Morgunblaðið - 05.01.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1917, Blaðsíða 2
2 KORGUNBLAÐIÐ - 1 ■ ■ ........... tippsýslunni í haust, en er nú í rénun. Útvegurinn vexlítiðíþetta sinn, bætiat að eins einn bátur við. Þeir áttu að verða fjórir, en efnið í þrjá af þeim fór í sjóinn í sumar við skiptapann. Þ i n g i ð virðist mönnum af- kastalítið enn sem komið er. Þyk- ir sem mátt hefði bíða sumarsins slík vinnubrögð. Gott hyggja menn þó til nýrra samninga. Frá alþingi. Aðflutningar til landsins. Frumv. til tryggingar á aðflutn- ingum til landsins var samþykt við 3, umiæðu í Neðrideild í gær og afgreitt til Efrideildar. Landssjóðsábyrgð á skipa- veðláni Eimskipafélagsins var einnig til 3. umræðu í Neðri- deild í gær og var samþykt með samhljóða atkvæðum og afgreitt til Efrideildar. Landaurafrumvarp Bjarna frá Vogi (sjá Morg.bl. í gær) kom til 1. umræði í Neðri- deild i gær. Var visað til 2. um- ræðu með 14 atkv. gegn 11. Lánsstofnun fyrir land- búnaðinn. Þingsályktuninn um hana samþykt i Neðrideild og afgreidd til ráðherra. Tímareikningslðgin. Bráðabyrgðalög stjórnarinnar um flýtingu klukkunnar á vissumtímum árs, voru samþykt í gær við 3. umr. i Efrideild og afgreidd til Neðri- deildar. Verðlagsnefnd. Lagafrumvarp um heimild lands- stjórnar til að skipa nefnd til þess að ákveða hámark verðlags á vörum var til 1. umr.. í Efrideild og var visað til 2. umræðu. Bankastjórar og pólitík. Þeir Matt. Ól., G. Sveinss., Þór. -Jónss. og Bj. Stef. bera fram svo hljóðandi þingsályktunartillögu: Alþingi ályktar að skora á lands- stjórnina að hún við skipun banka- stjórnar Landsbanka Islands, setji þau skilyrði, að bankastjórarnir taki eigi opinberan þátt í stjórnmálum. Sprenging í hergagnaverksmiðju. í desembermánuði varð spreng- ing í hergagnaverksmiðju í Norð- ur-Englandi. í þeirri verksmiðju unnu aðallega konur. Biðu 26 þeirra bana við sprenginguna en 30 særðust. Tveir duglegir beykirar geta fengið atvinnu á Vestfjörðum. Óvenjulega góð kjör. Semjið sem fyrst við Ludvig C. Magnússon Njálsgötu 9 (til viðtals 7—8 e. m.) Grfmndansleik halda Hafnfirðingar annað kvöld í Goodtemplarahúsinu í HafnarfirSi og má búaBt við að ein- hverjir Keykvíkingar fari suðureftir að vanda. Fundur var haldinn í Ekknasjóði Rvíkur 2. janúar elns og venja er. Sjóðurinn var í árslok 1916 orðinn 24 þús. króna. 240 meðlirnir gjalda nú til sjóðsins og 64 ekkjur njóta styrks úr honum. Bifreiðafélag Reykjavíkur er að smáfækka við sig bifreiðum nú sem steudur. Ef til vill kaupir félagið nýjar bifreiðar seinna. 10. janúar að kvöldi á þingið að vera úti. Er þó taliö vafasamt aö þing- menn hafi þá iokiö störfum sínum og má vel vera að leugja verði þingtím- ann um nokkra daga í viöbót. Landssjóðsvörurnar, sem skemd- ust á leiöinni frá Ameríku, verða seld- ar á uppboði. Alls munu eitt þúsund pokar af matvöru hafa skemst, en allir pokar sem nokkuð sást að höfðu skemst, voru þegar teknir frá, svo að eigi þurfa menn að hræðast að fá skemda vöru af því sem landsstjórnin selur. Yör- urnar voru vátrygðar og verða seldar hór af umboðsmanni vátryggingarfó- * lagsins. Ishúsfélagið er nú í óða önn að fylla hús sín með ís af tjörninni. Meðal farþega á Flóru til ísafjarð- ar var Kristinn Magnússon skipstjóri. Gnllíoss mun ekki vera væntanleg- ur hingað frá Vestfjörðum fyr en á mánudag eða þriðjudag. Fráleitt kemst skipið af stað héðan aftur fyr en eftir miðja næstu viku. Loftskeytastöðin. Að henni er ekk- ert unnið sem stendur vegna frosta. En þegar frost er úr jörðu verður haf- ist handa og ætti stöðin þá að verða fullsmíðuð á miðju sumri. Sæsíminn. Dálítið hefir samband- ið við Færeyjar versnað og má búast við algeru sambandsleysi á hverri stundu Samkv. fregn frá Stóra Norræna mun skip verða sent til viðgerða um miðjan janúar. Símabilunin er mjög nærri þeim stað, þar sem bilunin var í fyrra, eða milli Færeyja, um 10 sjómílur frá Þórshöfn. Skipaekla. Brezka blaðið »Daily Dispatch* hermir frá því, að nú sé skipa- eklan orðin svo mikil í öllum löndum heims, nema Bandaríkjun* um og Japan, að víða sé farið að stofna félög til þess áð koma aftur á fiot skipum sem hafa strandað eður sokkið. Segir blað- ið að þegar hafl orðið furðulega góður árangur af því starfi, og þeir sem eiga strandskip græða of fjár. Brezkt skip, 3568 smá- lestir, strandaði hjá Monte Video fyrir sex árum og var þá selt fyrir 2000 sterlingspund. Skip þetta var sett á flot aftur fyrir fáum dögum og hafði viðgerðin eigi kostað meira en svo sem 12 þús. sterlingspund. En skipið var selt fyrir 160 þús. pund. Annað brezkt skip, sem strand- að hafði hjá Suður-Ameriku og var selt fyrir 1500 pund sterling, hefir líka verið sett á flot og selt fyrir 320,000 sterlingspund. í sambandi við þetta getur blað- ið þess, að ameríkst skipabjörg- unarfélag hafi í hyggju að bjarga úr Lusitania auðæfum þeim, er hún flutti frá New York. Skipið liggur á 300 feta dýpi, en ef það skyldi standa á réttum kyli, þyk- ir sennilegt að tilraunin muni takast. Sprenging í Arkangel. Sa DAGHOfjiN Afmæli f dag: Guðrún Egilson, húsfrú. Siggeir Torfason, kaupm. Sigurður Þórðarson, tresm. Vilh, Bernhöft, tannlæknir. Þorsteinn Manberg, kaupm. Sólarupprás kl. 10.20 S ó 1 a r I a g — 2.46 Háf lóð ( dag kl. 3.45 og í nótt kl. 4.7 Veðrið f gær Fimtudaginn 4. jan. Vm. n. andv., frost 2,0 Rv. logn, frost 2,0 íf. logn, frost 0,8 Ak. logn, frost 8,0 Gr. Sf. n.a. kul, regn, frost 0,1 Þh. F. n. kul, hiti 0,0 Brunabótafélag íslands er nú tekið til starfa og hefir það skrifstofu í húsi Gunnars Gunnarssonar í Austurstræti. Miðsvetrarpróf í Verzlunarskóla ís- land8 er um það leyti að hefjast. Ingólfor kom úr Borgarnesi í gær. Activ kom í fyrrakvöld með kola- farm til Kol og Salt. Vélbátur kom í gærmorgun sunnan frá Sandgerðl með fiskfarm. Sagði hann að liti fremur vel út með afla; fiskur væri bæði djúpt og grunt. Eru nokkrir bátar farnlr að veiða þar syðra en fjöldi að búa sig út til vertííarinu- ar þar og er sagt að um 60 vólbátar muni stunda veiðar frá Sandgerði í vetur. Herbert Sigmnndsson prentsmiðju- stjóri og frú hans hafa orðið fyrir þeirri sorg, að missa eitt barna slnna, dreng um tveggja ára gamlan, Hanu dó úr lungnabólgu, Þiiskipin. Þau munu flest leggja út um miðjan febrúar. H. P. Duus mun hafa 11 skip á fiskveiðum á vetrarvertíð, tvö þeirra eru mótorskip og elga ýmst að vera í flutningum eða á fÍ8kveiðum á lóð. Ráðgert er að nokkur þilskipa H. P. Duus fari til útlanda í sumar, til þess að fá í þau mótora og eiga þau svo að stunda sildveiðar á sumrinu. Um 65 þúsnnd krónur hafa þegar safnast í nýjum hlutum í Eimskipa- fólaginu, síðan nýja útboðið var kunn- gjört. Má það heita gott, því vafa- laust heldur áfram að safnast fé hér í Reykjavík. Engar fregnir eru enn komnar utan af landi. Fiskmr var seldur hér í gærdag. Kostaði 14 aura pundið í þorskinum og 16 aura í ýaunni. Patreknr, vélbátur, kom hingað í gær frá Danmörku. Er hann eign Pét- urs konsúls Ólafssonar á Patreksfirði. Norsknr rafmagnsfræðingur er kominn hingað til þess að koma fyrir rafmagnstækj unum í húsi Nathan & Olsens. Er maður þessi á vegum Guð- mundar Hlíðdals, sem tekið hefir verk- ið að sór. T. Frederikson kolakaupmaður hef- ir keypt anuað skip í stað Patríu, sem sökk á leið hingað frá Noregi, svo sem kunnugt er.' Mun nýja skipið vera væntanlegt hingað innan skams. Nýlega varð ógurleg sprenging á höfninni í Arkangel. Onýttust þar mörg skip, en 1008 menn létu lífið eða meiddust. Kenna menn því um, að sprengjum hafi verið laumað í eitt skipið sem þar var, áður en það fór frá New York og hefir maður nokkur, Samuel Gatter að nafni, verið tekinn fast- *ur og sakaður ura það áð vera valdur að verkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.