Morgunblaðið - 03.08.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1917, Blaðsíða 2
WORSTÍNP.iAWÍE' ; ................. .. — 4. Frv. til hafnarlaga fyrir í>a- fjörð, til i. utnr. 7. Utmaling lóSa. Sjávarútvegsnefnd efri deildar flyt- ur frumvarp til breytinga á lögum frá 1891 um útmælingar lóða. »Frumvarp þetta fer fram á þá breyting á löguuum um að fá út- mældar lóðir, að mæla meigi lóðir einnig fyrir iðnað og sjávarútgerð, og einkum að því er hið síðara snertir einnig í veiðistöðum, þótt utan kauptúna sé. Stendur þessi breyting í samb'andi við aðra laga- breyting, sem efri deild hefir gert á lögum um notkun hafna, og er nauðsynleg til þess að sú breyting komi að notum. Jafnframt þykir sanngjarnt, að árs- leigu eftir lóðirnar meigi meta á ný á nokkurra ára fresti, þar sem verð á leigu á lóðum getur verið háð miklum breytingum.c 8. Hnappdœlahérað. Allsherjarnefnd Ed. fer svofeldum orðum um frv. Halld. Steinssonar um Hnappdælalæknishérað: Þar sem vænta má, að lögin um skipun læknishéraða verði nauðsyn- legt áður en langt líður að endur- skoða í heild sinni, og þar sem báttv. neðri deild hefir nú vísað frá að þessu sinni tveim samskonar málum, þykir nefndinni rétt að íáta einnig þetta mál bíða, og ræður til að í því sé samþykt svo látandi Rökstudd dagskrd. í trausti þess, að stjórnin svo fljótt sem unt er taki skipun læknis- hétaða til gagngerðrar endurskoð- unar, tekur deildin íyrir næsta mál á dagskrá. Flm. er Kr. Daníelsson. 9. Oddvitalaun og sýslunejndar- manna. Allsherjarnefnd hefir nú athugað frv. Jóns á Hvanná um að hækka um þiþðjung laun hreppsnefndaodd- vita og sýslunefndarmanna, og leggur nefndin til að það sé samþykt óbreytt að efni til. Framsögum.: Einar Arnaso'n. 10. Eiðaskólinn. Frv. Austfirðinga um stofnun al- þýðuskóla á Eiðum og afhendingu Eiðaeignar til landssjóðs er nú kom- ið úr nefnd — mentamálanefnd Nd Nefndarmenn eru einhuga um að mæla með frv. að mestuleyti óbreyttu. Úr efri deild í gær. 4 mál á dagskrá. 1. Frv. um lögráð; 3. umr. Afgreitt umræðulaust til neðri deildar. 2. Frv. um reglugerðir um notk- un hafna; 3. umr. Afgreitt umræðulaust til neðri deildar. 3. Frv. um breyting á lögum nm vátrygging sveitabæja, til 1. umr. Vísað til 2. umr. og landbúnaðar* nefndar umræðulaust. Flutningsm. Magnús Torfason sýndi fram á þöif hafnarbóta á ísa- firði og sömuleiðis hve sanngjarnt væri, að landssjóður tæki þátt í kostnaðinum, þar sem ísaförður hefði um langt skeið verið ein af beztu mjólkurkúm hans. Guðjón Guðlaugsson, mælti móti frv. Taldi hann ýmsa agnúa á mál- inu. Viðurkendi að vísu það, að ísa- fjörður hefði verið dropasæli fyrir iandssjóð, en benti hins vegar á það, að ekki þætti það ráð, hjá roskn- um og reyndum bændum, að ala svo mjólkurkýr sínar, að í spik hlypu og yrðu geldar af. Magnús Torfason taldi augljóst úr hvaða átt væru uppsprottin and- mæli Guðjóns, þar sræðu útlendu selstöðuverzlanirnar á ísafirði bak við og taldi hann ummæli Guðjóns sprottin af forsjá fyrir þeim. Kvaðst hann vona að slik ósvinna 'yrði ekki málinu að falli. Eftir orðahnippingar þessar var frv. vísað til 2. umr. og sjávar- útvegsnefndar. Þingvfsur. í umræðunum í gær í efri deild um höfn á ísafirði sagði Magnús Torfason, að eitt af því, sem yki hafnarþörfina væri það, að »vatnið« í Pollinum frysi. Þá var kveðið: Gaf hann ýmsar upplýsingar um ísafjarðar veðurfar. Það vita’ ekki allir vesalingar, að vatnið getur frosið þar. Um umræður Guðjóns í sama máli var kveðið: Guðjón hangir hálfboginn og hringar um Mangá orðvefinn. Teygir hann langa lopann sinn og lætur ganga bláþráðinn. Úr neðri deild í gær. 1. Frv. um veitingu læknishéraða (kosmngu lækna); 1. umr. Flntningsmaður Sigurður Signrðsson mælti með frv. Kvað hann þetta vera stórþýðingarmikið mál og vænti að deildin liti á það með sanngirni og greiddi götu þess. Magnús Pétursson kvað orð hafa leikið á því, að ekki væri alt sem þarfast, sem fram hefði komið á þessu Nú færi þó skörin fyrst upp í bekkinn, því að sjaldan hefði jafn- óþarft, eða réttara sagt jafnskaðlegt frv. komið fram á þingi sem þetta, og furðaði að nokkur þm. skyldi hafa gcrst til að bera það fram. Frv. væii kallað frv. um veitingu læknis- héraða og fjallaði um það, hvernig ætti að kjósa lækna, en hvergi væri svo fyrirmælt i frv., að lækna skyldi kjósa. Frv. væri senniléga ékki bor- ið fram í þeim tilgangi að það næði fram að gaoga, heldur til að þókn- ast vissum flokki kjósenda. Það liti i fljótu bragði út eins og sanngjarnt væri að þjóðin fengi að kjósa sér lækna eins og presta, en væri þó í raun réttri alt öðru máli að gegna. Það gengi svo til jafnaðarlega, þegar prestskosning færi fram, að prest- arnir ferðuðust um sóknirnar, sýndu sig og prédikuðu bæði í kiikjum og heimahúsum og létu yfir höfuð sem mest bera á kostum sinum, en hyldu gallana. En læknar gætu ekki, þó flutningsmaður ætlaðist kannske til þess, flutt með sér heilt apótek og reynt sig, hver gæti gefið bezt »púl- verc og »pillurc, hver bezt gæti skor- ið í fólk, hjálpað konum, tekið út tennur o. þ. h. Það þyrfti líka að hafa einhverja menn handa læknun- um til að spreyta sig á, en efaðist um, að flutn.m. vildi leggja til sinn háttv. líkama til að hafa á þann hátt til kosningabeitu. Eftir þvi sem hann þekti skap lækna, mundu það naum- ast verða yfirburðalæknarnir, sem gæfn kost á sér til að fara i héruð- in og agitera fyrir sér, og það með þeim hætti að þurfa að niðra keppi- nautum sinum. Meiri likur væru til að að allur fjöldi góðra lækna vildu ekki lita við héruðunum upp á þesst býti, og þvi síður en svo að þetta yrði til þess að- tryggja það að kosning lækna tækist vel. Að þvi er þá ástæðu snerti, að með kosningu lækna væri fengin trygging fyrir að menn fengju þá lækna, sem þeir bæru best traust til, væri réttara að segja, að meiri hluti kjósenda þeirra, er greiddu atkvæði, fengju slika lækna. Minni hlutinn, sem hefði hugsað um ein- hvern annan, yrði vitanlega sáróá- nægður. Af því gæti leitt, að minni hlutinn myndi tortryggja lækninn, og það jafnvel þótt um afburða- lækni væri að ræða. Hversu heppi- legt það væri fyrir heilbrigði héraðs- búa, að mikill hluti þeirra bæri van- traust til læknis síns, þyrfti ekki um að tala. Vænti hann þess að deild- armenn sæju, hver skaðræðisgripur væri hér á ferðinni, og létu frumv. ekki fara lengra. Benedikt Sveimson tók í sama streng og M. P. Kvað hann rök- semdir flutningsmanns ekki hafa sannfært sig um nauðsyn þessa máls. Það væru oft ungir menn, sem sætu utri læknishéruð. Til þeirra þektu héraðsbúar oft og tið- um alls ekkert, og væri miklu hæg- ará fyrir stjórnarvöldin að afla sér opplýsinga um þá, heldur en fyrir héraðsbúa. Kvaðst ekki vita til að stjórnin sýndi það ranglæti í veit- ingu læknishéraða, að veita þau lök- ustu læknunum, en sporna við því, að góðir læknar fengju að njóta sín í þarfir þjóðfélagsins. Kvaðst hann ekki hafa orðið var við, að sú ósk væri rík hjá almenningi að fá að kjósa lækna. Hefði að visu gægst npp á- þingmálafnndum elnstöku sinnum, dn á því væri Htt mark takandi. Þessi ósk væri nú komin fram í kjördæmi flutninsmanns, sprottin af andróðri einstakra manna móti vel ■ níetnum, skylduræknum og lærðum lækni, sem nýlega hefði fengið vdtingu fyrir héraði þar, og hefði sótt frá sínu fyrra læknishér- aði vegna þess að þetta hérað væri hægara, en hann væri nú tekinn að eldast. Hefðu verið gerð samtök um að reyna að bola hann frá em- bætti sínu, og væri breins og beint ástæða til að víta slikar aðfarir, og það gerði deildin bezt með því að fella þetta frv. nú þegar. Þorleifur Jónsson mælti og móti frv. Sagði að ekki væri hægt að neita því, að það liti all-frjálslega út, en það frelsi væii aðeins fyrir meiri hlutann, en fyrir mintii hlutann yrði það að þvingun. Sig. Sigurðsson kvað sér skylt að svara þessum andmælum. Þótti hon- um aðfinslurnar vera útúrsnúningar einir og sprotnar af viðleitni til að færa þetta mál til verri vegar. M. P. hefði sagt að málið væri svo vaxið, að ekki væri eyðandi orðum að því, en hefði þó haldið um það langa ræðu. Kvað hann óþarft fyrir lækna, sem um hérað sæktu, að gera sér ferð í héraðið tíl að »agitera« fyrir sér, því að kjósendur mundu leita sér upplýsingar annarsstaðar. — Þýðingarlaust væri það líka fyrir lækna, sem hefðu kynt sig að óreglu, eða að því að hafa stútað fleiri mönnum en þeir hefðu hjálpað. — Hægt væri að sýna með ljósum dæmum, að stjórninni hefði oft hrapallega mistekist í veitingu læknis- héraða og annara embætta. Læknar sætu og í embættum, sem fyrir löngu hefði átt að vera búið að vísa úr þeim. Magnús Pétursson skoraði á flutn- ingsm. að nefna nöfn þeirra lækna utan þinghelginnar, svo þeir gætu leitað réttar síns. Ben. Sveinsson tal- aði enn nokkur orð og enn að lok- um Sig. Sigurðsson. Var frv. svo felt frá 2. umr. með 14 : 9 að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu jd: Ein. Arna, P. Ottesen, P. Þórð., Sig. Sig. og Sv. Ól. — O-jd sögðu: Bj. Kr., Ein. Arnórs., Jör. Br. og Stef. Stef. — Nei sögðu: Ben. Sv., Bj. frá Vogi, B. Stef., E. J., Gisli Sv., Jón Jóns., J. M3gn., Magn. G., Magn. P., Matth. Ól., P. Jóns., Þorl. Jóns, Þorst. Jóns, Þór. Jóns, og Ól. Briem. 2. Frv. um forkaupsrétt lands- sjóðs á jörðum; 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. í e. hlj. og til landbúnaðarnefndar. 3. Frv. um hey- og lýsisforðabúr. Vísað til 2. umr. og landbúnaðar- nefndar í e. hlj. 4. Frv. um síma frá Borgarnesi að Hjarðarfelli. Tekið út af dagskrá að ósk flutn- ingsmanns. (P. Þórð.). 3. Frv. til merkjalaga; vísað til 2. umr. og landbúnaðarnefndar í e. hlj. 6. Frv. um friðun hreindýra. Vísað til 2. umr. í e. hlj. nefnd- arlaust. 7. Ftv. um herpinótaveiði við Húnaflóa. Visað til 2. umr. og sjávarútvegs- nefndar. 1 8. Frv. um lýsismat. Sömuleiðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.