Morgunblaðið - 16.08.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1917, Blaðsíða 2
2 MOKGUMBLAÐIÐ kvæmdar lögunum, eins og tíðkast hefir. Alþingi, 14. ág. 1617. Magnús Torfason, Kr. DaníelssonJ form og ritari. Eg álit frv. með öllu óaðgengilegt og legg til að það sé felt. D. u .s. H. Hsfstein. Kunningsskapur hermanna á eystri vígstöðvunum Sókn sú er Rússar hófu síðast i júnímánuði tók fyrir þann kunnings- skap er orðinn var með hermönnum Rússa og Miðveldanna. Sá kunnings- skapur var þannig að Þjóðverjar og Austurríkismenn brugðu venjulega upp hvítum fána i skotgröfum sinum og hættu Rússar þá að skjóta. Síðan gengu hermenn Miðveldanna fram að gaddavírsgirðingunum með brennivin og koniak og gáfu Rússum, en þáðu í staðinn brauð og sykur. Stundum fóru Rússar sjálfkrafa yfir til Þjóðverja og fengu hjá þeim í staupinu. Kom það oft fyrir að þeir voru næturgestir í skotgröfum Þjóð- verja og fórn eigi heim til sin fyr en næsta dag. Annars áttu Þjóð- verjar og Austurrikismenn venjulega frumkvæðið að þessu og notuðu jafn- an tækifærið til þess að njósna um hag Rússa. Þegar þeir fóru í kynn- isfarir yfir i skotgrafir Rússa höfðu þeir með sér ljósmyndavélar og fengu Rússa til þess að láta taka af sér myndir ásamt þýzkum og austurríksk- um hermönnum. Tókst Þjóðverjum þá oft að fá jafnframt ýmsar ágætar Ijósmyndir af vélbyssustöðvum Rússa. Þessi kunningsskapur varð Rússum dýrkeyptur síðar, því að þegar or- ustur hófust að nýju tókst Þjóðverj- um að ónýta allar vélbyssustöðvar þeirra á ótrúlega stuttum tima og strádrepa skotmennina. Þjóðverjar fengu líka margar og þýðingarmiklar upplýsingar hjá Rúss- um meðan kunningskapurinn var sem mestur. Þýzkum og austurríkskum hermönnum var gett það að skyldu að útvega upplýsingar um alt við- víkjandi Rússaher, hvernig ástandið væri í honum, hvaða herdeildir væru á hverjum stað, hvernig þeim væri skift, hvar aðalherbúðirnar væru, hverjir væru herforingar o. s. frv. Og það er lítill efi á því, að rúss- nesku hermennirnir hafa ljóstað ýmsu upp, sem Miðríkjahernum kemur nú að gagni í viðureigninni að austan- verðu. Frá alþingi. Nokkur nefudarálit. Sjúkrasamlöf'. AUsherjarnefnd Nd ræður til að samþykt verði óbreytt eins og Ed. hefir gengið frá því frv. stjórnarinnar um breytingu á lögum um sjúkrasamlög. Framsögum. Magnús Guðmunds- son. Þóknun til vitna. Sama nefnd aftur athugað frv. stjórnarinnar um þókn- un til vitna, sem Ed. hefir breytt, og felst á breytingarnar nema eina, sem hún telur sprottna af misskiln- ingi allsherjarnefndar Ed. á íslenzkum réttarfarsreglum.. Málið fer því vænt- anlega í sameinað þing. Framsögum. Einar Arnórsson. Manntal í Reykjavík. Sama nefnd vill, að samþykt verði frv. Kristins Daníelssonar um að hagstofan taki við störfum presta út af manntalinu í Reykjavík, með þeirri breytingu að ákveðið sé i frv., að bæjarsjóður kosti eftirrit af manntalinu handa hagstof- unni. • Framsm. Magnús Guðmundsson. Mjólkursala í Reykjavík. Allsherj- arnefnd Ed. felst á frv. (sem samið er af allsherjarnefnd Nd.), með þeirri breytingu, að ekki sé bannað, að neinn megi standa fyrir sölu á mjólk nema með leyfi heilbrigðisnefndar, heldur að eins veitt heimild til að banna það. Svo þykir nefndinni og of langt farið að banna megi alla neyzlu mjólkur á veitingastöðum, og vilja þvi fella það burt. Framsm. Kristinn Daníelsson. Bifreiðaterðir. Sama nefnd vill breyta svo bifreiðafrv., að færa há- mark ökuhraða í kaupstöðum, kaup- túnum og ámóta þéttbýli úr xo km. á kl.st. upp í 12 km. Aðrar breyt- ingar sem nefndin vill gera, skifta minna máli. Framsögum.: H. Hafstein. Sala d Hðjniim. Landbúnaðarnefnd Nd. vill fella frv. um sölu á Höfn- um í Húnavatnssýslu. Þykir það ástæðulaust og óþarft, því að ekkert liggi fyrir er sýni að stjórnin hafi hækkað verðið um of úr virðingu (úr 29,100 upp í 37,500). Framsögum.: Jón á Hvanná. Umboð þjóðjarða. Sama nefnd vill samþ. óbreytt frv. um að halda sér- stökum umboðsmanni í Arnarstapa- umboði o. s- frv. Framsögum.: Pétur Þórðarson. Graðhestar. Landbúnaðarnefnd Ed. felst eindregið á frv. Sig. Sig. o. fl. um að hefta flakk graðhesta. Framsögum.: Guðm. Ólafsson. Úr etri deild í gær 5 mál á dagskrá. 1. Frv. um einkasölu á steinolíu; 3. umr. Samþykt umræðulaust og endur- sent neðri deild. 2. Frv. um framlenging vöru- tollslaganna; 3. umr. Samþykt orðalaust og afgreitt sem lö? jrá Alpins'i. 3. Frv. um heimild til ófriðar- ráðstafana; 2. umr. Samþ. og vísað til 3. umr. 4. Frv. um breyting á stjórn Landsbankans; 2. umr. Um það mál urðu nokkrar um- ræður. Talaði framsögumaður Mat>nús Torjason, fyrir málinu eins og alls- herjarnefnd hefir breytt því. Rrist- inn Daníelsson kvaðst geta samþykt frv., ef breytingartillögur nefndar- innar yrðu samþyktar og lagði á- herzlu á, að þingið ætti ekki að sleppa því tangarhaldi á bankanum, er það hefði með því að kjósa gæzlu- stjórana og þvi væri ekki ráðlegt að sleppa þeim. Hannes Hajstein, Halldór Steinsson, Eqgert Pdlsson og Guðjón Guðlaugs- son töluðu allir á móti frv., töldu það ekki koma að tilætluðum not- nm, en Magnús Torfason varði. Mæltist hann til, að umræðunni yrði frestað, af því að meðflutningsmaður sinn, Karl Einarsson væri fjarstadd- ur. Magnús Kristjánsson lét í ljós, að honum þætti nefndin hafa spilt frum- varpinu með þvi að fella burt ákvæð- ið um að einn bankastjóranna skyldi vera lögfræðingur, en að öðru leyti var hann málinu hlyntur. Að tilmælum flutningsmanns á- kvað forseti að fresta umræðunni, enda var meiri hluti greiddra at- kvæða i deildinni (6:4) því með- mæltur. 5. Frv. um lýsismat (komið frá neðri deild); 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. og sjávar- útvegsnefndar. Úr neðri deild í gær. 1. Frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1916 og 1917; 3. umr. Frv. með breytingum samþykt í einu hljóði og afgr. til efri deildar. 2. Frv. um varnarþing i einka- málum; 3. umr. Frv. samþ. með 12:9 atkv. og afgr. til efri deildar. 3. Frv. um stofnun dócentsem- bættis i læknadeild háskóla íslands; 3. umr. Frv. samþ. með öllum gr. atkv. og afgr. til efri deildar. 4. Frv. um breyting á lögum um eignarnámsheimild fyiir bæjar- stjórn ísafjarðar á lóð og mann- virkjum undir hafnarbrypgju; 3. umr. Frv. samþ. í einu hljóði og afgr. til landsstjórnarinnar sem lög frá Alþingi. 5. Frv. um samþykt á lands- reikningunum fyrir árin 1914 og 1915; 2. umr. Út af því máli urðu langar um- ræður, en að þeim loknum var frv. visað til 3. umr. i einu hljóði. 6. Tillögur út af athugasemdum yfirskoðunarmanna landsreikningana fyrir árin 1914 og 1915; fyrri umr. Tillögurnar, hver um sig, samþ. i einu hljóði og vísað til siðari umr. 7. —16. mál tekin út af dagskrá. Fundi slitið kl. 4,20. Úr neðri deild í fyrrakvöld. Eins og getið var hér í blaðinu í gær, var fundi frestað ki. 4,40. Yar fundur settur aftur kl. 8 og dagskránni haldið áfram, þar sem áður var frá horfið. 6. mál. Tillaga til þingsályktunar um fóðurbætiskaup; síðarl urar. Till. samþ. elnu hlj. og afgr. til efri deildar. 7. Frv. nm bryr á Hofsá og Selá i Vopnaflrði; 1. umr. Frv. vísað til 2. umr., eftir allmikl- ar umræður, með 14 :4 atkv. og til samgöngumálanefndar með 14 atkv. shlj. 8. Frv. um útflutningsgjald af síld; 1. umr. Frv. vísað til 2. umr. með 15:91 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og til fjárhagsnefndar með 13 : 9 atkv. 9. Frv. um breyting á lögum um stofnun vátryggingarfólags fyrir fiski- skip; 1. umr. Frv. vísaö til 2. umr. með öllum greiddum atkv. 10. Frv. um sölu þjóðjarðanna Helgustaða og hjáleigunnar Sigmundar- húsa í Helgustaðahreppi; 1. umr. Eftir nokkurt þref var frv. víaað til 2. umr. með 13:11 atkv. að viðhöfðu nafnakalli og til landbúnaðarnefndar með 17 :8 atkv. að viðhöfðu nafna- • kalli. 11. —14. mál voru tekin út af dag- skrá. 15. Frumvarp um aðflutningsbann á áfengi. 1. umr. Um það urðu fjörugar umræður. — Jón frá Hvanná (aðalflutningsm.) mælti með frv. Yar örðugt að fylgja þræð- inum í ræðu hans, en hann virtist vilja girða fyrir borgarastyrjöld í landinu og leyfa mönnum að hafa mat sinn í friði. Þess má geta að hann kvaðst hafa sýnishorn af þeim vínum sem inn mætti flytja eftir frv. þessu, og tók þá heldur að hírna yfir sumum. En »sýnishornið« var þá ekki annað en listi yfir nokkur falleg nöfn, en nokkr- ir urðu þó sætkendir af því. Flm. endaði ræðu sína með blessunaróskum fyrir frv. Forsætisráðh. kvað einsætt að með frv. þessu væri stefnt að því að koma bannlögunum fyrir kattarnef, og skor- aði á deildina að fella það þegar í stað. Þorsteinn Jónsson tók einbeittlega í sama streng. Ben. Sveinsson kvað engar óskir hafa komið fram um breytingu á bannl. og vildi helzt svæfa þetta frv. og frv. þelrra Jörundar á sama koddanum. Bar hann fram rökst. dagskrá svo hlj. »Með því að engin brýn nauðsyn er á að gera neinar breytingar á bannlögunum og önnur annvirki liggja nær garði heldur en að kveikja sundrungu út af breytingum á þeim, tekur deildin fyrir næsta mál á dag* skrá«. Einar frá Geldingalæk mælti »sem andbanningur« sterklega með frv. Kvað hann það mannúðlegt og viturlegt, en bannmenn væru ofsafengnir og vitlaus- ir. Lýsti hann með siðferðislegri gremju hneikslanlegu athæfi lögbrjóta, og varð það svo Ijóst af ræðu hans, að áheyrendur stórhneiksluðust sjálfir. Kvað hann lögregluna brjóta bannlög- in einna mest. Eina meðalið sem dygði, væri að gera ofurlitla tilslökun. Kvað hann víst, að ef bannmenn kæmust áfram með allan sinn ofsa, myndi ein- hver kreppa hnefana um það er lyki. Bjarni Jónsson talaði fyrir og rök- studdi svohljóðandi rökstudda dagskrá, Bem hann bað forseta um að bera upp á undan hinni, þar sem hún hefði fyr verið lögð fram: »Samþykt þessa frv. væri sama sem afnám bannlaganna. En nú eru þau lög orðin til samkvæmt alþjóð- aratkvæði og væri þvf óhæfa að af- nema þau, nema samkvæmt undan- genginni atkvæðagreiðslu um málið. Þar sem engin slík atkvæðagreiðsla hefir fram farið, verður deildin að taka fyrir næsta mál á dagskrá«.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.