Morgunblaðið - 17.09.1917, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.09.1917, Qupperneq 2
2 Dr.P. J.OIafson tannlækni er fyrsí um sinn að hitta i Kvennaskólanum við Frikirkjuveg kl. io—n og 2—3 á virkum dögum. Lög frá Alþingi. 1. Lög um breyting á lögum nr. 17, 9. júlí 1909, um almennan elli- styrk. 2. Lög um stækkun verzlunarlóðar ísafjarðar. 3. Lög um breytingu á lögum nr. 35, 13. des. 1895, um löggilding verzlunarstaðar hjá Bakkagerðl í Borgarfirði. 4. Lög um sölu á kirkjueigninnl 7 hndr. að fornu mati úr Tungu í Skutilsfirði. 5. Lög um heimild handa bæjar- og sveitarstjórnum til að taka eign- arnámi eða á leigu brauðgerðar- hús o. fl. 6. Lög um breytingu á 1. gr. laga nr. 45, 16. nóv. 1907, um skipun prestakalla (Miklaholtsprestakall). 7. Lög um framlenging á gildi laga nr. 30, 22. okt. 1912, og laga nr. 44, 2. uóv. 1914, og laga nr. 45, s. d. (vörutollur). 8. Lög um breyting á lögum nr. 49, 10. nóv. 1913, um eignarnáms- heimiid fyrir bæjarstjórn ísafjarð- ar á lóð og mannvirkjum undir hafnarbryggju. 9. Lög um húsaleigu í Keykjavík. 10. Lög um breyting á og viðauka vlð lög 1. febrúar 1917 um heim- ild fyrir landsstjórnina til ymsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðn- um. 11. Lög um breyting á lögum nr. 26, 20. okt. 1915, um vátrygging sveitabæja og annara húsa í sveit- um, utan kauptúna. 12. Lög um heimild fyrir stjórnarráð íslands til að setja reglugerðir um notkun hafna o. fl. 13. Lög um þóknuu til vitna. 14. Lög um breyting á lögum nr. 39, 11. júlí 1911, um sjúkrasamlög, og á lögum um breyting á þeim lögum nr. 35, 3. nóv. 1915. 15. Lög um viðauka við lög 11. des. 1891, um samþyktir um kynbæt- ur hesta. 16. Lög um breyting á og vlðauka við lög um stofnun Ræktunarsjóðs IslandH, 2. marz 1900. 17. Lög um stofnun alþ/ðuskóla á Eiðum og afhendingu Eiðaeignar til landssjóðs. 18. Lög um framkvæmd eignarnáms. 19. Lög um bréyting á lögum nr. 30. 20. okt. 1913, um umboð þjóð- jarða. 20. Lög um breyting á lögum nr. 21 2. nóv. 1914, um notkun bifreiða, og viðauka ' við sömu lög. 21. Lög um stefnufrest til íslenzkra dómstóla. 22. Lög um helmild fyrir landsstjórn- ina til að leyfa íslandsbanka að auka seðlaupphæð þá, er banklnn má gefa út samkvæmt 4. gr. laga nr. 66, 10. nóv. 1905. * 23. Lög um mælitækl og vogaráhöld, MORGUNBLAÐIÐ 24. Lög um framlenging á friðunar- tíma hreind/ra. 25. Lög um málskostnað einkamála. 26. Lög um breyting á lögum nr. 18, 13. sept. 1901, um manntal í Keykjavfk. 27. Lög um mjólkursölu í Reykjavík. 28. Lög um skiftingu bæjarfógetaem- bættisins í Keykjavík og um stofn- sórstakrar tollgæzlu í Reykjavík- urkaupstað. 29. Lög um hjónavígslu. 30. Lög um gjöld til holræsa og gang- stótta á Akureyri. 31. Lög um áveitu á Flóann. 32. Lög um elnkasöluheimild lands- stjórnarinnar á stelnolíu. 33. Lög um faun hreppstjóra og aukatekjur m. m. 34. Fjáraukalög fyrir árin 1914 og 1915. 35. Lög um fyrirhleðslu fyrir Þverá og Markarfljót. 36. Lög um afnám laga nr. 21, 20. okt. 1905, um sk/rslur um all- d/rasjúkdóma. 37. Lög um breytingu á sveitarstjórn- arlögum nr. 43, 10. nóv. 1905 (hækkun oddvitalauna og s/slu- nefndarmanna um þriðjung). 38. Lög um breyting á lögum frá 22. nóv. 1907, um vegi (flutninga brautlr i Húnavatnss/slu). 39. Lög um samþyktir um herpinóta- veiði á fjörðum inn úr Húnaflóa. 40. Fjáraukalög fyrir árin 1916 og 1917. 41. Lög um stofnun dósentsembættis í læknadelld Háskóla íslands (í líffærameinfræði og sóttkvelkju- fræði). 42. Lög um breyting á lögum nr. 22. 8. okt. 1883, um bæjarstjórn á AkureyrJ, og lögum nr. 43, 11. júlí 1911, um breyting á þeim lögum. 43. Lög um slysatrygging sjómanna. 44. Lög um samþyktir um kornforða- búr til skepnufóðurs. 45. Lög um útmællngar lóða í kaup- stöðum, löggiltum kauptúnum o. fl. 46. Lög um breyting á lögum nr. 12, 9. júlf 1909, um breytlng á lög- um um stofnun Landsbanka 18. sept. 1885 m. m. 47. Lög um breyting á 1. gr. laga um vitagjald frá 11. júlí 1911. 48. Lög um breytingar á og viðauka við lög nr. 35, 20. okt. 1913, um ritsíma- og talsímakerfi íslands. 49. Lög um l/sismat. 50. Lög um samþykt á landsreiknlng- unum 1914 og 1915. 51. Lög um stefnubirtingar. 52. Lög um fiskiveibasamþyktir og lendingasjóði. 53. Lög um breyting á 1. gr. tolllaga fyrir ísland, nr. 64, 11. júlí 1911. 54. Lög um lögræði. 55. Lög um bæjarstjórn Isafjarðar. 56. Lög um bráðabirgðahækkun á burðargjaldi. 57. Lög um breyting á lögum um fasteignamat. 58. Lög um rekstur loftskeytastöðva á íslandi. 59. Lög um aðflutningsbann á áfengi. Rússneskur flugmaður, Smolianov að nafni, flaug nýlega 1500 kílómetra án þess að lenda, frá Kremenetz til Saloniki. Þykir þetta afreksverk mikið meðal flug- manna. Garðræktin í Reykjavík. Virðingarvert er það, hve Reyk- víkingar hafa aukið garðræktina á síðustu árum — en betur má ef duga skal — nóg er landið og bíð- ur ræktunar. Það stendur að eins á framtakssemi og heppilegum ráð- stöfunum bæjarstjórnarinnar. Það eru nú ekki mörg ár siðan að Skólavörðuholtin hérna voru grýtt- ir melar. Það má þó bæjarstjórnin og borgarstjórinn eiga, að það er þeim að þakka — þótt seint sé — að þar er nú öðruvísi um að svipast en áður. Þar eru nú komnir stórir matjurtagarðar — og þótt sorglegt sé að sjá hvernig farið er með svona gróðrarreiti, vegna vanhirðu, — er það þó framfaravottur fyrir Reykja- vík. Um hitt má saka bæjarstjórn- ina að verk hennar er ekki nema hálft, vegna þess, að hún úthlutar mönnum afmældum svæðum, grýtt- um og hrjóstrugum, en hugsar alls eigi um hitt, að áburð þarf til þess að matjurtir geti sprottið, og enn er annað sem er ófyrirgefanlegt og það er að bæjarstjórnin skuli eigi hafa veitt vatni snður í garðana. Til lítils er að að fórna vinnu og fé meðan menn eiga það á hættu að fá ekkert í aðra hönd — og meðan ekki fæst vatn þarna til þess að vatna hinni hrjóstrugu og óræktuðu jörð — er ekki við góðu að búast, þótt mikið megi á þessum bletti rækta ef mynd- arlega er með farið. Gæti menn nú þess, að nóg er landið til að rækta og nóg er af fólki í bænum, fólki sem ekki gerir annað þarfara en að rækta landið og uppskera er vís ef menn vilja, þá er tómlætið sem þar er sýnt í þessu stóra velferðarmáli ófyrirgefan- legt, því að okkur rlður meira á því nú, en nokkru sínni áður, að vera vel á verði og rækta landið. Hér eru margir áhugamenn sem það vilja gera og þeim vil eg segja það, að ofseint er að fá garða í vor. Bæjarstjórnin getur hugsað um þetta líka þegar að hún býður blettina til leigu; nú í haust verða raenn að hugsa vel um garða sína. í haust þarf að plægja og bera áburð i garð- ana ef þeir eiga að geta komið að gagni næsta sumar. Haustpiæging er nauðsynleg til þess að loft og frost hafi áhrif á moldina i fyrsta sinni. Eftir að bletturinn er plægður þá er gott að herfa áður en klaki fer úr jörðu. Mér sárnar það oft að sjá menn leggja mikla vinnu og fé í garðrækt svo seint að vorinu, að ekkert gagn verður að. Bæjarstjórnin hefir þar hlutverka að vinna, hún á eigi að eins að láta menn fá land til rækt- unar heldur á hún einnig að sjá til þess að menn fari eigi ráðlauslega með ræktun sína, eyði fé og tima til einskis og verra en til einskis, þvi að sá, sem eigi fær uppörfun, hættir að treysta á landið. Nú er það sýnt að hér verður al- varlegt atvinnuleysi i haust. Þess vegna ætti nú að gera gangskör að að því að safna starfskröftunum til einhverra nytsamra veika í þágu al- þjóðar og hiuna ýmsu sveita og sýslufélaga, og hvað er þá nær en að snúa sér að garðræktinni? Hvaða atvinna er það sem gefur okkur meiri og hagfeldari gróða í aðra hönd? Við verðum að treysta á landið okkar og það sem það gef- ur af sér og þá höfum við áreiðan- lega gott af striðinu, ef það kenn- ir okkur að rækta landið okkar, — leggja fulla alúð við garðræktina. En eigi má fara fyrirhyggjulaust að þvi fremur en öðru. Eg skal boðin að gefa mönnum leiðbeining- ar er þeim að gagni gæti orðið í qarðrœktinni — en þetta skrifa eg að eins til þess að menn hugsi um það í tíma, að fá sér blett til garð- ræktunar —• og það verða þeir að gera í þessum mánuði, því að veturinn kemur þegar enginn getur unnið. Guðný Ottesen. 1 daoboE ji Talsímar Alþingisi 354 þingmannaslmi. Um þetta númer þurfa þeir að biðja, er œtla að ná táli af þingmönnum i Alþingis« húsinu í síma. 411 skjalaafgreiðsla. 61 skrifstofa. Gangverð orlendrar myntar. Bankar Fósthds Dollar 3,52 3,60 Frankl 60,00 69,00 Sænsk króna ... 111,00 111,50 Norsk króna ... 104,00 103,00 Sterlingspund .... 16,40 16,00 Mark ... 49,00 48,00 Afmæli f dag: Elín Arinbjarnardóttir, jungfrú. Þinglausnarfundur í aam. þlngl verður kl. 1 í dag. Sterling bíður þingmanna og fer nú eigi hóðan fyr en á þriðjudagskvöld. Davið Scheving, fyrrum hóraðs- læknir á ísafirði, kom hingað með Braga ásamt fjölskyldu slnni, alfluttur til bæjarins. Ýmir fór frá Slglufirðl um hádegi í gær áleiðls hingað suður. Mentaskólinn vorður settur 1. okt. en eigi taka þá nema tveir bekkir til starfa, 4. og 6. Verða samtals í þeim um 60 nemendur. Ludvig Bruun konditor, sem rekið hefir kaffihúsið Skjaldbreið í 9 ár, fer hóðan alfarlnn með Islands Falk i byrjun októbermánaðar. — Kafflhúsið heffr hann selt Jónl Björnssyni & Co. í Borgarnesi. Bruun hefir áunnið sór hylli allra þeirra, sem honum hafa kynst þessi árin, og rekið hefir hann verzlun sína með miklum dugnaði. — Haun sózt nú aö í Danmörku og byrj- ar þar samskonar verzlun og hann hefir rekið hór. Með honum fer dótt-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.