Morgunblaðið - 14.02.1917, Side 2

Morgunblaðið - 14.02.1917, Side 2
MORGUNBLAÐIB G-óðir menn! Lítið ekki fram í tímarm, lítið heldur inn í utu. búðina. berandi hlutabréf. Og vér getum alla eigi séð að hann muni bíða neinn halla við það. Það vita allir, að lóðirnar hérna við höfnina eiga eftir að hækka í verði. En hitt hemur eigi til neinna mála að hækkunin geti orð- ið ótakmörkuð. Einhvern tíma rekur að því, að verðhækkunin stöðvast. En setjum svo, að þessi lóð verði hálfrar miljón króna virði eftir 90 ár. Er það eigi sæmileg verðhækkun? Oeri mað- ur svo ráð fyrir því, að bærinn ætti að taka 5% leigu af lóðar- verðinu eins og það er nú (200 þús. kr.), og svo jafnan fram- vegis, þá þyrfti hann, ef hann seldi, að fá 15 % af hlutabréfum Eimskipafélagsins eftir 90 ár. Vér verðum að segja það, að menn hafa eigi mikla trú á framtíð Eimskipafélagsins ef þeir ætla að stofnbréf þess gefl minni arð en 15% urn næstu aldamót. Vér berum svo gott traust til framtíðarinnar að vér þykjumst vissir um það, að hlutabréf fé- lagsins hækki hraðar í verði heldur en hafnarlóðirnar hérna, þrátt fyrir það þótt vér vonum það og treystum því að framtíð þessa bæjar verði sem glæsilegust. Það verða t. d. varla mjög mörg ár þangað til þessi höfn er orðin of lítil og þá verður smíðuð hér önnur höfn, stærri og betri í alla staði. Kröfur tímans heimtaþað og framfarir þær, sem þessi höfn skapar ásamt öðru. En þegar svo er komið, er hætt við því að lóðirnar hjá þessari höfn komÍ9t eigi í hærra verð, en þær hafa þá náð. En þá eiga blutabréf Eimskipafélagsins eftir að hækka mikið í verði. »Enda má það aldrei gleymast*, segir G. M., »að meðfram er Eimskipafélagið gróða- fyrirtæki*. Þetta er rétt, og styð- ur það mál vort að bærinn bíði eigi neinn halla, þótt hann skifti á lóðinni og hlutabréfum félags- ins. G. M. minnist á »braskið« og ber Morgunblaðinu það á brýn, að það vilji styðja að aukningu þess. Hann mun eiga við það að vér sögðum að óhætt mundi að gefa útgerðarfélögunum kost á því að sæta sömu kjörum og Eimskipa- félagið, fá lóðir hjá höfninni fyrir hlutabréf sín. Vér sjáum núsatt að segja eigi hvers vegna hann nefnir það brask. Vér nefndum þetta aðeins til þess að sýna, að það væri eigi hættuleg braut að ganga út á þótt Eimskipafélaginu væri seld lóðin með þessum kjör- um. Því að það vita líklega flestir að engu útgerðarfélagimundikoma til hugar að ganga að þeim kost- um. Og hvers vegna? Vegna þess að þá kæmi fram verulegur halli — eigi á bæjarins hlið held- ur þeirra. Útgerðarfélög, sem ef til vill gefa alt að 100% arð af hlutabréfum sínum þegar þau eru nokkurra ára gömul, mundu frek- ar kjósa að fá lóðir á leigu, þótt með okurverði væri, heldur en kaupa þær fyrir hlutabréf sín. Vér gátum aðeins stuttlega um þetta vegna þess, að í bæjar- stjórninni kom fram ótti um það að önnur skipafélög mundu þykj- ast hafa rétt til þess að fá lóðir keyptar hjá höfninni ef Eimskipa- félaginu yrði seld þessi lóð. Sá ótti er á engu bygður, nema skammsýni. En tillaga G. M. um það að bærinn (hafnarsjóður?) kaupi hlutabréf fyrir leiguna jafnharðan hyggjum vér að eigi muni fá mikinn byr. Hafnarsjóður má eigi setja fé sitt þannig fast. Um það er víst öll bæjarstjórnin sam- mála. En hann setur ekkert fé fast ef hann skiftir á lóðinni og hlutabréfunum, því að þau gefa hafnarsjóði þann árlega arð, er hann þarf að fá af lóðinni. Þetta skal látið nægja að sinni en vonandi er það að bæjarstjórn- in athugi vel tillögu Sigurðar Jónssonar áður en hún greiðir atkvæði gegn henni. Nú gefst bænum það tækifæri til þess að gerast hluthafi í Eimskipafélaginu er honum gefst aldrei jafn gott aftur. Og það ættu menn líka að hafa hugfast, að það er betra að hlutabréf Eimskipafélagsins séu almenningseign, heldur en þau safnist á fáar hendur og ein- stakir menn gerist of miklu ráð- andi þar og hirði allan gróðann. Eimskipafélagið er þjóðarfyrir- tæki, en þá nær það fyrst til- gangi sínum þegar bæja- og sveit- arfélög og landsjóður eiga sem allra mest af hlutabréfum þess. I Wilna. í ófriðarskeytunum hafa menn víst oft rekið sig á nafnið Wilna. Bærinn lá í herlínunni eystri og var lengi barist grimmilega þar í grendinni, unz Þjóðverjar tóku borgina. Eftirfarandi bréf er rit- að af norskum manni, dr. F. Paasche og birtist í »Tidens Tegn« í síðasta mánuði. »Menn hugðu gott til framtíðar höfuðborgarinnar í Lithauen. — Prýðilegar kirkjur, reistar á blóm- aöld Póllands, gefa borginni tign- arlegt útlit. Það skín á marmara, og gullið glitrar. En svo er annað, sem ber dýrð þessa ofur- liði, skitnar götur og ljót, illa hirt hús. Bærinn ber vott um, að öll framþróun hafi verið kæfð á uppvaxtarárunum. Þar er eng- inn sporvagn, þótt bæjarbúar séu 200 þúsund, gangstéttirnar eru afleitar og vatnsveitan stakasta ómynd. Það sera gleður. augu ferða- mannsins í þessum bæ eru kirkj- urnar. í konungakirkjunni eru geymdar jarðneskar leifar hinna gömlu stjórnanda Póllands. »La- dislaus 4. konungur Póllands og Svíþjóðar« stendur á einni graf- skriftinni. Það er endurminning um forna frægð. Ein kirkjan er með gyltum turni. Hún var bygð árið 1913 til minningar um 300 ára stjórn- arafmæli Romanowættarinnar. — »Því skafið þið ekki gullið utan af turninum?« spyr útlendur blaðamaður Þjóðverjann, sem íeiðbeinir okkur. »Það er óþarfi, við eigum nóg gull«, svarar hann. I Wilna var áður mjög mikið af merkum höggmyndum, en mestu af þeim náðu Rússar burtu, er þeir yfirgáfu borgina, svo sem mynd Katrínar 2. drotningar sem svifti Pólland frelsi og Mura- wieffs sem bældi niður uppreisn- ina 1863. í stað þess hafa Pól- verjar nú reist upp aftur 3 krossa andspænis konungshöllinni gömlu, sem þar stóð fyrrum, og skvldu þeir tákna afturhvarf Pólverja til páfatrúarinnar, sem Rússar létu fyr víkja úr sessi. Af hverju hundraði þeirra, er í Wilna búa, eru 49 Pólverjar, 1 Lithaui og 50 Gyðingar. Em- bættismannastéttin rússneska er flúin úr borginni, en Þjóðverjar hafa tekið við stjórninni. Á göt- unum úir grúir af þýzkum her- mönnum, og meðan eg dvaldi í Wilna, kom Saxakonungur þang- að. Það var einkennilegt að heyra þýzka lúðrasveit leika þjóðsöng sinn, meðan konungurinn var að skoða gömlu höfðingjagrafirnar pólsku. — Fólkið á strætunum stakk svo einkennilega í stúf við hermennina. Mestur hluti þess eru betlanar, konur og börn, tötr- um klædd. Og alstaðar blasir við sama sýnin, en þó hvergi eins og fyrir framan »Ostra Brama«, borgarhliðið þar sem Maríumynd- in, sem öll er ljósum skreytt á kveldin, er. Hún veitir huggun þeím, sem hreldir eru og fátækir. En nú eru það allir bæjarbúar, sem þangað leita. Gyðingarnir leita sér huggunar í trú sinni. Mörgum þeirra líður illa og gafst mér færi á að sjá það er eg ásamt svissneskum blaðamanni fór um öreigahverfin. . Fátæktin og óhreinlætið var blöskranlegt. Og atvinnuvegirnir ótrúlegir. I einni »búðinni« — þær eru sum- ar á götum úti, var ekki annað að sjá en ryðgaða lykla. Þar voru líka margir »kaupmennsem ekkert selja«. Þeir fara fram og aftur um bæinn til að útvega kaupmönnum viðskiftavini, og ná drjúgum skildingum með því. — Sumstaðar eru strætin svo þröng, að ef tveir menn staldra við stöðvast öll umferð. Við komum inn í þess konar götu og þaðan inn í lokaða götu og var þax' éitt samkomuhús Gyðinganna. Auð- séð var að fólkinu var lítið uxn okkur gefið, og er við mynduð- um okkur til að ganga inn í sam- komuhúsið fóru þeir að steyta hnefana. Okkur varð ekki uffl sel, en gátum þó ekki komist burt nema með því móti að ganga í gegnum mannfjöldann, og gafst okkur þá glögt dæmi þess hvað fólkið er orðið duglaust og kúg- að. Er við komum flýði fólkið undan okkur og einn þeirra fáu, sem þorðu að standa kyrrir, gekk fram og mælti: »Náðugu höfð- ingjar, fyrirgefið. Það eru bara vitfirringar, einhverjir fábjánar sem voru að ógna yður«. Það eimir enn þá eftir af gamla kvíð- anum frá þeim tíma er Gyðinga- ofsóknirnar stóðu sem hæst. Gyðingarnir játa það líka góð- fúslega að þá langi ekki til að komast undir stjórn Rússa á ný. Að öðru leyti er fólkið hrætt við að leysa frá skjóðunni, er útlend- ingar eiga í hlut«. . . . «SS» l> A 0 H O K t N. tSSiZM Afinæli f dag: Guðrún H. Tulinius, húsfrú. Jórunn Gísladóttir, húsfrú. María Guðmundsdóttir, húsfrú. Steinunn Skúladóttir, húsfrú. B. H. Bjarnason, kaupm. Bjarni Jónsson, trósm. Hallgr. Tulinius, fulltrúi. Sólarupprás kl. 8.32 S ó I a r) a g — 4.54 Háf lóö i dag kl. 9.38 f.h. og kl. 10.08 e. h. Fyrirlestrar Háskólans; Agúst H. Bjarnason próf., dr. phil. Róm í heiðnum sið, kl. 9. Lækningar Háskólans: Augnlœkning ókeypis i dag í Lækjargötu 6, kl. 2—3. ÓI. Jóhannesson konsúll á Patreks- firði dvelur hér í bænum sem stendur. Leikfélagið. Engin sýning gat farið fram í gærkveldi vegna ljósleysis, því að lokað var fyrir gasið kl. 6 í gær. Verður það ekki opnað aftur fyr en kl. 10 í dag. Prófprédikanir. í dag flytja guð- fræðiskandidatarnir prófprédikanir sínar 1 dómkirkjunni kl. 9 árdegis (Jakob' Einarsson, Halldór Gunnlögsson og Ragnar E. kvaran) og kl. 5 síðdegi® (Eirikur Albertsson, Sigurjón Jónssoo og Sigurgeir Sigurðsson). Expedit fer til Akureyrar á morg" un og tekur flutning. Umboðsmað111, skipsins er Emil Strand kaupm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.