Morgunblaðið - 13.05.1917, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.05.1917, Qupperneq 2
2 MORGUNBL.aÐÍP Erf. símfregmr Opinber tilkynning frá brezku utan- - ríkisstjórninni í Lor.don. London, n. mai. Aðalviðburðirnir á vígstöðvum Breta hafa gerst á herlínunni milii Fresnoy og Bullecourt. Um þessi þorp og Oppy hafa staðið einhverj- ar hinar grimmustu orustur síðan stríðið hófst. Varalið þýzka lífvarðar- liðsins varði þessar stöðvar eins og öll framtíð keisararíkisins væri undir því komin. Urðu tilraunir þess til einkis, en það beið gífuriegt maun- tjón. Hernaðarfréttaritarar áætja, að þótt Bretar hefðu mist alt það lið, er þeir höfðu til þess að taka í móti gagnáhlaupum Þjóðverja, þá hefðu þeir eigi beðið jafn mikið manntjón eins og Þjóðverjar hjá Oppy. Um hvern þumlung jarðar var barist af ákaflegri grimd, og Þjóðverjar gerðu gagnáhlaup alls staðar þar sem Bretar höfðu sótt fram. Flest gagnáhlaupin braut stór- skotalið Breta á bak aftur og var skothrlð þess alveg ótrúlega áköf. Gagnáhlaup Þjóðverja hafa orðið nær árangurslaus, nema hvað þeir tóku Fresnoy um stundarsakir. Mestur hluti þorpsins er nú aftur í hönd- um Breta, en á þann hlutann, sem þeir hafa enn eigi tekið, er látin dynja svo áköf stórskotahríð að þar getur engin lifandi vera hafst við. Gagnáhlaup Þjóðverja hafa orðjð þeim svo dýrkeypt, að ieiðtogar þeirra munu aldrei þora að skýra þýzku þjóðinni frá því. Það sem Hindenburg óttaðist mest og reyndi að komast hjá, er nú að koma fram, sem sé mannfall Þjóðverja svo gíf- urlegt, að það hlytur að enda með ósigri Þýzkalands, sérstaklega með hliðsjón til þess að það skortir nú endurreisnarþrótt. Aður en Þjóðverjar hófu undan- haldið gortuðu þeir af því, að það mundi verða til þess að frumkvæðið (initiativ) yrði Þjóðverja megin, en nú hefir allur andinn í tiikynningum þeirra verið mjög hógvær og hugga þeir sig við það, að bandamönnum muni eigi takast að brjótast i gegn. En bandamenn höfðu lagt á ráð sín áður en undanhald Þjóðverja hófst og hugðu alls eigi á það að brjótast í gegn. Aðaltilgangur þeirra var sá, að ónýta svo mjög sem hægt væri hernaðarbakhjarl Þjóðverja og miðar þeim fyrirætlunum stöfugt vel áfram. Með samvinnu við Frakka hefir vara- lið Þjóðverja hlotið þann skell, að sumar hersveitirnar hafa mist helm- ing og það er áætlan að á v!gstöðv- um Breta og Frakka hafi að minsta kosti 25 þýzkar herdeildir af 40, sem þar var þyrpt saman af varaliðinu, hafi tekir þátt í orustunum og hafi verið kipt burtu aftur til þess að endurskapa þær. Aðalframkvæmdirnar á herstöðv- um Frakka voru þær, er þeir tóku brúnina á Craonnehálsi, sem hefir verið einn af hinum miklu þröskuld- um i framsóknarvegi Frakka til Laon. |cJC. c?. ÍDuus dl'éeiló, dVajnarsírœtii Reiðtataefni, Fataefni, Cheviot, Alpakka, PrjónavörurJ Silki í svuntur og slitsi, Regnkápur, Smávörur og m. fl.l Þetta var einn hinn ágætasti sigur. Náðu Frakkar þar öllu hæsta svæð- inu hjá Chemin des Dames og hand- tóku 6000 menn í fyrsta áhlaupi. Og í hinum æðisgengnu gagnáhlaup- um, er Þjóðverjar gerðu, tóku Frakk- ar enn 3000 fanga. Með hliðarsóko, sem gerð var á herlínu Þjóðverja hjá Laffaux og Gorbeny tókst Frökk- um að minka þann fleyg i aðal- Hindenburgs-línunni þar sem Þjóð- verjar vörðu aðalveginn til Laon. Þjóðverjar gerðu grimmilegar tilraun- ir að ná aftur mistum stöðvum, en það varð að eins til þess að Frakkar handtóku enn fleiri menn og óvin- irnir mistu margt manna. í viku- lokin hættu Þjóðverjar svo áhlaup- um, en Frakkar styrktu þær stöðvar, er þeir höfðu unnið, sérstaklega í Chevreux-héraði. Vfgstöðvar Itala. Þar hefir^kldrei verið kyrt, enda þótt engar stórorustur hafi verið háð- ar, en útrásir, framvarðaskærur og stórskotaliðsviðureign hafa aðallega gengið ítölum í vil. Hernaðar-frétta- ritarar, sem farið hafa til herstöðva ítala, segja frá þvi að öllu fyrirkomu- lagi í italska hernum hafi farið furðu- lega fram. ítölsku hersveitirnar brenna af guðmóði og hugrekki, en alt bendir til þess að í her Austur- ríkismanna sé eirðarleysi og er það afleiðing af framúrskarandi kvíða og áhyggjum. Austurríkismenn, sem teknir eru höndum, eru niðurbeygðir, kjarklausir og sárgramir því ástandi sem nú er í hinu afvegaleidda riki sinu. Frá Balkan. ^ Bretar hófu sókn með nokkrum árangri á tveggja mílna svæði milli Vardar og Doiran og enda þótt öll- um fyriræilunum þeirra yrði eigi náð þá sóttu þeir alstaðar á þessu svæði fram um fimm hundruð metia og styrktu hinar nýju stöðvar. Búlgar- ar gerðu tvö grimmileg gagnáhlaup, en þeim var hrundið og biðu þeir mikið manntjón. A öllum vígstöðv- unum var stórskotaliðið mjög að verki Hinir grísku fylgismenn Venizelosar gengu ágætlega fram hjá Lumnitza og veittu Frakkar þeim þar vígs- gengi. Og Rússar og Serbar hafa einnig gengið mjög vel fram í or- ustum þarna. Vígstöðvar KuHwa. Þjóðverjar hafa gert margar til- raunir til að ginna Rússa til þess að gera vopnahlé um stundarsakir og jafn vel boðið þeim alla kosti. Síðan nafa ýmsar smáskærur orðið þar á ýmsum stöðum. Frá Rúmenum. Þjóðverjar hafa hafið sókn, meiri en að undanförnu, á tveim stöðum, hjá Ocna og hjá Vituzaánni. Þeim sóknum hafa Rússar og Rúmenar hrundið. Frá Kákasus. Þá er Rússar 'nöfðu hörfað undati til Mush, reyndu Tyrkir af ákafa að sækja fram milli Mush og Er- zinghan, en urðu fyrir svæsnum gagnáhlaupam og hörfuðu undan í óreglu. Frá Mesopotamía. Rússar fóru yfir Diala norðan við Khanikin og gerðu þar áhlaup að Tyrkjum óvörum. Hjá Omor, sem er þar fyrir norðvestan, reyndu Rússar yfirför, en tókst eigi. Viðureignin á hafínu. Aða'viðburðurinn á hafinu var sá, að brezk njósnarskip sáu ellefu þýzka tundurspilla milli Hollands og Englands. Bretar lögðu til orustu við þá og skutu á þá á löngu færi, en Þjóðverjar flýðu og létu reyk hlífa sér. Bretar eltu þá alla leið í skot- færi við fallbyssurnar í Zeebrúgge og hittu óvinina mörgum sinnum, en gátu eigi fengið þá til þess að berjast. Alt tjón Breta var það, að einn sjómaður særðist. -------«»-»-«>----- Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Khöfn, 11. maí. Frá New-York er símað að Hoover, formaður belgisku hjálp- arnefndarinnar, hafi verið skip- aður matvæla-eftirlitsmaður (dic- tator) í öllum löndum heims, nema Miðríkjunum. öll riki verða að gefa honum skýrslu um matvæla- forða sinn, í gegn um nefnd í Evrópu. Komist hefir upp samsæri gegn Venizelos. Bretar -tilkynna að þeir hafi gótt fram hjá Souchez. ZZZZs O A <» 8 ö K I N. csssr Afmæli f dag: Elín Vigfúsdóttir, húsfrú. Karítas Torfadóttir, húsfrú. Sigþrúður Guðmundsdóttir, húsfrú. Sólarupprás kl. 4’.25 Sólarlag kl. 10.24 HáflóS í dag kl. 11.2 og kl. 11.37 iarðarför konu minnar, Sigurjónu Jóa- kimsdóttur, er ákveðin þriðjudaginn 15. þ. m. og hefst með húskveðju á heimíli hinnar látnu kl. 12 á hádegi. Þeim, sem kæmi til hugar að gefa »kranz« á kistu hennar, vildi eg gera það kunnugt, að það var ósk hennar að það væri ekki gert. í þess stað verður stofnaður minningarsjóður, sem á að bera nafn hennar og á að verja honum til líknar bágstöddum mönnum. Hafnarfirði 12. mai 1917. Jón Eyólfsson. Ingólfur kom sunnan frá Sandgerði og Garði í fyrrakvöld, með fjölda far- þega, flest vermeun. Vélbátur fór héðan í gærmorgun upp í Hvalfjörð, með vörnr handa bændum. Málverkasýningu opnar Einar Jóns- son málari í verzlunarskólanum í dag. Hefir hann þar mörg málverk til sýnis og nær öll ný. í fyrra hafði hann enga ■ sýningu en hefir málað mikiS aíðustu tvo vetur. Einari er altaf að fara fram. Þess má sjá Ijósan vott á hinum sein- ustu myndum hans. Vil eg þar til nefna: »Snmarnótt hjá Horni«, »Þórs- mörk«, »Möwe á Grímseyj arsund i« (hugmy.nd Einars), »Bragi tekinn af brezku herskipi« (hugmynd líka) o. fl. Þá hefir Einar og málað mynd af GoðafosS-strandinu — »skipið er nýtt en skerið er hró«. Margar fleiri falleg- ar myndir eru þarna og ættu menn að fara og skoða þær sjálfir heldur en að láta aðra segja sór frá þeim. O z z u r. Gaiula Bíó sýnir nú mjög tilkomu- mikla mynd, sem heitir »Undir gálg— anum«. Er hún bæði mjög vel leikin, með köflum og efnið ákaflega »spenn- andi«, eins og fólkið vill hafa það — ást og hverflyndi, hatur og undirferli, berjast þar um yfirráðin, en alt fer vel á endanum. Tvö lítil börn leika í myndinni og þykir mörgum mest til þess koma. Geir kom hingað í gæraftur. Hafði komið hingað skeyti rétt eftir að hanu var farinn, um það, að hann skyldi vera kyr og var þegar símað til Vík- ur í Mýrdal og menn sendlr í veg fyr- ir hann. Fer bann nú líklega ekki út fyrst um sinn. Ceres kom í gær frá Englandi með kolafarm til landstjórnarinnar. Gasið. Nú verður enn styttur gas- notkunartíminn — verður farið að loka stöðinni kl. 6 á kvöldin og jafnframt er mönnum algerlega bannað að nota gasofna. — Mörgum mundi finnast heppilegra að hafa gasstöðina lokaða lengur á morgnana, en loka henni síð- ar á kvöldin. Er það slæmt fyrir menn að verða annaðhvort að eta kvöldmat sinn fyrir kl. 6 eða fá ekkert volgt með honum. Betra að sleppa heldur morgunkaffinu, því að kaffi gætu menn fengið með morgunverði kl. 9 eða 10. Væri þá eigi hundrað í hættunni, því að heilsufræðingar segja að kaffið só óhollast á fastandi maga, og ætti engl maður að »hressa sig á því« á morgn- ana. í^ramhald á 7. síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.