Morgunblaðið - 13.05.1917, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.1917, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Hér kemur mynd af elzta syni konungs, vors, Kristjáni Friðrik Franz M cbael Karli Valdemar Georg, sem á að taka við ríki eftir dag föður síns ef alt fer með feldu. Og e.f ekkert breytist áðnr um samband íslands og Danmerkur, þá verður. hann eiunig konungur vor. Ríkiserfinginn Atti 18 vetra afmæli fyiir nokkiu og v.irð þá um leið fullveðja. Þann dag var þessi mynd tekin. Hann verður stúdent í vor og síðan á hann að ganga í liðsforingjaskóla. í hve miklu sambandi hann stæði við guð almáttugan, og léti stjórnast af anda kristindómsins. Hann bað oft guð svo hátt, með átakanlegum orðum, að ailur hinn mentaði heim- ur heyrði til hans. Blöðin og tíma- ritin sögðu frá bænum hans og guðhræðslutali. Og það sem eg hér hefi að segja um' Þýzkalands- keisara, ummæli hans og háttalag, er að mestu leyti stuðst við tímaiitin >Kringsjaa« og *Century<. Fyrsta ræða keisarans til þýzka hersins þóíti- nokkuð einkennileg, cn hún er þó i fullu samræmi við allt sem menn vita að keisarinn hefir sagt og gert til þessa dags. Hann sagði: »Við eigum sam- an rð vinna, eg og herinn. Við erum óuppleysaniega sameinaðir, hvort heldur sem almáttugur guð lætur frið eða ófrið að höndum bera. Lofa eg því, að gleyma eigi forfeðrum mínum, gieyma þvi eigi, að þeir sjd niður til mín frá öðrum heimi. Þegar um heiður og veg- semd hersins er að ræða, ber eg fyrir þeim ábyrgð«. Nokkrum mánuðum siðar (1888) sendi hann út þann keisaralega boðskap, sem fullkomlega kom i bág við stjórnarfarsreglur föður hans. Ut í þá sálma fer eg eigi. Að eins vil eg geta þeirra orða keisarans, sem boðskapnum fylgdi. — Hann segir meðal annars þar: >Eg hefi nú tekið við stjórnartaum- unum, og guði mínum hefi eg lof- að þvi, að fylgja dæmi föður mins 'sálaða í stjórnarháttum, í réttlæti og og mildi, að vernda dygðina og frið- inn, guðsótta og siðgæði, efla vel- ferð Jandsins, hjálpa þeim fátæku og hamingjulausu og vernda réttlætið«. — Falleg orð og kristileg, bara að hugur hefði fylgt máli. En máske að Vilhjálmur hefði með sönnu get- að sagt með Páli postula: >Viljann til þess góða hefi eg að sönnu«, o. s. frv. — En eigi sýndi nú keisarinn mikið réttlæti gagnvart íbúunum í Elsass- Lotringen, þegar það kom til tals á þeim árum úr ýmsum áttum, að veita þeim frelsi. — Þá sagði hann: >Eg vænti þess og treysti þvi, að sú tilfinning gagntaki allan herinn, að kjósa sér heldur dauða á vígvell- inum, en að láta af hendi einn ein- asta stein af þessum tveimur fylkj- um«. Þýzkalandskeisari var snemma framsýnn. Hann talaði oft um þann >stóra dag«, þegar Þjóðverjar þyrftu að láta til skarar skríða með sér og óvinaþjóðunum. En nve nær sá »stóri dagur« rynni upp, vissi enginn nema guð almáttugur. En hann var líka snemma sannfærður um, að þessi almáttugi kærleikans guð héldi sinni verndarhendi yfir Þjóðverjum. Þeir voru hans útvalin þjóð, eins og Gyðingaþjóðin forðum. Honum mátti treysta, því að hann var fyrst og fremst guð Þjóðverja. — Framsýni keisarans, sem eg tel mikilmenni, þrátt fyrir alt og alt, sem að honum má finna, kemur einna bezt í ljós í kenslumálunum. Honum kemur alt við, og hann hefir vit á flestum málum. Hann ýtir við uppeldisfræðingum landsins, og gefur þeim bendingar. Hann fer jafnvel að kenna dr. Hinzpeter, frægasta uppeldisfræðingi Þjóðverja. Keisarinn segir honum, að til þess að ala upp góða hermenn og borg- ara, sem skilji nútímann og tákn hans, verði fyrst að leiða æskuna í skólunum að orustunni við Sedan, og þegar sú mynd hafi fest sig í meðvitund þeirra, sé fyrst tími til að leiða þá að orustunni við Lauga- hlið (Termopylan). Hver neitar þessu. En djúpt stóðu ráð Njáls, og svo var um Vilhjálm. Fæstir munu hafa skilið hvað hann fór, til hvers sérstaklega átti, að hans áliti, að ala upp þýzkan æskulýð. Þetta skyldu menn best sumarið 1914. Það var bernaðarandinn, einveldis- andinn, sem keisarinn vitanlega vildi koma inn hjá æskunni, ásamt ótak- markaðri hlýðni við vilja keisarans. Það var mörgu breytt til um kenslu í þýzku skólunum, sem bendir á þetta. Nýjar bækur eru samdar eftir vilja keisarans, einkum i ætt- jarðarsögu, og nýjar kensluaðferðir voru notaðar. Að þessu leyti svipar þeim saman Vilhjálmi og Napóleon mikla. Margir hafa víst heyrt getið um hið einkennilega ungmennalær- dómskver, sem Napóleon lét semja og fyrirskipa til lærdóms. Orðin eru þar önnur að vlsu, en markmið- ið hið sama: Þeir sjálfir fyrst og fremst, vegur þeirra, völd og dýrð. Arið 1890 hélt keisarinn eina af sínum annáluðu ræðum fyrir her- deild, sem mest var í af Gyðingum. Hann sagði þá, að enginn gæti ver- ið góður hermaður, nema hann væri vel kristinn maður. Hvað eftir ann- að lét hann hafa þetta eftir sér. Helsta skopblað Þjóðverja, >Kladde- radatsch*, gerði sér eitt sinn að gamni út af þessum ummælum keisarans. Blaðið gerði mynd af skrattanum með hnút á halanum, og styður hann vísifingri á hné sér. »Hvað vildi eg muna«, mumlaði hinn svarti, >þegar eg hnýtti þennan hnút á hal- ann? — Jú, það var ræða keisarans*. Uppi i skýjunum sjást í blaðinu myndir af nokkrum frægustu her- foringjum úr heiðni, t. d. Hannibal, Alexander, Cæsar og svo Napóleon og Friðrik mikla (langafa keisarans). Skrattinn lítur til skýjanna ogsegir: »Eg má til að kalla á Friðrik. Hann á eigi heima í þessum hóp, því að allir vita að hann var illa kristinn, án þess eg ámæli honum karltötrinu fyrir það. En hann hlýtur að hafa verið handónýtur hermaður«. Þess er eigi getið, að ritstjóra blaðsins hafi verið refsað, en það er þó kunnugt, að margir orðhvassir rithöfundar vorn á Þýzkalandi sett- ir í fangelsi fyrir ummæli þeirra um keisarann og eiuveldi hans. Rit- höfundurinn Poultney Bigelow segir (í Century), að eftir 10 ára ríkisstjórn Vilhjálms á Þýzkalandi (1898), hafi menn verið orðnir svo vanir því, að ríthöfundar væru settir í fangelsi fyr- ir móðgandi rithátt um kei'sarann og stjórnarfar han-, að það hafi ekki lengur vakið neina undrun eða um- tal, þótt menn væru fyrir þá sök sviftir frelsi til að tala og rita. Máske líka suma reki minni til fram- komu þýzku stjórnarionar gagnvart Soður-Jótum, einkum eftir 1890. Eg hefi átt tal við tvo ritstjóra Suðar-Jóta, sem setið höfðu i fang- elsi hvað efur annað fyrir frjálslynd- ar kenningar. Suður-Jótar mega naumast hreyfa hör.d eða fót svo, að lögreglu- og herhð sé eigi stöð- ugt kiingum þá. Börnin eru barin, ef þau tala móðurmál sitt í skólun- um,sem skipaðir ern þýzkum kennur- um. í þeim skólum er fremur her- agi en skóla-agi, lipur og léttu'r. Eigi meiga prestarnir tala um guð og góða siði í kirkjunum við dansk- talandi þjóðbrot, nema á þýzku. Það er líka óvíst að guð Þjóðverja skilji dönsku. Hver sá, sem syngur dartska vísu eða ættjarðarkvæði er óðara settur í svaithol. — Þessu ræður Vilhjálmur keisari, sern þyk- ist stjórna af mildi og réttlæti í anda kristindómsins og hvað eftir annað hefir sagt að nann vildi feta í fót- spor Krists! Sem dæmi þess hve mikla hlýðni keisarinn heimtar af þegnum sinum og hermönnum má geta þess, að eitt árið, þegar hann var staddur við heræfingapróf herforingjaefna, sagði hann i ræðu sinni til þeirra, að uppfrá þessu bæri þeim að sýna keisara sinum, Vilhjálmi, takmarka- lausa hlýðni. Þótt hann byði þeim t. d. að skjóta föður og móður, bræður eða systur, hvað hann bað guð almáttugan að vernda sig frá, þá yrðu þeir tafarlaust að hlýða því boði. Tolstoj gerði þessi keisaralegu orð að umtalsefni og vítti þau að maklegleikum. Af mikilli snild lét keisarinn eitt sinn búa til stórt málverk, sem frægt er orðið. Það átti að tákna Evrópu og hina kristnu þjóðmenn- ingu, ofsótta af hinum gula Austur- álfu-lýð. Þetta kallaði keisarinn ^^ulu hatluna".. Keisarinn sýndi í anda gula lýðinn (á 5. hundr. miljóna) á landamærum Prússlands, »Krúps- verksmiðjur« að velli lagðar og hvita Evrópu í gálgum eða á höggstokk hinna gulu. Þetta táknbundna mál- verk átti að sameina alla þjóðhöfð- ingja Norðurálfunnar, að Englend- ingum frátöldum í eitt heilagt, órjúfanlegt, ríkjasamband gegn gulu hættunni og Englendingum. En sama árið kom keisarinn auga á aðra hættu, sem hékk yfir hinni þýzku þjóð, eins og »Damóklesar- sverð«. Þetta var »rauða hœttamy en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.