Morgunblaðið - 14.01.1917, Síða 3

Morgunblaðið - 14.01.1917, Síða 3
14. jan. 71. tbl. MORGUNBLAÐIÐ 3 Loforðið. (Lauslega þýtt). Gömul, gömul kona sat við ain- inn í fátæklegu stofunni sinni. Ket- illinn stóð á olíuvélinni og vatnið suðaði hljóðlega um það að ekki skyldi standa á því að sjóða þegar kveykt væri undir. Dálítið borð stóð við hægindastól gömlu konunnar og á þvi móleitur tepottur og tveir móleitir tebollar. Þetta var þriðji dagurinn, sem hún einsömul setti tvo tebolla á borðið. En á því lá Hka opið bréf, og að því drógust aftur og aftur augu gömlu konunn- ar. Og í hvert skifti, er hún horfði á bréfið kom bros á varir hennar, ánægjubros, er viitist eiga leið inst úr sál hennar. Hún kunni bréfið utanað — bréf- ið sem bar henni þær gleðifréttir að dóttursonur hennar væri á leiðinni heim til ömmu sinnar frá Frakk- landi og stríðinu. En hún stóð samt upp úr stólnum sínum og tók gler- augun ofan af hillunni: hún mátti til að lesa það enn einu sinni, og hún las það aftur, i tuttugasta sinn- ið, og hugur hennar fann til fróun- ar eins og fyrst er hún las það. »Já, hann kemur. Hann efndi ávalt loforð sín. Bara orðið að vera einum degi lengur í þessum skot- gryfjum. Nú er hann áreiðanlega lagður á stað.« Gamla stofuklukkan hans afa sló fimm. »Of framorðið í dag. Gerir ekkert, gerir ekki vitund. Hann kemur þá á morgun.« Hún bjó til teið handa sjálfri sér og óskjálfhent — enn þá skar hún sér brauðsneiðina sína og smurði hana. Kökuna, sem hún hafði búið til handa honutn, lét hún ósnerta. Hún var inni í skáp og daginn áð- ur — annan daginn, er hún þreyði — hafði hún vafið deigri tusku um hana til þess hún þornaði ekki. Rökkrið kom, en gamla konan sat i hálfgerðu móki í stólnum sinum. En alt i einu hrökk hún við glað- vakandi. Hvað var það? Hún var alveg óhrædd þó einhver unaðar- leg, lotningarkend tilfinning gripi hana, sem hún aldrei hafði fundið fyr, því þarna rétt hjá gömlu klukk- nnni hans afa, skein alt i Ijóma, ekki samt frá arninum eða að utan. l>að var birta og þó ekki birta. Það var llkara einhverju hreinu og skæru, er brytist langt, langt að inn i þessa ómjúku og köldu veröld. Eitthvað óumræðilega miklu fegurra «n hún nokkurntfma hafði áður séð eða getað gert sér i hugarlund, og vissulega — á því lék ekki minsti vafi — sá hún dóttursoninn sinn standa þarna i míðjum Ijómanum. Eða var hann ekki þar? Ef til vill var hún hrifin héðan eitt augnablik svo hún mátti sjá hann snoggvast eins og hann var? Nei, hann hlaut að vera kominn sjálfur. Hún var ekki viss um hvort hún sá það eða fann; hún hélt að hún hefði sóð ha-n skotinn — í hj it’- stað. E t þ 1 C' 1 1 ha’ði hún fulla vissu um að hmn var nndaður, laus úr fjötrum jarðneskrar tilveru. Ljóminn og sýnin hvarf, dags- birtan þvarr og húmið datt á. En altaf sat gamla konan í hæginda- stólnum sinum við arninn og nú bjó eintóm gleði í sál hennar. »Hann sagðist koma heim og efndi það. Hann sveik aldrei loforð — en þungt hlýtur það að hafa verið honum að koma til min og fátæklegu stofunnar minnar úr þess- ari dýrð.« Og er hún hugsaði á þessa leið lék bros á vörum hennar — bros sem spratt inst úr sál hennar. Þvi þar var nú alt fult af trú og sæl- ustu von. Kristján Linnet. Maxim látinn. Það eru sjálfsagt fæstir af hug- vitsmönnum heimsins, sem hafa haft jafn mikil áhrif á heimsstyrjöldina eins og Hiram Maxim, sem nú er nýlega látinn. Þótt slept sé þeim uppgötvunum, er hann hefir gert viðvíkjandi flugvélum, þá mun nafn hans æ uppi vegna vélbyssu þeirrar, er við hann er kend. Hinyn Maxim fæddist árið 1840 í Langersville i Norður-Ameríku og er af frönku foreldri kominn. Faðir t hans var málari og vélfræðingur og vélfræðin var það, sem undir eins hreif huga hans. Maxim sagði um sjálfan sig skömmu fyrir andlát sitt: »Eg verð að viðurkenna það, að eg hefi ólæknandi uppgötvunarsýki. Eg byrjaði að fást við uppgötvanir þeg- ar eg var á barnsaldri og eg hefi haldið þvi áfram síðan.c A áttundaQtugi nítjándu aldar flutt- ist Maxim til Englands og dvaldi þar síðan. Hafði hann fyrir löngu öðlast brezkan borgararétt og árið 1901 var hann gerður að aðalsmanni. Það er vélbyssan, sem hefir gert nafn Maxims ódauðlegt, hin sjálf- vinnandi byssa, þar sem skothnykk- urinn er notaður td þess að fleygja burtu skothylkinu, skjóta nýju*skoti inn í hlaupið og hleypa af byssunni aftur. Þetta viiðist svo einfalt, sem hugsast getur og hvert barnið skilur það, en þó hefir þessi nppgötvun gerbreytt öllum hernaði. En það væri þó óréttlátt að binda nafn þessa mikla hugvitsmanns við þessa einu uppgötvun. Hann hefir fundið upp afbragðs »Kronometer«, áhald til þess að slökkva með eld og margar uppgötvanir hefir hann gert á rafmagninu og notkun þess. Tveimur árum áður en Edison byrj- aði að fást við rafmagnsuppgötvanir sinar, var Maxim aðalmaðurinn hjá fyrsta raflýsingarfélaginu í Ameriku. Eftir það að hann hafði fundið upp vélbyssuna og reyklausa púðrið, tók Maxim að fást við flugvélasmíð og flug\él hans var fyrst til þess að geti hafið sig hátt til flugs. í frhtundu.n sinum var Maxim altaf að vinna að ýmsum smáum uppgötvuoum og eru margar þeirra nú notaðar um allan heim. Fríðurinn. í grein, sem Theodor Wolff, rit- ar nýlega í Berliner Tageblatt seg- ir hann að nú öðru sinni siðan ófrið- urinn hófst sé ástæða til þess að ætla að friður komist á. í fyrra skiftið var það á öndverðu árinu 1915. Þá kom einhver afturkipp- ur í Breta, sem höfðu ætlað sér ‘að láta til sín taka í hernaðinum á landi. Nú sjá bandamenn að árið 1916, sem Frakkar höfðu aðallega treyst að yrði þeim sig- urár, endar með glæsilegum sigri Þjóðverja og bandamanna þeirra, þar sem þeir hafa lagt Rúmeniu undir sig. Blöð bandamanna við- urkenna það, að þetta mikla korn- land muni gefa Miðríkjunum nýj- an þrótt. Og jafnframt fylgjast bandamenn nákvæmlega með öll- um þeim fregnum er koma af þegnskylduvinnunni þýzku og alls staðar má lesa i milli línanna efa um það að bandamenn hafl nægi- legt bolmagn til þess í vor, að mæta þeim mannafla og óhemju ósköpum af skotfærum, sem Þýzka- land framleiðir. I Englandi við- urkenna menn það opinberlega að friðarþráin vaxi meðal almenn- ings, en sem stendur vill þó eng- inn viðurkenna það að hann hafi beðið lægri hlut. Allir vilja held- ur að ófriðnum sé haldið áfram en að viðurkenna sig sigraða. Og friður sem lætur alt um landa- skipun í sömu skorðum og var fyrir stríðið, er eigi að eins óvin- sæll heldur er það svo, síðan Pól- land var gert að sjálfstæðu kon- ungsríki, þá er ekki hægt að koma honum á. En þá liggur nær að gera »kaupsamningsfrið«. Slíkum friði lýsir Wolff þannig að þá leggi hver þjóð sig fram i líma til þess að komast að sem bezt- um kjörum. Þá er mælt og vegið alt sem til greina getur komið 0g skifzt á þangað til hver stjórn getur að lokum fært þjóð sinni einhvern hag heim úr hildai’leikn- um. Með þessu móti hyggur hann að hægt verði að draga svo úr beizkju ósigursins, að þjóðirnar megi vel við una. Jólamerki. Jólamerkið norska fékk svo góðar viðtökur í ár, að fyrsta upplagið, 27a miljón, seldist upp á fáum dögum. Annað upplag, lU miljón, fór líka á svipstundu og átti að gefa út þriðja upplag- íð, 7* miljón, en eigi vitum vér hvort orðið hefir af þvi, vegna þess að hinn sérstaka límpappír, sem merkin voru prentuð á, skorti er maður frétti siðast. Þessar góðu viðtökur þakka blöðin fyrst og fremst Oerhard Munthe, manni þeim, er teiknaði merkið. Þetta er mjög eðlilegt. Þótt merkin séu seld og keypt í góðgerðaskyni, þá vilja menn þó fremur kaupa þau séu þau fal- leg, heldur en ef þau eru ósmekk- leg eða ljót. Þetta ætti Thorvaldsensfélagið að hafa hugfast. Án þess að lagð- ur sé neinn dómur á jólamerki þau, er það hefir gefið út, er þó óhætt að segja, að æsklegra hefði verið að þau hefðu verið fallegri. Hér eru margir menn, sem kunna að fara laglega með lití og pensil. Væri það ekki nema gaman að lofa þeim að spreita sig á þvi, hver þeirra gæti gert laglegasta frummynd að jóla- merki. Það væri rétt að láta menn keppa um það næst að búa til jólamerkið. Er það nokk- urn veginn víst, að það mundi gefa sölu merkjanna byr undir báða vængi og allir kunna fé- laginu á því góða þökk, ef það sýnir svo vilja sinn i því að gera merkið sem bezt úr garði Frá Stykkishólmi. Utsvör nokkurra gjaldenda í Stykkishólmi 1916. kr. Ágúst Þórarinsson, verzl.stj. i2yo@ A. Andersen, lyfsali .... 370.00 Arni P. Jónsson. kaupm. . 200.00 Asmundur Guðmundsson, sóknaiprestur........... 7J.oo Eggert Eggertsson, bóndi . 85.00 Einar Vigfússon, bakari . . 60.00 Guðmundur Guðmundsson, héraðslæknir............ 155.00 Halldór Illugason, skipstjóri 60.00 Hannes Andiésson, skipstj. 60.00 Hannes Jónsson, dýralæknir 85.00 Hjálmar Sigurðsson, kaupm. 590.00 Jónlna Jónsdóttir, ekkja (frá Höfnum).................. 150.00 Jón Kr. Jónsson, tómthúsm. 60.00 Jón Skúlason, skipstjóri . . 65.00 Konráð Stefánss., umboðss. 100.00 Leonh. Tang & Söns, verzl. 1660.00 Magnús M. Berg, kaupm. . 50.00 Niels Breiðfjörð, bóndi . . 65.00 Oscar Clausen, fullrúi . . . 75.00 Páll V. Bjarnason, sýslum. x60.00 Pétur Sigurðsson, skipstjóri 50.00 Sparisjóður Stykkishólms . 150.00 Sæm. Halldórsson, kaupm. 720.00 W. Th. Möller, póstafgr.m. 70.00 Hér eru taldir þeir, er hafa minst 50 kr. Alls eru gjaldendur 245, Útsvörin alls 7.456 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.