Morgunblaðið - 21.10.1917, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.10.1917, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ deilumál, er rísa meðal þjóðanna, séu lögð undir allsherjar dóm- stól er hefði fullkomið úrskurðar- vald og vér erum því fúsir til þess að ræða málið á þeim grund- velli. Ef það tækist, sem vér af öilu hjarta óskum, að samkomulag náist með ófriðarþjóðunum, þannig að þessar göfugu hugsjónir kæm- ust í framkvæmd og Austurríki og Ungverjaland fengi trygging fyrir ótakmarkaðri framþróun, þá ætti það eigi að verða vandi að greiða svo úr öðrum deilumálum að allir meigi vel við una, þeg- ar þjóðirnar taka hæfilegt tillit hver til annarar um tilveruskil- yrði. Ef þjóðir jarðarinnar væru fús- ar til þess að ræða um sátt á þessum grundvelli, þá mundi upp af honum blómgast varanlegur friður. Þjóðirnar mundu fá full- komið frelsi á úthöfum, þungum fjárhagslegum byrðum yrði létt af þeim og nýjar auðsuppsprett- ur opnast. I ávarpi yðar, heilagi faðir, sjáum vér lagðan grund- völl, er byggja má á undirbún- ing að samningum er trygt gætu öllum þjóðum varanlegan og rétt- látan frið og vér vonum einnig fastlega, að hinir núverandi óvinir vorir séu á sama máli. Og þess vegna biðjum vér guð almáttugan að blessa það friðarstarf er þér hafið nú hafið. Blöndun eldsneytistegunda Á dögunum mætti eg kunningja mínum á götunni, og kvartaði sá yfir þvi, að kolin sín — smá- gerð og hitamikil Wales-kol eins og mest af þeim kolum, sem hing- að flytjast nú — vildu ekki brenna í ofninum, heldur renna saman í köku, sem hindraði loftrásina að eldinum, og dræpist síðan eldur- inn. Eg gaf honum það ráð, að brúka r,mó með kolunum, hluta móinn nokkuð smátt og blanda kolunum saman við hann. Þetta var reynt og gafst vel. Rétt á eftir barst mér ritgerð i sænsku verkfræðingariti, »Tek- nisk Tidskrift«, um blöndun elds- neytistegunda, eftir sænskan verkfræðing, K. L. Thunholm. Af því að mér finst að margir mundu hafa gagn af að kynnast ritgerð- inni, set eg hér aðalefni hennar i lausl. þýðingu, en bæti inn í skýringum, þar sem mér þykir þurfa. Fyrsta skilyrðið fyrir því að fá full not hitagildis þess, sem eldsneytistegund hefir að geyma, er það, að brenslan sé fullkomin, þ. e. að alt brennanlegt efni í eldsneytinu sameinist súrefni lofts- ins í eldstæðinu. Annað skilyrði er það, að hita- stigið í eldstæðinu sé sem hæst; má skilja þetta ef athugað er, að reykurinn verður ávalt að vera nokkuð heitur, til þess að súgur myndist í reykháfnum. Sé nú hitastig eldstæðisins að eins litlu hærra en það sem hitastig reyk- háfsins þarf að vera, þá fer mest- allur hitinn með reyknum út gegnum reykháfinn. Því heitari sem eldurihn er, því meiri hita getur hann gefið frá sér til notk- unar áður en loftstraumurinn er kominn niður á hæfilegt reykjar- hitastig. Til þess að unt sé að fullnægja þessum tveim grundvallarskilyrð- um þarf fyrst og fremst að haga svo til, að brenglan verði sem ör- ust, þ. e. a. s. á tilteknum ristar- fleti verður að brenna sem mestu eldsneyti á sem styztum tíma. Enda munu allir við það kann- ast, að ef brenslan gengur dræmt (t. d. af því að súgur er ónógur) þá hitnar eldfærið aldrei að gagni, jafnvel þó svo miklu eldsneyti sé brent, að nægilegt væri til að framleiða snarpan hita ef það gæti brunnið fljótlega. Til þess að brenslan verði sem örust útheimtist: 1. Að loftið geti hindrunarlaust leikið um eldsneytismolana. 2. Að eldsneytismolarnir séu sem minstir (eftir því sem sam- rýmanlegt er við 1.), svo að snerti- flötur loftstraumsins og glóandi eldsneytismolanna verði sem stærstur. 3. Að eldsneytismolarnir gefi frá sér nokkuð af lofti eða gufu við brensluna, því að það loft hjálpar til að halda eldsneytinu sundruðu og greiðir þar með fyr- ir loftrásinni innan um eldsneytið. 4. Hins vegar má þessi loft- eða gufu-myndun eldsneytisins sjálfs ekki vera svo mikil, að hún útrými brensluloftinu úr eld- inum, eða fylli um of smugur þær milli eldsneytismolanna, sem brensluloftið á að sogast um. Þessum skilyrðum er ekki unt að fullnægja, nema eldsneytið hafi tiltekna samsetningu, sé ekki fyrir hendi ein eldsneytistegund með hentugri samsetningu, verður að reyna að búa til hentugt eldsneyti með því að blanda fleiri tegund- um saman. Auðveldast er að fullnægja skilyrðunum með því að brenna hitamiklum steinkolum, með hæfilegu gas-innihaldi og sem minstu gjalli, svo sem eru góð ofnkol eða Bkipakol. Hinsvegar er erfitt að fá nógu öra brenslu ef eldsneytið hefur ekkert gas í sér, eins ‘ og anþrasítkol (smíða- kol) og kóks, eða ef of mikið gas er í því, eins og t. d. í reglulegum gaskolum. Allir, sem notað hafa kóks munu kannast við þetta, að oft er ervitt að fá brensluna nógu öra. Það kemur af því, að elds- neytið gefur ekkert loft frá sér, alt gas er soðið úr því í gasstöð- inni. Séu gasauðug kol tyrir hendi, er skynsamlegast að blanda kóksið með slíkum kolum, en ann- ars er venjan sú, að blanda kóks- ið með vatni, bleyta það. Reikn- ingslega stelur vatnið nokkru af hitagildinu, sem sé svo miklurn hita, sem útheimtist til að breyta vatninu í gufu, og eru það 700 hitaeiningar fyrir hvern lítra, af vatni, sem í kóksið er látinri. En þessi eyðsla vinst upp á því, að vatnsgufan úr kóksinu hjálpar loftrásinni railli kóksmolanna í eldinum, svo að brenslan verður örari.hitinn næst úr eldsneytinu á skemri tíma og minna af honum fer til spillis út um reykháfinn. Thunholm hefir nú gjört til- raunir með brenslu á eldsneytis- blöndu úr lélegum steinkolum og votu viðarkurli, sem sennilega er svipað eldsneyti og hrisið okkar. Hitagildi stein- kolanna var . . 4500 hitaein.ákg Hitagildihrissins var............ 60000 — - hl. Aska í kolunum var............15% Vatn í kolunum var............næstum ekkert Vatn í hrísinu var............57% Prófunin var gerð í gufukatli. Við kyndingu með tómum Tcolum framleiddust 9.5 kg. af gufu á klst. fyrir ferm. af ristinni og nýtingin varð 61 % (þ. e. 61 % af reiknuðu hitagildi kolanna urðu að notum). Við kyndingu með blöndu af hrísi og kolum fengust 120 kg. af gufu á klst fyrir ferm. afrist- inni, og nýtingin varð 78 %. Þessi merkilegi mismunur staf- ar vitanlega af því að brensla varð fullkomnari vegna hríssins (betri loftumrás í eldinum), og sást þetta bæði á þvi að reykur var enginn og gjallúrgangur miklu minni en þegar tómum kolum var brent. í annað sinn lá fyrir að nota hörð og gjallmikil belgisk kol (27 % aska og 6000 hitaeiningar pr. kg.), sem vildu sindra saman, og var ekki unt að brenna þeim einsömlum í eldstæði því, sem fyrir hendi var. Reynt var að blanda þau með fremur gasinikl- um skipakolum, og mátti þá svæla þeim, en nýtingin varð slæm. Síðan voru þau blönduð með við- arkurli, og var vatnið í því 26 %; var blandað eftir rúmmáli 1 mál af kolum og 4l/a mál af kurli. Þá varð nýtingin betri en með eintómum góðum kolum, og gufu- framleiðslan, að tiltölu við ristar- Btærð, líka miklu meiri en með tómum góðum kolum. Bezt brann úr gjallinu ef kurlið var bleytt rétt áður en það var látið saman við kolin. Er þetta gott dæmi upp á að tvær eldsneytis- tegundir, sem Jivor fyrir sig er mjög léleg, geta myndað ágœtt eldsneyti ef þeim er blandað sam- an. Við blöndun eldsneytistegunda er áríðandi, að hlutfallið milli stykkjastærðanna sé þannig, að- báðar tegundirnar séu jafn- fljótar að brenna. Sé t. d. brent saman kolum og höggnu hrísi, leiðir hér af, að kolin eiga að vera smátt mulin. Það er skilj- anlegt, að blöndunin sé ófullkom- in, ef stykki annarar ^tegundar- innar eru fljótari að brenna út en hinnar, því að þegar fyrri tegundin er brunnin út, þá verð- ur hin óblönduð eftir. Það virðist fljótt á litið ótrú- legt, að viðarkurl (hrís) með 50 % eða meira af vatni, geti verið gott eldsneyti, og jafn vel bætt bezta eldsneytið sem kostur erá, steinkolin, af því að talsvert mikill hiti hlýtur að eyðast til að breyta vatninu í gufu í eld- stæðinu. En Thunholm sýnirmeð reikningsdæmi, að ef 4 málum (eft— ir rúmmáli, ekki þyngd) af svona blautu kurli er blandað saman við' eitt mál af meðalgóðum steinkolum,- þá eyðast bx/2 % af öllu hitagildi; eldsneytisins til þess að eiraa burt vatnið úr kurlinu. Og þar sem nýting hitagildisins batnar um 15 % eða meira, þá borgar sig vel að brúka hrísið þó blautt sé. Þetta er aðalefni ritgerðarinn- ar. Því miður minnist Thunholm ekkert á það eldsneytið, móinn,,. sem hér verður aðallega að gripa til meðan samgönguvandræðin haldast. En miklar líkur eru fyrir þvi, að eins og blautt við- arkurl getur komið að ágætum notum saman við annað elds- neyti, eins megi nytja mó, og það jafnvel laklega þuran mó,,. með góðum árangri, ef til er hent- ugt eldsneyti til íblöndunar. Til fullnustu verður ekki úr þes’su skorið nema með tilraunum, en tilraunastofnan í þá átt engin til hér, enda hlýtur niðurstaðan að verða nokkuð mismunandi eftir gerð eldfæranna og súg reyk- háfsins. Hygg eg því að menn verði alment að gera tilraunir um þetta sjálfir í eldfærum sínum, en minnast vil eg á nokkur atriði,, sem vert væri að menn prófuðu. í samanburði við annað elds- neyti er mór seinn að brenna. Þetta er kostur, þegar aðalelds- neytið er kol, og mórinn ein- göngu notaður til að halda eld- inum lifandi þær stundir, sem ekki er þörf á brenslu til eigin- legrar hitunar. En þegar mórinn er orðinn aðaleldsneytið, þá verð- ur þetta tvöfaldur ókostur, því að sein brensla veldur bæði því, að tiltölulega of mikið af hita- gildinu tapast út um reykháfinn, og að eldfærið hitnar ekki svo mikið, að tilganginum með brensl- unni (t. d. hitun herbergisins) verði náð. Verður því fyrst og fremst að leita ráða til að örfa brensluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.