Morgunblaðið - 14.06.1917, Qupperneq 2
2
MOKGUNBLAÐIB
I. S. í.
Útiæflngar Iþróttafélags ReykjaYíkur
er ákveðið að verði á íþróttavellinum á ináaudögum og fimtu-
dögum kl. 9 e. h. Skorað er á alla félagsmenn að nota sér þessar
æfingar. Utanfélagsmenn geta eiunig tekið þátt í æfingunum.
Æfingarnar byrja í kvöld.
í æfinganefndinni eru:
Ben. G. Waage. Ólafur Sveinsson. Kristján Gestsson.
Sigurgísli Guðnason. Páll Einarsson.
Járnvörudeild
Jes Zimsens
hefir nú fengið afarmikið úrval af allskonar
svo sem:
Ernait. pofta á primusa og olíuvélar, margar stærðir, og
allskonar aðrar email. vörur:
Pönnur Otíuvétar Gasvétar Btikkbrúsa
Jtljótkurbrúsa Hatta Tiönnur.
Enniremur skðflur, allskonar lukfir og (ukfargtÖS,
Pvottabretti úr tré og gleri, bottabakkar, bnífapör,
fiskbursfar, skógarn, peningakassar o. m. m. fl.
'k
Betra fyrir fólk að hafa hjaðan á, áður alt er útselt.
Prímusar á leiðinni.
H.f. Eimskipafélag íslands
Tii kaiipmann&
Vér viljum vekja athygli kaupmanna á auglýsingu vorri,
viðvíkjandi sunduriiðun á vörum með næstu ferðum skipa
vorra irá New-York.
Sundurliðun þessa þurfum við að fá
tafarlaust,
til þess að flýta fyrir aigreiðslu skipanna.
Reykjavik, 13. júní 1917.
H.f. Eimskspafélag Islands.
Samsöngur.
SöngfélagfiS »17. júni« söng í Bár-
unni í fyrrakvöld fyrir troð-
fullu húsi, svo sem venja er þegar
þeir íélagar láta til sín heyra. Söng-
skráin var tæplega eins fjölbreytt og
venjulega á samsöngum félagsins, en
meðferðin var yfirleitt góð. Þó virð-
ist sem nokkuð skorti í »Tenorinn«.
Ætti félagið að reyna að útvega einn
eða tvo góða »tenora« í viðbót og
mundi það vafalaust bæta mikið.
Einsöngvar voru þrír og ber sér-
staklega að geta hinnar hljómmiklu
og mjúku bassaraddar Viggos Björns-
sonar. Væri óskandi að hann léti
oftar til sín heyra.
Arni Thorsteinsson hefir gert nýtt
lag við kvæði Gríms Thomsens »A
Sprengisandi*, sem er mjög ein-
kennilegt og fallegt. Lagið er í mesta
máta íslenzkt og er svo samsteypt
kvæðinu, sem frekast er unt. Lag
þetta þótti takast einna bezt, var sung-
ið tvisvar og tónskáldið kallað fram.
Söngstjórinn, Sigfás Einarsson,
hafði og gert mjög fallegt og hug-
næmt lag við kvæði Steingríms: »Bæn
fyrir föðurlandi.
Að lokum I Báiusalurinn hefir ver-
ið »dubbaður upp«. Veggir, loft og
bekkir er nýmálað, þrátt fyrir (fyrtíð
og vandræði. Það var ánægjuleg
sjón. En — fyrir bragðið eignumst
við kanske ekki viðunanlegt söng-
hús fyrstu fimtán árinl
Hrajn.
DAGBÓK
Aímseli í dag:
Guðrún Bjarnadóttir, húsfrú.
Garðar Gíalason, stórkaupmaður.
Jóh. Kr. Jóhannesson, trésm.
Jón Kristjánsson, læknir.
Magnús Sigurðsson, bankastjóri.
Þórður S. Vigfússon, skipstj.
Sólarupprás kl. 2.5
Sólarlag kl. 11.59
Háf lóð í dag kl. 2.15
og í nótt kl. 1.33
íþróttaæfingar í dag:
Víkingur kl. 7^— 9 síðd.
Fram — 9—10J.
Þrjár bifreiðar fóru til Þingvalla í
gær. Er það fyrsta sinni á þessu ári
að bifreiðar fara þangað. Vegurinn
kvað vera í slæmu ástandi og þyrfti
endilega að gera við hann sem fyrst.
Þrímastrað seglskip, 400 smálesta,
kom hingað í gær með matvörufarm
til Friðriks Magnússonar & Co.
Geir hefir gengið vel til þessa að
veiða upp kolin á Rauðarárvík. í fyrra-
dag náði hann upp fullhleðslu í þrjá
uppskipunarbáta og enn meira daginn
iBur.
Ragnar Ásgeirsson garðyrkjumað-
ur, sem nú dvelur erlendis, er nýlega
orðinn kennari við garðyrkjuskólann
»Vllvorde« við Charlottenlund á Sjá-
landi. Jín þar lauk Ragnar prófi fyrir
tv«ám árum.
Reikningnr íslands banka. Þessar
61.000 kr. af ársarðinum, sem getið
var um í blaðinu í gær, að hefðu ver-
ið úthlutað í þóknun, hafa að eins
runnið til framkvæmdastjórnar ogfull-
trúaráðs.
Skrifstofa andba«iningafélagsins,
Lækjargötu 6 B
opin hvern virkan dag kl. 4—7 e. h,
Allir þeir sem vilja koma áfengis-
málinu í viðunandi horf, án þess að
hnekkja persónufrelsi manna og al-
mennum mannréttindum, eru beðnir
að snúa sér þangað.
Sími 31.
Goðafoss. Ábirgðarfélögin hafa nú
ákveðið að selja Goðafoss þar sem
hann stendur á Straumnesi.
Gnðfræðisprófið. Kandídatarnir
Erlendur Karl Þórðarson og Steinþór
Guðmundsson flytja prófprédikanir sín-
ar í dómkirkjunni í dag kl. 5 síðd.
Söngfélagið »17. júní« endurtekur
samsöng sinn í Bárubúð í kvöld. Viss-
ara að ná sér í aðgöngumiða í tíma,
því mikið er þegar pantað.
Gefin sainan. Þann 26. f. m. voru
gefin saman í hjónaband jungfrú Sig-
ríður Einarsdóttir, Bræðraborgarstíg 31
og Kristján Ebenezarson sama stað.
%
Brauðaþyngdin. Rannsókn hefir
bæjarfógetinn hafið út af kærum, sem-
honum hafa borist út af þyngd bak-
aríisbrauða. Hafa tvö próf verið haldin
í málinu og fer þriðja prófið fram á
morgun.
Búist við því, að margar kærur munu
koma fram á bakara, sem selt hafa of
lótt brauð. En það er ekki að vita
hvort allar þær eru á rökum bygðar.
Vegna mótorbilunar í prentsmiðj-
unni gat Morgunblaðlð eigi komið út
fyr en um hádegi í gær.
Hjónavigsla. í dag verða gefins
saman í hjónaband þau John Fenger
stórkaupmaður og jungfrú Kristjana
Zoega, dóttir Geirs heitins kaupmanns.
Vígslan' fer fram í húsi landsverkfræð-
ingsins við Túngötu.
Sambandsþing U. M. F. í. byrjar
kl. 10 f. hád. í dag í Báruhúsinu.
„Thore“.
Gufuskipafélagið »Thore« hélt ný-
lega auka-aðalfund, og var þar sam-
þykt að auka hlutafé þess upp í
eina miljón króna. Jafnframt var það
ákveðið að gera alla hluthafa jafn
réttháa með því að afnema »forrétt-
inda«-hlutabréf félagsins. Fá hlut-
hafar io almenn hlutabiéf fyrir 3
»forréttinda« hlutabréf og 15 °/0 í
peningum af upphæð þeirra hluta-
bréfa í eittskifti fyrir öll.
»Foriéttinda« -hlutabréfin námu;
204 þús. kr.