Morgunblaðið - 22.03.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1917, Blaðsíða 2
2 MOKGUNBI..A ÐIB forðabúrinu á 80. br. gr. og varð það til þess að bjarga lífi þeirra. Þegar þeir áttu xi mílur ófarnar til næstu birgðastöðvar (Bluffdepot) á 67. gr. og voru 30 mílur þaðan er þeir Scott og félagar hans urðu úti, skall á þá iðulans stórhríð, og stóð bún látlaust frá 17. febr. til 1. marz og var frost- ið aldrei minna en 30 stig á Fahren- heit. Heldu þeir nú kyrru fyrir um hríð þangað til matvæli og eldsneyti þeirra var nær á þrotum. Hinn 23. febrúar lögðu þeir af stað. Voru þeir fullar þrjár stundir að því að grafa sleða sína úr fönn og svo var hríðin dimm, að eigi sá út úr augunum. Eigi höfðu þeir langt farið þá er Mackintosh gafst upp. Voru þeir þá báðir skildir eft ir, hann og Smith og Wild fenginn til þess að gæta þeirra, en þeir Joyce, Hayward og Richards brutust áfram með fjóra hunda til þess að reyna að ná forðabúrinu. Var eigi annað skilið eftir af matvælum hjá þeim Wild, en ofurlítið af kexi og tei. Hinn 26. febrúar komust þeir til forðabúrsins og hlóðu sleðann með matvælum og eldsneyti. Hayward var þá svo þjakaður, að hann komst eigi lengra, en þeir Joyce og Ric- hards sneru aftur til þess að bjarga félögum sínum. 29. febrúar ko^must þeir þangað er þeir Wild voru og höfðu þeir þá etið upp ait það er eftir var skilið og soitið. Voru þeir Smith og Machintosh þá báðir fár- veikir. Þeir lögðu samt þegar á stað aft- ur. 1. marz birti hríðina, en ofsa- veður var þó enn á. Þeim Míc- kintosh og Smith var ekið á sleð» um, og Hayward urðu þeir lika að taka á sleðana, þá er þeir náðu hon- um. Voru þá sett segl á sieðana og siglt, og létti það mikið undir um hríð. En 7. marz var komið logn, og var þá sýnt að þeir Joyce gátu ekki haldið áfram með félaga sína veika. Mackintosh bauðst þá til þess að verða eftir, ef hinirgætu bjargast þess vegna. Var hann skil- inn * eftir í tjaldi, og látinn hafa þriggja vikna matvælaforða. En hinir héldu áfram og voru þó ailir veikir af skyrbjúg. Tveim dögum síðar andaðist Smith, en hinn n. marz komust hinir tii Hut Point og náðu þar í nýtt kjöt og grænmeti. Þar voru þeir nú hríðteptir í þijá daga, en svo lögðu þeir Joyce, R chaids og Wild enn á stað að sækja Mackintosh, og komust þeir með hann til Hut Point 18. marz. Attu þeit Machintosh og Hayward félökum sínum og hinum duglegu og þrautseigu hundum líf sitt að launa. 8. maí lögðu þeir Mackintosh og Hayward á stað og ætluðu að ganga á ísi yfir tjl Evanshöfða. Var gott veður þá er þeir lögðu á stað, en svo tók að hvessa og losnaði ísinn sundur. Fórust þeir þar báðir. Félag- ar þeirra leituðu lengi að þeim, en það reyndist árangurslaust, og þeg- ar þeir komu til Evans-höfða aftur hinn 15. maí 1916 og þeir Mackin- tosh voru ekki komnir, þá vissu þeir hver afdrif þeirra mundu hafa verið. Að Glerárskógum í Dalasýslu kviknaði eldur í hlöðu nýlega og brann hún, ásamt öllu sem í henni var, til kaldra kola. En í henni munu hafa verið um 900 hestar af heyi. Áföst við hlöðuna voru fjárhús, sem tóku um 400—500 fjár, og brunnu þau einnig. Bóndanum er þetta mjög tilfinn- anlegt tjón, því að alt var þetta óvá- trygt. Mun vera erfitt að koma 500 fjár fyrir á öðrum bæjum um þennan tíma ársins. Áfengið í Viðey. Háttvirti ritstjóri Morgun- blaðsins! Viljið þér gera svo vel og Ijá eftirfarandi linum rúm í yðar heiðraða dagblaði? , Af þvi að eg hefi frétt að skrifað hafi verið nafnlaust bréf, héðan úr Viðey, til bæjarfógetans í Reykja- vík, og þess getið til að eg hafi skrifað þetta bréf; þá lýsi eg því yfir að e% hefi alls ekki skrifað þetta umgetna b'éf og hafði enga hug- mynd um að það væri til. Þetta er eg reiðubúin til að staðfesta með eiði bæði fyrir guði og mönnum. Hvað þetta naínlausa bréf snertir, þá efast eg um að það sé úr Viðey, því að eg áiít lítið verra að stela staðarnafni, en að leyna sinu iétta nafni; hvortveggja gefur i skyn eitthvað annað en sannleikann. Eg veit ekki tii að eg hafi nokk- urn tíma á æfinní skrifað nafnlaus- an miða og skal heldur aldrei gera það. Framkoma mín i þessu máli sýnir lika alt annað en óhrein- lyndi. Lika hefi eg frétt að talað væri um i Reykjavik, að eg hafi reynt að veiða upp úr skólabörnunum hérna, um þetta áfengi. En það er líka al- gerlega ósatt, enda þurfti eg alls ekki að láta börnin segja n ér neitt um víaið, því að íyrir utan það sem eg sá sjálf vissi eg ekki til að full- vaxna fólkið reyndi nokkuð til að dylja það, hvorki í orði eða verki. En það var satt, að einu sinni þegar eg kom ÍDn í skólastofuna, dag- inn sem Þór var hér, var 8—9 ára göraul stúlka að hælast um og dylgja yfir víninu, og þótii mér þetta svo ljótt af barninu að eg varð fok- vond og sagði, sem svo, að það væri réttast að fólkið fengi að kenna á þessu athæfi öllu. Eg vissi að börn á þessum aldri hlakka ekki yfir því, sem þeim hefir verið sagt að væri ljótt eða rangt, en nú ætlaði eg að loía henni að segja frá því heima hjá sér, hvernig e% liti á málið. Það hefir telpan líka gert svikalaust, því hún varð dauðhrædd, en daginn eftir var hún og stalla hennar teknar úr skólanum með þeim ummælum að þær skyidu ekki verða til þess að segja mér sögur, eða segja frá því sem gei ðis^É eins og lika var komist að orði. Það má kanske saka mig um það, að eg hafi haft of stór orð við barn- ið, en hitt er ósatt, að eg hafi látið börnin segja mér nokkrar slúður- sögur eða reynt að veiða upp úr þeim, um það sem ekki átti að vitn- ast; hvað sem svo fereldrar þeirra segja. Líka vil eg taka -það fram, að það var alis ekki af neinu hatri eða óvild til nokkurs manns að eg sigði til vínsins. En eg hata »Bakkus« og var bæði hrygg og reið yfir komu hans hingað, og afleiðingunum eftir fyrsta daginn. Mér fanst hann vera öflugur óvin- ur sem væri að herja á landið mitt, og að það væru föðurlandssvik að ganga í lið með honum, eða líða honum að komast óhindrað áfram og gera ef til vill enn þá meira ilt af sér annars staðar. Að það væri skylda allra góðra manna og sannra íslendinga að berj- á móti honum, og þá ekki sízt skylda min, sem var templari. Lika vissi eg að þetta var fagabrot. Etf »með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða«. Alít eg að þar sé átt við löghlýðni. Og er það skylda hveis kennara að biýua löghlýðni fyrir börnunum, eins og ættjarðaiást og annað fallegt. Svo álít eg að sannleikurinn og réttlætið eigi að sitja í fyririúmi fyrir öllu öðru. Þrátt fyrir alt þetta gerði eg ekk- ert til þess að hindra frelsi þessa óvinar, bæði vegna þess, að eg taídi víst a|5 yfirvöldin vissu af víninu, vegna framkomu Þórs á höfninni, þó ekki væri annað. Svo vildi eg ekki vinna neitt sem líktist launvígum gagnvart mönnunum sem geymdu vínið. Með því að mér og skólabörnun- um voru sýnd rangindi, æstist eg enn þá meira upp á móti öllum rang- indum. Svo þegar sýslumaðurinn kom sagði eg strax til vínsins, mér var svo umhugað um að vínið sjálft væri tekið fast og lögum landsins hlýtt. Þá gat eg líka opinberlega barist á raóti víninu, en öðru visi vildi eg ekki berjast. Datt þá líka í hug að sýna andstæðingum mínum að eg skyldi beijast á móti víninu meira en í orðum við þá sjálfa. Eg kannast við að þetta var óþörf fljótfærni af mér, því að vínið hlaut að komast upp fyr eða síðar, þó að eg gerði ekkert að því að koma því upp. Hér á stöðinni eru vist áreið- anlega engir þeir menn, sem til lengdar hefðu þrætt fyrir sannleik- ann og svo er hér líka fólk sem elcki hefði einu sinni viljað vinna það til . --------------------------—sgg" að skrökva vegna þess; heldur hefði sagt sannleikann hverjum sem spurði það. Annars ætla eg ekki að fa a að gera þetta að blaðamáli og skrifa ekki meira um þetta hveisu miklu rang- læti og álygum, sem eg kynni að verða fyrir, eða hefi þegar orðið fyr- ir, því að það getur verið mikið meira en þetta, sem eg hefi frétt um. En það eru vinsamleg tilmæli mín til bæjarfógetans, að svo fiamarlega sem hann veit nokkuð hvaðan nafn- lausa bréfið var, þá lýsi hann því yfir að það hafi ekki verið frá mér. Að endingu bið eg guð að blessa ísland og alt sem er unnið þvi tif hags og heilla, bæði fyr og síðar. Viðey 18. marz 1917. Siqurbjörq Jónsdóttir,- Kafbátagildrur. Englendingar hafa jafnan látið f veðri vaka, að þeir hefðu óyggjandi ráð til að verjast kafbátrhernaði Þjóð- verja. f skeyti sem birtist hér ekki al!s fyrir löngu segir, að vopnuð kaup- för hafi reynst bezt til þess að koma bátunum fyrir kattarnef, en sennilegt þykir að einhver önnur vöin sé einn- ig notuð af Englendingum. Snemma tóku þeir að leggja járnnet til að granda kafbátunum og hafa þeir nú bætt lögun þeirra mikið. Skal hér lýst því netinu, sem bezt hefir gefist. Hringur er búinn til úr píputein- um og er hannj24 fet í þvermál og' hann hengdur neðan í »bauu«, sem skrollir uppi í vatnsyfirborðinu. Við hringinn eru festir 8 kaðlar 130 feta langir með stórri lykkju á endanum. Þessum giidrum er svo fleygt í sjó- inn þúsundum saman þar sem kaf- bátanna er von. Ef bátur lendir f hringnum flækjast skrúfublöðio íköðl- unum svo rækilega, að honum er ekki björgunmvon. Eti auðvitað get- ur þeim orðið þetta hættulegt þó að ekki verði nema einn kaðalspottinn til að lenda í skrúfunni, Flægt er að sjá, ef kafbátur hefir orðið fastur í gildrunni. Þegar hetðir' á köðluuum kviknar á lampa, sem er I »bauunni« sem hringurinn hangir í og þá má óvinur koma og hirða" veiðina. Nýlt pappírsefni. Það hefir valdið mönnum áhyggj0^' hve miklum ógrynnum af skógu® eytt er árlega til pappírsgerðar. Og menn hafa á síðari árum spreytt sig mjög á því að finna önnur ódýrt>ri efni, sem komið geti i staðinn cfl hlíft skógunum. Eins og viðbúið var, hafa A®e ríkumenn ekki látið málið afskift® laust. Og fyrir nokkru stjórnardeild ein i Bandaríkjun001

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.