Morgunblaðið - 11.05.1917, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Erí. símfregnir
frá fréttar. Isafoldar og Morgutibl,
Kaupmannahöfn, 9. maí.
Frá Washington er símað að
samkvæmt ósk forsetans hafi öld-
ungaráðið afturkallað útflutnings-
lögin, sem getið var um í skeyt-
um þann 6. maí.
Frá London er símað að her-
deiidin hans Roosewelts, 200.000
manna, sé nú tilbúin að leggja
á stað til Frakklands.
Þjóðverjar hafa tekið Fres-
noy.
Frá Petrograd er símað að
Borgbjerg hafl flutt friðarskil-
mála þýzkra jafnaðarmanna.
Útflutningslögiu, sem hér er átt
við, voru um það, að Bandaríkja-
forseta heimilaðist að stöðva útflutn-
ing á vörum, ef ætla mætti að þær
gætu komist til óvinaríkja.
Fresnoy er þorp í Aisne-héraði,
hjá norður járnbrautinni.
Borgbjerg, jainaðarmaðurinn danski,
fór fyrir nokkru að heiman og var
förinni heitið til Rússlands. En þeg-
ar hann kom til Haparanda fékk
hann eigi að fara lengra, vegna mis-
skilnings landamæravarðarins. Eigi
vildi Borgbjerg þó hverfa aftur við
svo búið, en sat i Haparanda þangað
til hann fékk fararleyfitil Petrograd.
Er það nú skiljanlegt að hann vildi
eigi hverfa aftur, fyrst hann fór í
svo þýðingarmiklum erindum, sem
um getur í skeytinu.
Kaupmannahöfn, 9. maí.
Þjóðverjar gera grimmileg gagn-
áhlaup í Champagne-héraði.
Alþjóða-jafnaðarmannafundur
verður bráðlega haldinn í Stokk-
hólmi.
Svíar hafa komist að samn-
ingum við Breta. Og nú er von
um að þeir fái innfluttar mat-
vörur.
Kaupmannahöfn á að eins kol
til hálfsmánaðar.
í Stokkhólmi ætluðu ráðherrar
Norðurlanda að koma saman á ráð-
stefnu hinn 8. mai. Hefir ekkert um
það frézt síðan, en líklega vegna
þess, að öllu sé haldið leyndu.
Nú á að halda þar aðra ráðstefnu,
sem eigi er þýðingarminni, ef trúa
má því að þar verði samankomnir
jafnaðarmenn af öllum þjóðum. En
sá hefir verið andinn í brezku og
frönsku jafnaðarmönnunum að mað-
ur á bágt með að trúa því að þeir
vilji nú sem stendur setjast á ráð-
stefnu með þýzkum jafnaðarmönn-
um.
Þar sem getur um kolabirgðir
Kaupmannahafnar, mun átt við það,
að eigi treinist kolin lengur til gas-
framleiðslu, en í hálfan mánuð, því
að kol munu eigi hafa verið seld þar
til heimilisþarfa nú um nokkra hrið.
Dagsbrúnarkolin.
- Eg keypti síðasta tölublað Dags-
brúnar þótt dýrt væri. En þeirra
kaupa iðrast eg ekki, því að í blaðinu
er að mörgu leyti vel þýdd og
frumsamin grein um kol. Að vísu
eru margar slæmar smávillur á sveimi
hér og þar um greinina — slepp-
um þeim.
En aftur er hinni feitletruðu hugs-
unarvillu -»Landið á sjálft að reka
námur« — ekki bót mælandi.
Það situr sízt á jafnaðarmönnum,
sem berjast fyrir algerðu réttlæti og
einstaklingsfrelsi — að halda slíku
fram. — Eg vona að enginn þing-
maður verði svo skyni skroppinn
að koma fram með lagafrumvarp
sniðið eftir óskum Dagsbrúnar. —
Fari svo, þá mun verða ritað ítar-
legar um mál þetta, og jafnframt
birt meðferð landsstjórnar á einni af
okkar allra verðmætustu þjóðareign
— silfurbergsnámunni við Helgu-
staði. Steinn.
Framanritaðri grein höfum vér
eigi viljað neita upptöku í blaðið.
En eigi ber þó svo að álíta, sem
vér séum greinarhöfundi í alla staði
sammála. Eins og nú standa sakir,
er fyrst og fremst áríðandi, að farið
sé að vinna kolin og landstjórnin
hefir siðferðislega skyldu til þess,
að hefjast handa sem fyrst. Því
verður ekki neitað, að áreiðanlegri
vissa verður að teljast fyrir því, að
námuréttindi verði ekki að verkefni
gróðabrallsmönnum, ef þau eru í
höndum landssjóðs en ekki einstakra
manna, sem oft og einatt hugsa
meira um að >svindla« með rétt-
indÍD, en að reka námurnar.
Og hvað kolanámunum við vikur,
þá eru þær á svo mörgum stöðum
og svo margir sem námuréttindin
hafa, bæði landsstjórnin og ein-
stakir menn, að þessvegna gæti
námurekstur verið hafinn fyrir löngu.
Ög spurningin um, hver eigi að
reka námurnar, verður að þoka fyr-
ir kröfunni um að einhver reki nám-
urnar. A þessum timum, þegar
stjórnin vill hafa eftirlit með að kalla
má hverjum sykurmola, sem etinn
er í landinu, og yfirleitt virðist eiga
að vera alt i. öllu, er það ekki ó-
sanngjörn krafa, að hún taki kola-
málið í sinar hendur. En þareð hún
ekki sýnist þekkja sinn vitjunartíma
í því máli, mættu íslendingar fagna
því, að framtakssamir menn bættu
það upp, sem hún hefir forsómað.
Stjórnarskiftin i Sviþjóð.
Brezku-samningar Svía.
Foringi vinstri manna i Svíþjóð,
prófessor Edén, hélt nýlega ræðu um
samninga Svía og Breta og utanrikis-
pólitík Hammarskjöld stjórnarinnar.
Hann kvað stefnuskrá vinstrimanna
altaf hafa verið sænska og ekkert
annað, en þeir hafi verið neyddirtil
þess að rísa upp í móti ýmsum mis-
fellum í utanríkispólitík stjórnarinnar,
meðal annars þá er hún stöðvaði
bögglapóstsendingarnar fyrir Bretura
og lagðitundurdufl í Kogrunds-renden.
En það hefði aðallega komið iIjós naust-
ið 1916 að vegir stjórnarinnar og
vinstri manna voru að skiljast —
eigi um grundvallgratriði hlutleysis-
stefnunnar, heldur um framkvæmdir
hennar. Það hljóti allir að vita, að
á úthöfum geti Svíar eigi kom-
ist hjá því að lúta eftirliti Breta um
verzlun og siglingar. Haustið 1916
var þetta eftirlit orðið svo strangt,
að eigi var annað sýnna en að allir
innflutningar til Svíþjóðar mundu
stöðvast. Svíar áttu þá um tvent
að velja og eiga það enn — að.láta
einangra sig að vestan, eða reyna
að komast að samningum við Breta.
í októbermánuði afréð stjórnin það
að velja hinn síðari kostinn og er-
indrekar voru sendir til Lundúna.
En þrátt fyrir þetta efaðist Hamm-
arskjöld mjög um það að þetta væri
heppilegri leiðin og sú skoðun hans
varð til þess að draga úr þvi að
samningarnir kæmust á. Leið svo
VÍka eftir viku Og mánuður eftir mán-
uð að enginn varð árangurinn af
sendiförinni.
í febrúarmánuði komu sendimenn-
irnir aftur og höfðu með sér samn-
inga, sem báðir málsaðiljar höfðu
hallast að. En í stað þess að undir-
skrifa þá, var nú farið að semja að
nýju og stjórnin gat eigi orðið sam-
mála. Þess vegna varð þetta eitt af
aðalorsökunum til falls stjórnarinnar.
Édén kvað það algerlega ósatt, að
Bretar hefðu krafist þess að fá að
flytja vopn og hergögn yfir Svíþjóð.
En það væri Svíum nauðsynlegt, að
komastað samningum við Breta. Und-
ir því væri það komið, hvort þeir gætu
fengið nóg matvæli. Gömlu stjórn-
inni hafði orðið það glapræði á, að
ætla forða þjóðarinnar meiri heldur
en hann hefði verið og það hefði
haft hættulegar afleiðingar. Þess vegna
hefðu Sviar flutt út meira af sinni
eigin framleiðslu heldur en góðu
hófi gegndi, þess vegna hefðu þeir
eigi fengið vörur frá útlöndum eins
og þeir hefðu þurft, og þess vegna
væri nú svo komið að skamta þyrfti
flestar vörur.
SS=3 D A 0 B O R IN. C3»
Afmæli f dag:
Elsa Jóhannsdóttir, húsfrú.
Guðrún Briem, húsfrú.
Guðrún Brynólfsdóttir, húsfrú.
E»
Katrín Einarsdóttir, húsfrú.
Margrót Björnsdóttir, jungfrú.
María Kr. Jónsdóttir, húsfrú.
Ólöf Steingrímsdóttir, húsfrú.
Guðni Þorláksson, trósm.
Högni Einnsson, trósm.
Ólafur Jóhannsson, skipstj.
Vorvertíðarlok.
Sólarupprás kl. 4.32
Sólarlag kl. 10.18
Háflóð í dag kl. 9.19
og kl. 9.43
Lokin (sem Reykvíkingar nefna venju--
lega svo), eru í dag. Yar það fyrrum
hátíðisdagur sjómanna og þá oft glatt
á hjalla hór í bænum. Eitthvað mun
líklega eima enn eftir af þeirri vénju
þrátt fyrir alt.
í Hafnarfirði hefir verið góður
fiskafli öðru hvoru á handfæri, þar
rótt fram í fjarðarmynninu. Hafa
sumir fengið aft að 80 króna hlut.
Kúabúið, í dag verða sendir meuB'
til þess að skoða Gufuneslöndin og'
athuga hvort tiltækilegt muni fyrir
bæinn að kaupa þau og koma þar upp»
kúabúi.
Lagarfoss var á Húsavík í gær og
mun hafa komið til Akureyrar í gær-
kvöldi. Farþegar frá útlöndum: Jó-
hann Havsteen og unnusta hans Þóra
Vigfúsdóttlr, Ásgeir Pótursson kaup-
maður og jjm hans, jungfrú Kristín
Ólafsdóttir frá Reykjavík, Nielsen
framkvæmdastjóri o. fl., alls 11 far-
þegar.
I- 0. 0. F. 795119.
Gestir í bænnm: Páli Jónsson
kennari Hvanneyri, Kristján Eggerts-
son oddviti frá Dalsmynni, Bjarní
Bjarnason oddviti frá Geitabergi, Guð-
mundur Jónsson bóndi á Skeljabrekku,
Jón Sigurðsson hreppstjóri í Kala-
staðakoti, Jón Einarsson bóndi á Fer-
stiklu, Helgi Jónsson bóndi í Stóra-
Botni, Lúter Lúðvígsson bóndi á Ing-
unnarstöðum, Ólafur bóndi í Kal-
mannstungu, Sveinbjörn í Efstabæ,
Björn á Heggstöðum o. fl.
Nýlunda. í erlendum borgum er
bflstjórum ó leigubílum gert að skyldu
að hafa á húfum sínum númer, svo
að fólk sjái hverjir þeir eru. En ekki
hefir þetta tíðkast hór og er fólki því
erviðara fyrir að þekkja bflstjórana og
vita hvert það á að snúa sór. Herra
Sæmundur Vilhjálsson |bílstjórii, sem
hefur Hafnarfjarðarbflinn nr. 3 hcfur
látið gera sór merki til að hafa á húf-
unni. Er það lítil plata með merki-
stöfum bifreiðarinnar: H. F. 3. Plat-
an er smekklega gerð og gæti verið
fyrirmynd handa þeim bílstjórum, sem
taka vilja upp þessa þörfu nýlundu.
Hey allmikið flutti Ingólfur ofan úr
Borgarfirði, bæði til einstakra manna,
svo og til sölu. Seldi Guðmundur á
Skeljabrekku allmikið á »planinu«, og
fengu færri enn vildu.
Kolin. í gærkvöldi fór vólskipið
»Harry« vestur í Dufansdal. Með skip*