Morgunblaðið - 08.08.1917, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
30-40 ungar og góðar
varphænur
fást keyptar nú þegar i
Skothúsinu.
Hérmeð tilkynnist vinum og vanda-
mönnum að elskulegur eiginmaður
ur minn, Teitur Hansson, lézt 3. þ.m.
fJarðarförin fer fram frá heimili hins
látna, Spltalastig 10, kl. II f. m.
Valgerður Eyjélfsdðttir'
6. Brauðverðarhúsmálið
er komið úr nefnd i efri deild,
bjargráðanefnd. Ræður nefndin
deildinni til að samþykkja það með
lítilsháttar breytingum, sem flestar
eru orðalagsbreytingar.
7. Forkaupsrétíur landssjóðs á jðrðum-
Landbúnaðarnefnd vill gerbreyta
frv. Sig. Sig. um það efni. Úr
breytingartillögum hennar verðor
nýtt frv. svo látandi:
1. gr. Þegar jörð er til sölu, og
hvorki viðtakandi hennar eða hlut-
aðeigandi sveitarfélag vill nota kaup-
rétt sinn, skal jafnan skylt að bjóða
landsstjórninni kaup á jörðinni fyrir
landssjóð, er hefir þá forkaupsrétt.
2. gr. Nú tilkynnir eigandi, eða
annar fyrir hans hönd, landsstjórn-
inni, að jörð sé til sölu samkvæmt
1. gr., og skal landsstjórnin þá afla
sér nauðsynlegra uppiýsinga um jörð-
ina og sannvirði hennar, og tilkynna
hlutaðeiganda innan mánaðar, hvort
hún vill nota kauprétt landssjóðs.
Landssjóður greiðir kostnað er af
kaupunum leiðir, ef kaup eru gerð.
Seljanda er þó heimílt að selja
öðrum, ef landsstjórnin vill ekki
sinna því verði, sem boðist hefir
fyrir jörðina.
3. gr. Ef um áður seldar þjóð-
jarðir eða kirkjujarðir er að ræða,
greiðist kaupverðið úr sjóðum þeim,
er andvirði jarðanna er runnið í, ella
greiðist það úr landssjóði.
Stjórnarráðið gerir nauðsynlegar
ráðstafanir um bygging jarðanna, en
um umráð þeirra fer eins og lög
ákveða.
4. gr. Ef jörð er seld öðrum en
viðtakanda eða sveitarfélaginu, án
þess að landsstjórninni hafi verið
gert viðvart samkvæmt 1. gr., er
landsstjórninni heimilt að rifta söl-
unni og kaupa fyrir sama verð og
jörðin 'seldist siðast fyrir.
5. gr. Skylt er hreppstjórum að
hafa vakandi auga á, hver í sinum
hreppi, að fyrirmælum 1. gr. sé
hlýtt. Ef út af er brugðið, skal
hreppstjóri tafarlaust tilkynna það
sýslumanni.
8. Holrasi ot* fanfstéttir á Akureyri.
Allsherjarnefnd Ed. gerir nokkrar
breytingartillögur við frv. Magnúsar
Kristjánssonar um gjöld til holræsa
og gangstétta á Akureyri, en vill að
öðru leyti láta það ganga fram.
Úr etri deild í gær
12 mál á dagskrá.
1. Frv. um breyting á lögum
um manntal í Reykjavík; frh. 3,
umr.
Frv. samþykt umræðulaust og
afgr. til Nd.
2. Frv. um slysatrygging sjó-
manna; 2. umr.
Um það mál urðu allmargar
umræður.
Framsögumaður sjávarútvegs-
nefndar, Magnús Kristjánsson,
mælti eindregið með öllum breyt-
ingartillögum nefndarinnar, og
studdu þeir hann dyggilega með-
nefndarmenn hans, Karl Einars-
son og Kristinn Daníelsson, en
forsætisráðherra þótti nefndin,
hafa stórspilt stjórnarf rum varpinu.
Um þetta deildu þeir lengi. Gerði
Jón Magnússon lítið úr skilningi
nefndarinnar á málinu, en Magn-
ús Kristjánsson frýjaði stjórnar-
ráðinu vits og reynslu á við
nefndarmenn. Varð orðakastið
snarpara á milli þeirra en búast
mátti við milli flokksráðherra og
stuðningsmanns. Halldór Steins-
son studdi forsætisráðherra í
flestum atriðum, en Magnús Torfa-
son var til beggja, mælti með
tillögum stjórnarinnar í sumum
atriðum, en nefndarinnar í öðrum.
Svo fór, að flestar breytingar-
tillögur nefndarinnar voru sam-
þyktar með miklum atkvæðamun.
Þó féll breytingartill. hennar
um, að orða 5. gr. frv. svo:
Verði sjómaður fyrir slysi á vá-
tryggingartímabilinu, skal úr Blysa-
tryggingarsjóði greiða o. s. frv.
En orðalagið istj.frv.: »Verði sjó-
maður fyrir slysi á skipi á leið
úr landi út í skip eða frá skipi
í land á því tímabili, sem greitt
hefir verið iðgjald fyrir, skal« o.
s. frv. var samþ.
önnur breytingartill. frá nefnd-
inni um, að systkin hins látna
hefðu einnig rétt til skaðabóta,
var og feld með jöfnum atkv.
Frv. visað til 3. umr.
3. Frv. um breyting á lögum
um útmæling verzlunarlóða o. fl.
Samþ. til 3. umr. umtölulaust.
4. Frv. um heimild til ráðstaf-
ana út af N orðurálfuófriðnum
(komið frá Nd.); 1. umr.
Vísað tíl 2. umr. og bjargráða-
nefndar.
5. Frv. um framlenging vöru-
tolls (komið frá Nd.); 1. umr.
Fjármálaráðherra mælti með
frv. og var því síðan vísað til 2.
umr. og fjárhagsnefndar.
6. Frv. um viðauka við samþ.-
lög um kynbætur hesta (frá Nd.);
1. umr. Vísað til 2. umr. og land-
búnaðarnefndar.
7. Frv. um hækkun tolls af tó-
baki o. fl. (frá Nd ); 1. umr. Vísað
til 2. umr. og fjárhagsnefndar.
8. Frv. um mjólkursölu í Rvík
(frá Na.); 1. umr. Vísað til 2. umr.
og allsherjarnefndar.
9. Frv. um stimpilgjald (frá Nd.);
1. umr. Vísað til 2. umr. og fjár-
hagsnefndar.
10. Frv. um Landsbankaútibú í
Árnessýslu (frá Nd.); 1. umr. og
11. Frv. um Landsb.útibú i Suð-
ur-Múlasýslu (frá Nd.); 1. umr.;
hvorutveggja vísað til 2. umr. og
allsherjarnefndar.
12. Ákveðin ein umr. um þings-
ályktunartill. um endurbætur á gild-
andi löggjöf um stofnun og slit hjú-
skapar og afstöðu foreldra til barna.
Fundi slitið kl. 3^/2 s'ðd. og urðu
ekki neinar umræður, svo að telj-
andi sé, um neitt annað en slysa-
trygginguna.
Úr neðri deild í gær.
1. Frv. um áveitu á Flóann; 3.
umr.
Sig. Sig. flutti brtt. við frv., um
hana þurftr að leita afbrigða frá þing-
sköpum, en nm þau var neitað, og
má slikt eins dæmi heita.
Frv. samþ. og afgr. til efri deildar.
2. Frv. um framkvæmd eignar-
náms; 3. umr.
Frv. sarnþ. umræðulaust í einu
hljóði og endursent efri deild.
3. Frv. um stækkun verzlunar-
lóðar ísafjarðar; 3. umr.
Frv. samþykt umræðulaust i einu
hljóði og afgr. til landsstjórnarinnar
sem lög frá Alþingi.
4. Frv. um fyrirhleðslu fyrir
Þverá og Markarfljót; 2. umr.
Eftir langar umræður, er Mbl.
hlustaði ekki á, var frv. í einu hlj.
vísað til 3. umr.
5. Frv. um afnám laga um skýrsl-
ur um aldýrasjúkdóma; frh. 2. umr.
Frv. samþ. í einu hljóði og vísað
til 3. umr.
6. Frv. um stefnubirtingar; 2-
umr.
Frv. samþ. og vísað til 3. umr. í
einu hljóði.
Sig. Sig., Stef. Stef., Þór. Jóns. og
Ól. Briem.
Pétur Jónsson greiddi ekki atkv.
og gerði enga grein fyrir ástæðum
sínum til þess, og kvaðst forseti
mundu beita við hann hegningu
eftir fyrirmælum þingskapanna. En
þingsköp mæla svo fyrir, að ef
þingm. neitar að greiða atkv. og
ber ekki fyrir sig þær ástæður, er
teknar verði til greina af deildinni,
missi hann dagpeninga sína þann
dag.
Frv. vísað til 3. umr. með 13:11
atkv. að viðhöfðu nafnakalli.
8. Frv. um stofnun hjónabands;
2. umr.
Frv. samþ. með breytingum eftir
tillögu allsherjarnefndar og vísað til
3. umr. í e. hlj.
9. Frv. um framlenging á frið-
unartíma hreindýra; 2. umr.
Frv. samþ. og vísað til 3. umr. f
e. hlj.
10. Frv. um breyting á lögum
um umboð þjóðjarða; 1. umr.
Frv. vísað til 2. umr. í e. hlj.
11. Fnv um lögráð; 1. umr.
Frv. vísað til 2. umr. í e. hlj. og
til allsherjarnefndar.
12. Frv. um heimild fyrir stjórn-
arráð íslands til að setja reglugerð
um notkun hafna; 1. umr.
Tekið út af dagskrá.
13. Frv. um að reikna verka-
mönnum hins íslenzka ríkis kaup í
landaurum; 1. umr.
Tekið út af dagskrá.
14. Frv. um misærisskatt af tekj-
um; 1. umr.
Tekið út af dagskrá.
IS- Frv. um veðurathugunarstöð
í Reykjavík; 1. umr.
Tekið út af dagskrá.
16. Tillaga til þingsályktunar um
konungsúrskurð um fullkominn sigl-
ingafána fyrir Island; ein umr.
Bjarni Jímsson hafði framsögu og
mun ræða hans birtast hér í blaðinu.
Forsatisráðherra kvað ráðuneytið
mundu gera sitt ýtrasta til að beit-
ast fyrir málinu hið fyrsta.
Var tillagan samþ. með einróma
23 atkv. að viðhöfðu nafnakalli. —
Afgr. til Ed.
7. Frv. um að skipa dr. phil.
Guðmund Finnbogason kennara í
bagnýtri sálarfræði við háskóla ís-
lands; 2. umr.
Bjarni Jónsson mælti fast með
frv., en i móti Einar Jónsson og
Jörundur Brynjólfsson. Var frv. samþ.
með 12:11 atkv. að viðhöfðu nafna-
kalli og sögðu já: Bjarni Jónsson,
Björn Kristjánsson, Björn Stef., Einar
Arnórss., Gísli Sveinss., Jón Jónss.,
Jón Magn., Magn. Pét., Matth. Ól.,
Sveinn Ól., Þorl. Jóns., og Þorst.
Jóns. Nei sögðu: Einar Árna, Einar
Jóns., Hákon Krist., Jör. Bryni.,
Magn. Guðm., Pét. Ott., Pét. Þórð.,
Rú88ne8ka kveaþjóOin
hefir nú látið til sín taka um það að
handsama og framselja strokumenn
úr hernum. Er það haft eftir blöð-
unum i Petrograd að fjöldi kvenna
hafi komið saman á ráðstefnu i Tam-
boy-héraði og hafi þær samþykt að
framselja alla strokumenn í hendur
yfirvaldanna, enda þótt það værn
þeirra eigin menn. Eitt blaðið segir
að tiu konur i Kozlov hafi dregið
þrjá stroku-hermenn til herstöðvanna
og meðal þessara kvenna hefðu ver--
ið konur tveggja þeirra.
i 1 . ■