Morgunblaðið - 27.04.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ hjerdinsdatter, sem með góðum rómi ábeyrenda mælti: Ver viljum heim! Og það þýðir á dönsku: Vi vil hjem I Fimm manna nefnd kosin. Fundinum, sem stóð í 3 tíma, lauk með því að kosin var 5 manna neínd, með skriflegri atkvæðagreiðslu. Komust í nefndina þeir Asgeir Pét- urrson, Akureyri, Carl Olsen, Reykja- vík, Magniis Tb. Blöndalh, Reykja- vík, H. Kristinsson, Akureyri og H. Benediktsson, Reykjavík. Fram var lagt skjal til undirskrift- ar og á morgun mun nefndin seDn- lega snúa sér til Zahle forsætisráð- herra«. í sama blaðinu er mynd af 7 helztu ræðumönnunum. Er mjög ilt að þekkja þá. Þar er Carl Olsen eins og risi en Hallgrímur Bene- diktsson eins og dvergur. En und- ir standa nöfnin til skýringar. Með- al þeirra er: Böye Melsted, kaup- maður og Hallgrímmur Benediktsson fra Isafjord«. Grein þessi birtist í Politiken 8. inarz og er dágott sýnishorn danskr- ar blaðamensku, að þvi er til íslands- mála kemur. Hvað mundi vera sagt um dönsk mál, sem skýrt væri frá á líkan hátt í íslenzkum blöðum? »" ....*»>»«» - - Nokkur orð um taugaveiki. og varnir gegn henni. Ritstjóri Morgunblaðsins hefir beð- ið mig að skrifa nokkur orð um taugaveikina, sem nú er að ganga hér í bænum og slial eg gera það í sem fæstum orðum. Taugaveiki er næmur sjúkdómur. Sóttkveikjan er ofurlítill stafmynd- aður gerill, sem berst gegnum munn- niður i meltingarfærin, eykst þar og margfaidast og berst út i líkamann og sýkir hann. Veikin byrjar með höfuðverk, magnleysi og hitasótt, sem smámsaman ágerist svo, að sjúklingurinn verður rúmfastur. Oft fylgir talsverður niðurgangur veik- inni. Meðan sjúkdómurinn stendur sem hæst, eru sjúklingarnir venju- lega þungt haldnir, rænulausir og með óráði. Frá því að sóttkveikjan kemst inn í líkamann og þangað til sjúkdómssérkennin fara að koma i Ijós, liða oftast í kringum 2 vikur. Veikin berst aldrei í loftinu. Aðal- sýkingarhættan stafar frá taugaveikis- sjúklingunum. í saur þeirra og þvagi er oft ógrynnin öll af taugaveikis- gerlum, sem geta borist út og lifað utan líkamans all-langan tima. Geta þeir borist með heilbrigðum mönn- nm i aðra, komist í drykkjarvatn og með því í mataráhöld, mjólk og önnur matvæli og sýkt þá sem neyta þeirra. Einkum eru brunnarn- ir illræmdir fyrir sótthættu þá, sem af þeim stafa, vegna þess að þeir eru oft illa gerðir, þannig að ýms óhreinindi komast í þá. Hvernig má þá verjast taugaveiki, ef hún gengur? Fyrsta skilyrðið er hreinlœtið einkum með mat og drykk, ef til vill sjóða allan mat, lika vatn og mjólk, því að sóttkveikjurnar drep- ast við suðu. Þá er og afaráriðandi að einangra alla sjúklinga og helzt fá þá á spítala. Þess vegna er það mikilsvert að sækja strax lækni ef einhver fær sjúkdóm, sem líkist taugaveiki; þvi að áriðandi er að fá taugaveikissjúklinga einangraða áður en þeir geta borið sjúkdóminn á aðra. Nú munu menn spyrja: Er hætta á því að taugaveikin breiðist mikið út hér í bænum? Því er auðvitað erfitt að svara, af þvi að ekki verður enn þá komist fyrir upptök veik- innar. En þó er það trúa mín, að nú sé það versta um garð gengið, þó nokkrir kunni að veikjast enn þá. Má bærinn nú hrósa happi að góð vatnsveita er komin á, svo að ekkert er að óttast frá þeirri hlið. Steján Jónsson, læknir. Sölin. Hafi bæði Morgunblaðið cg H. Th. miklar þakkir f>rir þá vel sömdu grein »Bezt er að búa að sinu«. Þessa ritgerð ættu öll landsblöðin að flytja hér. En þau eru ekki svo nytsöm sum þeirra að þau geri það, af þvi það er mjög svo nauðsyn- legt að vekja máls á þvi, sem mikla þýðingu hefir fyrir að draga fram lífið óneyddur. Eg varð hrifinn í dag, þegar eg las um »Sölin«. Eg vissi ekki af nokkru heimili í "fhilli Mýrdalssands og Breiðajnerkursands, eins í Mýrdalnum að eg held, sem ekki keypti »söl« til heimilisbrúk- unar, hvort heldur heimilið var stórt eða smátt og þá voru þau skömtuð einu sinni á dag með harðæti eins og hver önnur fæðutegund, og þótti mikið vanta, ef að sölin ekki voru með máltíðinni, þegar að borðað var einhvern tíma, einu sinni á dag. Þá voru þau keypt á Eyrarbakka árlega. Faðir minn sál. Páll i Arnar- drang, keypti á hverju vori 320 pd. af sölum á fyrnefndum stað, og var þá altaf vættin á 10 pd. af ull óþveginni. Það var þá það vanaverð á þeim þar. Það er stór og svívirði-/ leg afturför, að hætta að nota þau til manneldis, sérílagi af því, að þau vaxa alstaðar með öllum ströndum þessa lands, þar sem að grjót nær í sjóinn. Þau eru ákaflega holl og auðmelt, ekki einasta auðmelt sjálf, heldur hjálpa meltingarfærunum til að melta það sem tormeltanlegt er, en sem oft er borðað, og of langt er að skrifa í blaðagrein. í gras- nytjabók, prentaðri 1783, eftir vís- indamanninn B. í Sauðlauksdal. Söl (á latínu: fucus foliopolytomo): »Sölin hafa mikið fínt salt í sér, eru holl og verða fljótt hverjum manni að næringu, þó veikur og lémagna sé. Þau greiða alla náttúr- lega rás likamans, þau fita mann og eru styrkjandi fyrir alla sem þau borða.« Sama hrós fá þau bæði hjá landlækni Bjarna Pálssyni og Jóni Hjaltalín fyrir að vera svo góð til manneldis. En þessi brúkun er að leggjast með öllu niður. Eru það framfarir? Nei, það bendir á ráð-' leysi og eyðslu, og leti, eða eitthvað því verra, að vilja alls ekki neyta þessarar hollu jurtar eins og altaf áður var gert. Að endingu minnist eg eins sem hreif mig þá, og eg minnist með virðingu, af því að það kom frá svo virðingarverðum og miklum manni, Hann lá veikur á Kiðabergi, það var Þorsteinn sál. cansellíráð, og sendi eftir mér og bað mig að koma til sín. Eg gerði það. Dvaldi eg hjá honum einn dag. Hann aðspyr mig um daginn og hefi eg upp sömu orð hans hér. »Má eg ekki borða söl?« Eg svaraði og sagði »jú, ef yður verður gott af þeim, þá sjálf- sagt að gera það.« Hann svarar: »Þakka yður fyrir að hafa vit á að leyfa mér það. En læknirinn minn bannaði mér það, en það er það eina sem mig langar í og mér verð- ur gott af, bæði með mjólk og öðru. En mig langar í ekkert eins og þau, og verðnr ekki jafn gott af neinji sem þeim.« Þetta fann þessi merkismaður og notaði sér svo gæði þau, sem náttúran hefir út- búið sölin með, en sem nú er fyrir- litin til manneldis. Það líkist frem- ur skrælingjum en siðaðri þjóð þess- háttar afturkippir. llitgerð þessa, »Bezt er að búa að sínu«, hefði ísafold tekið á fyrri árum Björns heitins Jónssonar. 24.—4.—Tý. L. P. Skeiða-áveitan. Landsbankinn hefir nú heitið Skeiðamönnum því, að lána þeim alt að 100,000 kr. veðdeildarlán til Skeiða-áveitunnar. Verður þá væntanlega byrjað á verkinu á þessu voii. Verkafólk ætti að fást, þar sem útlit er fyrir að erfitt verði með siglingar og því bæpið að kol, salt og olía fáist til sildveiðanna, sem undanfarin ár hefir dregið að sér mestallan vinnukraftinn. Það er lofsvert, hve vel Lands- bankinn hefir brugðist við óskum Skeiðamanna, með hagkvæmt lán til fyrirtækisins. (»Þjóðólfur«). i —1 m—— — ■ - SSS3 'D A Q BOFJIN, Afmæli í dag: Sigurjón Oddsson, trósm. f. Herbert Spencer 1820. Sumar- og fermingarkort selur Friðfinnur Guðjónsson, Laugavegi 43B. Sólarupprás kl. 5.20 S ó 1 a r 1 a g kl. 9.33 Háf 1Ó8 f dag kl. 10.15 f. h. og kl. 10.50 e. h. Fyrirlestrar Háskólans: Holger Wiehe: Æfingar í forndönsku, kl. 5—6. Um C. J. L. Almquist, kl. 6—7. Lækning ókeypis Kirkjustræti 12 kl. 12—1. Eyrna-, nef-, og hálslækning ókeypis Kirkjustræti 12. kl. 2—3. Jón ísloifsson verkfræðingur, sem veriS hefir 2. aðstoðarverkfræSingur hjá landsverkfræðingi, hefir sagt upp þeirri stöðu sinni frá 1. júní næstk. Hefir bæjarstjórn Hafnarfjarðar ráðið hann í þjónustu sína og á hann sórstaklega að vinna að mællngu kaupstaðarins. Þinglesin afsöl. 19. apríl. 1. A. J. Johnson selur 5. f. m. Jónl Ólafssyni o. fl. húsið nr. 50 viS Bergstaðastræti. 2. Eiríkur Jónsson o. fl. selja 2. f, m. Birni Guðmundssyni húsið ur. 32 við Lindargötu fyrir 11500. 3. Björn Guðmundsson selur 12. þ. m. Kjartani Ólafssyni sama hús fyrir 14000 kr. 4. Guðjón Kr. Jónsson selur 17. þ. m. Einari Markússyni húsiS nr. 62 við Laugaveg. KaupverS ekki nefnt. 5. Einar Markússon selur 14. þ. m. Sigurði Þ. Jónssyni sama hús. 6. Sveinn Jónss selur 3. f. m. Geir Pálasyni m./b. GnoSina. 7. Geir Pálsson selur 16. þ. m. Bjarna Sigurðssyni sama bát. 8. Þórður Guðmundsson selur 16. des. 1915 Pótri Þórðarsyni 575 □ al. lóð við Klapparstíg. 9. Anna Þorkelsdóttir selur 31. f. m, sama manni lóð við sömu götu. 10. Skiftaráðandinn i Reykjavík selur 10. þ. m. Reykjavíkurbæ húsiS nr. 9 við Norðurstíg. 11. Sigríður H. Jensson selur 8. f. m. Kristínu Arnadóttur lóð við Grund« arstíg. 26. aprfl. 1. Guðm. Eyjólfsson selur 26. okt. 1909 Sigurði Briem póstmeistara hálft húsið nr, 9 við BókhlöSustíg fyrir 4800 kr. 2. Arni Arnason selur 1, þ. m. h.f. Völundi 39 fermetra lóð við Lind- argötu fyrir 297 kr. 3. Pótur Þórðarson selur 1. þ- m> h.f. Völundi 566 fermetra lóð við Klapparstíg. 4. GuSm. Matthíasson selur 1. þ. m, h.f. Völundi 77,2 fermetra lóS viS Lindargötu fyrir 588 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.