Morgunblaðið - 28.04.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.04.1917, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ? ReglugerÖ um yiðanka við reglugerð 11. apríl 1917 um aðflutta kornyöru og smjörlíki. Samkvæmt heimild í lögum x. febrúar 1917, um heimild fyrir lands- stjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum, eru hérmeð sett eftirfarandi ákvæði. 1. gr. Framkvæmdarstjóri bæjarstjórna í kaupstöðum (borgarstjóri, bæjar- stjóri eða bæjarfógeti) skal með aðstoð tveggja til þriggjá manna, sem bæjarstjórn kýs, hafa eftirlit með þvi, að kornvörur þær, sem getur um í 1. gr. reglugerðar 11. apríl 1917 og til kaupstaðarins flytjast, gangi að tiltölulegum hluta til neyzlu í kaupstaðnum, og að þær vörur, sem kaupstaðnum eru ætlaðar, komi við útsölu á þeim þar til almennings sem jafnast niður eftir þörfum. Nefndarmennina má kjósa úr flokki bæjarfulltrúanna eða utan bæjarstjórnar. 2. gr. í þessu skyni skal bæjarfógeti, borgarstjóri eða bæjarstjóri, éftir því sem við á, afla sér vitneskju um slíkar vörur, sem til kaupstaðarins fly j- ast. Þá er þessar vörur koma til Reykjavíkurkaupstaðar utanlands frá til kaupmanna og kaupfélaga þar, skal bæjarfógeti þegar er hann hefir fengið skipsskjölin, gera í framangreindu skyni skrá yfir þær eftir skipsskjölun- nm og senda skrá þessa til borgarstjóra sem fyrst. Ef slíkar vörur skyldu koma frá öðrum innlendum höfnum til téðs kaupstaðar, ber skipstjóra eða afgreiðslumanni skipsins að afhenda bæjarfógeta áleiðis til borgarstjóra skrá yfir þær. í öðrum kaupstöðum, þar sem framkvæmdarstjóri bæjar- stjórnar er einnig bæjarfógeti, má í framangreindum tilgangi nota skrár þær, er getur í 2. gr. reglugeiðar 21. apríl 1917. Nú koma vörur þær, er hér um ræðir, landleiðis til kaupstaðar og eru ætlaðar þar til sölu, ber þá viðtakanda að senda bæjarfógeta tafarlaust tilkynningu um þær. 3- gr- Nú flytjast til kaupstaðar utanlands eða innanlands að slíkar vörur og eru ætlaðar til sclu þaðan jafnframt eða eingöngu í önnur héruð, og skal þá gerður greinarmunur á, hvort almenningur úr því héraði hefir að nndanförnu að jafnaði sótt verzlun til þess kaupstaðar eða ekki. Ef svo er, er rétt, að því héraði eða héruðum sé áfram ætlað af vörunum að réttu hlutfalli eftir þörfum, og er ætlast til þess, að nefndir þær, sem getur í reglugerð þessari, og nefndir þær, er getur i reglugerð 21. apríl °g í blut eiga, komi sér saman í þessu efni, þó er rétt, að sá, sem vöruna hefir til sölu, leiti um það efni eingöngu fyrirmæla kaup- staðarnefndarinnar, en heimilt er honum eða hlutaðeigandi héraðsnefnd, ef rétt telja hallað, að skjóta málinu til stjórnarráðsins til úrslita. Sé hinsvegar um að ræða sölu til annara héraða en getið var, sérstaklega um birgðasölu stórsölukaupmanna til kaupmanna, kaupfélaga eða bakara, verður að leita um hana samþykkis stjórnarráðsins. 4- gr- Um sölu á vörum þeim, er hér um ræðir, til almennings i kaup- staðnum setur nefnd sú, er getur í reglugerð þessari, reglur eftir þvi sem þurfa þykir. 5- gr. Nefndinni ber að hafa vakandi auga á kornvörubirgðum í kaup- staðnum, svo landsstjórnin hvenær sem er, geti fengið upplýsingar um hve miklar þær séu ög hve lengi þær munu endast, og er þeim, sem sölubirgðir hafa eða birgðjr i bakstur til sölu, skylt að gefa nefndinni þær upplýsingar um birgðir sínar, sem hún æskir. Um kornmatarþörf á mann gildir sama um kaupstaði 0g um sveitir er greint í 6. gr. reglugerðar 21. april 1917. 6. gr. Kostnaður við ráðstafanir samkvæmt ákvæðutn reglugerðar þessarar greiðist úr bæjarsjóði. 7- gr. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Þetta er birt öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli. í stjórnarráði íslands, 26. apríl 1917. Siguréur cJcnsson. Jón Hei'mannsson. Reglugerð um viðauka við regiugerð 11. apríl 1917 um aðflutta kornvöru og smjöriíki. Samkvæmt heimild í lögum i. febrúar 1917, um heimild fyrir lands- stjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum, eru hér með sett eftirfarandi ákvæði: 1. gr. Sýslumaður skal með aðstoð tveggja manna, sem sýslunefndarmenn kjósa til þess i nefnd með honum, hafa eftirlit með því, að kornvörur þær, sem getur um í 1. gr. reglugerðar 11. apríl 1917 og til sýslufélags- ins flytjast, komi við útsölu á þeim þar til almennings, sem jafnast niður eftir þörfum. 2. gr. Til afnota í þessu skyni skal sýslumaður þegar þessar vörur koma utanlands frá til kaupmanna eða kaupfélaga í umdæminu, gera skrá yfir þær eftir skipskjölunum. Komi slíkar vörur frá öðrum innlendum höfn- um, ber skipstjóra eða afgreiðslumanni skipsins að senda sýslumanni skrá yfir þær. 3- gr- Við úthlutun varanna skal jafnan fara eftir þeirri tilhögun, sem sýslu- maður með ráði nefndarmanna ákveður, svo sem hve stóra skamta hvert heimili megi fá i senn af hverri vöru og til hve langs tíma. 4- gr. Rétt er að því svæði, sem áður hefir sótt verzlun til ákveðins sölu- staðar sé áfram ætlaðar umræddar vörur, sem til þess sölustaðar flytjast, og skiftir það ekki máli, hvort svæðið er utan eða innan sýslufélags þess er sölustaðurinn er í. 5- gr- Til þess að sýslumaður ásamt nefndarmönnum geti gert tilætlaðar ráðstafanir viðvikjandi hér um ræddum vörum, er hreppsnefndum gert að skyldu að láta i té þær skýrslur, er mál þetta varða, sem sýslumaður heimtar, og hafa þær framkvæmdir viðvikjandi úthlutun á vörunum í hreppnum, sem sýslumaður ákveður með ráði nefndarmanna, þar til heyrir sérstaklega að rannsaka vöruforða á heimilum í hreppnum og eru húsfeður skyldir, ef hreppsnefnd krefst þess, að gefa sannar skýrslur um hann. 6. gr. Sýslumönnum ber með aðstoð nefndarmanna að hafa vakandi auga á kornvörubirgðum i umdæminu, svo að landsstjórnin, hve nær sem er, geti fengið upplýsingár um hve miklar þær séu, og hve lengi þær muni endast, og má í því efni miða við, að hver maður þurfi til jafnaðar alt að 150 kílógrömm af kornmat á ári, og telst þar til auk kornvara þeirra sem getur í 1. gr. reglugerðar n. apríl 1917, baunir, byggmjöl, sago o. s. frv. Nú fær sýslumaður grun um að ekki sé rétt gefið upp um birgðir og er þá rétt að hann rannsaki málið. 7- gr Ætlast er til þess, að samvinna sé milli sýslumanna innbyrðis í þeim málum, sem ræðir um i reglugerð þessari, og varða sýslufélagið í öðrum sýslufélögum. 8' gr' Þegar beðið er um kaup á kornvörum af forða landsstjórnarinnar, er rétt að pöntunin komi frá sýslumanni, enda hafi hann áður rannsakað vöruþörfina, samkvæmt þvi, er að framan greinir, og skýri nánara frá henni i beiðninni. 9- gr. Kostnaður, sem sýslumaður hefir út af ráðstöfunum, sem greinir í reglu- gerð þessari, svo og þóknun fyrir störf við þær, greiðist honum úr landssjóði, eftir nánari ákvörðun stjórnarráðsins, en kostnaður við þóknun nefndarmanna úr sýslusjóði eftir úrskurði sýslunefndar. Sérstaklegan kostn- að við vörusölu í hreppnum, svo sem útgáfu vöruseðla í kauptúnum. greiðir hreppssjóður. 10. gr. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Þetta er birt öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli. I stjórnarraði íslands 21. apríl 1917. Sigurður Sónsson. Jón Hermannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.