Morgunblaðið - 18.02.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ H. P. Duus A-deild. Hafnaratræti Kjólatau Alklæði Klæði í rnöttla Fataefni Cheviot Alpakka Tvisttau Léreft Flónel Regnkápur Barnakápur Regnhlífar Gólfteppi Strástólar Prjónavörur komið fram hinn alkunni rúas- neaki breiskleiki að þiggja mútur og draga sjálfum sér fé. Spreng- ingar, sem orðið hafa í hergagna- 8miðjum vestra, eiga og ainn þátt í því að erindrekarnir eru kvadd- ir heim. Þegar verksmiðjan á Black Tom eyjunni sprakk, eða var sprengd í loft upp, beið Rússastjórn við það mikið tjón, því að verksmiðjan vann fyrir hana. Voru þá þegar margir erindrekar kvaddir heim. Enn meira tjón»’biðu Kússar þó þá er hergagnaverksmiðja í Kingsland N.-J. sprakk í loft upp nú ný- lega. Þar áttu þeir 500 þús. sprengikúlur, sem allar ónýttust. Kom það þá í ljós, að þeir sem höfðu átt að sjá um það að taka í móti hergögnunum og koma þeim í skip, höfðu vanrækt mjög þann starfa sinn. „Sýður á keipum“. Jón Trausti: Tvær gamlar sögur. Rvík. Útgefandi Þorst. Gíslason. 1916. Fyrir skemstu er komin út ný bók eftir Jón Trausta, er hann kallar: Tvœr gamlar sögw. Fyrri sagan heitir »Sýður á keipum«, og segir á titilblaðinu, að það sé »saga frá byrjun 17. aldar«. Þess er getið í formálanum, að hvorug sagan hafi við sannsögu- leg drög að styðjast, og mun því höfundurinn þykjast hafa rétt til að smíða sér efnið og fara raeð það að vild sinni, óbundinn af þeim hömlum, sem sögulegar heimildir leggja á skáldin, er þau taka þekta atburði til yrkisefnis. Þó er þess að gæta, að sagan gerist á ákveðnum stað og ákveðn- um tíma. Hún gerist í hinu nafn- kunna fiskiveri Dritvík undir Jökli og er höfundurinn því háð- ur þeirri skyldu, að láta lýsingar sínar koma heim við staðháttu þar, híbýlaháttu, landslag, sjáv- arstrauma og veðráttu og í ann- an stað að láta framkomu mann- anna, er við söguna koma, vera í sem beztu samræmi við aldar- hátt þeirrar tíðar, er sagan grein- ir frá. Innan þessara takmarka var skáldinu markað svið til þess að beita skáldgáfu sinni. Ef skáldið fer þar á móti með skakkar lýs- ingar á staðháttum og aldaffari, þá er sagan stórgölluð, villandi og brýtur í bág við frumreglur sannarlegs skáldskapar. Víst g'Söti það verið fróðlegt og skemtilegt að lesa góða skáldsögu, sem væri svo sem »gripin út úr daglega lífinu« í þessu ein- kennilega og fræga fiskiveri, er menn sóttu til um margar aldir víðsvegar af landinu, umfram aðrar veiðistöðvar, því að víst hefir vistin þar verið æfintýraleg og mjög á orði höfð um land alt. En á þessu hefir orðið ekki all- lítill misbrestur í höndum höf. Landslaginu á utanverðu Snæ- fellsnesi er nokkurnveginn rétt lýst og heldur vel á fyrstu síðu bókarinnar, og eins kemur að nokkru heim lýsingin á Dritvík sjálfri og útræðinu þaðan, þótt hún 8é alls ekki svo greinileg sem skyldi og í hana vanti sumt, sem er þar einkennilegast og ekki hefði mátt hlaupa yfir, til þess að gefa mönnum rétta hug- mynd um staðinn. Höf. getur þess, að heilt hverfi af sjóbúðum og hjöllum hafi verið í hrauninu upp af víkinni, en engin bygð hafi verið þar önn- ur, »því að enginn bær stendur í nánasta nágrenninu við Drit- vík«, og flestar sjóbúðanna hafi verið ónotaðar alt sumarið og haustið. Þetta er ekki rétt hermt. í víkinni voru einmitt um þetta skeið eitthvað 10 »þurrabúðir«, þar sem fastir búendur höfðu að- setur sitt, en sjóbúðir eða ver- mannabúðir voru þar engar. »Inntökuskipin« voru stundum 60 og jafnvel 80 á vorvertíð, en vermennirnir af þeim lágu ekki í sjóbúðum, heldur við tjöld og undir seglum, svo að vistin hefir ekki verið beysin, en þó með öðrum hætti en sagan segir. Soðning og þjónustu keyptu ver- mennirnir af þurrabúðarmönnun- um. Hér fer sögumaðurinn alveg skakkt með. Ekki er það allskostar rétt, að menn hafi einkum leitað verbúð- unum skjóls fyrir norðanátt, »sem þar er nöprust eins og annars- staðar,« því að i Dritvík og þar í nánd er einmitt nær ávalt blíða- logn i norðanátt, þótt hörkustorm- ur sé norðan á nesinu. Þess vegna fóru menn úr verstöðunum norðan jökuls suður i Dritvík og reru þar vertíðina, og fengu þar oft ágætan afla, einkum ef norðanátt gekk, svo lítt gaf á sjó annars- staðar. Þá skjátlast höf. hraparlega, er hann lætur vermennina róa vetrarvertíð í Dritvík, sbr: »Ver- tíðin leið og það var komið fram undir jafndægur« — því að ver- tíðin byrjaði einmitt ekki fyr, en eftir jafndægur, eða með ein- mánuði og stóð til Hallvarðs- messu (15. maí) eða Jónsmessu. Vermenn reru þar að eins fyrri og seinni vorvertíð. Að visu gengu skip þurrabúðarmannanna og heimabóndans (í Hólahólum) árið urn Jcring, en það kemur ekki þessu máli við. Þar sem höfundurinn fer hvorki rétt með húsakost vermannanna, né þann árstíma, sem þeirstund- uðu róðra, þá verður lýsing hans á sjómannalífinu p ar allmjög bogin fyrir bragðið. Höf styðst ekki við nákvæma þekking á sögustaðnum, sem hon- um var þó nauðsynleg og hefði sagan getað verið stórum »líf- rænni«, ef hann hefði haft mun betri kunnugleika þar á sjó og landi, heldur en raun er á. Það er ekki því að heilsa, að hinir einkennilegu staðir, sem allir kannast við, svo sem »Trölla- kirkja«, »Draugahellir« eða »Steinatökin« frægu sé nefnd á nafn í sögunni og hefði hún þó orðið mun sannsögulegri, ef hann hefði látið þeirra að einhverju getið í frásögninni um sjómenn- ina. Eins hefði hann átt að nefna mið þau, er hinir kappsfullu sjó- menn sóttu á, því að öll mið eru þar kunn enn í dag og gæfi það sögunni einuig »líflegra« yfir- bragð. Eg skal lítið fara út í það, hvort sagan komi heim við aldarhátt á öndverðri 17. öld, en víst mun það þó vera að sumu leyti. — Þó hygg eg að ekki hafi í þann tíð verið uppi almúga- maður á Snæfellsnesi eins og Salomon þessi, sem frá er sagt í sögunni. Hann er að segja frá því, að það hafi verið »hlutverk« sitt síðan hann kom í Dritvík (í marga vetur) að afstýra illind- um milli »Totumanna« og þeirra húsbænda sinna og heldur að »forsjónin« hafi falið sér það. — Þess konar fórnfýsi hefir tæp- lega verið til hér á landi í þann tíma meðal vermanna og kemur að minsta kosti ósennilega fyrir. Frásögnin um morð Tobba er næsta ósennileg, einkum það, að morðingjunum skyldi vera vært þar í verinu, þegar allir vissu á þá illvirkið og sjálfir voru þeir óvinsælir mjög áður og fengu ekki að vera óáreyttir, meðan þeir höfðu ekki til saka unnið. Þessu getur enginn trúað. Vissu- lega mundu þeir hafa verið kærð- ir tafarlaust fyrir »Ormi á Knerri* — og ekki vóru menn í þá daga mjög næmir að greina, hvort sönnun á sakborninga var full- komin eða eigi. Léttúð og glens hinna óvinsælu illvirkja um morð- ið kemur og mjög illa heim við þann ótta við refsingu, sem sögu- smíðurinn segir að aftaka Axlar Bjarnar hafi skotið mönuum í brjóst og er einmitt þungamiðja sögunnar að öðru leyti, þar sem sú hræðsla er svo rík, að hinir feðganir sigla orðalaust til hafs í opinn dauðann til þess að forð- ast refsingu fyrir óhapp, er þeim hafði að hendi borið. Hvort- tveggja er álíka ótrúlegt og í mótsögn hvað við annað. Ekki verður það sagt um sögu þessa, sem Snorri Sturluson segir í Eddu um veröldina, að hún hafi »spilst af tilkomu kvenn- anna«, því að hér kemur engin kona við söguna. — Kemur það líklega af því, að »allir eru ókvæntir í verinu«. Jölclarí. Áfengissmyglun milli Danmerkur og Svíþjóðar. Það er eigi langt síðan að sænska stjórnin lagði bann við því, að nokk- ur maður þar í landi mætti fá melra en tvo lítra af brennivínl á mánuði. Það mundi nú sumum þykja gott, en margir voru óánægðir með þetta fyrir- komulag og hófst þegar í stað dæma- fá smyglun brennivíns frá Kaup- mannahöfn — aðallega til Malmö og Helsingborg. í Kaupmannahöfn eru engar skorður settar við þvf hve mik- ið menn geta fengið af áfengi og er borgin því hreinasta Eldorado fyrir þá sem sviftir hafa verið dropanum. Og það er skamt þangað frá Svfþjóð, Menn geta þvf jafnan skroppið þang- að frá Malmö og Helsingborg og feng- ið sór f staupinu. En það er ekki nóg. Og meun hafa fundið upp á hinum furðulegustu ráðum til þess að smygla víni heim til sín. Sumir láta gera sér hylki, sem falla nákvæmlega innan í pípuhatt og sér engi maður neitt með- an þeir taka ekki ofan. Sumir gerðu sór hylki sem spent voru framan á magann og þótt þeir væru þá með ístru er það ekkert tiltökumál í »púns«-landinu. Þá eru »brennivíns- pylsurnar« orðnar nafnfrægar. Menn fá sér langa og fylla þá með brenni- vínl og hengja svo allstaðar á sig innan klæða — undir frakkanum, f buxnaskálmunum og í hattinum — alls staðar eru þessar pylsur geymdar, Sumir ferðast sem hljóðfæraleikendur fram og aftur yfir landið og flytja hljóðfærin full af brennivíni frá Kaup- mannahöfn. Aðrir ferðast með ung- börn og hafa barnavagninn fullan af brennivínsflöskum. Og kaupmaður nokkur í Málmey var svo ráðsnjall að hann lót sáuma sór tvöfalt vesti úr gúmmí og mátti í því flytja marg* lftra af hinum forboðna vökva.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.