Alþýðublaðið - 06.05.1958, Síða 6
AlþýðublaðiS
Þriðjudagur 6. maí 1958
KUNHNTINGI minn, sem er
fyrir skömmu kominn heiin frá
I’arís, kvaðst hafa hitt þar rúss
neska konu, sem var þar í
heimsókn hjá ættingjum sín-
um, en hún befð'i ekki séð þá í
fuil 25 ár. Þegar hún vpr að
því spurð hvort hún hygðist
snúa aftur heim til Rússlands,
svaraði hún: „A.uðvitað. Raun-
ar hef ég skemmf mér ákafiega
vei hérna, en mér finnst Paris
heldur sóðaleg borg og ails
ekki eins skemmtileg og Mosk-
va.“
Mér kemur ekki til hugar að
halda því fram að'þessi atburð-
ur sé algilt sýoishorn, en engu
að siður er mjög ólíklegt að
hann hefði getað átt sér stað
fyrix nokkrum árum.
Hvað sem annars verðu.r um
sanngimi kömmúnista sagt,
viðurkenndu þeir þó yfirleitt
alltaf að lifskjör almennings
væru efnahagslega betri og
g’æsilegri í vesturveldunum en
í Sovétríkjunum.
OF SKAMMUR TÍMI
Að sjálfsögðu viðurkenndu
þeir þetta aðeins á þeim forsend
um, að vitanlega hefði það ver
ið borgarastyrjöldin, heimsstyrj
aidimar og lóks það hve Rúss-
land keisarans hefði verið langt
á eftir öðrum löndum, sem
fyrs-t og fremst væri um að
kenna það, að Rússar gætu ekki
keppt við Vesturlöndin í vel-
megun enn sem komið væri
efti- skamman valdatíma.
Þegar við hjónin vorum á
ferð í Moskvu í september síð-
astliðnum vakti það hrifningu
ókkar hve allar götur voru þar
breiðar- og brifalegar og bygg-
ingar glæsilegar. Það er eng-
um vafa bundið. að enda þótt
of hægt hafi miðað í framfara-
átt frá sjónarmiði íbúanna
sjálfra, þá hefur velmegun
rnjög aukizt, um það bera með
Aneurin Bevan:
a! annars byggingar allar lióst
vitni.
Mikíð af þessum nýju stór-
bvggingum er hins vegar a’-lt
of íburðarmikið og þunglama-
tegt, minnir um of á það lak-
asta, sem við eigum til minja
um stíl og smekk Viktoríutíma
biisins. Jafnvej það, sem Rúss-
ar hafa byggt fyrst og fremst
til sýnis, — ems og tii dærnis
Sxalinstorgið í Austur-Berlín,
þolir illa samanburð við það,
sem bezt er og nýjast í vest-
rænni húsagerðaríist.
Eftir að hafa skoðað Austur-
Berlín þótti mér einkennilegt
sö sjá hve byltingarkennd húsa
gerðarlistin var í þeim ’nluta
Beriínar, sem „byltingarsinn-
ar“ réðu ekki, en hins vegar
afturhaldssöm þar, sem þeir
réðu.
Undir forustu Krústjovs eru
rússneskir byggingaverkfræð-
ingar þó að yfirgefa hinn þung
iamalega stíl Stalintímabilsins.
Ég vil vekja athygli á þess-
um staðreyndum fyrst og
fremst vegna þess að þær munu
þegar frá líður hafa mestu áhrif
varðandi pólit'ískar rökræður
alis staðar á Vesturlöndum, og
þó sér í lagi í Vesturþýzka sam-
bandslýðveldinu.
BIL-IÐ MJÓKKAR
Munurinn á efnahagslégri
velmegun í Rússlandi og á Vest
uriöndum fer minnkandi með
degi hverjum.
Þótt það megi enn heita und
antekning, einkum hvað þá fá-
tækari snertir, er það táknrænt
að rússnesk yfirvöld eru farin
að leyfa borgurum að fara úr
lendi einkaerinda og eftivlits-
laiist, vitandi ekki aðeins það
að þeir muni koma aftur, held-
ur og að þeir munu bera ástand
inu heima fvriT vel söguna.
Ég er þess fullvi&s að um ieið
og velmegun almennings fer
batnandi muni það hafa i för
með sér gagngerar breytingar á
óiiu sovézka stjórnarkerfiuu.
Þegar frá liíður munu jafnvei
ýmsar hinar pólitisku eftirlits-
stófnanir, sem eru vestrænum
njönnum mestur þyrnir 1 aug-
um, verða svo áhrifalitlar, að
þeirra gæti lítt sem ekkert.
Án efa er það einmitt sú
þróun, sem Krústjov hefur í
huga, þegar hann ræðir um
„friðsamlega samlíkingu við
Vesturveldin“. Átökin og um-
i-æðurnar, sem ég gat um fyrst,
munu snúast um eðli og skipu-
lag A-bandalagsins, og þó fyrst
og fremst tilgang þessara
varna.
Allt til þess er þeir F'oster
Dulles og hans líkar tóku að
grugga upp vatnið, fór álmenn
ingur í Vestur-Evrópu’ ekki í
neinar grafgötur um það í
hvaða tilgangi fé væri varið til
vígbúnaðarins á vegum banda-
lagsins.
Almenningur hugði nefnilega
að vopn þessi væru keypt til að
verjast með vopnaðri árás. Sem
slík þjónuðu þau nokkrum til-
gangi og í anda við stofnskrá
Sameinuðu þjóðanna. Og það,
sem haft var í huga var árás,
hrein og bein árás og ekkert
annað. |
En snlám saman hefur þetta ;
tekið nokkr-um breytingum, —!
sem sagt að vesturveldin væru
að búast til varnar gegn út-
bieiðslu komimúnismans.
Bréfadálkurinn í The Times
sýnir oft svo ekki verður um
vilizt, hversu ruglingsleg hugs-
un manna e,r á þessu sviði.
Kona nokkur skrifar í sælli
hrifningu: „Enginn óskar þéss
vitanlega að bíða bana fyrir
vetnissprengjum, en eigi krist-
in þjóð ekkj um nema það að
veija eða að aðhyllast guðlaus-
an kommúnismann, kýs hún
vitanlega það fyrrnafnda taf-
ariaust.“
Og A. J. Taylor prófessor
skriifar um svipað leyti: ,,Af
bréfum þeim, sem blaðinu ber-
ast virðist mega ráða að megin
íð af lesendum þess vilji heldur
fremja sjálfsmorð en sæta kúg-
un kommúnista. Ég er á sama
roáli. Og frá minu sjónarmiði
er það mjög auðleyst. Ekki þarf
annars við en afhenda hverjum
yfirlýstum andkommúnisma
vænan eiturskammt.
Hins vegar finnst mér það of-
rausn að krefjast þess að allir
þeir, sem ekkert 'hafa á móti
kommúnismanum, taki þátt í
þessu fjöldasjálfsmorði, — til
dæmis að Rússarnir, sem skipta
milljónum, verði allir drepnir
og um leið verði andrúmsloftið
éitrað svo að ekki verði um
| aðrar komandi kynslóðir á jörð
vorri að ræða en vanskapninga
og ófreskjur.“
LEIÐIRNAR,
SEM UM ER AÐ VELJA
Þeir, sem mestan þáttinn
t’jga í því að villa þannig um
fyrir mönnum varðandi millj-
ónafjáraustur til vígbúnaðar,
með því að hafa hausavíxl á
aiás og áhrifum, hrekja millj- •
ónir manna til kommúnista.
Ef það væri hins vegar ó-
luekjandi staðreynd, að ekki
sé nema um það tvennt að.
veija, garsyðinguna eða komm-
úriismann, hve margir myndui
þá í raun og sannleika velja hið
fyrrnefnda? Þegar á allt er lit-
ið hefur mannkvnið lengst af
lifað við einbvers konar ein-
ræði, og lifað það af.
Ef Foster Dulles og bunningj-
ar hans vilja hins vegav halda
því fram í alvöru að alls ekki
sé nema um þetta tvennt að
velja, hafa þeir í rauninni tap-
að kappræðunum u-m m'álið áð-
ur en þær hefjast. Hefðu þeir
hins vegar byggt málsókn sína
á hinum eina raunverulega
grundvelli, — að menningu og
mannkyni verði því aðeins
bjargað frá gereyðingu að svo
sé um hnútana búið að lög og
réttur gildi í samskiptum þjóða,
rrmndu þeir aldrei hafa komizt
I þessa sjálcfheldu.
Það er hinn ofstækisfulli og
rangsnúni málfiutningur' þeirra
íyrst og fremst, sem sviptir þá
stuðningi almennings, hvar í
iöndum, sem er.
Og auk þess er, þegar öllu er
á botninn hvoift, ekkert sem
sannar það að komimúnistar
hafi í hyggju að útbreiða kenn-
ingar sínar með oddi og egg.
Bins vegar er margt, sem ótví-
rætt bendir til. að þeir hafi það
alls ekki í hyggju.
Vitanlega verður þeirri stað-
i-eynd ekki haggað, að þeir
lögðu undir sig Tékkóslóvakíu.
með vopnavaldi og beittu of-
beldi í Berlin. — og skemmst
Eramhald á 8. síðu.
Birgir Ðýrfjörð:
HAFNFIRZKUR verkalýður!
í dag er okkar baráttudagur,
og kröfur okkar iðnnemanna á
þessum degi eru: Hækkað
kaup, árlegt kunnáttupróf og
verknámskennsla í dagskólum.
En þó vil ég sem ungur mað-
ur sérstaklega beina máli mínu
í dag til verkalýðsæskunnar
allrar um baráttu okkar og við-
horf til fyrsta maí.
Viðhorf meginþorra æsku-
fólksins, íar vægast sagt all-
ískyggilegt.
Nú orðið er farið að hlakka
til viku og hálfum mánuði
fyrir daginn og búa sig undir
komu hans. Mikill hluti gerir
það með því að skreppa með
tösku á Snorrabrautina eða
Skúlagötu.
Síðan er rætt í tíma og ó-
tíma, að nú skuli menn á
ferlegt fyllirí, til þess sé, 1.
maí, hann sé ætlaður sem frí
og skemmtidagur fyrir fólk,
sem þræjí og púlt árið ’utm
kring.
En þétta er sá hugsunarhátt-
ur, sem við verðum að varast
og verðum að útrýma.
Þessi hugsunarháttur býður
þeirri hættu heim, að 1. maí
glatist úr höndum okkar sem
baráttudagur fyrir betra lífi,
ea fái á sig svipað snið eins
í>g til dæmis verzlunarmanna-
helgin.
Og það eru ekki sízt þeir,
Birgir Dýrfjörð
er fastast hafa staðið á móti
kröfum okkar, sem reyna að
læða þessum hugsunarhætti inn
hjá fólikiy, og jþá séístaklega
ungu fólki, og það er auðskilið,
undan hvaða rótum þessi
hvatning til verkalýðsins er
runnin. Því ef þeim tekst að
fá fólkið til að skoða þennan
dag sem skemmtidag, þá þurfa
þeir ”^síður að óttast sam-.
hug og einingu um þær kröfur, |
er fram kunna að koma.
En því miður er það ekki
aðeins, að fóikið sé hvatt til að
lifa hátt og skemmta sér þenn-1
an eina dag, þessi áróður
klingir í eyrum sýnkt og heil-
agt árið um kring, hryggileg-
asta dæmið um hve æskan er
sýkt þessum áróðri er það að
aitt stærsta pólitíska æskulýðs-
félag landsins starfar f.yrst og
'remst sem skemmtifélag, og
bess vegna er það líka stærst.
Nú má 'enginn ætla. að ég sé
á móti því, að fólk skemmti
>ér. Ég tel slíkt þvert á móti
lauðsynlegt, sé það ,gert í hófi,
in ég er gjörsamlega á móti
bví, að fólk telji skemmtanir
nðsta takmark lífsins eins og
>ví miður, allt of margir virð-
ist_ gera.
Ég hef átt umræður um þetta
við allmarga jafnaldra mína,
pilta og stúlkur, og hjá flest-
öllum hefur svarið verið mjög
svipað, eða eitthvað á. þessa
leið: „Hvað heldurðu. að mig
varði um pólitík, ég er alveg
ópólitízkur, pólitík er bara
fyrir gamla karla, hvað á ungt
fólk líka að vera að skipta sér
af þessari vitleysu.“
En því miður, dæmið er ekki
svona einfalt, pólitík er fyrst
og fremst hagsmunabarátta,
þar sem aðalbaráttan, er háð
milli tveggja meginstefna: sam
stöðustefnunnar, þai* s'etm sá
stérki styður þann vaika, þar
sem hagsmunir fjöldans ganga
fyrir hagsmunum einstaklings-
ins, — það er sósíalisminn. —
Hugsið ykkur einn mann,
sem ætti níu hundruð og níu-
tíu þúsund krónur, og hugsið
ykkur níu menn, sem ættu að-
eins eitt þúsund krónur hver,
þá lifðu níu menn við sult og
seýru, eymd og öryggisleysi,
en einn maður við óhóf og sæl-
iífi, hversu óumdeilanlega væri
jkki heilbrigðara og betra ef
allir þessir menn ættu sín
hundrað þúsundin hver. — Að
því stefnir sósíalisminn.
Hin stefnan, einkahyggju-
stefnan eða einstaklingshyggju
stefnan, bvggist á hinni svo-
kölluðu frjálsu og óháðu sam-
keppni, þar sem sá sterki hef-
ur fulla heimild til að béygja
þann veika undir sig, gera hann
að þjóni sínum, og njóta arðs-
ins af honum, en þessi stefna,
getur aldrej leitt til farsældar
fyrir fjöldann, og virkar því
alltaf neikvætt fyrir hina fjöl-
mennu verkalýðsstétt. Því hlýt
ur hamingja okkar verkalýðs-
ins og leiðin að kjarabótum að
liggja í því að hnekkja áhrif-
1 um þessarar stefnu, og þá kem
ég að því, er ég hvarf frá áðan,
hversu feiki-hættulegt það er,
þegar stór hluti, já því miður
allt of stór hluti, af ungum
verkamönnum og verkakon-
um, lætur forheimska sig og
neitar, að hugsa þessi mál, en
vill bara skemmta sér og lifa
hátt.
Og hvers getum við vænzt af
slíku fólki, í baráttu okkar
fyrir batri lífsafkomu: Svarið
verður: Einskis.
En þetta fólk verður, að snúa
við, og hugsa um þessa hluti,
og það verður að vera pólitízkt,
þó ekki sé vegna sjálfs síns,
N
^ RÆÐA þessi var fiutt á S
^ útifundi verkajýðsfélaganna S
Hafnarfirði 1. maí og fjall-S
^ar um sk.yldu verkalýðsæsk-^
Sunnar við sjálfa sig, nútíð-
S og framtíð. Hún birtist hér
S
Smeð góðfúslegu leyfi höf-^
Sundar, sem er formaður ^
S Iðnnemafélags Hafnarfjarð- ^
S a v i
! ar.
S
s
þá vegna þeirra óbornu. Það
! er skylda.
Því vil ég, að stærstu kröf-
una í dag, geri verkalýðsæskan
i til sjálfrar sín, og krafan er,
; að upplýsa sig, mennta sig og
broska til að geta orðið ssm
hæfust í baráttunni fyrir betra
lífi, — bættum . kjörum, og
verndun þeirxa kjara, sem
brautryðjendunum hefur tekizt
með baráttu og fórnum að
skapa okkur. Því það er ekki
síðu.r erfitt að gæita fengins
fjár en afla hans.
| Og að lokum: Ungi hafn-
firzki verkamaður, unga hafn-
firzka vérkakona, íslenzk verka
lýðsæska. Verum verð þess að
|vera tengiliður milli hins liðna
! tíma og þess ókomna, stöndum
það trúan vörð um lífsafkomu
okkar, að við getum skilað
henni betri í hendur barna okk
ar og þeirra. er við taka. Höf-
um það ekki á samvizkunni,
að börn okkar burfi að búa við
verri lífskjör, en við búum við
í dag.
Kjörorðið er: Friður, frelsi
og bræðralag.
Birgir Dýrfjörð.