Morgunblaðið - 27.04.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1917, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ •^NOTIÐ AÐ EINS«a ^ar sem Sunlight sápan er fullkomiega hrein og ótnengué, þá er hún sú eina sápa, sem óhætt er aö þvo úr fjna knipplinga annað lín. Hver veit hve miklar matvörur verða í landinu í haust? Útlitiö hefir aldrei verið ískyggilegra en nú, og vel getur svo farið, að hór verði ekkert að eta nema það sem vór sjálfir getum fram- leitt. Skúmar heitir lítið gufuskip, sem h.f. Bræðingur hefir látið smíða í Nor- egi og á mestan hluta í. Fór það fyrir rúmum mánnði frá Kristianssundi í Noregi og hefir veriö á selveiðum norð- ur í höfum þangað til það kom hing- að fyrir nokkrum dögum. I nánd við Jan Mayen hrepti skipið versta veður. Brotnaði það dálítið, misti út mann, sem náðist þó aftur eftir mikla erfiðleika mjög þjakaður og hefir verið veikur síðan. Skipið hafði veitt á þriðja hundrað seli í förinni. í sumar á það stunda síldveiðar hór við land. 'Wénna D n g 1 e g eldhússtnlka getur fengið vist frá 14. mai. Mikill fritimi. R. v. á. Tangaveikin. Vór viljum vekja at- hygli lesendanna á hinni fróðlegu grein hr. Stefáns Jónssonar læknis, um taugaveikina og varnir gegn henni. Er það mjög þýðingarmiklð á þessum taugaveikis-tímum, að fólk fái sem glegstar uppl/singar í þessu efni og snerum vór oss því til hr. St. J., sem er eini sórfræðingurinn í sóttkveikju- fræði á laudi. Hámarksverð. Undarlegt er það, að verðlagsnefndin eða landsstjórnin hef- ir breytt hámarksverðinu á höggnum sykri — hækkað það úr kr. 1.10 pr. kíló upp í kr. 1.20. Er svo sagt að kaupmönnum hafi verið tilkynt þetta kverjum fyrir sig, en opinberlega hafi engin tilkynning komið frum. Má það heita undarlegt, ef satt er, því að fólk á auðvitað heimtingu á að fá vitneskju um slíkt. Fólkið veit að verðið á höggn- um sykri er ákveðið kr. 1.10 pr. kíló og hyggur því að kaupmenn leggi þessa 10 aura á vöruna í algerðu leyfisleysi. Oddfellowreglan átti 99 ára af- mæli í gær. Var flagg dregið á stöng á húsi Reykjavíkur-stúkunnar. Þjóðólfur er nú farinn að koma út aftur, eftir nokkurra ára hvíld, að þessu sinni á Eyrarbakka. Hefur hann hina nýju göngu sína með 4. tbl. 64. árg. Ritstjóri er síra Gísli Skúlason á Stóra- Hrauni. Biskupsvígslan. Sóknarnefndin hór i Reykjavik vill ekki láta það liggja á sór, að hún hafi orðið til þess að úti- loka alla blaðamenn frá vígsluathöfn- inni í dómkirkjunni síðastliðinn sunnu- dag, þar sem hinum og öðrum mönn- um, erlendum og innlendum hafði ver- ið sendir aðgöngumiðar. Einn nefndar- manna símaði oss í gær og sagði að sóknarnefndin 'nefði engan þátt átt í þessari ókurteisi við blaðamennina, og hann gaf oss þær upplýsingar að b i s kp, u p i n n og formaður sóknarnefndar- innar, Sigurður Jónsson barnakennari, hefðu ákveðið hverjum bjóða skyldi. Vér seljum þetta ekki dýrara en vór keyptum það, en hitt vitum vér að jafnvel alþingismenn voru settir hjá. IslaDds Falk kom til Seyðisfjarðar i gær. Er væntanlegur hingað á morg- un. Hefir líklega póst meðferðis. Öfriðarsmælki. Uppboð á ýmsum munum úr dánar- búi frú Sólveigar Eymundsson hefst í Goodtemplarahúsinu í d a g kl. 4. Fjallagrös og SÖI. Greinar þær, eftir H. Th. og Vik, sem birst hafa í Morgunblaðinu um þetta efni, hafa vakið mikla eftirtekt. Þykir mönnum sem það só orð í tíma talað, að hór só eitthvað gert til þess að hvetja menn til að notfæra sér til matar alt, sem til er í landinu matarkyns. Vér höfum þegar fengið sendar margar greinar um þetta efni, og sýnir það bezt áhugann sem vaknað hefir meðal almennings fyrir þessu þarfa máli. Hór á Mosfellsheiði eru ósköpin öll af fjallagrösum og söl eru nær alls- staðar í fjörunni. Notið sumarfríið í sumar og tínið þessa hollu fæðu, sem vanrækt hefir verið svo mjög undan- farna áratugi. Notið sumarfríið og búið í haginn fyrir veturinn! 28,660 fangar, særðir og veikir, eru nú í Svisslandi og eru þeir af öj'um úfriðarþjóðum. Italir hafa vopnað flest eía öll kaupför sín og látið þau fá loftskeyta- tæki. Er það gert til varnar gegn kafbátunum I Otranto-sundi hafa ítalir um 200 vopnuð sniáskip á verði. Taugaveiki hefir að undanförnu geisað í Belgíu. I Bree, þar sem eru 4000 ibúar hefir veikin lagt 80 menn í gröfina. Þjóðverjar hafa komið á hraðlest- arsambandi milli Wien og Bukarest. Þýzkt gnfuskip, sem Jupiter heitir sökk i vetur hjá Hvalör, en siðan hefir tekist að ná þvi upp og er það nú komið til Þýzkalands aftur. Sjótnenti. t>ér fáið fjvergi ódtjrari (BíiusfaRfia, ©íéufaRRa, (Bfíu6tiæurf Sjéfiaffa, ^ogaraBuxur, ÍDoppur, en í Brauns verzlun. Nokkrar dugl. stúlkur ræð eg til ísafjarðar í síldarvinnu á þessn sumri. fc fe fc $ Séríega aðgengiíeg kjör. 4$ 46 & Ludvig C. Magnússon, Til viðtals k!. 7—8 e. m. Njálsgötu 9. TJugítjsing fií fiaupmanna, scm scíja syRur cffir Rortum: Vegna þess að meira en helmingur af sykuibirgðum Landssjóðs- ins er steytt sykur, er lagt svo fyrir, að selja að minsta kosti kelming af strausykri móti liöggnu sykri. Verzíunarskrifslofa íandssjóðs. einsömul og vagninn kom aftur hing- að sækja Lady Belle. — Mér sýndist hún vera vel frísk rétt áðan, mælti hertogaynjan. — Þegar eg kom til myndasalar- ins, þá var hún náföl og fárveik, mælti Valentine blátt áfram. — Hvar er Bertrand? spurði her- togaynjan, og var eigi ánægð út aí þessu að Miss Glinton skyldi fara. En ef hún var veik, þá var ekkert um að tala. Og það þótti hertoga- ynjunni undarlegt, að sonur sinn skyldi eigi hafa komið og boðið sér góða nótt eins og hann var vanur. Valentine mælti eitthvað i hálfum hljóðum um það að hún vissi ekki hvar hertoginn væri. Hana langaði eigi til þess að hitta hertogann aft- ur fyr en hún hefði jafnað sig nokk- uð, og flýtti sér því á burtu. Hún festi engan blund þá nótt Það sem Naomi hafði sagt, klingd altaf i eyrunum á henni. »Þú skalt kvænast Lady Valentine Arden*. Og um morgunin var hún ákaflega þreytt, en eldsnemma var henni fært bréf fiá hertoganum. Það var ritað með ritblýi og var á þessa leið: — Kæra Valentine, viljið þér eigi fara á fætur svo sem einni stund fyr en venjulega ? Eg þarf endilega að fá að tala við yður. Mér er svo órótt í skapi að mér finst sem eg muni verða ær. Hún sendi honum þau orð, að hún skyldi vera komin niður i borð- stofuna, eftir svo sem hálfa stund. Hún kveið þó fyrir því að finna hann. Hvað átti hún að segja? Hvað mundi hann gera ef kona hans neitaði algerlega að koma til hans aftur? Átti hann þá að sækja um hjóna— skilnað — gera öllum almenning — S7i — — S70 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.