Morgunblaðið - 30.04.1917, Page 2
2
MOKGUNBLAÐIB
*
+
Dr. Haraíd Krabbe.
Dr. Harald Krabbe prófessor við Landbúnaðarháskólann í Kaup-
mannahöfn lézt þar i borginni 25. þ. m. eftir alllanga vanheilsu.
Prófessor Krabbe var alkunnur sæmdarmaður, mikils metinn af öll-
um er honum kyntust, bæði hinum mörgu netnendum hans og sam-
verkamönnum við Lmdbúnaðarskólann og eins hinum, sem kyntust hon-
um nánar heima fyrir. Meðal þeirra voru margir íslendingai- og mun
varla hafa verið gestrisnara heimili til í aliri Danmörku en þeirra hjóna.
Stóð það æfinlega opið öllum íslendinguin og margir mnnu þeir landar
vera sem staðið hafa í þakklætisskuid við þenna mæta sæmdarmann fyrir
stuðning og góð ráð á stúdentsárunum. Hann var öllum íslendingum,
sem til hans leituðu, sem hinn bezti faðir.
Prófessor Krabbe var kvæntur islenzkri konu, sem látin er fyrir
nokkru. En það var kvenskörungurinn Kristín Jónsdóttir, Guðmunds-
sonar ritstjóra, af hinni nafnkunnu Þorvaldsætt.
Synir þeirra hjóna eru þeir Olafur, dómari í Khöfn, Jón, skiifstofu-
stjóri á stjórnarskrifstofunni í Khöfn, Thorvald, verkfræðingur í Rvík og
Knud, læknir í Danmörku.
Hinir mörgu vinir prófessors Haralds Krabbe munu jafnan minuast
hans með hlýjum hug, því hann var sannkallaður heiðursmaður.
er, er vopnað hlutleysi verra en ekki.
Vér getum eigi þolað það að vér
séum troðnir um tær og helgustu
þjóðarréttindi vor að vettugi viit. Eg
hika eigi við að gera það, sem eg
álít vera skyldu mína og ræð því
þinginu til þess að lýsa yfir þvi, að
siðustu tilþrifum þýzku stjórnarinnar
sé beint gegn Bandaríkjaþjóðinni og
að samþykkja formlega það hernaðar-
ástacd sem neytt hefir verið upp á
þjóðina, og gera þegar ráðstafanir,
eigi að eins til þess að koma á full-
komnum landvörnum, heldur að beita
öllu voru valdi til þess að neyða
Þjóðverja tíl þess að ganga að þeim
samningum, er bundið geta enda á
ófriðinn.-----------
Síðan mintist Wilson á það að
Bandaiíkin yrðu að hjálpa bandamönn-
um eftir öllum mætti, bæði með fjár-
framlögum og öðru og mælti svo
enn:
Það er skylda vor að vernda þjóð-
ina fyrir því böli að verða að bera
alt of þunga skatta. En það er þó
skylda vor að sjá þeim þjóðum, sem
nú eiga i ófriði við Þjóðverja, fyrir
öllu því er þær geta eigi fengið hjá
öðrum en oss. Vér verðum að hjálpa
þeim á allan hátt, til þess að hern-
aður þeirra ná tiigangi sínum.
Eg vona það, herrar minir, að þér
samþykkið þær ráðstafanir, sem her-
ráðuneytið hefir lagt fyrir yður og
þá er vér höfum samþykt þær, þá
skulum vér gera oss ljóst hver til-
gangur vor er: að verja friðinn og
réttlætishugsjónirnar fyrir hinum sín-
gjörnu þjóðum og koma á sambandi
meðal hinna frjálsu þjóða um það að
þær vinni allar í einingu að því að
tryggja þessár hugsjónir. Hlutlausir
getum vér eigi lengur setið hjá og
kærum oss heldur eigi um það, þeg-
ar heimsfriðurinn og þjóðairétturinn
er í hættu, og er ógnað af þeim
stjórnum er knýja fram vilja sinn,
án þess að taka tillit tii þjóðarviljans.
Vér erum nú á þeim tímamótum,
þá er stjórnirnar jafnt sem hver ein-
stakur borgari verða að bera ábyrgð
á gerðum sinum. Vér áttum ekkert
sökótt við þýzku þjóðina, en vorum
henni vinveittir. Það var eigi af
bennar hvötum, eigi heldur með
hennar samþykki, að þýzka stjórnin
rauf frið. Þessi ófriður var ákveð-
inn eins og áður var gert í fyrnd-
inni, þegar þjóðirnar voru a’drei
spurðar ráða, heldur var lagt út i
ófrið út af rikiserfðum eða vegna
ásælnis nokkurra manna. Sú þjóð,
sem er frjáls sinna gerða, sendir eigi
fjölda njósnara inn í lönd nágranna
sinna og leitar eigi uppi ásræður til
þess að geta lagt undir sig lönd.
Það eru einungis frjálsar þjóðir, sem
taka alheims hagsmuni fram yfirsína
hagsmuni.
Eru ekki allir Bandaríkjamenn á
einu máli um það, að von vor um
framtíðaifrið hafi styrkst við þá dá-
samlegu atburði, sem nú hafa gerst
í Rússlandi. Einveldið, sém ríkti
þar, er brotið á bak aftur, og hin
mikla rússneska þjóð býður öllum
þéim, er berjast fyrir frelsi, réttlæti
og friði, sina öflugu hjálparhönd.
Að Piússland hefði aidrei getað orðið
vinur vor, sjáum vér bezt á því
hvernig það hefir haft njósnara sina
alhstaðar í stjórn vorri og viðskift-
um, eins og ljóslega hefir komið
fram fyrir dómstólum vofum. Vér
erum þess fullvissir að hin þýzka
stjórn var enginn vinur vor, heldur
hafði hún i hyggju að koma oss i
vandræði. Vér tökum i mót þess-
ari hólmgönguáskorun frá óvini freis-
isins og skuium nú beita öllu bol-
magni þjóðarinnar. Vér viljum fórna
lifi voru og öllu því, sem vér eigum
fyrir þá skyldu vora og vissuna um
það, að að lokum er sá dagur upp-
runninn þegar Bandaríkin geta fórnað
bióði sínu fyrir þær hugsjónir, sem
þau eiga tilveru sína að þakka og
þá hamingju og þann frið, sem þau
hafa notið. Með guðs hjálp getum
vér eigi breytt á annan hált.
S3S D AðBOlJI N. crxs
Sólaruppráe k!. 5.15
Sólarlag kl. 9.42
H á f 1 ó B i dag kl. 1.16
og í nótt. kl. 1.52
Aímæli í dag.-
Jóhanna Jóusson, húafrd
Sigríöur M. Jónsdóttir, húsfrú
Erl. Jónsson, fshúsvörður
Gísli Gísiason, silfursmiður
Indriði Einarsson, skrifstofustjóri
Jón Thorstensen, pr. Þingvöilum
Taugaveikin er heldur í rónun í
bænum. Eitt tilfelli á dag síðustu dag-
ana. Hafa alls 31 maður tekið veikina
sfSan 1. febrúar, eu þar af er helm-
ingur um páska-leytið, og leit því hálf-
illa út með þaS aS læknunum mundi
takast að stemma stigu fyrir útbreiðslu
sóttarinnar. Plássleysi var þá orðið á
Landakotsspítala og var þá það ráð
tekið, að fá lánaöan franska spítalann.
Þar Hggja nú margir sjúklingar, og
verði hann fullur, mun vera í ráði að
útvega meira húsrúm fyrir tauga-
veikissjúklinga, því alllr verða þeir
einangraðir þegar í stað.
Sögur hafa gengiö í bænum um það,
að veikin hafi borist hingað í mjólk
frá einum bæ í Mosfellssveitinni. En
það mun vera misskilningur. Það sanna
er, að í mjólk úr Mosfellssveitinni frá
einum bæ, fanst gerill, sem mjög líkt-
ist taugaveikis-gerlinum, hin svokall-
aða para-typhus. En sá sjúkdómur er
ekki taugaveikin, sem nú gengur í
bænum.
Læknarnir gera alt sem þeir geta
til þess að komast fyrir upptök veik-
innar og eru þeir ekkl vonlausir um
að það muni takast.
Glyg, norskt gufuskip kom hingað
f fyrrakvöld, klaöiö salti, um 375 smá-
lestir, til Kveldúlfs. Er þetta fyrsti
saltfarmurinn sem hingað kemur um
langan tíma.
Alhvít jörð var hór í gær. Frem-
ur sjaldgæft er það hér í bænum um
þetta leyti ársins. Spá margir því að
nú komi góða veörið á eftir.
Falkinn kom hiugað í gærmorgun
snemma. Hafði komið við á Seyðis—
firði og í Yestmanneyjum. 150 poka
af pósti, brófa og bögglapósi hafði
varðskipið meðferðis.
Ceres. Skeyti barst hingað f fyrra-
dag um það, að Ceres væri komin til
Belfast á Irlandi. Vita menn ekki
hvers vegna skipið hefir farið þangaö,
þar sem því var ætlað að lenda í
Englandi.
Dana, gufuskip, kom hingað í gær-
morgun með 470 smálestir af aalti til
Þórðar Bjarnasonar stórkaupmanns.
Kom skipið beina leið frá Spáni, án
viðkomu í Bretlandi, og sigldi það
fyrir vestan hafnbannssvæðið. í hafi
sigldi það f 25 mínátur gegnum olíu-
brá, og hugðu skipverjar að þar hefði
skipl verið sökt skömmu áður.
Norska stjórnin hefir þessa dag-
ana símleiðis fest kaup á húsi Matth.
Eiuarssonar læknis, við Hverfisgötu
nr. 45. Verður húsið framvegis notað
til bústaðar og skrifstofu hins útsenda
ræðismanns Norðmauna, hr. Th. Klingen-
bergs.
Gefin saman í fyrrakvöld, Magnea
Sigríður Magnúsdóttir og Gísli Arason
Grettisgötu 51.
Úr Svíaveldi. Morgunblaðið hefir
nú birt tvær greinar með þessari fyr-
irsögn eftir Helga Hjörvar kennara.
SÍSari greinin átti að vera komin fyr-
ir löngu, en vegna siglingateppunnar
gat eigi orðið úr því og varð hún
því samferöa höfundinum hingað til
lands. í næstu sunnudagablöðum koma
fleiri greinar undir þessari sömu fyrir-
sögn og er þess vænst að lesendur
blaðsins kunni því á því góða þökk.
Til Ameríku fara þeir í dag stór-
kaupmennirn;r Sigfús Blöndahl, Ólafur
Johnsen, G. Eiríks og Kristján Jóns-
son verzlunarmaður, sonur Jóns Brynj-
ólfssonar kaupmanns.
------------------
Nýít Yikingaskip.
Síðustu erlend blöð, sem hingað
komu með Fálkanum, segja frá því
að þýzkt1 vikingaskip hafi enn á sý
rofið varðlínu brezku herskipanna og
sé komið suður í Atlanzhaf og geri
þar mikinn óskunda. Fjölda skipa
bandamanna hefir verið sökt. Kom
frakkneska seglskipið »Cambronne«r