Morgunblaðið - 02.06.1917, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.06.1917, Qupperneq 2
2 MORGUWBI.ABIÐ Tííjómíeikar á Thjja-Landi á morgun (sunnudag) kl. 5—7lj2 og Ql/2—ll’/a Á hljóðfæri leika: herrar Theodór Árnason, Torfi Sigmunásson og Eggert Guðmu» dsson. Aths. Á Nýja-Landi fæst núaa (þrátt fyrir títnana sem nú geisa yfir og ekkert hefir verið hægt að fá frá útlöndum): Carlsberj? Ö1 (Lys & Pilsner) og hinn margþráði Schweitzer-ostnr (á brauð) og alt annað sem öllum er kunnugt um). Skrifstofa an(íbanningafélagsins, Lækjargötu 6 B opin hvern virkan dag ki. 4—7 e. h. Allir þeir sem vilja koma áfengis- málinu í viðunandi horf, án þess aö hnekkja persónufrelsi manna og al- mennum mannréttindum, eru beðnir að suúa sér þangað. í byrjun ófriðarins voru í enska og franska hernum fjórar flugvélar látnar vera í flokki fyrir sig, og hver flokkur hafði sitt verksvið. Nú eru aldrei hafðar minna en io vélar í hverjum flokkj, sem hefir 120 véla- mönnum og 150 flugmönnum á að skipa. Endingin á flugvélum á ófrið- artímum er lítil; telst mönnum svo til, að vélin endist að meðaltali í þrjá mánuði, þvi mikið er skotið niður. Það er sjaldgæft að sjá árs- gamla flugvél. Oft kemur það fyrir að þær eru skemdar fyrsta daginn, sem þær eru á lofti. í Englandi telst fróðum mönnum svo til, sem á friðartímum verði ekki komist af með minna en 10 þúsund flugvélar, en á ófriðartímum 12 þúsund. Með 3 mánaða end- ingu þyrfti þá 48 þúsund árlega og mundi því þurfa 144 miljónir sterl- ingspunda til þeirra á ári, ef vélin er talin að kosta 3000 pund. Áhuginn fyrir flugi er mikill orð- inn með öllum þjóðum. Flugið opnar nýjar leiðir og hraðari sam- göngur en tíðkast hafa. í flugvél má komast á 10 klukkustundum milli íslands og meginlands Evrópu, og á hálftíma milli Reykjavíkur og ísafjarðar. íslendingar hafa ekki enn þá fengið heimsókn af flugvél- um, en þess verður naumast langt að bíða. Að stríðinu loknu verða áreiðanlega margir til að spreyta sig á því, að fljúga kringum hnött- inn, og sennilegt að einhverjir velji hjer áfangastað. Ekki er fjarstæða að ætla, að vér á komandi tímum, og það áður en langt um líður, tökum flugvélar í vora þjónustu. T. d. má minna á að landpóstaferðirnar hér á landi eru svo dýrar, að munurinn á kostn- aði við þær og flugvélaferðir yfir sömu svæðin, vergur harla lítill, þeg- ar alt kemur til alls. Japanskir fallbyssnbátar í Miðjarðarhafi. Franska blaðið »Le Matin* skýrir frá því laust eftir miðjan maímánuð að nokkrir japanskir fallbyssubátar séu þá komnir til Marseille. Eiga þeir að beita sér gegn þýzlaum og austurríkskum kafbátum í Miðjarðar- hafinu og fylgja flutningaskipum.— ' Senda Japanar þangað fleiri fallbyssu- báta ef þessutn verður vel ágengt. — DAGBOK - Afmæli I dag: Sofía Jónatansdóttir, húsfrú. F. Frederiksen, kaupmaður. Sólarupprás ki. 3.28 Sólarlag kl. 11.24 Háf 1Ó3 í dag kl. 4.13 og í nótt kl. 4.37 • ---- íþróttaæfingar í dag: Víkingur kl. 7J— 9 3Íðd. Fram — 9—10|. / Stjórnarráðsfjósinn er nú verið að breyta í íbúðarhús. Morgnnblaðið hefir komið út venju seinna þessa dagana. Veldur því bilun á olíuhreyfivól prentsmiðjunnar, svo sem fyr er sagt, en gas fær maður ekki til vélareksturs — nó neins ann- ars — fyr en klukkan 10 á morgn- ana. — En eftir þetta vonumst vór til að blaðið geti komið út á réttum tíma. Messað á morgun í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5, síra Ólafur Ólafsson. Gefin voru saman 26. f, m. ungfrú Una Guðmundsdóttir og Einar Kr. Gnðmundsson múrari á Hólavelli. Gestir í bænnm. Jón Auðunn Jóns- son bankastjóri á Isafirði dvelur hór í bænum. Kom hann að vestan með gufubátuum Varanger. 1 gær var verið að skipa upp mjöli úr skipi Páls kaupmanns Gíslasonar, við Steinbryggjuna. Voru þar stórir staflar af sekkjum og matarlegt um að litast. Óknnni maðnrinn verður leikinn í kvöld kl. 8^/2, en ekki kl. 8 svo sem sagt var í blaðinu í gær, í næst síðjæta sinn. Bisp fer væntanlega tii Norður- lands og útlanda á morgun. Botnín hefir landstjórnin fengið leigða og á hún að annast strand- ferðir. Kemur hún fyrst hingað og fer svo hSðan vestur og norður um land um miðjan mánuðinn. PutBik dauður. Putnik, yfirheTshöfðingi Serba, er nýlega látínn í Nizz.i. Varð hann ga nall maður og flægur um allan heim sem hershöfðingi. Það var hann sem hafði yfirherstjórn Serba í Balkan- styrjöldunum 1912 og 1913 og vann hina glæsilegu sigra á Tyrkjum og síðan á Búlgurum. Þegar hinn mikli ófriður hófst var Pntnik ásamt dótt- ur sinni í baðstað nokkrum I Aust- urríki. Ætluðu Austutríkismenn fyrst eigi að sleppa honum en gáfu hon- um þó að lokum heimfararleyfi. Tók Putnia þá aftur við yfirherstjórninni. Nú gat hann þó eigi leitt Serba fram til sigurs, e’n hann gat gert annað — hann fékk bjargað miklum hluta hers þeirra og sá her berst nú á Saloniki-vígstöðvunum. Þeim ber ekki saman Austurríkis- mönnum og Itölum um úrslit sjó- ustunnar í Ádriahafi. Austurríkis- menn sendu fyrst út s.ína skýrslu um orustuna og er hún á þessa leið: Aðfaranótt 15. maí gerðu nokkur hin minni herskip vor heppilega út- rás í Otranto-sundi. ítölskum tund- urspilli, 3 verzlunarskipum og 20 vopnuðum varðskipum, var sökt. 72 Englendingar, sem voru á varð- skipunum, voru teknir höndum. Á leiðinni heim aftur urðu sldp vor að heyja harða orustu við ofur- efli óvinaliðs. Voru þar i móti ensk, frönsk og ítölsk herskip og biðu þau mikið tjón í orustunni. Það sást, að eldur kom upp i tveimur tundur- spillum, og flugvélar vorar hæfðu 2 beitiskip óvinanna með tundurskeyt- um. Óvinaflugvélar og kafbátar, sem tóku þátt í orustunni, gátu ekkert gert. Öll skip vor komu heim til hafn- ar lítið skemd og höfða eigi mist nema fáa menn. Þýzkur kafbátur, sem veitti skip- um vorum vigsgengi, sökti stóru brezku beitiskipi, sem hafði fjóra reykháfa. Tilkynning ítala er á þessa leið: Óvinafloti réðist hinn 15. maí á flutningaskip, sem eigi fluttu þó her- menn, og sökti einum tundurspilli, einu gufuskipi og fiskiskipi, sem haft var til strandvarna. Ensk og itölsk herskip komu á vettvang og tveir franskir tundur- spillar. Réðust skipin að óvinunum, en þeir flýðu undan alt hvað vél- ar þeirra orkuðu. Tvö óvinaskip leituðu skjóls undir Durazzo-vígjum. Enska beitiskipið »Dartmouth« ásamt Öðru beitiskipi og tveimur tundur- spillum, héit orustunni uppi í rúmar tvær klukkustundir og skaut 600 skotum á 3 óvinaskip af »Novara- flokknum. Orustunni var haldið á- fram þangað til hin stóru austur- ríksku herskip komu til sögunnar hjá Cattaro. ítalskir flugbátar ráku flugmenn óvinanna á flótta og skutu á skip þeirra. Tvær af flugvélum vorum skýra frá því, að þær hafi séð austurríkskt beitiskip rjúkaudi og skemt að aftan, vera að sökkva fyrir framan Cattaro. ÖII skip banda- manna og flugvélar komust heim aftur. Skipin þrjú af »Novara«-flokkn- um munu hafa skemst mjög mikið. Utan af landi Fiskifélagsdeildin í Ktjlavik hélt fund hinn 30. mai og kaus þá fulltrúa á fjórðungsþing Fiskifélagsins sem hefst hér í bænum í dag. A þeim fundi var samþykt svohljóðandi tillaga: Fundurinn skorar á fjórðungs- þingið að fara þess á leit við Al- þingi að. landssjóður greiði þá hækk- un á farmgjaldi og stríðsvátrygg- ingu, sem leitt hefir eða leiða kann af heimsófriðnum, svo að verðhækk- un á matvöru og öðrum lífsnauð- synjum verði eigi meiri en nemur hærri innkaupum og venjulegu farm- gjaldi o. s. frv. Tillögu þessa bera fulltrúarnir fram á fjórðungsþinginu. Er hér um mik- ið og merkilegt mál að ræða, sem án efa kemur fyrir næsta’ alþing i einhverri mynd. Italska hergagnaráðunyetið hefir skorað á alla lansmenn að afhenda stjórninni búsáhöld sín, þau sem eru úr eir, kopar, bronze, járni, og blýi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.