Morgunblaðið - 26.11.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Skrifsíofa andbanniDgafélagsins, Ingólfstræti 21, opin hvern virkan dag kl. 4—7 siðd. Allir þeir sem vilja koma áfengis- málinu í viðunandi horf, án þess að hnekkja persónufrelsi manna og al- mennum mannréttindum, eru beðnir að snúa sér þangað. Sími 544 Og lítum á atfarir bandaveld- anna. Þau ausa út gullinu gegnd- arlaust, einkum fyrir beint arð- sama hluti. Til dæmis virðistsvo sem þau álíti, að skip sé ekki hægt að kaupa of dýrt, sérstak- lega þegar hægt sé að láta fyrir þau gull, sem er að verða verð- laust. Þá er og tvent unnið í einu, ríkið hefir auðgast að arð- bærum hlut, en keppiuautur á heimsmarkaðinum orðið sama hlutnum fátækari. Annars má segja, að það sé ekki neitt nýtt, að gullið hætti að vera gjaldmiðill. Það er t. d. í raun og veru hætt því hér á landi síðan seðlar komu i staðinn, og í þeim löndum, þar sem seðl- ar ganga nær eingöngu. Sú breyting, sem stríðsskortur- inn gerir að auki, er þá þessi, að gullið líka missir eftirspurn sem vara. Og hana missir það fyrst og fremst af því, að það er mest- megnis glysvarningur, en ekki nytjavara, en hitt hjálpar til, að það er búið að venja fólkið af því að safna gulli, með því að læsa það niðri í bankakjöllurum. Gullbankarnir hafa með þessari ráðstöfun sinni, hjálpað til að grafa sína eigin gröf. Fólkið kærir sig ekkert um gullpeninga lengur. Og svo á það að vera. Reynslan er búin að sanna, að það er óheppilegt að láta vöru ganga í miili sem peninga. Pen- ingarnir eiga helzt að vera úr sem verðlausustu efni, og ein- ungis að vera ávisun með ríkis- ábyrgð á verðmæta vöru. — Gullið á að vera úr sögunni nema sem smíðamálmur til nytja. Nú- tíminn mun sýna, að sem gildis- mælir fyrir peninga hefir gullið alt of óstöðugt verðmæti, og fram- tíðin mun að líkindum sýna það líka. Því að vaxandi menning hlýtur að brúka beinar lífsnauð- synjar menningarþroskans sem grundvallar-verðmæti, en hvorki glysvarning eða annað, sem hún kemst vel af án. Sú kenning, sem eg því varpa fram til bráðabirgða og frekari rannsóknar, er þá þessi: Sem aðalhreyfiafl viðskiftanna er saga gullsins á enda. Gullinu ber nú á þessu augna- bliki að líkja við það vatn, sem til er, ef menn hugsuðu sér, að öll uppgufun og úrkoma væri hætt. Þá hefir að eins það vatn í sér fólgið hreyfiajl, sem á eftir að renna af hærri stað á lægri. Þegar það er komið í lægsta poll- inn, þá er það einungis til gagns þeim skepnura, sem með því slökkva náttúrlegan þorsta sinn og þeim mönnum, sem dæla það upp í leiðslur sinar til húsnytja. — Á líkan hátt á gullið enn þá eftir að hreyfa nokkrar viðskifta- vélar, á meðan það rennur með síþverrandi afli ofan frá framsýu- ari mönnunum niður til hinna heimsku gulldýrkenda. Þegar þær þjóðir sem nú berj- ast harðast fyrir tilveru sinni, sjá hvað verða vill, selja þær gull sitt í snatri og skella í lás, afnema það sem gjaldeyri, svo að það skuli ekki eiga afturkvæmt, fyr en sá tími kemur, seint og síðarmeir, að það hefir fengið eftirspurn sem nytsöm iðnaðar- vara. Garnla »gullöldint er því, sam- kvæmt þessari kenningu, liðin. Hún var það í raun og veru strax þegar bankarnir höfðu van- ið menn af að nota gullið og óska þess. Gleðin af að . liorfa á það var í raun og veru aðaldýrmæt- ið. Framtiðar menningin leitar gleði sinnar á annan hátt, og þess vegna hangir gullið enn þá að eins af vana, þangað til neyð- artímarnir hafa sýnt hið sanna gildi þess. Af því að eg er ekki fjármála- maður, þá læt eg staðar numið að sinni, en skora á þá sem hafa vit á fjármálum, að rannsaka þessa tilgátu alvarlega, og þær afleiðingar, sem hljóta að verða ef hún reynist rétt. Það hiýtur að vera afar mikils- vert að sjá nógu snemma hvað verða vill, svo að réttar ráðstafanir geti orðið gerðar samkvæmt því. Hálldór Jónasson. Samsstið I Iðnó. Það var setinn bekkur i stóra saln- um í Iðnó í fyrrakvöld. Kaupmenn, veizlunarmeiin og aðrir kaupíýslu- menn sátu f»ar við þéttskipuð borð að snæðiugi og gleðskap, til þess að minnast 50 ára afmæiis styrktar- og sjúkrasjóðsins. Voru þar 105 œanns samankommr. Guðm. Olsen kaupm., sem verið hefir í stjórn félagsins í undarifarin rúm 30 ár, bauð alla velkomna til hátíðarinnar, Sighvatur Bjarnason bankastjóri, form. sjóðsins, mælti fyrir minm sjóðsins, Borgþór Jós- efsson bæjargjaldkeri taiaðifyrir minni verzlunarstéttarinnar, Garðar Gísla- son stórkaupm. fyrir minni Reykja- víkur og Th. Thorsteinsson kaupm. fyrir minni Islands. Auk þessara ræðumanna tók fjöldi annara til máls og töiuðu sumir langt og snjalt. Heiilaóskaskeyti bárust sjóðnum mörg frá fjarverandi meðlimum hans og kvæði hafði Hannes Blöndal 011. Menn^ skemtu sér við söng og ræðuhöld langt fram á nótt. Hvar á hann að liggja? Þegar ákveðið var að landss jórnin tæki að sér að veita mör.num at- vinnú ti! þess að létta af fólki at- vinnuleysinu á þessum alvarlegu tímum, lá það f augum uppi að eitt af því sem bæri að gera væri að leggja góðan veg milli Reykjavíkur og flafnarfjarðar. Gamli vegurinn er svo slæmur yfiiferðar mestan hluta ársins, en samb3nd milli kaup- staðanna hinsvegar svo mikið, að vegurinn (ullnægði eigi þeim kröf- um sem menn veiða að gera til vegarins, ef þm viðskifti sem þegar etu komin á milli bæjanna eiga að geta haldiít, svo eigi sé minst á það, að þau geti aukist. Það hefir verið talað um það oft og einatt að það ætti sð ! oma á járnbrautarsambandi milli kaup.tað- ann\ Borgi rekstur jlrnbrautar sig eigi milli þeirra staða, þá séu slík fyrirtæki dauðadæmd hér á landi, að minsta kosti í bráð. Vér skulum eigi hér fara út í þessa járnbrautar- hugn ynd, enda mun hún áreiðan- Jega eiga langt i land. En hvort sem nokkurntíma verður lögð járn- braut til Hafnarfjarðar eða eigi, þá er þó nauðsynlegt að góður v^|gur tengi kaupstaðina saman engu að siður. Vegurinn hefir sina þýðingu hvort sem járnbraut er eða ekki. Það er þvi engin á' tæða til þess að biða með að leggja veg af því að járnbraut ef til vill einhverntíma verði lögð. Vegurinn verður að koma hið fyrsta, . ef kaupstaðirnir vilj.i auka viðskifti sín, hvoium um sig til heiila. Hvar á nú vegurinn að liggja ? Þeir, sem bezl hafa vit á, eru rillir sammála um þ3ð, að vegurinn eigi ekki að liggja á sama stað og núverandi vegur. Hann er of bratt- ur á köflum og þess gerist engin þörf. Allir eru simmála um það, að veginn bsri að leggja annars- staðar. En hvar? Það hefir um hríð verið á dagskrá meðnl Hafnfirðinga, að fá veg lagð- an um Vífilsstaði yfir á aða’flutninga- brautina í Mosfellssveitinni. Sá veg- ur rour-.di kosta mjög mikið, en er nauðsynlegur fyrir Hafnfirðinga, enda mundi hann tiltölulega fáum koma að notum nema þeim. En má nú ekki slá tvær flugur í einu höggi ? Væri ekki ráð að leggja hinn fyrir- bugaða nýja Hafnarfjarðarveg frá Elliðaánum fram hji Breiðholti til Vífilsstaða? Með þvi mundu Mos- fellssveitarmenn fá kaflann að Elliða- ánum bættan, því vitanlega yrði að leggja nýjan veg að Elliðaánum héðan. Þessi leið er að visu nokkru lengri en beínt suður hálsana til Hafnar- fjarðar. En hún hefir þann stóra kost, að hægt yrði að kornast hjá nær öllum hæðum — vegurinn yrði nær sléttur Væri munur mikill að ferðast í bifreiðum um sléttan veg: og sparnaður mikill, þó hann væri ofurlítið lengri. Það er sagt, að landsverkfræðing- ur hafi þegar sent landsstjórninni álitsskjal sitt um nýjan Hafnarfjarð- aiveg. Vér höfum eigi enn átt kost á, að kynna oss skjal þetta, en það er vonandi, að hlutaðeigandi yfirvöld kynni sér grandgæfilega málið ááur nokknð er fastákveðið. DA6BOS Kveikt á Ijóskerum hjóla og bíf- reiða kl. 4. Gaugverð eriendrar luyntar. Bankar Póathús Doll.U.S.A.&Canada 3,30 3,40 Frankl franskur 55,00 53 00 Sænsk króna ... 120,00 122,00 Norsk króna ... 102,50 103,00 Sterlingspund ... 15,00 15.00 Mark .............. 43,00 46,00 Holl. Florin ................... 1.29 Austurr. króna.................. 0.29 Nefndirnar. |>ær eru bænum ærið kostnaðarsamar hinar mörgu nefndir, sem skipaðar hafa verið vegna dýr- tíðarionar, t. d. matvælanefnd og húsaleiguuefnd. En nú hefir komið til orða að reyna að minka útgjöldiu við matvælanefnd og seðlaskrifstof- una, með því að fækka þar mönnum, færa úthlutuniua meira samau eða hætta henni jafnvel alveg í vetur. Birgðir bæjarins af vörum þeim, sem úthlutað hefir verið eftir seðlum, eru nú það miklar, að ef einstakir menn sölsa þær eigi undir sig, þá ættu þær að nægja fram eftir vetri. KoiaúthÍutnnin. Afhendingarsaðla eiga þeir sð sækja í dag kl. 10—^ýí/a, sem búa í Miðstræti, Mjóstræti/iVTýr^ argötu, Njálsgötu, Norðurstíg, Ný-Ú lendugötu, Óðinsgötu, Pósthússtrætif Rauðarárstíg,Ránargötu,Skálholtsstíg', Sauðagerði, Sellandsstíg, Skólastræti og Skólavörðustíg. Símslít urðu víða á landinu í fyrra- kvöld vegna snjókomu. Tengdapabbí var Ieikinn í gær- kvöldi fyrir fullu húsi áhorfenda. ÓJafur Björnsson ritstjóri hefir Iegið rúmfastur uudanfarua daga, eu er nú í afturbata. Þurkað grænmeti Hér er komið á markaðinu töluvert af þurkuðu græumeti frá Danmörku. Er það alveg nýtt hér á landi, en er notað töluvert erlendis, í löudum sem ann- ars eru grænmetisfátæk. J>eir sem reynt hafa þessa nýju vöru, hrósa henui mjög, segja að það sé enginn munur finnanlegur á þurk- uðu og nýju grænmeti, ef róttilega er með farið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.