Morgunblaðið - 11.05.1917, Side 4
4
^OKGU RBLAÖÍB
Orgel.
Af sérstökum ástæðum fæst keypt
óvenju gott orgel, alveg nýtt, á Berg-
staðastíg 45. Til sýnis frá 8—9
siðdegis.
Garðar Gtsíason
óskar effir fiíboðum á 150 smáíesfum af fijrsfa flohks
sfórfiski úr saffi, er affjendisf faus í skip í næsfu viku
| gg!iig»
sjé- o| stridsTátry^iagwr,
O. iahnson é, Kaab*»
Mótorbátur
7.24 Rg. tonn brúttó, þriggja ára
gamall, með jafngamalli io ,hesta
Alfa-vél, i ágætu standi, er ti! sölu
frá 1. júní n. k.
Ritstjóri visar á.
Skrifbor
með skápum óskast til kaups.
Upplýsingar gefur
Guðbjörn Guðmundsson,
ísafoldarprðntsmiðju
Gotf herbergi
meðjhúsgögnum óskast til leigu hálfs-
mánaðartíma. R. v. á.
DRENGUR
15—16 ára
— sem er vel að sér og kunnugur
i bænum — getur fengið atvinnu
nú þegar.
Ritstj. vísar á.
Kaiapið Morgnnblaðið.
Sfúfkur þær
sem œtla að ráða sig t sildarverkun á Hjalteyri hjá
Th. Thorsteinsson, geri svo vel að gefa sig fram
nœsta föstudag kl, 4-7 síðdegis,
Tþ. Tborsfeinsson.
Til Hafnarfjarðar
fer nýja Tordbifreiðtn HE 27
í dag kí. 12 frá kaffifjústnu „Tjafíkonan,,.
KARL MORITZ, bifreiðarstjóri.
Tfugfýsingar
sam Birfasi eiga i iÆorgun6la&inu verða
að vsra Romnar fyrir kí* 5 síððsgis
i siðasía lagL
M tgi ectr. MíÉimmm ■
JCsispm*nji8EÍ»ðfs
vátryggir: Sitas,
teonar vdruforfia c, s. tv. gcga
eldsvoSa, fyrir iægsta iðgjaid.
Heimakl. 8—12 í. h. og 2— 8 e. h.
i Austurstr. t ?Búð í. Nieiíes).
N. B. Niolsou.
skipamiðlari.
Tals. 479. Veltusundi 1 (npp
Sjó- Stríðs- Brunatryggingar
Skrifstofan opin kl. 10—4.
Brunatryggið hjá »WOL6A«.
Aðalumboðsm. Halldör Eirlksson,
Reykjavik, Pósthólf 385,
Umboðsm. i Hafnarfixði:
kaupm. Daniel Berqtnann,
Vinnulaun
yðar munu endast lengur en
vanalega, ef þér gerið innkaup
í íslands stærstu ullarvöru- og
karlmannafata-verzlun, Vöru-
húsinu. Margar vörur. Gam-
alt verð.
/
,Á
Óvinurinn ósýnileg't.
Skáldsaga úr striðinu
eftir
Ewert van Horn.
3
séð neitt ókunnugt skip og eigi held-
ur nein ljós. Þegar Hannicourt
hallaðist fram yfir hástokkinn gat
hann eigi séð neitt nema hin ótelj-
andi ljós á »Mauretania«, sem spegl-
uðust á boðunum út frá kinnung
skipsins. Honum fanst aðeins, sem
boðar þeir væru nokkru meiri held-
ur en venjulega.
Nú lenti alt í uppnámi á skipinu.
Fólk kom hlaupandi út á þiljurnar i
náttklæðum sÍDum og nokkrir af hin-
um hræddustu hrópuðu að björgunar-
bátunum yrði skotið fyrir borð.
Og eigi rénaði óttinn og áhyggj-
urnar þegar ö!l ljós skipsins slokn-
uðu í einu vetfangi.-------
Meðan þau Hannicourt þreifuðu
sig áfram fram að sjórnpalli, tók
hann eftir því að skipið var að rétta
við eftir óvenjulega krappa vendingu.
Og jafn framt tók hann eftir því
sem æfður sjómaður, að hraði skips-
ins hafði verið aukinn. Þetta hvort
tveggja gat hafa valdið halla þeim,
sem á skipið kom, en hvernig í ó-
sköpunum stóð á því að skipið beygði
svo snögglega, út á miðju hafi, þar
sem ekkert var að óttast?
Þau þurftu eigi lengi að vera í efa
um það. Þriðji stýrimaður skýrði
þeim frá þvi, að rétt í þessu hefði
komið loftskeyti frá beitiskipinu
»Essex« um það að breyta stefnu
og halda til Halifax í stað þess að
fara til New-York. Þýzkt beitiskip
var skamt undan og ætlaði að kom-
ast i veg fyrir »Mauretania« til þess
að hertaka hana.
— Þýzkt — beitiskip — erum
við þá komin í striðið? var hrópað
með skjálfandi kvenmannsrödd að
baki þeim.
— Sennilega, svaraði stýrimaður-
inn og gekk á burtu.
Með 26 mílna hraða öslaði »Maure-
tania« Atlanzhafið. Það hafði verið
slökt á öllum Ijóskerunum. En á
þessu stóra og draugalega skipi stóðu
á annað þúsund menn og störðu út
i náttmyrkrið. Þeir höfðu raðað sér
meðfram öldustokknum á bakborða,
frá suðvestri var hans von, hins
ósýnilega óvinar. A hverri stundu
áttu þeir von á því að eldingu brygði
yfir skipið úr hinu hvítglóandi raf-
magnsauga beitiskipsins og viðvör-
unarskot kæmi þjótandi. Hvað skyldi
skipstjórinn á »Mauretania* þá gera?
Skyldi hann stöðva skipið, eða reyna
að komast undan og eiga það á
hættu að skipið yrði skotið í kaf?
Menn vissu það, að »Mauretania«
og »Lusitania« voru hraðskreiðustu
hjálparbeitiskip Breta og að Cunard-
félagið fékk árlega rikisstyrk þeirra
vegna. Og skipstjórinn mátti vita
það, að stjórnin mundi lítt þakka
honum það, ef hann fengi óvinum
slikt herfang í hendnr.
Um þetta ræddu farþegarnir fram
og aftur, en í hálfum hljóðum þó,
eins og þeir væru hræddir um að
þýzka skipið kynni að heyra til sín.
En það voru líka þarna um borð
ýmsir menn, sem eigi hræddust beiti-
skipið, heldur óskuðu þess að það
gæti tekið »Mauretania«. Og enginn
óskaði þess heitar heldur en Karr.
Hann hafði skilið við þau Hanni-
court-systkinin og stóð nú á efsta þil-
farinu aftur á. Þaðan var hægast
og fljótlegast fyrir hann að komast
þangað er hann átti að vera.
Vilford Hannicourt var aftur kom-
inn upp á stjórnpaíl og spurði skip-
stjóra hvaðan »Essex« hefði sent
loftskeytið.
Skipstjórinn hreyfði sig eigi, en
svaraði í þeim tón, að það var auð-
heyrt að honum þótti þetta óþarfa
spurning, jafnvel þótt farþegi á fyrsta
farrými ætti í hlut — meðan alt var
komið undir ráðsnild hans og hraða
skipsins:
— Eruð þér syo sem nokkuru nær,
þótt eg segi yður að »Essex« hafi
verið á 61 lengdargráðu og ->9
breiddargráðu ?
“— Já, herra skipstjóri, þvi að eg
er foringi í brezka sjóliðinu.
— Fyrirgefið þér, hrópaði skip-
stjóri fjörlega og rétti honum hönd-
ina. Fyrst svo er, þá þætti mér
vænt um ef þér vilduð vera hér uppi
á stjórnpallinum hjá mér.
— Það var ætlan mín.
— Tveir af hinnm ameríksku
gróðabralls — mönnum komu til
mín rétt áðan og vildu fá skipið
keypt Þeir buðu 30 miljónir í það
og vildu að það sigldi til New-York
undir Bandaríkjafána. Eg sagði þeim
að eg hefði eigi fengið neinar skip-
anir um það frá félagsstjórninni.
Var það ekki réttast ?
— Jú, auðvitað, herra skipstjóri.
— Segið mér það, er ekki »Essex«,
eitt af hinum nýju og hraðskreiðu
beitiskipum ?