Morgunblaðið - 20.07.1917, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.07.1917, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ laust, að minsta kosti einum manni á ári, tilsögn í meðferð veiðitækja sinna og veiðiaðferð. Fiskifélagið skal hafa umsjón með kenslunni og ráða hverjir hennar njóta. Svifta má manninn leyfinu með árs fyrirvara, ef hann hefir ekki notað sér það inn- an 3 ára frá útgáfu leyfisbréfsins. í ástæðum sínum fyrir frv. tekur flm. fram, að Björn þessi Jónsson hafi varið miklum tíma tii að kynna sér þessa veiðiaðferð, og vilji nú reyna hana hér, en þyki ofmikil á- hætta að byrja á þessu án einka- leyfis. Liklegt telur flutningsmaður, að veiða megi bér lax úr sjó án þess að það yrði að baga fyrir þá veiði laxám landsins. En þó svo færi, að það drægi úr veiði í ánum, þá yrði að líkindum almennara gagn að slíkri veiði í rúmsjó. Hér séu menn með öllu ókunn- ugir þessari veiðiaðferð og litlar lik- ur til að heimaaldir íslendingar byrji á henni á næstu árum. Þvi sé það fýsilegt að fá ^leiðbeiningu f þessu efni, landinu að öllum líkindum, að kostnaðarlausu. Það verður og að meta nokkurs, að íslendingar geti notfært sér bér heima þekkingu, sem þeir hafa aflað sér erlendis á atvinnuvegum, sem oss eru lítt kunnir. »Og frekar mundi það stuðla að heimflutningi þeirra hingað til lands, ef þeim væri sýnd einhver rækt og leiðbeiningum þeirra einhver gaumur gefinn*. 5. Frv. um varnarpintr í einka- málum flytja þeir Magnús Guðmunds- son og Gísli Sveinsson í Nd. Frvj er nærri samhljóða frv. því, er landsstjórnin lagði fyrir Alþingi 1914, en þá féll í Ed. með 1 at- kvæðismun, og er aðalefni þess að heimila sækjanda, i öljum málum nema vitnamálum, landamerkjamálum og vettvangsmálum, að höfða mál og reka í þeirri dómþinghá lögsagnar- umdæmisins, sem dómari hefir skrif- stofu sína, í stað þess, að nú skal að jafnaði mál höfðað í þinghá þeirri sem stefndur á heimili i. Úr efri deild í gaer. 2 mál voru á dagskrá, frv. nm póknun til vitna og frv. um við- auka við sampyktarlöq um kornforða■ búr til skepnufóðurs, bæði til 3. umr. Framsögumennirnir sögðu sína setninguna hvor — tæpleg^io orð — en enginn annar tók til máls. Hvorttveggja málið var samþykt í e. hlj. og afgreitt til neðri deildar. Fundurinn stóð tæpar 10 minútur. Um leið og áheyrendur voru að flytja sig á neðrideildarpallana, að fundi þessum loknum, heyrðist þeim forseti efri deildar segja: »Það er gaman að vera forseti í þessari deild, þegar svona vel gengurf Úr neðri deild í gaer. 1. Frv. um breyting á lögurn um almennan ellistyrk samþ. við 3. umr. f e. hlj. og afgr. til efri deildar. 2. Frv. um einkasðluheimild lands- stjórnarinnar á steinolíu tekið út af dagskrá. 3. Till. til þingsál. um sölu á ráðherrabústaðnum tekin út af dag- skrá. 4. Till. til þingsál. um kolanám samþ. við fyrri umr. og visað til síðari umr. í e. hlj. 5. Ákveðið að leyfa fyrirspurn til landsstjórnarinnar um endurskoðun vegalaganna. Minnisvarði yfir Sigurð Yigfússon forngripavörð. Þeir sem koma út í kirkjugarð reka fljótt augun i stóran nýjan minnisvarða úr ótilhöggnum islenzk- um grásteini. Er hann reistur fýrir sannan líkhúsið á gröf Sigurðar forn- menjavarðar og konu hans, fyrir for- göngu Mattiasar Þórðarsonar þjóð- menjavarðar. Hefir Mattías geng- ist fyrir fjársamskotum hér í bænum til þess að hægt væri að reisa þennan varða nú, er 25 ár eru liðin siðan Sigurður andaðist. Steininum svipar að öllu leyti til rúnasteina frá 10. öld og er einn einkennilegasti og merkilegasti varðinn i kirkjugarðin- um. Aletraniá er með skýrri rúnaskrift og á þessa leið: Reykvikingar reistu stein þennan yfir Sigurð son Vigfúsar forstöðumann forngripasafnsins og Ólinu eiginkonu hans. Innan í rúnahringinn hefir Mattías dregið skrautmynd í gömlum stíl, sem tekin er af fornum þiljum, er hann fann á Möðrufelli í Eyjafirði og flutti á þjóðmenjasafnið. (Sjá ár- bók Fornleifafél! 1916). Steinninn er um 2 metrar á hæð og var ekið ofan úr Öskjuhlíð. Grundvöllurinn er steypusteinsstallur sem þó ekki á að sjást, þvi að orp- inn verður lítill haugur utan um hann upp að varðanum. DACBOK T al sím ar Alþ i n g i s: 354 þingmannasírai. Um þetta númer þurfa þeir að biðja, er cetla að ná tali af þingmönnum i Alþingis- húsinu í síma. 411 skjalaafgreiðsla. 61 skrifstofa. Gangverð erlendrar myntar. Dollar Bankar 3,55 Pósthúg 3,60 Franki 62,00 62,00 Sænsk króna ... 106,00 107,00 Norsk króna ... 103,00 104,00 Sterlingspund ... 16,50 16,50 Mark 50,00 51,50 ÍÞ róttaæfingar í dag: Væringjar kl. 6J/2— Tí/i Fram jun. — 71/.,— 9 Reykjav. jun. — T/%— 9 Knattsp.fól. Rvík — 9 —101/^ Knattsp.fól. Valur— 9ð/2—11 Fálkafyrirliðar höfðu dansleik um borð á varðskipinu í fyrrakvöld og buðu til sín mörgu bæjarfólki. Guðm. Haunesson yfirdómslög- maður frá ísafirði kom hingað á Botníu. ísland mun vera komið til Halifax á hingað leið. Willemoes og Gullfoss eru bæði komin til Halifax, hið fyrra á leið til Ameríku, en Gullfo3S á hingað leið. Frá Vestu. Fimm menn fórust þegar Vestu var sökt, en þeir voru 1. vólameistari, brytinn, einn kyndari og tveir hásetar. Voru þeir allir danskir. Dagskrá efri deildar í dag, kl. 1. 1. Frv. um framkvæmd eignarnáms; 3. umr. 2. Frv. um söluáTungu; 3. umr. 3. Frv. um stækkun verzlunarlóðar ísafjarðar; 3. umr. 4. Frv. um eignanámsheimild á lóð og mannvirkjum undir hafnar- bryggju á ísafirði; 2. umr. 5. Frv. um breyting á lögum um umboð þjóðjarða. 6. Frv. um Hnappdælalæknishérað; 1. umr. 7. Þingsál.till. um útvegun á nauð- synjavörum. Dagskrá Nd. í dag kl. 1. 1. Frv. um einkasölu á steinolíu; 3. umr. 2. Frv. um hreppstjóralaun 0. fl.; 3. umr. 3. Frv. um stefnufrest; 3. umr. 4. Frv. um frestun á sölu þjóðjarða og kirkjujarða; 2. umr. 5. Frv. um breytingu á vátryggingar- lögum sveitabæja; 2. umr. 6. Frv. um einkasöluheimild bæjar- stjórnar Rvíkur á mjólk; 2. umr. 7. Frv. um einkasöluásementi; 2. umr. 8. Frv. um breytingu á bannlögun- um (frv. þeirra Jörundar o. fl.); 1. umr. 9. Frv. um stefnubittingar; 1. umr. 10. Frv. um prófessorsembætti handa Guðm. Finnbogasyni; 1. umr. 11. Frv. um hækkun oddvitalauna og sýslunefndarmanna; 1. umr. 12. Þingsál.till. um kolanám; síðari umr. Flugpóstferðir. í blaðinu 5>íslend- ingurí á Akureyri stingur einhver »Þ« upp á því, að komið verði hór á póstflugferðum innanlands þegar að ófriðnum loknum. Vill hann að byrjað só á póstferðum með flugvólum milli Reykjavíkur og Akureyrar. Mundi flugvólln geta farið fleiri en eina ferð milli þeirra staða á dag, því án við- komustaða mundi hún að eins vera 3 stundir á lelðinni, en fyrst í stað myndu 2—3 ferðlr á viku nægja. Vlll greinarhöf. loks að alþingi veiti fó á þessu ári til þess að rannsaka þetta. Tóbak fæst hvergi betra né ódýrara, en i Tóbakshúsinu, Laugavegi 12. Sími 286. Winna Kaupakona óskast í 4—6 vikur. Uppl. á Grettisg. 39 B. Sími 176. Mópressuvél einhverja hefir Fr. B. Arngrímsson á Akureyri fundið upp og er hann að láta smíða »model« af henni nú sem stendur. Seglskipið »Áfrara«. P. A. Ólafs- son konsúll, annar eigandi skipsins Áfram, sem Þjóðverjar söktu um dag- inn, fókk í gær símskeyti um það, að skipverjar væru komnir til Glasgew. Skipverjar voru 5 talsins og fjórir þeirra íslendingar, hinn fimti Færey- ingur. Austurvollur. Hvað mörg ár í röð á það að ganga óátalið, að fáeinir pilt- ar taki sór einkarótt til að ieika »krok- ket« á Austurvelli og gera flag á hon«- um á fleiri en einum stað? — Þetta riður algerlega í bága við fegurðartil- finningu fiestallra borgara bæjarins og hún er þó ekki vandlætingasöm. —- »Krokket«-jpil verður að banna á þess- um stað, enda eru til þess nógir staðir aðrir! C. Henning voo Melsted, hiun alkunni sænski rithöfundur og ritstjóri máðaðartímaritsins »Sverige«, hefir nýlega gefið út leikrit eftir sig, er hann nefnir *Ensom« (Skádespel av Henning von Melsted; Á.B.Svensk reklams foriag, Stockholm 79 bls., verð kr. 1,50). Aðalpersónan, ein- stæðingurinn, er fátæk búðarstúlka, sem örðugt veitir að risa undir byrði örlaganna, en á betri vin en hún veit, ungan lækni, sem þáfyrstskil- ur sjálfan sig og hana, þegar hann heldur að hún hafi yfirgefið alt og alla; »enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir*. — En ekki skal að þessu *inni dæmt um leikrit þetta hér, eða önnur eldri rit þessa skálds, en því skal þessa minst, að höfund- urinn er af íslenzku bergi brotinn; hann er nefnilega sonarsonarsonur Ketils Jónssonar von Melsted, yfir- foringja (major) í her Dana, sem féll i orustunni á Anholt 27. mars 1811, tæplega fimtugur, og vann sér ágæt- an orðstír. — Leikfélagið hér ætti að athuga hvort ekki væri tiltækilegt að sýna mönnum þessi leikrit Hennings v. Melsted, þvi að mörgum mun þykja forvitni á að kynnast þeim, og þetta nýjasta mun vekja margan til um-- hugsunar um efni, sem vont vill verða að ráða ætíð vel fram úr. M. Þ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.