Morgunblaðið - 18.02.1917, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.02.1917, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 íbúð vantar mig fiá 14. maí næstkomandi. Sigurður Guðmundsson, magister, Kárastíg 14, nppi. C t ■ '' O 1"> í r*y. '■ ■ 'i Afraæli i dag: Elísabet Bergsdóttir, húsfrú. Jakobína S. Torfadóttir, húsfrú. Steinunn Guðmundsdóttir, húsfrú. Halldór Sigurðsson, úrsmíður. Kristinn Datiíelsson, prestur. Kristinn Ólafsson, verzlunarm. Konudagur. Góa byrjar. Sólarupprás kl. 8.19 Sólarlag — 5.7 H á f 1 ó 8 i dag kl. 3.5 f. h. og í nótt kl. 3.37 Guðsþjónnstur í dag, sunnudag í föstu inngang. (Guðspj.: Skírn Krists. í dómkirkjunni kl. 12 stra Jóhann Þorkelsson og kl. 5 síra Bjarni Jónsson. í Fríkirkjunnl kl. 12 síra Ól. Ólafs- son, kl. 5 Har. Níelsson. Leiðrétting. í jarðarfarar augl/s- ingu Elínar Árnadóttur, sem birt var í blaðinu 14. þ. m. stóð af misskiln- ingi að jarðarförin færi fram fimtu- daginn 15. þ. m. En Elín heitin var jörðuð miðvikudaginn 14., og biðjum vór hlutaðeigendur afsökunar á þess- 4ri leiðu prentvillu. Uppboðið á munum, sem bjargað Var úr Goðafossi, var haldið í gær. Var þar fjölmenni mikið samankomið og má svo heita að vátrygglngar- fólagið hafi fengið hátt verð fyrir hlutina. Expedit fór hóðan i gærkvöldi til Vestur- og Norðurlands með um 30 farþega. Harry fór hóðan til Austfjarða í gser. Með skipintt fór Þórhallur Daníels- s0n kaupm, til Hornafjarðar. Gasid. Enn einu sinni var lokað %rir gasið í gærkvöldi -— af sömu ^stæðu og fyrri daginn, of lítilli fram- feiðslu. Leikfólagið ætlaði að sýna ■^.Vársnóttina, en úr því gat ekki orð- vegna ljósleysis. í fyrrakvöld hætti ^eikfólagið og við að leika vegna þess heyrst hafði að loka ætti fyrir S^sið. Sézt bezt á þessu hve nauð- ^olegt er að tilkynna það ætíð sem 65!t má verða, með sæmilegum fyrir- þegar loka á. 1 Vejes fer væntanlega til Norður- morgun. Hafa Kveldúlfur °g _ið tekið hana á leigu til hin““r þessarar og á skiplð að flytja ef aftur salt að norðan. Mun það etðar vill fara fleiri ferðir til Norður- liXliA 1101X1 itJ 3 fyrir fólög þessi. ^ í ó ðrnenjasafnið opið 12—2. hj úrugripasafnið opið * ^ /a- Nokkrar nýjar Presseningar íást hjá Jes Zimsen. M at Yælasparnaður. Sykurkort iögleidd. Stjórnarráðið hefir gefið út reglugerð um notkun mjölvöru og sykurs. Er þar fyrirskipað að rúgbrauð akuli að J/4 blönduð maís, og hveiti megi bakarar að eins nota til franskbrauðs, súrbrauðs tvíböku- og bollugerðar. Þá er og bannað að nota rúg, rúgmjöl, hveiti og haframjöl til skepnufóðurs. Sykurkort eru lögleidd og má sykurinn aðeins selja við því verði er landstjórn ákveður. Þessi reglugjörð öðlast gildi þegar í stað fyrir Reykjavíkur- kaupstað og Hafnarfjörð. Getur stjórnarráðið með auglýsingu látið reglugerðina ná til annara kaup- staða og sveitafélaga ef henni þurfa þykir. Kensla í bónorðsvísindnm. »Fyrst er sjón og svo er tal,« segir í vísunni. Nú hefir svissneskur prestur gefið út kenslubók í þeim fræðum, sem allir þykjast kunna, nefnilega hvernig fara á að því að ná sór í þann helming, sem nauðsynlegur er hverri persónu til að geta gengið i heilagt hjónaband. Efni bókarinnar er með öðrum orðum það, hvernig stúlkur eigi að draga sig eftir piltum og þeir eftir stúlkunum. Vór getum eigi stilt oss um að birta hór nokkrar af reglum þeim, sem presturinn setur, mönnum til skemtun- ar og fróöleiks — og náttúrlega til eftirbreytni líka. »Trúlofaður maður skyldi aldrei heimsækja stúlkuua sína nema einu sinni í viku. Það er sómasamleg og alveg nóg, sannri ást til viðurhalds,« segit presturinn. »í þetta eina skifti í vikunni, sem unnustanum auðnast að dvelja hjá þeirri útvöldu, má hann þó ekki standa við lengur en tvo tíma. Klukkan á mínútunni 10 á hann að standa upp og fara heim til sín og hann má ómögulega vera lengi að kveðja. Hann má ekki fara að ráði sínu elns og söngvarinn í söngleik, sem syngur: »Eg fer, eg fer«, án þess að mjakast úr Bporunum. Illa faina8t þeim elskhuga, sem sit- ur hjá stúlkunni lengur en áður segir. Hann á að sitja alt kvöldið og horfa <5íi6liujyrirlestrar i cJieteí (Ingólfsstræti og Spítalastíg). Sunnudaginn 18. febr. kl. 7 síðd E f n i: Hvað segir guðs orð um ástand mannsins eftir dauðann? Hvað segir Luther um sama efni? Allir velkomnir. O. J. Olsen. Járnsteypnfélag Reykjavíknr heidur aðalfnnd i Iðnó, nppi, mánudaginn 26. febr. kl. 5 síðdegis. Arsreikningur lagður fram ogstjórn kosin. Tryggvi Gunnarsson. i á vísirana á klukkunni, svo ekki hend hann það slys að sitja of lengi. — Biðillinn á að vera ör á sætindi, ávexti og aðgöngumiða að leikhúsum. En þó má ofmikið aö því gera.« Heill kafll í bókinni ræðir um hvernig stúlkurnar eigi að »upptendra mildan ástareld í hjörtum þeirra sem þeim líst á og viðhalda honum.« Þar kennir margra grasa. En öruggasta ráð þeirra er að hæla karlmönnum á allan hátt, því þeim þykir flestum gott lofið. Þetta ætti að vera ungu fólki nóg til þess að sjá, að margt má af prest- inum læra. Og því skyldi ekki þurfa uppfræðingar við 1 þessari grein sem öðrum? Er(. símfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni í London. London 16. febr. Lánsöfnun Breta var lokið 16. þ. m. að kvöldi og hafði hún gengið ágætlega — miklu betur en búist var við. Frá Frakklandi. Skotgrafaútrásum er haldið áfram og veitir Bretum jafnan betur. Þýðingarmest var árásin þegar Bretar náðu miklu skot- grafakerfi fyrir sunnan Serrehæðina i Ancredalnum. Þar náðu Bretar fleiri föngum, en mannfall varð i liði þeirra Héldu Bretar þeim skotgröfum þrátt fyrir áköf gagnáhlaup i þrjá næstu daga. Stöðv- ar þær, sem Bretar nú hafa, eru mjög þýðingarmiklar. Töluvert hefir verið sótt fram á Beaucourt-Pusieuxveginum. Þar tóku Bretar 600 metra skotgröf fyrirhafn- arlftið. Ákaft áhlaup var gert hjá Arras og komust Bretar þar að þriðju varnar- llnu Þjóðverja, ónýttu margar skotgrafir, drápu marga óvini og handtðku nokkra. Þá hafaog verið gerðar margaraðrar útrásir, sem borið hafa góðan árangur. Stöðvar hafa verið teknar og óvinunum unnið mikii tjón alstaðar. Bretar hafa bætt aðstöðu sina mikið. Þjóðverjar hafa reynt að gera nokkrar útrásir, einkum hjá Loos, Messinet og Ypres, en þær hafa allar mistekist. Hefir það sýnt að óvinirnir eru ekki nógu sterkir til þess að hefja sókn. Stórskota- orustur hafa staðið töluverðar, þar sem veðrið er nú bjartara, og loftorustur nokkr- ar hafa verið háðar. Frakkar hafa og gert margar útrásir og áhlaup á skotgrafir Þjóðverja, einkum hjá Compiegne. Komust Frakkar þar í aðra skotgrafaröð óvinanna og unnu þeim mikið tjón. Frá ítolum. Austurrikismenn gerðu árás á skotgrafir ítala fyrir austan Görtz og segjast hafa unnið mikið á. En italir gerðu gagnáhlaup og voru búnir að ná aftur ellu þvi, sem þeir mistu, áður en vikan var úti. Mistu Austurrfkismenn marga menn í gagnáhlaupi ítala. Frá Rússum. Þjóðverjar búast við mikilli sókn af Rússa hálfu og hafa nú reynt að verða fyrri til og gert áhlaup á nokkrum stöðura, þó snjóþyngsli séu enn mjög mikil. í einu áhlaupanna voru Þjóðverjar klæddir í hvit föt og ððu snjóinn að skotgröfunum hjá Stanislau. Þar fengu þeir varmar viðtök- ur og biðu mannfall mikið. Fóru Þjóðverjar á fs yfir Dnjester nærri Halicz en voru hraktir aftur og jafnárang - urlausar reyndust tilraunir þeirra á öðrum stöðum. Mikill snjór hindrar alla viður- eign i Karpatafjðllum, en f Galicíu er við- ureignin hörð, þó eigi megi á milli sjá enn sem komið er. I Rúmeniu gengur nú alt hljóðlega nema við Sereth-ósa, þar sem brezkar bifreiðar, brynvarðar, herjuðu á Þjóðverja og við Jakobeny vóru stöðvarnar þrisvar teknar, en náðust altaf aftur, og heldur bardaginn þar áfram ennþá. Á Bal- kan hefir veðrið batnað og stórskotahrið því hafin við Straumá og Vardar. Þjóð- verjar gerðu harða árás á ítali fyrir aust- an Monastir og tóku nokkrar skotgrafir, en innan viku höfðu Bandamenn náð þeim aftur, og mistu óvinir vorir þar mikið lið. Bretar hafa gert árás á búlgarskar skot- grafir með töluverðum árangri. í Kaukasus eru ennþá ófærar samgöngur vegna snjóa. Frá Mesopotaníu. Kut-el-Amara er mjög i hættu stödd, þvi Bretar sækja að á alla vegu og hafa stöðvar á sinu valdi báðu megin við Tigris. Þeir hafa tekið stað þar sem Townshend veitti siðast viðnám og hafa komið áfram Tyrkjum inn á frihyrnt landsvæði, sem af- girt var af fljóti sem algerlega króaði þá inni. Menn eru ósmeikir við kafbátahemað Þjóðverja, með þvi að það hefir sýnt sig, að tala þeirra skipa, sem sökt hefir verið, hefir engan veginn vaxið að tilfinnanlegum mun. Eitt herbergi óskast nú þegar ná- lægt Miðbænum. R. v. á. Ibúð óskast til leigu frá 14. mai, 2—3 herbergi og eldhús. ‘ ^ c7unéié Lítill kassi hefir verið gkilinn eftir 1. Bókverzlun Isafoldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.