Morgunblaðið - 10.08.1917, Side 2

Morgunblaðið - 10.08.1917, Side 2
2 MORGUMBLAÐIÐ um og kom þá í ljós að fimm menn af skipshöfninni vantaði og er ætlað að tveir þeirra hafi beðið bana við sprenginguna, en hinir druknað. — Skipstjóri segii að »Vesta« muni hafa sokkið á svo sem einni mínútu. Þegar skipið var sokkið kom kaf- báturinn í ljós og heimtaði skips- skjölin. En þau voru sögð týnd. Þá spurði hann um flntning skipsins hver hann hefði verið og hve mikill. Var því svarað. Segir skipstjóri að meðan þessu fór fram hafi skipshöfn- in á kafbátnum staðið á þiljum og brosað að skipshöfn »Vestu« og alt af hefði fallbyssu bátsins verið beint að bátnum. En svo voru kafbáts- menn kallaðir undir þiljur og síðan stakk kaibáturinn sér. í bát »Vestu« voru 20 menn og var hann því fullhlaðinn. En 60 sjómílur voru til lands. Voru þeir 29 klukkustundir ,að ná landi og hreptu kalt veður og hvast. Hefði líklega enginn bjargast ef báturinn hefði eigi haft drifakkeri og olíu. Voru allir aðframkomnir af kulda og þreytu er þeir náðu iandi í Sumbo- bygð. Lands spítala málið. Fjárveitinganefnd neðrí deildar ber fram svolátandi tillögu til þings- ályktunar um skipun nefndar til að ihuga og undirbúa landsspítalamálið: Alþingi ályktar að skora á stjórn- ina að skipa sjö menn í nefnd til að íhuga landsspítalamálið og búa það undir framkvæmdir. Má verja alt að s°° kr. ^ *^r Jandssjóði handa nefndinni til nauðsynlegra út- gjalda, sem fyrir kunna að koma. Greinargerð: Þörfin á landsspitala, íslenzkum ríkisspítala, með öllum nýtum og nauðsynlegum lækningatækjum — sú þjóðarþörf dylst engum lengur; hún er orðin þjóðkunn. Og nú hefir kvenþjóðin hafist handa, vinnur nú af alhug, með ráði og dáð, lofsverðum dugnaði og ágæt- um árangri að þessu mikla nauðsynja- máli. Hefir þeim konum þegar tek- ist, á fáum misserum, að safna stór- fé í landsspítalasjóð, og undirtektirn- ar svo góðar um land alt, að ekki er um að villast, að þjóðarviljinn er þeim hollur — málinu víst fult þjóð- arfylgi. En allir, sem hafa fullan hug á þessu málefni, jafnt konur sem karl- ar, munu játa það gott vera, sem landlæknir hefir lagt til um undir- búninginn og gert skýra grein fyrir. Telur hann þetta verk svo vanda- samt, að brýn þörf sé á margra ára ihugun og undirbúningsvinnu; sú hafi reynslan orðið í öðrum löndum um vönduðustu sjúkrahús; og þó að íslenzki ríkisspítalinn verði miklu minni en höfuðspítalar annara þjóða, þá sé vandinn ekki þeim mun minni, heldur ðllu meiri en annarsstaðar, af þvi að hér verði að leita ráða til að koma fyrir í miklu minni húsa- kynnum öllum þeim margvíslegu, stærstu lækningatækjum, sem enn vantar hér á landi, oft til stórbaga fyrir almenning, og ekki til að hugsa að bæta úr þeirri þjóðarþörf hér, nema með þessu eina móti — lands- spitaia. í þess konar nefnd verður að skipa lækna (3), húsameistara, verk- fræðing, fjármálamann og svo að sjálfsögðu einhverja af þeim heiðurs- konum, sem bera þetta mál fyrir brjósti. Þarf ekki að efa, að sijórnin vandi vel valið, né heldur, að hverjir sem eru af beztu mönnum þjóðar- innar muni fúslega taka að sér þetta trúnaðarstarf, kauplaust. En tilkostnaðarlaust verður það ekki unnið. Þó verður kostnaðurinn fráleitt mikill fyrst um sinn, meðan ekki er svo langt komið, að unt sé að byrja á fullnaðaruppdráttum og áætlunum. Það er álit landlæknis, að eins og nú standa sakir megi búast við, að undanvinnunni að þessu merka þjóð- virki verði ekki lokið á skemri tíma en 4 árum. Erlendis hefir oft þurft 8—10 ár, þegar áformið hefir verið að vanda alt sem allra bezt. Frá alþingi. Nýungar. Bajarstjórn á Akureyri. Frá allsherjarnefnd Ed. er komið framhalds-nefndarálit um frv. Magn- úsar Kristjánssonar um bæjarstjórn á Akureyri. Segii svo í áliti þessu: Eftirað nefndin hafði gengið frá máli þessu til 2. umr., hefirhenni borist skjal, þar er ýmsir gegnir og góðir borgarar á Akureyri fara fram á, að frum- varpinu sé breytt í verulegum atrið- um. Teljum vér rétt að taka þess- ar óskir að nokkru leyti til greina. Breytingartillögur nefndarinnar eru á þá leið, að 1. kosningarrétt til bæjarstjórnar hafi karlar og konur, 25 ára að aldri, sem fullnægja að öðru leyti skilyrð- um fyrir kosningarrétti til Alþingis. 2. að leynileg atkvæðagreiðsla kjósenda fari fram um það, hvort bæjarstjóri skuli kosinn i stað bæj- arfógeta. Úr efri deild i gter 7 mál á dagskrá. 1. Frv. utn breytinq á löqum 1891 um útmalinf’ verzlunarlöða o. fl.; 3. umr. Enginn tók til máls. Frv. samþ. og afgreitt til Nd. 2. Frv. um eiqnarnám eða leiqu brauðgerðarhúsa; 3. umr. Afbrigði frá þingsköpum (of skamt frá 2. umr.) leyfð og samþ. Frv. samþ. umræðulaust og endur- sent Nd., með þvi að það hefir orðið fyrir breytingum. 3. Frv. um ábyrgð landssjóðs á Jé hins almenna kirkjusjóðs; 2. umr. Framsögum. mentamálanefndar, hgqert Pálsson, gerði grein fyrir á- liti nefndarinnar, sem vill láta sam- þykkja frv. óbreytt. Að því loknu var frv. aamþykt og visað til 3. umr. 4. Frv. urn ábyrgð fyrir að gefa saman hjón, er standa í skuld jyrir peginn sveitarstyrk; 2. umr. Framsögmaður mentamálanefndar, Guðmuudur Olafsson, taldi frv. sann- gjarna réttarbót fyrir prestana og á- kvæði þess eðlilegri og réttlátari en núgildandi lög um þetta efni. Mælt- ist hann til, að frv. yrði samþykt ó- breytt. Enginn mælti í móti og var frv. samþ. með 9 shlj. atkv. og vísað til 3. umr. 5. Frv. um málskostnað einkamála (komið frá Nd); 1. umr. Frv. vísað umræðulaust til 2. umr. og allsherjarnefndar. 6. Frv. um breytmg á og viðauka við lög um notkun bijreiða (frá Nd.); 1. umr. Visað orðalaust til 2. umr. og allsherjarnefndar. 7. Þingsál.till. um konungsúrskurð um Jullkominn siglingajána fyrir Is- land; hvernig ræða skuli. Ein umræða var ákveðin. Fundurinn stóð ekki nema 2o minútur. 9. Frv. um bæjarstjórn ísafjarðar; 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. og til alls- herjarnefndar í e. hlj. 10. Frv. um að verkamönnum hins íslenzka ríkis skuli reikna kaup í landaurum; 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. og til fjár- hagsnefndar i *einu hljóði. 11. Frv. um heimild fyrir lands- stjórnina til að leyfa íslandsbanka að auka seðlaupphæðina; 1. umr. Frv. visað til 2. umr. i e. hlj. 12. Frv. um heimild handa lands- stjórninni til að skipa nefnd til að ákveða verðlag á vörum; 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. i einu hljóði og til bjargráðanefndar. 13. Frv..um misærisskatt af tekj- um; 1. umr. Visað til 2. umr. í einu hljóði og til fjárhagsnefndar. 14. Frv. um veðurathugunarstöð • í Reykjavík; 1. umr. Visað til 2. umr. í e. hlj. og til' mentamálanefndar. ij. Tillaga til þingsályktunar um ásetning búpenings; ein umr. Till. samþ. með 17 : 3 atkv. og afgr. til efri deildar. 16. Till. til þingsályktunar um smið brúa og vita úr járni og stofn- un smiðju i Reykjavik; fyrri umr. Till. vísað til siðari umr. í e. hlj- Þingvfsur. (Karlamagnús reifst við sjálfan sig. i þinginu á þriðjudaginn). Úr neðri deild i gœr. 1. Frv. um fyrirhleðslu fyrir Þverá og Markarfljót; 3. umr. Frv. samþ. i einu hljóði og afgr. til efri deildar. 2. Frv. um afnám laga um skýrsl- ur um alidýrasjúkdóma; 3. umr. Frv. samþ. i e. hlj. og afgr. til efri deildar. 3. Frv. um stefnubirtingar; 3. umr. Frv. samþ. í e. hlj. og afgr. til efri deildar. 4. Frv. um að skipa Guðmund Finnbogason kennara i hagnýtri sál- arfræði við Háskóla íslands; 3. umr. Frv. samþ. með 13 : 10 atkv. og afgr. til efri deildar. 5. Frv. um hjónavígslu; 3. umr. Frv. samþ. í e. hlj. og afgr. til efri deildar. 6. Frv. um framlenging á frið- unartíma hreindýra; 3. umr. Frv. samþ. i e. hlj. og afgr. til efri deildar. 7. Frv. um lýsismat; 2. umr. Frv. samþ. og visað til 3. umr. i e. hlj. 8. Frv. um heimild fyrir stjórn- arráð íslands til að setja reglugerðir um notkun hafna o. fl.; 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. i e. hlj. og sjávarútvegsnefndar. Kailamagnús klofnaði, kærleikurinn dofnaði. Mangi sagði: »Kalli’ er kálfur«. Kalli mælti: »Jett‘ ann sjálfur*. (Um hvarf Guðj. Guðl. af þing- fundi þegar Ed. hafði stútað aðal- atriðunum i fasteignamatsfrv. hans)v. Er Guðjón dilkinn drepinn fann,. deildinni varð til ama, að frumvarpsslátrið hirti hann og hoppaði burt með sama. Afmenn Meiri hluti bjargráðanefndar neðri deildar ^4 menn af 7) flytja svolát- andi frumvarp til laga um almenna hjálp vegna dýrtiðarinnar. 1. gr. A meðan Norðurálfuófrið- urinn stendur er landsstjórninni heim- ilt að veita sýslufélögum, bæjarfé- lögum og hreppsfélögum lán, til þess að afstýra almennri neyð af dýrtið og matvælaskorti. Lán þessi veitast til alt að 10 árum frá þvi er ófriðn- um lýkur. Landsstjórnin setur nánari ákvæði um lán þessi, úthlutun þeirra og notkun. Skal leitast við að verja þeim meira til atvinnubóta en hallærisstyrks beinlinis, og hvergi skal veita lán þessi nema full þörf sé sýnileg. 2. gr. Ennfremur er landsstjórn»>"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.