Morgunblaðið - 27.09.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Það hefði nú satnt ef til vill mátt búast við því að vopnahlé það, er Danir hefðu fengið við Islendinga 1915, hefði enzl fram yfir stríðið. >Það hafa íslendingar samt sem áð- ur eigi kært sig um — þeim hefir ' virzt ástandið í heiminum of hag- stætt til þess.------— Og því er eigi að neita, að íslenzku stjórnmála- mennirnir hafa góð tromp á hend- inni núna í fánamálinu — ekki ein- göngu vegna heimsstyrjaldarinnar, heldur einnig og ef til vill eigi sízt vegna hinnar skammsýnu og reikulu stefnu Dana í málinu*. Og svo barmar hann sér út af þvi, að íslendingnm skyldi nokkru sinni leyft að hafa shn eigin fána innan landhelgi. Það hefði verið nóg að leyfa þeim að flagga í landi og þá hefði alt verið öðruvísi en það er nú. »Það er eigi vel ljóst hvernig mál- inu horfír. Danska stjórniu áleit að íslenzk konnngstilskipun væri nægi- leg til þess að breyta fánanum inn- an landhelgi, án þess að danska ríkis- þingið væri að spurt. . . . Og eins og við er að búast, virðast kröfur Islendinga nú vera þær, að þeir fái fullkominn siglingafána með kon- unglegri tilskipun, — að það sé sér- stök islenzk stjórnargerð, sem eigi komi danska ríkisþinginu við«. En segir að það sé vonandi, að danska stjórnin gangi eigi fram hjá ríkisþinginu í þessu máli. Fánamálið sé stórt skref i áttina til skilnaðar og það sé hart að skilnaði sé kom- ið á lið fyrir lið án þess að danska rfkisþingið fengi nokkru sinni að leggja þar neitt til málanna — nema þá að segja já og amen við þvi, að öllu loknu, og veita fé til þess að greiða með skilnaðarkostnaðinn. í annari grein talar hann um að allir flokkar á íslandi séu á einu máli um það, að nauðsyn beri til þess fyrir íslendinga að taka sem fyrst öll sín málefni í sínar hendur. Hefir hann þar eftir ummæli forsætisráð- herra, birtir kafla úr þingræðu Magn- úsar Péturssonar, sem ísafold flutti 14. júli og síðast minnist hann á greinar Holger Wiehe’s í ísafold og svör blaðsÍDS. Sýnist honum Wiehe hafa teygt sig svo langt sem framast sé unt að hugsa sér. En það hafi alt reynst árangurslaust vegna þrjósku ísafoldar. — Vér þurfum hér eigi að rekja efni þeipa greina, sem hér er átt við. Flestir munu hafa lesið þær. Og flestir munu hér vera á einu máli um það, eins og K. B. segir, að okkur sé nauðsyclegt að fá sem fyrst fullveldi í öllum okkar málum og að vér hefðum að ýmsu leyti staðið betur að vígi i heimsstyrjöldinni, ef vér hefðum eigi jafnan átt undir högg að sækja með það á undanförnum árum að ná rétti okkar úr höndum Dana og orðið að láta okkur nægja að fá hann i smáskömtum. En hver vill sýna fram á það að Danir hafi beðið tjón við þær tilslakarjir, sem þeir hafa gert? Og hvernig stendur á þvi að þeir láta okkur fara með utanríkismál núna, þótt það væri með KIPogVÉLAR allskonar utvegar undírritaður frá fyrstu hendi. Beztu sambönd. Heppi- legust kaup. Tryggilegastir samningar. Að eins vönduð skip. Meginregla: virkilega hrein og ábyggileg viðskifti. Einkasali „VESTA“ á Islandi. Jon S. Espholin, Geymið utanáskf iftina! Köbenhavn Ö, Helgesensgade 27,—1. s. (Sími: Nora 795 v.). öllu fortekið áður? Er það ekki vegna þess, að þeir gátu ekki farið með utanríkismál vor ? Er það ekki vegna þesr, að þegar á reynir, þá er sjálfs höndin hollust? Ónýtum ekki matinn. Eg gekk ofan í bæ í morguD, og á leið minni sá eg þá sjÓD, sem eg get ekki þagað við, og sem nú á þessum tímum má ekki þegja við. Eg hitti mann með fullan forarvagn af smáfiski og kola, og átti hann að aka vagnhlassinu suður á tún og hafa það fyrir áburð undir þökur. Fiskurinn í vagninum var yfir höfuð fremur smár, en alt það, sem eg sá af honutn, var ætilegt. Túneigand- inn var frjálslega að þessu kominn; fiskur þessi hafði ekki gengið út i svipien, jafnvel ekki þótt fólki væri boðinn hann ókeypis. Til þess að koma fiskinum frá var svo túneig- andanum boðinn fiskurinn í áburð; og hann þáði boðið. Auðvitað var þetta alt frjálst á báðar hendur. En — þó þykir mér sem þetta megt alls ekki koma fyrir, allra sfzt nú á tímum. Mér sýDÍst allar kring- umstæður og horfur vera nú á þá leið, að ekkert megi til ónýtis fara, sem hægt er að gera sér mat úr; og eg gat ekki betur séð en að úr þessum fiski megi gera mat handa einhverjum. Það er dýrmætt fyrir bæinn, með- an einnverjir botnvörpungar eru -eftir í landinu og þeim er haldið úti til að afla bænum fiskjar; þeir, sem í það ráðast, eiga skylda þökk bæjar- manna. En þegar vel aflast, má jafmn við því búast, að dag og dag verði einhver afgangur af smáfiski, sem ekki gengur út i svipinn. Auð- vit:ð verður einhvern veginn að koma þeim afgangi undan, svo að hann rotni ekki niður á fisksölu- staðnum. En — ef nokkur leið er til að gera úr honum mat, þá má hvorki bera hann aftur í sjóinn né aka honum út á túnin til áburðar. Neil Það á að salta hann niður, og geyma þangað til að fram á vetur- inn kemur, og engan eða máske lítinn nýjan fisk er að fá. Það get- ur farið svo, þegar fram á næsta vetur kemur, að sumum hér i bæn- um þyki »allur matur beztur«. Væri ekki gott, að eiga i vetur saltaðan smáfisk til þess blátt áfram að gefa hann fátæku og svöngu fólki, þegar á harðnar? Horfurnar eru afar-slæmar fyrir marga hér í bænum, lítt sýnilegt, á hverju sumt fólk á að lifa næsta vetur; þess vegna má engu spilla, sem orðið getur að matbjörg; smá- fiskur er líka matur. Það er bæjarstjórnin, eða einhverj- ir fyrir hennar hönd, eða þá mat- vælanefnd bæjarins, sem um þetta mál á að hugsa, og sem í þessu efni á að hafa framkvæmdina. Allan smáfisk, sem ekki kann að ganga út hvern dag haustsins, með- an afli er, á að láta fara í hendur bæjarstjórnar, og hún á að sjá um, að hann sé saltaður niður til vetrar- ins, í stafla eða tunnur eítir atvik- um; auðvitað á bærinn að leggja til salt ð og vinnuna; hann leggur ár- lega margt til, sem siður skyldi. Þessa björg á að geyma, þangað til á harðnar. Þá getur hún komið sér vel fyrir margan fátæklinginn og munaðarleysingjann, og þessa björg á að láta annaðhvort fyrir mjög væga borgun, eða jafnvel fyrir ekki neitt til þeirra, sem bágast kynnu að vera staddir; saltaður smáfiskur er og verður ekki lakari á bragðið heldur en sveitarstyrkur. En — engin fiskbranda, sem á land kemur, má til ónýtis fara. Gætu línur þessar stutt að því, þá er eg ánægður. Reykjavík, i6/9—17. Olafur Olafsson. Seðlautgáfa 1 þýzkalandi. Rikisbankinn þyzki hefir nýlega aukið seðlaútgáfu sína um 359 miljónir marka. Eru þar nú seðlar í umferð fyrir 9.300.000.000 marka eða 2.200.000.000 mörkum meira en um sama leyti í fyrra. Aftur á móti er sagt að gullforði b'ankans hafi miokað á þessu ári um 66 miljónir marka, og sé nú 2,400 milj. mörk. Lorry Feilberg látinn. Ný látinn er í Kaupmannahöfn Lorry Feilberg, hinn alþekti »Varité«-forstjóri á Frederiksbergi, sem allir landar, er dvalið hafa í Danmörku munu kannast við. Hann fókk hjartaslag og lézt í skemtigaiðinum í Allógötu, þar sem hann var vanur að vera hrókur alls j jfagnaðar. Lorry var einkennilegur maður, bæði í lund og sýn. Allir Kaupmannahafn- arbúar þektu hanu í sjón og muna eftir honum með feikilega barðastóran hatt á höfði, akandi í litlum tvíhjóla- vagni um stræti borgarinnar með tveim gullfallegum íslenzkum hestum fyrir.. Hann var fæddur á Vesturhelmseyjum Dana, var »cand. phil.«, hafðl verið bakari og kaupmaður, gefið út kvæða- safn og samið smásögur. Var einn af beztu vinum Drachmanns og var góð- kunuingi beztu rithöfunda, skálda og listamanna Dana. Um eitt skeið var Holger Drachmann daglegur gestur f »Varitó« Feilbergs. Var Drachmann ástfanginn af ungri stúlku, sem þar »skemti fólkinu« og þau áhrif voru það, sem komu Drachmann til þess að skrifa bókina »Forskrevet«, sem marg- - ir telja meðal beztu rita hans. Editb sem getur um í bókinui var söngkona hjá Lorry og margra ára vinkona Drach- manns. Kaupmannahafnarbúar munu sakna Lorry Feilbergs, því hann var fram- úrskarandi hugmyndaríkur um allar skemtanir. En slíkir menn eru ætið: ■ vel sóðlr meðal Dana. Miðstjórn bandamanna I París, »New York Times« flytur þáv fregn, að bandamenn ætli, eftir ráð- um Wilsons forseta, að koma á miðstjórn fyrir allar bandamanna- þjóðirnar í Parisaiborg. Er það gert til þess að auka og bæta samvinn- una. Aðalmenn miðstjórnarinnar verða þeir LJoyd G:orge og Ribot, Láu til bandamanna. »The Halifax Herald« segir a® stjórnin í Washington hafi hinn- 11. þessa mánaðar lánað Itölum 55 miljónir dollara og hafa ítalar þá alls fengið 255 miljónir dollara að láni hjá Bandaríkjunum. En alls hafa Bandaríkin (lánað bandamönn— um 2,521,400,000 dollara. Portagal i Dfflsátarsástandi. Það er hermt frá Spáni að Pottú- jcal hafi verið lýst í umsátursástandí um miðjan september vegna alls- herjarverkfalls. Öllum opinberum byggingum í Lissabon hefir verið lokað. Þar hafa og orðið óspektir nokkrar, sprengingar, og hafa margir. menn særst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.