Morgunblaðið - 14.01.1917, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.1917, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Roter-Turm-skarðið. Hér á myndinni sézt Rauðaturns skarðið, sem Þjóðverjar brut- ust í gegn um og suður í Rúmeníu. Má glögt sjá það, að hér hafa verið háðar orustur, því búkar dauðra manna og hesta liggja hér á víð og dreif. Emile Verhaeren I át i n n. Hið mikla skáld Belga, Ea'ile Ver- haeren, lézt nýlega á mjög svipleg- an hátt. Hann átti heima i Paiís en fór snögga ferð til Rúðuborgar til þess að halda þar fyrirlestur. Járn- brautarlestin, sem hann ætlaði með til Parísar aftur, var komin á stað er hann náði henni. Freistaði hann þess, að stökkva upp á þrepið, en varð fótaskortur og lenti inn á milli hjólanna. Limhstist hatin hræðilega og dó nær samstundis. Um þenna mikla mann ritar Vil- helm Krag i Tidens Tegn ogkemst þar meðal annars svo að orði: Hafi hið djöfulóða stríð eigi þegar rutt burtu öllum tilfinningum úr brjóstum manna, þá mun fregnin um hið sviplega fráfall Emile Ver- haerens vekja sorg og ótta um ger- vallan heim. Að vísu hafa tilfinn- ingar vorar sljóvgast mikið á þessum siðustu timum; á hverjum degi hafa nýjar skelfingar þrumað.í eyrum vor- um, þangað til þessar daglegu geðs- hræringar hafa gertoss þreyttaog sljóa, hljóðhimnur vorar hafa nú vanist hinum sífelda hergný og hjörtu vor flnna eigi framar til. En fregnin um lát Verhaerens mun snerta aðra strengi í sálum manna en hinar hryllilegu herfréttir. Til- finning, sem vér höfum álitið nær kólnaða, mun hreyfa sér að nýju, sú sorgarkend, að cinkennileg, stór og fögur sál skuli haía horfið oss. Sú sál, er eigi hafði að eins auðgað tungu sina og þjóð sína, heldur allan heiminn. Þess vegna er þetta al- heimstjón. Allar þjóðir biða tjón við það, einnig sú þjóð, sem herjaði land hins látna, Það má segja Þjóðverjum til ódauð- legs heiðurs, að þeir tóku alt af er- lendum listum, vísindum og skáld- skap opnum örmum. Hinir miklu rússnesku rithöfundar og hinir miklu norsku rithöfundar, urðu að fara yfir Þýzkaland til þess að leggja undir heiminn. Og það voru Þjóðverjar, sem dáðust manna mest að frönsk- um og belgiskum listum áður en stríðið hófst. Emile Verhaeren átti líka mikil itök í Þýzkalandi. Og það væri ein- kennilegt ef ófriðurinn hefði getað útrýmt þeirri aðdáun fyrir andleguna auðæfum, sem nýlega var svo sterk og einlæg í hjörtum margra ágætra Þjóðverja. Það er nú samt sem áður ekki gott að vita hvar ófriðurinn lætur staðar numið með að leggja i auðn. Verhaeren minnist á þetta í formál- anum að bók sinni »La Belgique sanglante*, sem eg hygg að sé síð- asta bókin, er hann gaf út: »Sá sem ritar þessa bók, þar sem hatur leynist hvergi, var einu sinni ákafur friðarvinur. Hann dáðist að nokkrum þjóðum og einstaka þjóð elskaði hann. Þar var þýzka þjóðin fremst. Var það ekki frjósöm, iðju- söra, dugleg og áræðin þjóð, og auk þess betur samtaka en nokkur önn- ur:' Fann ekki hver maður til þess er þangað kom, hvað þrek hentiar var óbilandi? Lá ekki framtíð heun- ar brosandi fyrir henni og var ekki þjóðin sjálf stöðugt á verði? Ófriðurinn hófst. Þýzka þjóðin breyttist á svipstundu.® Og Verhaeren mintist á það með hverjum hætti breytingin var. Og nú talar hann fyrir munn Belgiu:. »Þróttur hennar varð óréttlátur. Nú hugsaði hún aðeins um það eitt, að taka höndum saman um yfir- drotnun. Það var sá refsivöndur guðs, sem vér verðum að reyna að verjast, svo fremi að alt æðra líf hér á jörðunni á ekki að deyja út. Höfundur þessarar bókar hefir ald- rei orðið fyrir jafn miklum vonbrigð- um sem þessura. Þau snertu hann svo tilfinnanlega, að hann hyggur sig ekki vera sama mann og hann áður var. Og vegna þess að honum virðist samvizka sín óvirt af því hatri, sem nú hefir gagntekið sál hans, þá til- einkar hann þessa bók þeim manni, sem hann einu sinni var«. Þyzk verzlunarskrifstofa. Mr. Gerhard, sendiherra Bandaríkj- anna í Þýzkalandi, segir það að allar líkur séu til þess, að í Þýzka- landi verði komið á fót verzlun- arskrifstofu og viðskiftanefnd, sem á að annast um öll vörukaup frá útlöndum að ófriðnum loknum, Á þann hátt þykjast Þjóðverjar geta trygt sér það, að eigi verði vörur keyptar hærra verði en góðu hófi gegnir. Asquith-stjórnin. Harður dómur. Þegar stjórnarskiftin höfðu far-1 ið fram í Englandi, mintist þin^- maðurinn major Astor á stjórnar- farið í ræðu, sem hann hélt. Hann mælti á þá leið, að Asquith- stjórninni hefði tekist mjög svo óheppilega þá er húu fór með þjóðina eins og börn, sem ekki mættu heyra sannleikann. Henni gat aldrei skilist að hið eina rétta var að segja þjóðinni allan sann- leikann. fíún gaf altaf loforð, en þjóðin komst jafnharðan að því, að þau loforð voru ekki haldin og að stjórnin hafði ekki sýnt þá fyrirhyggju, sem landið krafð- ist af stjórnvitringum sínum i ófriöi. Sumir aðdáendur gömlu stjórnarinnar hefðu álasað her- mönnunum fyrir það, að þeir gætu ekki brotist í gegnum her- línu Þjóðverja, og álasað banda- mönnum fyrir hringl þeirra á Balkan. En hann kvaðst ætla, að þegar öll kurl kæmu til graf- ar, þá mundi stjórnin fá sinn ósvikinn skerf af ábyrgðinni á hringlinu á Balkan. — Eina ráðið til þess að sigra Breta, er það að koma þeim í sveltu, og Þjóðverjar vita það mætavel. — Hermennirnir geta ekki barist, ef þeir vita að kon- ur þeirra og börn liða hungur heima. — Matvælamálið er mjög þýðíngarmikið. í gær sögðu tveir búfræðingar mér að vér gætum nær tvöfaldað framleiðslu heima- ræktaðrar matvöru. Ef stjórnin hefði athugað þetta árið 1914, framleiddum vér nú helmingi meira af matvælum heldur en raun er á. Þrátt fyrir það þótt hún hefði hættuna af kafbáta- hernaðinum fyrir augum og vissi það, að eigi var hægt að sigra Breta með neinu öðru en sulti, þá kom stjórninni ekki til hugar að auka framleiðsluna um helm- ing, þótt hún hefði átt að gera það, og hefði tækifæri til þess. Ifún setti á stofn nefnd og gerði Mílner lávarð að formanni henn- ar. Sú nefnd var skipuð mörg- um beztu landbúnaðarfræðingum og hún vann af kappi og gaf stjórninni skýrslur sinar jafnharð- an. En stjórnin daufheyrðist við öllu og vanrækti það að fylgja ráðum nefndarinnar. En hefði hún farið að ráðum hennar mundi matvælaframleiðslan í landinu mjög hafa aukist, að vísu hefði hún þá einnig orðið að troða niður reglur um frjáls viðskifti,. en þegar hún átti um það að velja eða vissan sigur, þá mundi engin önnur stjórn á ófriðartím- um hafa hagað sér eins og hún hefir gert. Þannig er það þá að þjóðin hefir dignað vegna dugleysis og áræðisskorts stjórnarinnar. Vegna dugleysis, framkvæmdaleysis og afglapa gömlu stjórnarinnar voru menn farnir að segja: »Stjórnin sýnir það, að vér getum ekki unnið. Því þá ekki að tala um frið?«--------- Hann kvaðst vona það, að Þjóðverjum og hlutleysingjum skildist það, að aðalástæðan til stjórnarskiftanna í Bretlandi væri sú, að þjóðin hefði óttast að dembt yrði á ótímabærum friði, Hann bað menn gæta þess, að hin nýja stjórn hefði tekið mik- il vandkvæði í arf eftir gömlu stjórnina, og hún gæti því ekki unnið sigur í ófriðnum á fáura mánuðum. Það væri enginn hag- ur að þvi að ganga þegjandi framhjá því, að í landinu yrðí mikil þurð á matvælum og verð- hækkun. Það væri þó minna um vert þótt vörur hækkuðu í verði, Hitt varðaði meiru að þær fengj- ust. En verðhækkun og mat- vælaskortur væri gömlu stjórn- inni að kenna og vanrækslu hennar. Bretar mættu eiga von á því að þá skorti matvæli, vöru- verð hækkaði enn meira, og per- sónufrelsi yrði skert enn meirar enaltþetta værigömlu stjórninni að kenna. Nýja stjórnin (Lloyd George) yrði að krefjast þess af hverjum manni, í hverri stöðu sem hann væri, að hann fórnaði miklu, að hann hætti öllu óhófi og neitaði sér jafnvel um lífsnauð- synjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.