Morgunblaðið - 13.11.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.1917, Blaðsíða 1
Þriðjudag 13 nóv. 1917 H0R6DNBLAÐID 5. árgangr 13. tölnblað ísifoidarprer'tsirnftjd Afgreiðsivisimi nr. 500 Ritstjórnarsírni nr. 500 Rtstjóri: ViihiAlrppr Finsen Gamía Bíó <| Lotta i sumarleyfi. Danskur gamanleikur í 3 þáitum eftir Hemy Beiény, leikinn af þek um dönskum leikurum,-þar á meðal: Karen Lund, A. Ringheim, P. Malberg, j en aðalhlutverkið leiknr Frú Charlotto Wlelie Berény. Myndin stendur yfir á aðra kl.st. Tölus. sæti kosta 75 og 50 au. JarBarför móöur minnar, Ingibjarg- ar Kaprasiusdóttur, fer fram fimtu- daginn 15. þ. m. og hefst með hús- kveðju að heimili hennar kl. 11‘/a- Magnús Jónsson. Erl. simfregnir írá fréttaritara Isaf. og Mergunbl.). K.hötn 11. nóv. ítalir halda enn undan og eru ilusturríkismOnn komnir að Piava-ánni og hafa tekið Asiago. — Bretar hafa gert fót- gönguJiðs-áhlaup norðan við Passchendaele. f»að er nú borið til baka að Þjóðverjar hafi tekið Álandseyjar. Engar fregnir koma frá Rússlandi. Frjálslyndi flokkurinn f Þýzkalandi er ánægður með Hertling-stjórnina. Friður. Áhugimannafyrir því sem gerist í ófriðnum, fer smám saman mink- andi. Það þótti heldur en ekki tíðindum sæta þegar Ítalía sagði Austurríki stríð á hendur vorið 1915. Eins þótti það stórmerkur við- burður þegar Rúmenía gekk í ófriðinn og eins hrakfarir þær, er Rúmenar fóru. En nú finst mönn- um ekkert til um það, þótt ann- að eins stórriki eins og Brazilía segi Þjóðverjum stríð á hendur. Menn eru orðnir svo vanir því að heyra um friðslit án þess að nokkur sýnilegur árangur verði af þeim. Mönnum verður heldur eigi jafntíðrætt um hinar miklu hrakfarir ítala nú eins og t. d. ósigra Serba, og eru þó þau tíð- indi, sem nú gerast miklu stór- fenglegri. Ástæðan til þess að mönnum þykir nú minna til koma sigur- vinninga heldur- en áður, er ef- laust sú, að trúin á það að vopna- sigrar verði til þess að binda enda á ófriðinn er glötuð. Menn hafa séð heilar þjóðir bíða ósigur, án þess að nokkuð hafi skipast í friðaráttina. En ef fregnir kæmu um frið þá mundu þær þykja nærri því jafn stórvægilegar eins og fyrstu ófriðarfregnirnar, nema hvað þær \V> Tlýja Bíó <1 Svikakvendið Leynilögreglusjónleikur i 3 þáttum, eftir hinn nafnkunna norska rithöfund Stein Riverton (Sven Elvestad). Myndin tekin af Nordisk Fiirns Co. og dtbúin á leiksvið af Augiist Blom. Aðalhlutverkið leikur: Ríta Sacchetto. Akaflega spennandi og góð mynd. Tölusett sæti. Hásetafélag leykjavlkur heidur fund miðvikudiigínn 14. növ. kl. 8 siðdegis í Bárnbúð. Mörg mikilsvarðandi mál á dagskrá. Áríðandi að menn fjölmenni á fundinn. FÉLAGSSTJÓRNIN. væru jafn gleðilegar og hinar voru sorglegar. Friðarvonin mæn- ir hljóð og þögul fram í tímann og leitar véfrétta um það, hve- nær þessum ósköpum muni linna. En goðasvar fær hún ekkert. Verður því að reyna að ráða það af tíðindum þeirn, sem gerast, hvort friðar sé að vænta. En eru þá tíðindi þau sem nú eru að gerast, til þess fallin að þau geti verið undanfari friðar? Það er ekki óhugsandi. ítalir hafa nú goldið það afhroð í vopna- viðskiftum, að þeir munu tæplega viða þess bætur. Og »Maximalist- ar«, sem nú hafa gert nýja stjórn- arbyltingu i Rússlandi, heimta það að samið sé þegar í stað um vopnahlé, en það er hið sama sem að heimta frið. Að vísu er sagt, að bandamenn viðurkenni ekki stjórn »Maximalista«, en ef þeim tekst að halda völdum í Rússlandi og halda fast fram frið- arkröfunni, þá er þó stórt spor stigið í áttina til friðar. í brezka þinginu heflr að vísu verið feld nýlega með miklum at- kvæðamun tillaga um það að semja frið, svo að Bretinn vill enn halda áfram. En hvað verður það lengi? í opinberum skeytum brezku utanríkisstjórnarinnar, sem bárust hingað um helgina, segir að Bretakonungur hafi svo fyrirmælt, að 6. janúar skuli vera bænarhátíð um alt Bretaveldí og þess beðið að bandamenn vinni sigur. Er þetta gert í tilefni af því að þá hefjist hið síðasta stig heimsstyrjaldarinnar. Þessi orð eru ekki gripin úr lausu lofti. Þau gefa það í skyn, að nú sé koll- hríðin að eins ókomin. Virðast þau benda til þess, að seinni hluta vetrar, eða í vor, ætli bandamenn að láta til skarar skríða. Er þá vonandi að friður komist á að sumri — verði það ekki fyr. Leikfélag Reykjavíkur byrjaði leikárið i fyrrakvöld með því að leika »Tengdapabba« Gejerstams, sem það hafði orðið að hætta við í hitt eð fyrra er Andrés Björnsson féll frá, vegna þess, að þá þótti eigi auðfylt skarð hans í svipinn. Nú hafði Eyjólfur Jónsson rakari tekið að sér þetta hlutverk, að leika gamla Pumpendahl yfirdómara, og má segja að honum tækist vel einlcum er leið á leikinn. Hann hafði auðsjáanlega tekið gerfi og leik Andrésar sem fyrirmynd og náði hvorutveggja furðanlega vel. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fekst hann. Sigurjón Pjetursson 18 ••

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.