Morgunblaðið - 02.09.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.09.1917, Blaðsíða 3
2. sept. 299. tbl MORGUNBLAÐIÐ 3 10,000,000 aíangiraf Suniight'' sápu eru seldar i hverri viku, og er þaðv hin besta sönnun fyriri þvi, aó Sunlight sápaf hefir alla þá kosti tii' aft bera, sem henni eru eignaftir, og aft hún svarar til þeirra eptir- vœntinga, sem menn hafa gjört sjer um ágæti hcnnar. 250 miljónir franka hefir franska þingið samþykt að veita til þess að kaupa fyrir hrá- efni, vélar, verkfæri og annað sem nauðsiínlegt er til þess að endurreisa iðnaðinn í þeim héruðum, er Frakk- rar hafa náð aftur á sitt vald. Fjárhagor iússa. Skylduframlög til ,fre!sislánsins‘. Rússneska stjórnin er í miklum vanda stödd vegna þess hve fjár- hagur landsins er bágborinn og það eru þó aðallega tveir hnútar sem hún verður að leysa, sem sé að ná framlögum til »frelsisláns- ins« og gæta þess að rússnesk mynt falli eigi meira í gildi held- ur en komið er. í fyrra tóku Frakkar herlán er þeir nefndu »sigurlánið«. Nafnið varð mjög til þess að ýta undir menn með það að leggja fram fé til þess. Rússar eru nú að taka herlán, en til þess að menn verði fúsari til framlaga, hafa þeir nefnt það »frelsislánið«. Eiríkur rauði skírði Grænland og hvað það mundi fýsa menn til farar þang- að að landið ætti nafn gott. En »Grænlands«-nafnið korn eigi að tilætluðu gagni og sama máli er að gegna með »frelsisláns« nafnið. Og bráðabirgðastjórnin hefir eigi séð sér fært að leyna þvi lengur að þrátt fyrir allar tilraunir hefir gengið mjög tregt að fá fé. A fjórum mánuðmn hefir eigjj safn- ast meira en 2'/2 miljarð rúbla, en það er eigi mikið þegar tillit er tekið til þess hvað ríkið er stórt og hve lítilsvirði rúblan er nú orðin. En stjórnin þykist sjá að eina ráðið út úr fjárhagsvandræðunum sé það, að »frelsis lánið* verði nógu mikið. Og þess vegna hefir hún nú gripið til þeirra ráða að skylda alla sparisjóði, öll hluta- félög, ábyrgðarfélög og allskonar sjóði til þess að leggja fram til lánsins alt það fé er þau hafa handbært. Og allar eignir, sem eru undir eftirlitsstjórn, á lika að leggja fram til lánsins. Eins og sjá má á þessu er hér gengið allnærri rétti hinna ýmsu félaga. Og það mundi eigi hafa verið gert ef brýn nauðsyn hefði eigi kallað að. Um hinar tilraunir stjórnarinn- ar, að halda gengi rúblunnar, seg- ir »Russkojo Slovo*, að sett hafi verið ný lög, er banni að flytja gjaldmiðil frá Rússlandi nema með sérstöku leyfi fjárraálaráðuneytis- ins. Er þetta. gert aðallega vegna þess, að ýmsir efnamenn hafa flutt fé sitt í banka erlendis og þótt það tryggara þar. Ennfremur banna lögin öllum bönkum að verzla með nokkurt »verðmæti« erlendis, nema með sérstöku leyfi. Eru þungar refsingar lagðar við ef út af er brugðið. Ennfremur hefir innflutningur á vörum verið mjög takmarkaður til þess að viðhalda gengi rúbl- unnar. Cornimit. Ný aðterð til að hagnýta flskúrgang. D.mskur efnafræðingur hefir ný- lega fundið upp aðferð til pess að hagnýta allskonar úrgang úr fiski. Fyist er unnin úr honum fiskolia, en úr þvi sem eftir verður, og nefnt er »febrin«, er framleitt nýtt efni er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.