Morgunblaðið - 17.10.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Samskot til gömlu konunnar, sem ekki gat fengið ellistyrkinn. Sjómaður kr. 10,00 Sæm. Vilhjálmsson bifr.stj. — 10,00 Verkamaður — 2,00, N. N. — 2,00 N. N. — 4,00 K, E. — 1,00 T. J. — 2,00 Hallgrimur Þorsteinsson — 4,00 N. N. — 2,00 Gömul kona — 10,00 S. Ó — 2,00' Gömul kona — 10,00 N. N. — 10,00 C. S. — 3,00 V. — 2,00 N. N. — 1,00 G. E. — S,oo N. N. — 2,00 Samtals kr. 82,00 15/10 skilað sira Ólafi Ólafssyni. Morgunblaðið. Móttekið af undirskrifuðum: N. N. kr. 6,00 N. N. — 10,00 N. N. — 5,oo N. N. — 1,00 Ásg. Sig.d. — 10,00 Þ. Guðm.d. — 1,00 Ónefndur — 5,00 Ónefndur — 3,00 Guðlaug Eyjólfsd. — 8,00 N. N. — 10,00 M. Þ. — 2,00 Ónefnd kona — 3,00 Ónefndur — S,oo Mart^ Einarsson — 10,00 Jóh. A. Jónasson — 5,oo Jón Hannesson — 2,00 Ónefndur — 2,00 Frákostgöngurumi Grjóta - götu 4 — 30,00 Ónefnd kona — 2,00 Ónefndur — 25,00 Samtals kr. 145,00 Móttekið frá Morgunbl. — 82,00 Samtals kr. 227,00 Upphæð þessi lögð í sparisjóðsbók i Landsbankanum og bókin afhent gömlu konunni. Hugheilar þakkir fluttar öllum gef- endunum, Rvik 16. okt. 1917. Olaýur Olaýsson, Fríkirkjuprestur. |g DA GBOK | Kveikt á ijóskerum hjóla og bif- relða kl. 7. Gangverð erlendrar myntar. Bankar Pósthús Dollar 3,52 3,60 Franki ... 60,00 57,00 Sænak króna ... 117,00 116,00 Norsk króna ... 104,00 103,00 Sterlingspund ... 15,80 15,50 Mark ... 49,00 45,00 Acetylen-lampar. Vegna steinolíueklunnar í Danmörku og gasleysisins, er nó fariö að reyna margskonar ijós. Hér á myndinni má sjá nokkra acetylen-lampa, sem komið hefir til mála að nota. Tveir fyrstu borðlamparnir eru ætlaðir til þess að hafa í stofum, þriðji lamp- inn er ætlaður til notkunar í útihúsum; hinn fjórði er eldhúalampi. Svo kemur stofulampi, sem gerður er úr reiðhjóls-ljóskeri (karbid- Ijóskeri) festu á fót 0g útbúinn með ljóshjálm. Svo er enn eld- húslampi mjög einfaldur. Réttarhald fór fram í gær í til- efni af Kóp alyainu. Bar öilum skip- verjum saman um það, að sjór hefði fyrst runnið inn í skipið fremst, við hásetaklefann. Gátu þeir fyrst dælc þann hluta skipsins, en urðu þó að gefast upp við það, þá er sjór komst í vélarúmið. Skipið sökk á tæpum klukkutíma. Dánarfregn. í fyrradag andaðist hér í bænum ungfrú Gyða Thorsteins- son, dóttir Davfðs Sch. Th. læknis. Fluttiat hún með foreldrum sínum hingað til bæjarins nýlega. Hún var á átjánda ári. Willemoes er farinn áleiðis til Ameriku að sækja steinolíufarm. Vélbáturinn »Bragi« kom hingað frá ísafirði í gærmorgun. Hafði hann fiögg á hálfa stöng, því að hann fiutti hingað lík Arna læknis Gíslasonar frá Bolungarvik. Trúlofun sína hafa opinberað ung- frú Steinunn Ó. Helgadóttir, And- réssonar skipstjóra, og Stefán Jóels- son verzlunarm. i Hafnarfirði. IJmsókuir um styrk úr sjóði Heilsuhælisdeildar Reykjavíkur verða að vera komnar til stjórnar sjóðsins fyrir mánaðamót. f>eir ganga fyrir öðrum um styrb, er verið hafa í deildinni þrjú síðustu árin, sbr. aug- lýsingu í blaðinu í dag. Mannskaðinn í íshafinu. í Páskahretinu í vor voru mörg norsk selveiðaskip norður í Ishafi og hurfu 7 þeirra algerlega og með þeim 100 menn. Flest voru skipin frá Álasundi. Þegar fregnin um þetta kom til Noregs með hinum selveiða- skipunum vakti hún þjóðarsorg. Ríkissjóður hét þegar fjárfram- lögum til þess að leitað væri hinna horfnu skipa, ef ske kynni að eitthvað af mönnunum hefði komist lít's af. Álasundsbúar lögðu fram það fé sem á vantaði og útveguðu skip til leitarinnar, duglegan Ishafsskipstjóra og þraut- reynda skipshöfn. Hefir heim- komu þess skips síðan verið beð- ið með óþreyju, en nú er það komið heim og hafði þær sorg- arfréttir að færa, að vonlaust væri um að nokkur maður hefði hjargast af skipunum. Hjálpar- skipið leitaði grandgæfilega á Jan Mayn og í liöfunum þar umhverfis, meðfram allri austurströnd Græn- lands, og sérstaklega þó umhverfis Angmagsalik, /'en fann hvergi neinar menjar um skipin eða áhafnir þeirra. Þegar skipið var á heimleið kom það við á Langanesi og fann þar selveiðabát, sem rekið hafði og var áreiðanlega frá einu af skipum þeim, sem farist höfðu. Segir »Berl. Tidende* að eftir nokkurt þjark hafi skipið fengið leyfi til þe»s að hafa bátinn á brott með sér og heim til Ála- sunds. Sinn Feiners. Foringi þeirra iátinn i fangelsi. »Daily MaiU hermir það í sím- skeyti frá Dublin, að Thomas Ashe, foringi Sinn Feiners hafi látist í fang- elsi úr sulti, vegna þess að hann neitaði að bragða mat. Hefir þetta vak- Frá Ameríku nýkomið tnikið úrval af Reykjarpípum, stórum og smáum. Einnig pípu og vindlamunnstykki og margt fleira nauðsynlegt fyrir reykingarmenn. Jafn fallegar og góðar pípur hafa vart þekst hér áður. Tábakshúsii. Gott stofu-orgel óskast til kaups. Uppl. hjá Bjarna Péturssyni, Þingholtsstræti 8. Húseign I Hafnarfirði er til sölu með ræktaðri lóð. Getur að nokkru leyti verið laust til ibúðar nú þegar. Ritstj. vísar á. ið óhemju mikla gremju i írlandi og kveikt nýtt hatur í hjörtum þjóð- arinnar. Það er sagt að margir aðrir' Sinn Feiners, sem hneptir hafa verið í varðhald, séu og hætt komnir af hungri. — Læknar þeir sem skoð- uðu lík Ashe, hafi þó fullyrt að; hann hafi eigi dáið úr hungri. Hitt og þetta. Luxburg greift. Köln. Zeit. birtir nýlega grein um Luxburg greifa. - Segir þar m. a. að hann hafi verið talinn vera meðal hinna allra efni- legustuyngri »diplomata« Þýzkalands. Það sé því leitt að hann verði nú að láta af embætti sínu vegna óvar- kárni. En bætir blaðið við, áður en maður dæmir í þessu skeytamáli er réttast að bíða eftir skýrslu sendi- herrans, um hvort skeytinu séu rétt prentuð eins og þau hafa verið birt, Indiánar hafa myndað sérstaka herdeild, sem nú er komin til Bretlands og verið er að æfa i vopnaburði. Maxim Gorki hinn frægi rússneski rithöfundur, gaf út blað i Rússlandi, sem yfir- völdin bönnuðu að láta prenta 19x5. Nú er hann farinn að gefa út annað blað og berst þar af alefli fyrir lýð- veldisstofnuninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.