Morgunblaðið - 12.06.1917, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Skrifstofa andbanningafélagsins,
Lækjargötu 6 B
opin hvern virkan dag kl. 4—7 e. h.
Allir þeir sem vilja koma áfengis-
málinu i viðunandi horf, án þess að
hnekkja persónufrelsi manna og al-
mennum mannréttindum, eru beðnir
að snúa sér þangað.
Sími 31.
fengið 300 kr. styrk úr fúlgu þeirri,
sem fjárlög Dana ætla skáldum og
listamönnum.
Gunnar Gunnarsson
er sá íslendingur, sem mest er talað
um i Danmörku um þessar mundir.
Danir meta bækur Gunnars mjög
mikils og telja hann einhvern mesta
skáldsagnahöfund »sinn«. Bækur
hans er nú verið að þýða á ensku,
hollenzku og fleiri tungur. En Gunn-
ar sjálfur vinnur ósleitilega að nýrri
bók, sem væntanlega kemur út i
haust.
Tvær viðurkenningar hefir Gunn-
ar hlotið alveg nýlega. Hin fyrri
þegar honum var veitt 800 kr. verð-
laun úr styrktarsjóði Carl Möllers,
hin síðri er hann hlaut 300 kr. af
skáldastyrk Dana. Féð ætlaði Gunn-
ar að nota til heimferðar til íslands.
Hann hafði i hyggju að fara til Vopna-
fjarðar og dvelja þar um hrið. En
vegna siglingateppunnar er hætt við,
að ekkert verði úr því að sinni.
Eggert Stefánsson
söngvari syngur við góðan róm í
Stokkhólmi. Var hann á ferð i Khöfn
v lok maimámlðar og sagði liðan sina
ágæta. Eggert kvaðst jafnan syngja
islenzk sönglög fyrir Sviana, og þætti
þeim mikið til þeirra koma.
Pétur Jónsson
operasöngvari kom til Danmerkur
í miðjum maímánuði. Hefir hann
sungið hvert aðalhlutverkið á fætur
öðru við operuna í Kiel, og róma
þýzk blöð söng hans með afbrigðum.
Pétur var í ágætum holdum, en
kvaðst þó hafa lagt mikið af i Þýzka-
landi — vegna of mikillar vinnu
auðvitað, því að mat sagði Pétur
nægan i Kiel.
Pétur ætlaði sér heim til íslands
í sumar, en úr því gat ekki orðið
vegna samgönguleysisins. í stað
þess ffutti Pétur »út á land«, og býr
nú með konu sinni og dóttur í
gömlu sloti, í Horsholm á Norður-
Sjálandi. Er þar fagurt umhorfs og
vistlegt mjög. Hefir Pétur þó ekki
i hyggju, að hvíla sig í sumarleyfinu,
heldur lofa Dönum að heyra sína
fögru og miklu rödd eftir þvi sem
ástæður leyfa. Var Pétur ráðinn til
þess að syngja í Koncertsalnum
í Tivoli, og mun sá söngur hafa
farið fram síðasiliðinn föstudag. Að
þvi loknu ætlaði Pétur að syngja
viðar i Danmörku. í haust hverfur
hann aftur til Kíel, og mun það
verða síðasta árið sem hann dvelur
þar, því að tilboð hefir hann fengið
mörg um ágætar stöður við söngleik-
hús.
Heimspekispvófi
hafa þessir stúdentar nýlega lokið
við háskólann í Kaupmannahöfn:
Brynjólfur Stefánsson I. ág. eink.
jófríður Zoéga .... I. - —
Ólöf Jónsdóttir ... I. eink.
Arni Pálsson....... II. —
Guðbr. M. ísberg . . III. —
Atta íslendingar áttu þá eftir að
ganga undir próf.
iafnaðarmannastefnan
í Stokkhólmi.
Ræða Ribots forsætisráðberra.
Þá er jafnaðarmenn i Frakklandi
höfðu krafist þess að fá vegabréf til
friðarstefnunnar í Stokkhólmi og
það mál kom fyrir þingið, varð að-
sókn mikil að þingsalnum og hvert
fulltrúasæti skipað. Ribot forsætis-
ráðherra tók til máls og mælti á
þessa leið:
Fyrir nokkru hefir verið rætt um
þá fyrirætlun að kveðja til alþjóða-
fundar, þar sem jafnaðarmenn frá
öllum löndum, einnig frá Þýzkalandi
og Austurriki, væru saman komnir.
Þessi fyrirætlun hefir eigi fæðst í
Frakklandi. En hún hefir þegar haft
þau áhrif að skifta skoðunum og
valda sundrung meðal jafnaðarmanna
sjálfra. Og þegar Vandervelde, son-
ur hinnar hrjáðu Beigiu, hefir lýst
því yfir að hann væri á móti þess-
ari ráðstefnu, þá er það skylda vor
að hugsa oss vel um.
' Fyrsti annmark nn á slíkri ráð-
stefnu er sá, að hún gefur tilefni
til þess ,að ætla að sérstakur flokkur
vilji taka fram fyrir hendur stjórn-
arinnar. Friðurinn kemst eigi á
fyrir tilverknað neins sérstaks flokks.
Ef jafnaðarmenn færu nú að koma
saman til þess að ræða um friðar-
skilmálana, þá hefðu kaþólskir menn
rétt til hins sama. En friðurinn
verður enginn flokksfriður, hvorki
jafnaðarmanna né kaþólskra.
Friðurinn getur eigi orðið annað
en franskur friður. Hann verður að
ná yfir allar kröfur þjóðarinnar. En
hver getur komið fram fyrir hönd
þjóðarinnar? Það er að eins stjórnin,
í samvinnu við þingdeildirnar. Þegar
tími er til þess kominn mun stjórn-
in biðja þingið og nefndir þess að
hjálpa sér með ráðum og dáð og
hún mun skýra nefndum þingsins
frá öllu. Þetta verðum við að gera
og eg er viss um að það er vilji
allrar þjóðarinnar.
Getum við farið að semja við ó-
vinina meðan þeir hafa enn nokkuð
af landi voru á sinu valdi? Það á-
líta þessir menn. (Bendir til jafn-
aðarmanna.) Stjórnin, sem veit vel
hver ábyrgð á henni hvílir, veit líka,
að ef þessi fyrirætlun næði fram að
ganga, þá mundi það vetða til þess
að rugla hina almeonu skoðun. En
nú þarf þjóðin að beita öllum sínum
kröftum í lokahríð styrjaldarinnar.
Hver mundi árangurinn verða,
herrar mínir, ef hægt væri að fá
þjóðina til þess að trúa þvi, að frið-
ur gæti komist á fyrir slikar ráð-
stefnut? Nei, friðurinn fæst að eins
með sigri.
Hvað mundu menn hugsa hinum
megin hafsins, i Bandaríkiunum,
sem nú búast til þess að veita oss
sitt dýrmæta vigsgengi?
Stjórnin getur ekki leyft að þetta
fari svo sem tilætlað er, hún getur
eági tekið á sig þá ábyrgð að greiða
götu jafnaðarmanna til Stokkhólms.
Þér megið eigi efast um ættjarðarást
þessara samverkamanna vorra. (Bend-
ir til jafnaðarmanna.) Stjórnin metur
að verðleikum þá dýrmætu aðstoð
sem þessi flokkur hefir veitt henni,
bæði utan þings og innan.------------
Ribot fór siðan fögrum orðutn
um Rússa og kvað þá mundu skilja
þær ástæður, sem væru því til fyr-
irstöðu að leitað væri samkomulags.
Frönsku stjórninni hefði þegar gef-
ist tækifæri til þess, að láta i ljós
aðdáun sina og vináttu í garð þeirra
manna, sem tóku við stjórninni í
Rússlandi í maimánuði. Franska
stjórnin hefði eigi vanrækt að veita
Rússum þann stuðning, er i hennar
valdi stóð og hún hefði þess vegna
sent franskan ráðherra til rússnesku
stjórnarinnar og franska stjórnin
stæði í nánu sambandi við hann.—
Vér höfum þegar sent þrjá af
meðlimum yðar til Pertograd. Tveir
þeirra eru þegar komnir aftur. Vér
munum einnig gefa vegabréf til
Petrograd, þegar Stokkhólms fundur-
inn er úr sögunni. Stjórnin mun
gefa vegabréf til Petrograd, þegar
Frakkar eiga það eigi lengur á hættu
að hitta erindreka óvinanna i
Stokkhólmi, gegn vilja sínum.
Vér getum eigi leyft það, að skoð-
un þjóðarinnar verði rugluð af þess-
um fljótfærnislega orðrómi um frið.
Vér vitum hvaðan hann kemur. Það
hefir verið hafin barátta af ósvífinni
frekju og reynt að færa sér í nyt
verkföllin, sem eigi eru þó svo tíð
í Frakklandi eins og Englandi og
sem eiga eingöngu rót sina að rekja
til erfiðleika manna með það að hafa
ofan af fyrir sér.
Vér gerum oss far um það, að
jafna þessi vandræði; en í þessum
verkföllum eru menn, sem felast.
Vér munum kappkosta að framandi
menn i Frakklandi geti eigi truflað
hina almennu ró í landinu. Og það
munu verða sett lög um það, að
koma burtu þeim mönnum, sem
hegnt hefir verið og ekki er æskilegt
að séu hér.
Stjórnin er þess fullviss, að al-
menningsálitið láti eigi trufla sig.
Þingið og þjóðin munu eigi heldur
bregðast skyldu sinni.
Tilkynning frá austurriksku stjórn-
inni.
Austurríkska stjórnin hefir gefið
út svolátandi tilkynningn um för
austurríkskra og ungverskra jafnað-
armanna til Stokkhólms.
Víða hefir komið fram sá mis-
skilningur að austurríksku og ung-
versku jafnaðarmennirnir fari 'til
Stokkhólms í umboði stjórnarinnar.
Þessi ósanni orðrómur hefir jafnvel
skapað það ílit að stjórnin hefði
gert samkomulag við jafnaðarmenns
og gefið þeim ýms loforð til endur-
gjalds fyrir friðarumleitanir þeirra.
Það er fljótséð að þetta á ekkí
við nein rök að styðjast. Utanríkis-
ráðuneytið gaf jafnaðarmönnum að
eins leyfi til þess að fara úr landi,
en eigi meira. Jafnaðarmenn koma
því alls eigi fram í Stokkhólmi
fyrir hönd stjórnarinnar, heldur koma
þeir þar fram á eigin ábyrgð.
Samskonar yfirlýsingu hafa Þjóð-
verjar, Búlgarar og Bretar gefið út„.
Jafnaðarmönnum eru alls eigi gefin
vegabréf til friðarfundarins. Stjórnir
rikjanna koma hvergi nærri því senx
þar gerist. Og þó vænta menn
mikils af þeirri ráðstefnu sem hefst
í Stokkhólmi þessum mánuði. Heim-
urinn þráir frið og menn vænta
þess, að grundvöllur hans verði eí
til vill lagður á þessari jafnaðar--
manna-ráðstefnu.
i dagbók |
Afmseli i dag:
Elína Sveinsson, ekkjufrú.
Marie Jensen Krogh, húsfrú.
Þórunn Jónasson, ekkjufrú.
Erlendur Þórðarson, stud. theoL
Jón Magnússon, skipstjóri.
Sólarupprás kl. 3.8
Sólarlag kl. 10.47
HáfÍÓB í dag kl. 11.38 f. h.
og kl. 12.15 e. h.~
íþróttaæfingar í dag:
Víkingur, kl. 7J— 9 síðd.
Fram — 9—10J.
Hjónaefni. Eiríkur Kristjánsson'
verzlunarmaður og ungfrú Isse Lunds.
Hellerup.
Hjónaband. í dag verða gefin sam-
an þau Hallgrlmur Tuliníus verzlunar-
fulltrúi og ungfrú Hrefna Lárusdóttir,1
heitins kaupm. Lúðvígssonar.
Botnia kom í gærmorgun frá Aust-
fjörðum. Meðal farþega var frú Marta
Indriðadóttir.
Ólafnr Proppé kaupm. á Þingeyri
dvelur hór í bænum þessa dagana.
Samskot voru hafin raeðal farþeg-
anna á Fálkanum handa brezku skip-
brotsmönnunum, sem Fálkamenn björg-
uðu fyrir norðan Færeyjar. Söfnuðust
alls 300 krónur, sem Jón Magnússon
forsætisráðherra og yfirmaður Fálkans
afhentu hlutaðeigendum. Mun sú gjöf
hafa verið þakksamlega móttekin, þvf