska kommúnistaflokknum og þar með Póllandi, þar af leiðandi forðast hann djörf til- tæki og mikil u’msvitf á aþ- þjóðavettvangi, og hann forð- ast hugmyndafræðilegar deil- ur. Gomúlka er ófeiminn að tala eins og Krústjov vill heyra, því hann veit að slíkt tekur enginn Pólverji alvar- laga. Pólskir stjórnmálamenn vilja ekki fylgja Titó á göngu hans út á leikvang heimsmálanna, og þeir hafa engan áhuga á hár fínni túlkun á marxist-lenin- ismanum, og þeir álíta að Tító hafi hlaupið á sig í viðskiptun um við Moskva. Af þessum ástæðum öllum vakti það sérstaka athygli, að pólski sandiherrann skyldi sitja hið fastasta, þegar sendiherrar annarra Austur-Evrópuríkja gengu af fundi í mótmælaskini við ræðu Rankóvits síðastlið- Tito inn miðvikudag'. Hann Idapp- aði meira að stegja ákaft fvrir ræðunni. Þessi hegðun var ekki nein tilviljun og þótt hann hafi ekki haft neinar fyrirskipanir frá stjórn sinni, þá hafði hann. lesið íyrir fundinn leiðarann í Tribuna Ludu aðalmálgagni pólskra kommúnista. bar sem bví var slegið föstu, að: — þótt Pólverjar séu ekki í öllu sam- mála Júgóslöíum, þá hindrar bað ekki áframhaidandi og aukna vináttu kommúnista- flokka Póllands og Júgóslavíu. í Varsjá er því haldið fram að á síðustu stundu hafi vterið kippt út annarri grein, þar sem Júgóslavar voru harðlega gagn rýndir, og höfðu Rússar lagt blessun sína yfir þá grein, en Gomúlka sá um, að önnur stefna var tekin. Hann vissi, að Sovétleiðtog- arnir voru órólegir yfir deil- unni við Júgóslava, og reyndu að draga úr henni. Krústjov ætlar sér vafalaust að ná vfir- tökum í Póllandi, en vafalítið mun hann forðast harðvítug á- ok í leppríkjunum. Hvernig stiendur á hinuxn óarðlegu mótmælum Rússa við •æðu Rankóvits? Skiljanlegt er að þeir yrðu Titó gramir, en því var svo á málum haldið? Lengi vel var ekkert upþi Tátið um óeininguna, og má vera, að Krústjov hafi vænzfc eftir að geta lempað málin. En það mistókst, og hefir and staða Júgóslava efizt við ár- ásir Rússa. Og Pólland hefir ekki hlýtt bendingum Moskvu, og nú er eftir að vita hvorfc Krústjov tekst ennþá einli sinni, að bræða yfir brestina í hinum hugmyndafræðilegu á- tökum marxista, og láta lítá svo út, sem fullkomin eining ríki í herbúðum kommúnista austan járntjalds. H. NÝLENDAN ADEN er síð- asta fótfesta Breta í Mið-Aust- urlöndum. Aden var lítið sjó- ræningjaþorp þsgar Austur- Indiafélagið náði þar yfirráð- um árið 1839. Nú eru þar 14000 íbúar og töluverð velmeg-1 un. Um langan aldur var Aden ( birgðahöfn fyrir skip, er sigldu á Austurlönd fjær. Hin gífur- I lega aukning olíuframleiðsl- j unnar í Austurlöndum varð til þess, að Bretar reistu miklar olíuhreinsunarstöðvar í Aden. Og á síðastliðnu ári voru að- alstöðvar herafla Breta í Mið- Austurlöndum settar í Aden. Mörg atvik hafa undanfarið gerzt, sem benda til þess, að Aden geti orðið jafn viðkvæmt landssvæði og Súez. íbúar Ad- en hafa til þessa þolað nokkurn veginn yfirráð Breta, og eiga þeir nú í vændum nokkrar stjórnarbætur og jafnvel sjálf- stjórn. En umhverfis Adan eru nokk ur smáríki undir vernd Breta. Er þeim stjórnað af sheikum og soldánum, og hefir nú þjóð- ernisstefna Arabanna náð til þeirra. Undanfarið hefur Yem ne háð skæruhernað gegn verndarsvæðunum í grennd við Adön. Allar tilraunir Englend- inga til þess að vingast við Yemen hafa mistekizt, og nú er Yemen I bandalagi Nassers, 1 hinu. Arabi’ska Sambandslýc' • I veldi. Síðar er her Yemen; stjórnað af egypzkum liðsfor- j ingjum og Sovétríkin hafa sent þeim miklar birgðir hergagna, og nú standa yfir samningar um, að Rússar sjái um bygg- ingu stórrar hafnar við Rauða- haf. Englendingar hafa fylgzt með þessari þróun í vanmátt- ugri skelfingu, og um skeið lá við, að þeir færu með her á hendur Yeman til að hefja loft árásir á borgir þar. Fordæm- ing þjóðanna á árás Frakka á Sakiet Siddi Yousef kom í veg fyrir slíkar aðgerðir. En síð- ustu daga hafa gerzt óheilla- vænlegir atburðir á sjálfu Ad- en verndarsvæðinu. Soldáninn í Lahej, — sem er stærsta „smáríkið" þarna um slóðir, hefir hótað að segja upp öllum samningum við Breta, og gerast aðili að Arabisk-a Sambandslýðveldinu. Lands- stjórinn lét þegar í stað hand- taka nánustu samstarfsrrtenn ; soldánsnsi og voru þeir sakað- ir um.að vera leppar Nassers. Tveir brezkir túndurspillar sigldu til vAden, og liðsauki kom frá Kenva. Ekkert er Englendingum hættulegra en nýtt stríð í Mið- Austurlöndum, sem hægt væri að túlka, sem ógnun við Ara- baríkin. Það gæti að angu gerfc þær vonir, sem bundnar voru við ríkjasambandið Írak-Jór- dan, og stefnt er gegn Nasser. Styrjöld á þessum slóðum gæti valdið því, að Saudi-Arabía snerist endanlega til f.ylgis við Nasser, og síðast en ekki sízt gæti það gefið Sovétríkjunum átyllu til þess að styðja þá kröfu Arabaríkjanna, að ísrael láti af htendi þau landsvæði, sem það vann í styrjöldinni 1948. Það er kominn tími til að Bretar endurskoði afstöðu sína í Aden. Allt verndarsvæðakerfið er úrelt orðið og út í bláinn, — sýndi það sig bezt í óeirðunum í Oman. En það tekur langan tíma að endurskoða alla þá samninga, sem í gildi eru og ákvteða landamæri milli hinna fjölmörgu smáríkja. Árangur- inn af slíku samningamakki gæti hæglega orðið verri en enginn. Hið eina, sem af viti ' verður gert í þessum málum, er að fá hersveitir Sameinuðu. þjóðanna til að halda uppi gæzlu á landamærum Yemen og rayna að hindra frekari átök.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.