Morgunblaðið - 16.10.1917, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
manna að slitnað hafi rónagli í
byrðingnum. Skipið var að eins 4
ára gamalt, smiðað til þess að stunda
selveiðar norður i íshafi og þess
vegna ákaflega traust eins og slik
skip þurfa að vera.
Pétur A. Ólafsson keypti skipið í
Noregi og hefir haft það til sel-
veiða, en í haut hefir hann ieigt
það til ýmsra flutninga milli hafna
hér innanlands.
Úr ferðalagi Stephans G.
Allsstaðar á landinu hefir Stephani
G. Stephanssyni verið tekið svovel,
sem kostur hefir verið á. En óvíða
munu þó íslendingar hafa talið sig
eiga meira í honum en í Skagafirð-
inum. Þar er Stephan fæddur og
uppalinn — í Seiluhreppi. Var hon-
um fagnað þar forkunnarvel með
samsæti að Víðimýri þ. 4. ág. Tóku
rúmlega 50 manns þátt í því.
Fyrir minni Stephans talaði Bene-
dikt Sigurðsson á Fjalli, en sira Hall-
grímur Thorlacius fyrir minni Vestur-
íslendinga og las upp kvæði eftir sig.
Stóð samsætið fram á morgun.
Ennfremur var Steþhan við messu
og ferming á Víðimýri þ. 5. ág.
Hafði hann sjálfur verið fermdur á
Víðimýri fyrir fimmtfu árum og hafði
verið æði einkennileg ferming. Var
ekki lokið fyr en eftir náttmál. —
Presturinn var sætkendur og þurfti
út á milli til að ná sér í brennivín,
því messuvíníð á altarinu þótti held-
ur dauft.
Auk þessara viðtaka norður þar
hafa Skagfirðingar gefið Stephani væn-
ar gjafir, útskorna blekbyttu, penna-
skaft og pappírshníf, gert af Stefáni
Eiríkssyni.
„Hinar dauðayigðu konnr".
Riissneska blaðið »Russkoje Volja*
skýrir nýlega frá því að kvennaher-
sveit Rússa, »hinar dauðavígðu kon-
ur«, hafi gert uppreist, ráðist á for-
ingja sinn, frú Oskarjeva og hálf-
drepið hana. Varð að kalla hermenn
til þess að stilla upphlaupið. Síðan
var herdeildin uppleyst. Flestar kon-
urnar voru sendar heim, en sumum
dreift meðal annara hersveita,
Eins og menn muna, var herdeild
»hinna dauðavigðu kvenna* stofnuð
til þess að ögra hermönnunum á
vígstöðvunnm, með því að fleygja
sér á byssustingi Þjóðverja og vera
altaf fremst í orrahríðinni. Kerensky
var upphafsmaður að því að herdeild-
inni var komið á fót.
Bretar missa tundurbát
Flotamálaráðuneytið brezka tilkynti
seint í septembermánuði að þýzkur
kafbátur hefði skotið brezkan tund-
urbát í kaf í Ermarsundi.
Er það sjaldgæft að tundurbátum
sé sökt með tundurskeyti, því að
þeir eru svo grunnskreiðir að tund-
urskeytin fara venjulega undir þá.
Her Þjóðverja.
Henry Vood, hinn þekti amerlski
blaðamaður, sem nú er fréttaritari
»United Press«-fréttastofunnar í
Frakklandi, sendi nýlega blöðum
sínum mjög fróðlega skýrslu yfir
herafla Þjóðverja fyrir og eftir ófrið-
arbyrjun.
Þjóðverjar | hafa nú 6.800.000
menn undir vopnum. Það er alt
og sumt. Það eru leifarnar af þeim
miljóna-her, sem þeir hafa kali-
að undir vopn siðan ófriðurinn hófst.
Af þessum 6.800.000 munu um
miljón manna vera á vígvöllunum,
en 600.000 eru varaliðsmenn.
Eftir verða þá 700.000 menn.
En það eru alt drengir, sem annars
eru eigi herskyldir fyr en árin 1919
og 1920. Og þessir drengir eru
einu varaliðsmennirnir, sem Þjóð-
verjar hafa til þess að fylla skörðin,
en að jafnaði hafa þeir mist 70—80
þús. manna á mánuði hverjum.
Tölur j þessar, segir Wood, eru
bygðar á nákvæmum skýrslum Þjóð-
verja sjálfrra, og þeir munu vita
bezt um sína eigin hagi.
Fyrir ófriðinn höfðu Þjóðverjar
870 þús. menn undir vopnum. í
ófriðarbyjun voru allir þeir kallaðir
i'herinn,|sem áður höfðu verið her-
menn, innan ákveðins aldurs, en það
voru i,soo þús. manna. Þetta var
eigi nægilegt. :v Varaliðsmenn voru
kvaddir til, um 800 ;þús. manna,
sem allir^voru óæfðir menn. Þá
voru allir 22 ára menn kallaðir í her-
inn, 74 s þús. alls. Svo »land-
stormsmenn«, 1.100.000 og loks
allir menn á aldrinum 18—22 ára.
Næsta ár veiða Þjóðverjar í miklu
mannahraki.
Þilskip Duusverzlunar. Svo sem
áður hefir verið getið, hafa skip Duus-
verzlunar verið í Danmörku til þessa
að fá í þau hreyfivélar. Hefir vél-
unum verið komið sérlega vel fyrir í
skipunum og er utbúnaður allur hinn
bezti. það voru þeir skipstjórarnir
Ellert Schram og Friðrík Óiafsson
sem síðast komu.
St. Sunueva fór til Hafnarfjarðar
í gærmorguntil þees að skiia þar
kölum.' .
p StoinoIíu geta menn nú fengið í
heilum tunnum hjá matvælanefnd-
inni, ef þeir hafa 4 manns í heimili
eða fleiri. þar sem færri eru í heimili
verða menn að slá sér saman.
Milly, flutningaskip H. P. Duus,
fer í kveld eða á morguu til Vest-
mannaeyja.
Úifur fór .héðan í gær til Ólafa-
víkur og Stykkishólms.
| Eggert Ólafssonj fór í gærkvöldi
til Vestfjarða.
Hjónaefni. jjUngfrú ['Ólinal ólafs-
dóttir og Elías Benediktsson sjóm.
Þýzkaland og Argentína.
Út af skeytamáli Luxenburgs greifa
hefir þýzka stjórnin beðið stjórnina
Argentinu afsökunar á þessa leið:
‘'Þýzkajstjórnin harmar mjög það
sem gerst hefir. Hún lætur ótvíræða
vanþóknun i Ijós á ummælum Lux-
burg greifa um það hvernig ; ernaði
víkingaskipapna skuli hagað. Hann
ber sjálfur ábyrgð á þessum ummæl-
um og þau hafa eigi haft og munu
eigi hafa nein áhrif á ákvarðanir og
loforð stjórnarinnar.-----
Rétt eftir að skeytamál þetta kom
upp, hvaif Luxburg greifi. Er það
ætlun manna að hann muni vera
geggjaður.
DAGBOK
Kveikt á Ijóskerum hjólft og blf-
reiða kl. 7.
Gangverð erlendrar myntar.
Bankar Fósthúa
Dollar 3,52 3,60
Frauki ... 60,00 57,00
Sænsk króna ... 117,00 116,00
Norsk króna ... 104,00 103,00
Sterllngspund ... 15,80 15,50
Mark 49,00 45,00
Rjúpnr^voru seidar hér í bænum
á 45 aura i gær. Virðist það vera
mjög sanngjarnt verð á þessum tím-
um.
Hitt og þetta.
Hergagnageröin.
Brezkur verkamaður var nýskeð
sektaður um 10 sterlingspund fyrir
að hafa haft tvær eldspýtur i vasa
sínum við vinnu í hergagnaverk-
smiðju.
i.'j .■**.
Frá„Peking.
Yfirvöldin i Peking hafa nýlega
bírt^langan »svarta'lista« yfir nöfn
ýmsra Þjóðverja og Þjóðverjasinna.
Aftan við nöfnin er bætt upplýsing-
um um ýms ódæðisverk, sem Þjóð-
verjar hafa unnið í borginni.
5. skilagrein
fyrir gjöfum og áheitum tíf
hÚ8byggingar8jó08
Dýraverndunarfélags íslands.
Safnað af:
E. Guðmundss.,Hvoli,Mýrd. 20,00
Bjarney Kr. Gíslad., Alptam. 10,50
J. Magnúsd., Kárast., Auðkhr. 24,50
Þ. Guðmundss., Parti, Þ.bæ 28,00
Asg. Guðmundss., Æðey 22,00
Hafliði Magnússon, Hrauni 3,00
N. N. 0,50
Maria Pétuisd., Templarah. 1,00
Áheit 10,00
N. N. 10,00
Björn Jóhannsson, Hafnarf. 4,00
O. Friðgeirsson, verzl.stj. 5,00
Gunnar Þórðarson, kaupm. 5,00
Pétur Ólafsson, Bakkárholtsp. 4.5°
Ólafur Gíslason, Arbæ 1,00
Ólöf Steingrimsdóttir 1,00
N. N. 2,00
Hugborg^Bjarnadóttir o,5°
N. N. 10,00
Guðrún Þorkelsdóttir o,5°
Aheit 10,00
Jón frá^Vaðnesi 50,00
Kona o,5°'
N. N. 1,00
N. N. 5,00
N. N,- 10,00
N. N. 10,00
N. N. 4,o 0
Jörgen Þórðarson, kaupm. 10.00
Marteinn Einarsson, kaupm. 20,00
Páll H. Gíslason, kaupm. 30,00
N. N. 5,00
Aheit 5,o°
Frímann Jóhannss. Bjarmal. 10,00
Guðrún Einarsdóttir 3,00
Vilborg Jónsdóttir 2,00
Eggert Kristjánss., söðlasm. 25,00
Jón Pálsson, bankagjaldkeri 50,00-
Frá ónefndri konu 5,00
Aheit 5,0°
Sig. Björnsson, kaupm. 2,00
Magnús Magnússon, ökum. 5,00
H. Ps., skóari 3,00
Stefán Stefánsson, ísafirði 5,00
E. Rokstad (áður 500 kr.) 5o;oo
Jóhannes Nordal 10,00
H. S. Hanson 10,00
Guðm., Valdastöðum 5,00
Jón Ögmundss., Yxnalæk 2,00
Samskotabaukur:
á Þingvöllum 12,48
á Kolviðarhól og við Ölfus-
árbrú 16,36
við Þjórsárbrú 15,18
Aður auglýst 1523,35:
Kr. 2087,877
Reykjavik, 8. okt. 1917 .
Samúcl Ólajsson
(gjaldkeri nefndarinnar},'
Kamschatka.
Það er mælt að Bandarikið hafi
boðið Rússum að kaupa af þeim
Kamschatka-skagann í Asíu fyrir
stórfé.
InnanríkisráBuneytiO
i Rússlandi hefir verið flutt frá Petro- -
grad eitthvað inn í landið, líklegstt
til Moskva.