Morgunblaðið - 13.04.1917, Síða 2

Morgunblaðið - 13.04.1917, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ baki, en Tyrkir slógu hring um þá á þrjá vegu. Víssu þeir víst ógjörla hvað Bretar \óru þar fá- mennir fyrir. Héldu þessir 60 menn velli í hálfan annan sólar- hring og vru þá fallnir 20 þeirra. En þá komust Bretar yfir ána á fleiri stöðum í senn og lá nærri að Tyrkir yrðu umkringdir. Urðu þeir því að hörfa í skyndi og 12. marz náðu Bretar Bagdad. Fiskveiðar Breta. Landbúnaðar og fiskveiðaráðu- neytið í Bretlandi, hefir nú ný- lega skipað tvær nefndir til þess að sjá um auknar fiskveiðar í sumar. Er þannig skift með þeim störfum, að önnur þeirra á að hafa eftirlit með fiskveiðum í sjó, en hin með fiskveiðum i ám og vötnum. Hin fyrnefnda á að leita ráða til þess að auknar verði fiskveiðar með ströndum fram, mönnum kent að nota fisk meira til matar heldur en áður hefir verið og hjálpa þeim mönnum, sem báta eiga, til þess að þeir geti stundað fiskveiðar. Formað- ur nefndarinnar er Mr. Cecil Harmsworth þingmaður, og starfar nefndin í samráði við Lord Dev- onport ríkisbryta. Hin nefndin, undir forystu Lord Desborough á að íhuga hvort eigi^ muni hægt að auka fiskveiðar í vötnum, ám og tjörnum í Englandi og Wales. Hún á líka að sjá fyrir því að hægt sé að koma fiskinum á markað, kenna mönnum að eta hinar ýmsu tegundir tíska (svo sem geddur) er lítt hafa verið hafðar til matar áður og sjá til þess að eigi verði spilt hinum helztu veiðiám og vötnum. Hún á líka að sjá til þess að auknar verði álaveiðar í Bretlandi og írlandi og állinn notaður til manneldis. SigliDgar Bandaríkjanna, 29. marz að kvöldi kom fyrsta ameríkska vopnaðakaupfarið til Liver- pool eftir 8 daga ferð frá New York. Var það farþegaskipið St. Louis, eign American Line, hraðskreitt skip og stórt. Aður en skipið lét í haf frá New York, hafði ameiíkska stjórnin látið koma fyrir tveim fallbyssum um boið og látið menn þangað til þess að stjórr.a þeim, einn fyrirliða og nokkra stórskotaUðsmenn. Farþega hafði skipið fáa meðferðis, að eins 33 að tölu, en 5 þeirra voru blaða- menn frá New York. Skipið var 72 klukkustundir svæði því sem Þjóðverjar hafa lýst ófriðarsvæði, en allan þann tíma stóð .skipstjórinn á stjórnpalli — og ame- Z22& ríksku blaðamennirnir á þilfarinu, til þess að vera við öllu búnir ef kaf- bátur skyldi sjást. En enginn þeirra sást og skipið kom heilu og höldnu til Liverpool. B.tndaríkjastjórn er nú að láta vopna öll ameríksk kaupför, og er búist við því að þau verði örðug viðfangs fyrir þýzku kafbátana. Það er dálitíð annað að ráðast á vopnað kaupfar, en sigla að óvopnuðum botnvörpungum og sökkva þeim, vitandi að það er með öllu hættu- laust fyrir kafbátinn. Flug til Norðurpólsins, Eftir að Roaíd Amundsen var kominn úr för sinni frá suðurpóln- um tók hann þegar að búa sig und- ir aðra för norður i höf. Sú ferð hefir þó dregist mjög á langinn vegna ófyrirsjáanlegra atvika. För þessi verður með öðru sniði en hingað til hefir tíðkast í heim- skautsleitum, þvi að Amundsen ætl- ar sér að komast í flugvél til póls- ins þegar skip hans kemst ekki lengra. Er það að eins fárrastunda ferð. Ef tiltækilegt þykir að lenda flugvjel á pólsvæðinu, verður það gert, og nokkrum tíma varið til at- hugana. En eins vel má búast við því, að ekki þyki tiltækilegt að lenda og verður þá viðkoman á pólnum lítið nema nafnið. Aður en lagt verður af stað í sjálfa pólförina, verða fluttar vistir og áhöld til ýmsra staða á leiðinni til vonar og vara, ef svo illa kynni til að takast að flugvélin bilaði og Amundsen yrði að fara til baka með gamla laginu. Annars er þessi ferð Amundsens fremur gerð til rannsókna á Norður- höfum, en sem heimskautsleit. Ætl- ar hann að láta skip sitt reka i isn- um og gerir ráð fyrir að verða 3 ár i ferðioni. Amundsen er orðinn frægastur allra landkönnuða. Og óhætt mun að fullyrða það, að ef nokkrum manni tekst að framkvæma þessa rannsókn, þá er Roald Amundsen færastur allra til þess. Aræðinn og óhræddur, hraustmenni mikið og allra manna vahastur heimskauta- ferðalögum. I æsku fekst hann við sjómensku — stundaði hvala- og sel-veiðar, kannaði ókunnuga stigu og komst í mörg æfintýri. A þessum ferðum vaknaði hjá honum löngun sú til meiri stórræða, sem hann siðan hefir fengið færi á að fara eftir. Fyrst réðst hann sem háseti á skipið Belgica, sem forðum var á reki heilan vetur i Suðuhafsísnum. Gagnið, sem hann hafði af þeirri ferð, var ómetanlegt, og þá datt honum fyrst í hug, að fara norður í höf til rannsókna. Þá var enginn sem komist hafði alla sjóleiðina fyrir norðan Ameríku’ — hina nafnkunnu norðvesturleið. Amundsen fastiéð að reyna það sem John Franklin hafði áður reynt en týnt lífi sínu fyrir — að komast milli Kyrrahafs og Atlanzhafs fyrir norðan Ameriku og árið 1903 lagði hann upp í þessa ferð á seglskipinu Gjöa, sem að eins var 47 smálestir að stærð og 70 feta langt og hafði litla hjálparvél sem gekk fyrir oliu. Skipshöfnin var að eins 6 menn og dó einn þeirra þriðja veturinn sem þeir voru á leiðinni. Snemma sum- ars 1906 komst Gjöa heilu og höldnu út i Beringshaf eftir þriggja ára úti- vist og hafði þá að baki sér fræki- lega för, og nafn Amundsens komst á allra varir viðsvegar um heim. En annað meira átti þó fyrir Amundsen að liggja. Hann varð fyrstur mapna til að komast á Suð- urpólinn. Amundsen hafði ætlað sér til Norðurpólsins og safnað fé til þeirrar farar og norska stjórnin léð honum skipið »Fram« til fararinnar. En svo fréttist að Peary heíðikom- ist á norðurpólinn og því sneri Amundsen við blaðinu og gekk mjög greiðlega, að komast suður á pól. Mun hann einnig hafa skort fé til þess að hefja för sína norður í höf. Undanhald Þjóðverja, Það hefir verið mikið ritað um það í blöðum bandamanna, síðan undanhald Þjóðverja hófst á vestur- vígstöðvunum, að Þjóðverjar hafi rænt öllu fétfiætu, og siðan brent hús, bæi og heil þorp, svo þar standi ekki steiun yfir steini. Jafnvel ekki kirkjum hafa þeir hlíft, heldur hafa þeir flutt með sér altaristöflur og annað verðmætt, en síðan sprengt þær í lóft upp. Einna mest hefir kveðið að eyði- leggingu þessari i Noyon. Þar brendu Þjóðverjar hvert einasta hús, en þegar þeir héldu á burt úr borg- inni, hófðu þeir með sér 50 ungar stúlkur, á aldrinum 15—23 ára. Er ekki búist við þvi, að nokkur þeirra komist lifandi úr klóm þýzku her- mannanna. Maurice Maeterlinck ritar langa grein í franska blaðið »Matin« um þetta. Stingur hann upp á því, að Þjóðverjum sé tilkynt opinber- lega, að fyrir hvert þorp, sem þeir hafi brent og rænt í Frakklandi, muni Frakkar á sinum tíma brenna og ræna annað þýzkt þorp. Eigi þýzka þjóðin von á þessu, meigi ef til vill búasí við því, að hún krefjist þess, að Þjóðverjar berjist eins og siðuðum mönnum sæmir. En sem stendur komi þeir fram eins og villudýr. 3 GRAMOFÓNAR óskast til kaaps. Tilboð »3« leggist inn á afgr. Morg- nnblaðsins. Plötnrmeiga fylgja ef vill. srrss n a g e ú u j w. zzssst Afmæli í dag: Esther Christensen, ungfrú. Andrés Pálsson, verzlunaimaður. Björn Jakobsson, leikfimiskennari. Jes Zimsen, kaupm. Ogm. Sigurðsson, klæðskeri. Sólarupprás kl. 6.9 Sólarlag kl. 8.51 H á f 1 ó S í dag kl, 10.16 f. h. og kl, 10.47 e. h. Fyrirlestrar Háskólansr Holgen Wiehe: Æfingar í fórndönsku kl. 5—6. Um C. J. L. Almquist kl. 6—7. Stúdentar halda sumargleði síðasta vetrardag. Víðavangslilaup iþróttamanna fer fram fyrsta sumardag, 19. þ. m. Ætl- ar íþróttafólagið að hafa einhvern gleð- skap um kvöldið. Sambandslanst varð aftur við Seyð- isfjörð í gærmorgun. Síminn er enu 1 ólagi. Jarðarför landshöfðlngjans fer fram á laugardaginn og hefst með húskveðju kl. 12 á hád. Skip strandar. í fyrrinótt strand- aði vólskipið Valborg, eign Magnúsar Magnússonar o. fl., við Garðskaga. Menn allir björguðust, en skipið muu vera mikið skemt, að sögn. Veður var mjög slæmt, en hinu er þó kent um strandið, að skipið hafi eigi sóð vitann. Hann á þó að loga til 1. maí samkvæmt fyrirmælum stjórn- arráðsins. Skipstjóri skipsins var Ólafur Teits- son. Hijómleikar verða í Nýja Bíó í kvöld. Þar leikur 7 manna »orkester<í og þeir Theodor Arnason og P. Bern- burg á fiðlur. Aðgöngumiða var þeg* ar farið að selja í gær. Jarðarför Guðrúnar Jóhannesdóttur, konu Þórðar trósmiðs Narfasonar fór fram í gær. Húskveðju flutti sr. Ólaf- ur Ólafsson og var kistan því næst flutt 1 Goodtemplarahúsið. Báru kven- menn kistuna inn í húsið og úr því, og mun það vera fyrsta skiftið sem kvenmenn bera líkkistuna við jarðar- farir. í G.T.húsinu flutti Astvaldur Gíslæ son cand. theol. ræðu, en í FríkirkJ" unni talaði síra Ólafur aftur. 'ar kirkjan öll skreytt svörtum dúkum og ljósum. Jarðarför þessi var mjög fjölmenu og viðhafnarmciri en alment tíðkast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.