Alþýðublaðið - 06.05.1958, Side 7

Alþýðublaðið - 06.05.1958, Side 7
Þrdðjudagur 6. maí 1958 AlþýðublaSjð 7 ( Bækur og fiöfuncieir ) ÞÓ AÐ HÓPUR elztu og eldri jkynslóðarinnar íslenzku hér vestan hafsins grisjist óðum af eðlilegum ástæðum, eru þeir enn sem betur fer margir með- al vor, er láta sig af heilum huga skifta íslenzk málefni og iylgjast vilja með þróun menn ingarmála heima á ættjörðinni. Með þá í huga sérstaklega skal hér stuttlega getið nýútkom- inna árbóka tveggja af merk- ustu menningarstofnunum heimaþj óðarinnar, Landsbóka- safnsins og Háskóla íslands. „Árbók Landsbókasafns ís- lands (Rvík. 1957) tekur yfir árin 1955—56, og er 12.-13. ár- gangur hennar; hún er allmik- ið rit að vöxtum, nærri 200 bls. í stóra broti. Hefst hún að venju á skýrslu Finns Sigmundssonar lands- bókavarðar, sem er glöggt og skilmerkilegt yfirlit yfir starf safnsins og hag á umræddu tímabili; fer hann þessum orð- um úm aukningu safnsins: „Árin 1955-56 hefur bókaöfl- un safnsins verið með svipuð- um hætti og undanfarin ár. Ritauki þessara tveggja ára mun vera um 10 þúsund bindi, en er ekki að fullu skrásettur þegar þetta er ritað. Sérstök á- herzla hefur verið lögð á að fylla ýms skörð í hinum erlenda hluta safnsins, einkum í tíma- ritum og hefur vísindasafn- ið verið aukið eftir föngum og áskriftum tímarita fjölgað." Safninu hafa borizt bólca- gjafir og handrit úr ýmsum áttum, og er ánægjulegt til frá- sagnir, að nokkrir íslendingar í Vesturheimi hafa sýnt því rækt arsemi í verki með slíkum gjöf um. Þá getur landsbókavörður þess að nú sé í uppsiglingu ís- lenzk bókaskrá á vegum safns- ins, en í henni verða öll prent- uð rit á íslenzku frá því að prentun hófst og rit á erlend- um tungum eftir íslenzka menn. Er útgáfa hennar hið mesta nytsemdarverk og unn- endum íslenzkra fræða hvar- vetna mikið fagnaðarefni. Ennfremur ræðir landsbóka- vörður framtíð safnsins með sérstöku tilliti til sameiningar þess og bókasafns Iiáskóla ís- Jands, sem Alþingj hefur þeg- ar samþykkt, og vonandi er, að bráðlega komist í framkvæmd rneð þeim hætti, að báðum að- ilum megi til sem mestrar efl- íngar verða. Meginefni Árbókarinnar eru nú sem áður ritaskrárnar, sem ná yfir íslenzk rit 1954 og 1955, viðauka um slík rit 1944- 53, og yfir rit á erlendum tung um eftir íslenzka menn eða um íslenzk efni. Hefur Ásgeir Hjartarson bókavörður samið omræddar ritaskrár, er hafa rnikinn fróðleik að geyma um íslenzka bókaútgáfu og iðkun íslenzkra fræða á íslandi og er- lendis. Eins og áður flytur Árbókin einnig nokkurt lesmál almenns efnis, og kveður þar mest að ritgerð dr. Peter Hallbergs „ís- lands klukkan í smíðum“ um hinn víðfræga sagnabálk Hall- dórs Kiljans Laxness, sem sam- in er af mikilli þekkingu og næmum skilningi og varpar 'fojörtu ljósi á vinnubrögð skáldsins; en dr. Hallberg hef- ur eins og landsbókavörður | segir í skýrslu sinni, — „ritað meira og ítarlegar um Halldór Laxness og bækur hans en nokkur annar.“ Verður þetta augljóst af skrá þeirri yfir rit- j störf dr. Hallbegs um það efni,' sem birt er einnig í Árbókinni,! ásamt gagnorðri og maklegri grein um hann eftir dr. Stein- grím J. Þorsteinsson prófessor. En hinni ítarlegu og merku' grein dr. Hallbergs um íslands- j klukkuna fylgir skrá yfir bæk- ‘ ur Halldórs K. Laxness á ís-1 lenzku og erlendum málum, > sem Ásgeir Hjartarson hefur | tekið saman; nær hún fram til1 sumarins 1957 og sýnir, að fram að þeim tíma höfðu bæk ur þessa fyrsta íslendings, sem hlotið hefur bókmenntaverð- laun Nóbels, komið út á yfir 20 erlendum tungumálum, og ýmsar þeirra í mörgum útgáf- um á sumum þeim málum. Loks er í Árbókinni fróðleg grein eftir Benedikt S. Bene- dikz, „Ensk háskólabókasögn og íslenzk fræði“, sem ber allvíða traustum fótum í Bret- ur ánægjuefni, að íslenzk i fræði og bókasöfnun fer vax- andi þar í landi. Nýjasta „Árbók Háskóla ís- lands“ (Reykjavík 1957), lýsir starfi hans á háskólaárinu 1955- 56, og er þar fyrst á blaði af meginmáli r'tsins ræða sú, er dr. Þorkell Jóhannesson, rektor háskólans, flutti á hátíðinni við setningu hans fyrsta vetrardag 22. okt. 1955 og var u mallt hin skilmerkilegasta og athyglis- verð að sama skapi. Rekur rektor þar starfssögu háskólans á liðnu ári og minn- ist agurlega þeirra háskóla- kennara er látizt höfðu á árinu eða horfið frá störfum fyrir ald urs sakir, og biður jafnframt velkomna hina nýju kennara. Þá getur hann sérstak- lega heimsókna erlendra há- skólakennara og fyrirlestra þeirra í háskólanum. Aðsókn er mikil að Háskóla íslands eins og sjá má af því að rektor bendir á það í ræðu sinni, að haustið 1955 voru 774 stúdentar innritaðir til náms þar, og af þeim voru 173 nýir stúdentar. Venju samkvæmt snýr Þor- kell rektor sérstaklega máli sínu til hinna síðastnefnda, er standa á þröskuldi íháskólanáms síijs, og ræðir einkum þá hættú; sem liggur í of einhæfri sér- menntun; leggur hann réttilega áherzlu á það, að hér beri að leitast við að finna hinn gullna. meðalveg, og segir: „Vandamál skólanna verður þá það. að freista þess að veita nemendum sínum eins og áður þá sérmenntun, sem framtíðar- starf þeirra krefst, en leggja um leið alla stund á að gæta þess, að upplagi þeirra til sjálf- stæðs persónulegs þroska menntunar og menningar sé ekki of boðið eða kæft niður, heldur þvert á móti öll alúð við það lögð að gefa nemend- um tækifæri til að þroska hæfi- leika sína í öllum efnum, glæða áhuga þeirra, auka þeim víð- sýni, þekkingu og menningu. Með þeim hætti ættu skólarn- ir að ala upp eigi aðeins vel bæfa sérfræðinga, heldur einnig vel menntaða einstak- linga.“ Þá eru skrár yfir gerðir há- skólaráðs, kennara og stúdenta, kennslugreinar og próf á árinu í hinum ýmsu deildum háskól- ans, bókasafn hans og sjóði, og skýrslur um störf stúdentaráðs. Má af öllu þessu fá allglögga mvnd af starfsemi háskól-ans og stúdentalífinu. Um háskóla bókasafnið skal þess getið, að það hefur .á árinu 1955-56 auk izt um 2130 bindi, svo að það er nú rúm 76.þúsund bindi að stærð. Háskólinn átti sinn góða þátt í móttöku dönsku konungshjón anna, er þau heimsóttu ísland vorið 1956, og er í Árbókinni stuttorð frásögn um komu þeirra í háskólann og hátíða- haldið þar þeim til heiðurs, á- samt prýðilegu ávarpi rektors við það . tækifteri og hinu snjalla kvæði, sem Tómas skáld Guðmundsson, flutti konungi og drottningu Danmerkur. Einnig lagði háskólÍTm sinn skerf til hátíðahaldanna í til- efni af 900 ára afmæli Skál- holtsstaðar sem fyrsts biskups seturs á Islandi; er frá því greint í Árbókinni og prent- ■að þar skörulegt ávary rektors. En að því loknu flutti prófessor Magnús Már Lárusson merki- legt erind um „Biskupsk.iör á Framhald á 8. siðu BÆJARBÍÓ sýnir um þess- ar mundir myndina „Feg- ursta kona í heimi“ með Ginu Lollobrigidu í aðalhlutverki. Það er algerlaga óþarft að skrifa um livernig Ginu tekst að ieika í þessari mynd. Hún hefur áður sann- að óhrekjanlega, að hún er ekki aðeins kynþokkadís, heldur einnig ágætis leik- kona. Myndin Lallar um unga og óreynda söngkonu, sem til að bjarga möminu sinni frá háð ung fer fram á senuna fynr hana og tekst svo vel, að j.að vekur athygli ungs rússneslis aðalsmanns, sem gefur hennl nokkurt fé. Fyrir gjöfina kaupir hún sér söngtíma hjá fræguin söngkennara og hjlómsveitar stjóra, sem verður hrifinn af henni og býður henni, að leggja heiminn að fótum hennar, ef hún aðeins vill láta að vilja hans og elska hann. Þetta er meira en hún getur, því að hún elskar Rúss ann og fer hún því frá þess- um kennara sínum og reynir áð berjast áfram sjálf. Þetta tekst og mistekst á yíxl, en loks slær hún í gegn og eign ast fé til að nema betur og eftir aUs konar ævintýr á- kveður hún að hverfa og helga sig námi um skeið. Ræð ur hún frægan tenórsöngvara til að kenna sér í húsi .fyrir utan París. Þar kemur að þau eiga að syngja saman aðal- hlutverkin í óperu í París, en á frumsýningu, sem gamii kennarinn iiennar stjórnar, brjáiast hann svo af afbrýði, að hann lætur leigumorðingia myrða söngvarann, sem hann heldur að sé elskhugi hennar. Syo illa vill til, að hún hefur einmitt ótt í smáilldeiium við Rússann rétt fjiTÍr sýninguna, en hann hatði eitt sitt veðjað um ást hennar og er hann staddur að íjaldabaki þegar morðið er framið. Er hún þess fullviss, að her sé hann að verki. Nú rætist liins vegar sá draumur kennarans, að fá að ferðast með henni og leggja hei'ninn að fótum hennar. Aldrei meir tekur hún þó að sár að syngja þetta hlutverk aftur.Þó kemur þar, að þau eru kvödd til Rússakeisara tii að syngja við hirðina og þá vill svo til að keisarafrúin vill einmitt fá. að heyra þessa óperu. Þegar söngkonan kemst að þvi að hinn gamli. vinur hennar muni verða við staddur sýninguna, ákveður hún að syngja hana á ný og kvelja hann með að verða að vera viðstaddan þetta atriði, sem muni mi.hna hann á forna synd. Þetta fer þó öðruvísi, því að samvizka kennarans gerir út af viC hann, hann játar allt og á síðustu stundu tekst gömlu elskendunum að ná saman á ný. Myndin er vel tekin og söngur ágætur, jafnvel hjá Ginu, sem hefur nokkuð numið söng. S S s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Ef bér hafið hug á að láta smíða fyrir yð'ur fisltiskip, ]>á athugið vandlega þau skip. sém í seinni tíð hafa bætzt flotanum og berið þau saman og hagnýt- ið yður reynsluna. Vélbáturinn REYNIR VE 15, sem er 7 2 brúttó smólestir að stærð, er talinn eitt hið' fullkomnasta, vandaðasta og b ezta sióskip íslenzka fiskiskipa-flotans, en hann er smíðaður hió umbjóðendu m vorum STRÁNDBY SKIBSVÆRFT, í Danmörku Verð og; greiðsluskilmálar eru þeir hagkvæmustu sem völ er á og AFGREIÐSLUTÍMI MJÖG STUTTUR. Munið að tala við okkur áður en þér festið kaup annars staðar, og við munum láta yður í té allar nauðsynlegar upplýsingar. Heildverzlunin ÓÐINN Sími 210 — Vestmannaeyjar. S s s S ■ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s \ s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ; s s s s s s s s s s s s c

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.