Morgunblaðið - 08.01.1918, Síða 2

Morgunblaðið - 08.01.1918, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ sjálfir fara margs á mis. Þó þeir væru allir af vilja gerðir, þá geta þeir ekki hjálpað oss, ef að því kemur að hér verði þurð á matvælum. En að þvi þarf tæplega að koma, ef fyr- ifhyggjan er r.ógu mikil hjá þeim, sem hér stjórna. Það verður að fa’a að spara sem mest að unt er. Vér vitum eigi hve miklar matvælabirgðir landsmanna eru og hve lengi þær muni endast. Vér efumst um að nokkur geti sigt um það með vissu. Enginn getur að svo stöddu sagt um það, hve lengi Bandaríkjastjórn ætlar sér að synja um lítflutningsleyfi. Eina ráð- ið fyrir oss er því að spara sem allra mest. Landsstjórnin þarf að láta telja ahar vörubirgðir i landinu og gera' það sem allra fyrst. Fyrstu samningar Rússa og Þjóðverja. herstjórn Þjóðverja og aðfaranótt 26. nóv. afhenti Hoffmeister herforingi oss svo svar við erindi voru og hafði hann sjálfur ritað undir það. í svarinu er sagt: 1. Þjóðverjar eru fiisir til þess að ræða þegar um vopnahlé, og.yfir- hershöfðingja þeiria á austur- vígstöðvunum hefir veriíf falið að semja fyrir þeirra hönd. 2. Þýzka yfirherstjórnin leggur til aukajárnbrautarlest handa full- trúum þeim, sem eiga að vera á ráðstefnunni. 4. Komið skal á beinu símasam- bandi milli fulltrúanna og æðstu, stjórnar Rússa Oss var enn fremur skýrt frá því, að þýzka herstjórnin hefði gefið skip- un um það að öllum vopnaviðskift- um skuli hætr, þar sem Rússar sæki eigi á og að hermennirnir skuli eigi eiga neitt samneyti, fyr en samn- ingum sé lokið. Að morgni hins 27. nóvemb. vor- um vér fluttir með bindi fyrir aug- unum, þangað er Þjóðverjar tóku fyrst.í móti oss. 2 Þá fékk Eimskipafélagið annað skeyti frá Sauðárkróki. í því segir að hafís sé landfastur og hafþök eins langt norður og sjáist af Tindaskörðum og svo langt sem sjáist af Haganesvik. Frá Blönduósi sjáist allmikill ís úti Húnaflóa. Hálfdimt veður þar nyrðra, frostið 20 stig og dálítill kaldi af norðri. Síðnstu fregnir, ísinn liggur landfastur alstaðar á Norðurlandi. Húnaflói fuliur af is, Skagafjörður einnig og Eyjafjörður að miklu leyti. í Axarfirði er nokk- ur is. — Hætt er við að ástand verði ilt á Norðurlandi ef isinn tálmar öllum siglingum þangað um lengri tima. Vitaskuld hafa Norðlendiugar fengið töluverðar birgðir nýlega, en það er ekki að vita hve lengi þær endast Vörur frá Ameríku. Ekkert utflutningsleyfi fyrst um sinn. í fyrrakvöld barst Eimskipafélaginu símskeyti frá erindreka félagsins í New York á þessa leið: Stjórn Bandaríkjanna hefir tekið umráð yfir óllum járnbrautum í landinu. Flutningsleyfi á járnbraut- um fyrir allar vörur til útfiutninqs er nú heimtað. Yfirvöldin hafa lýst pví yfir, að útflutningsleyfi fáist ekki að svo stöddu. Afskapleg kolavand- ræði. Hundruð skipa hafa lefið htr vikum saman og bíða eftir kolum. Skeyti þetta þarfnast engrar skýr- ingar. Það er svo komið að vér megum búast við þvi, að fá engar vörur frá Bandaríkjunum fyrst um sinn, en hve lengi synjað verður um útflutningsleyfi verður ekkert sagt. Það getur komið fyrir, að vér verð- um búnir að éta upp allar þær birgð- ir, sem þegar eru komnar til lands- ins, þegár Bandaríkjastjórn þóknast að lita til okkar í náð. Við þvi verður ekkert sagt. Það gefur að skilja, að fyrst verða ófrið- arþjóðirnar að hugsa um sinn eigin hag, sínar eigin þarfir, áður en þær miðla öðrum. Komi það fyrir að einhver þurfi að svelta vegna ófrið- arins, þá verða það fyrst hlutlausu þjóðirnar. Það getur rekið að því, að sulturinn neyði þær þjóðir til þess að ganga inn í ófriðinn og þá með bandamönnum. Þvi næst eftir sjálfum sér mun þeim bera skylda til þess að sjá fyrir matvælum handa þeim þjóðum, sem eru i bandalagi við þær. Þessar ráðstafanir Bandaríkjastjórn- ar getur haft mjög svo alvarlegar afleiðingar fyrir íslendinga. Þó eigi hafi skort á vilja Dana til þess að miðla oss nauðsynjum, þá mun nú vera svo ástatt fyrir þeim, að þeir Þriðjudaginn 27. nóvember komu fyrstu sendimenn Rússa til Dwinsk eftir samningaumleitanir við Þjóð- verja. Skýrsla sú, er þeir gáfu um för s’na, var á þessa leið: — Vér lögðum á stað frá Dwinsk kl. 12.20 áleiðis til vígstöðva 19. höfuðdeildar. Kl. 4.20 síðd. komum vér til vigstöðva fótgönguliðsins frá Moskva og fórum þaðan út f skot- grafirnar með hvítan fána og hljóð- færasveit, eins og alþjóðalög mæla fyrir. 300 skrefum fyrirframan stöðv- ar þær, er kendar eru við Hanno- ver, komu þýzkir liðsforingjar til móts við oss. Það var nú bundið fyrir augun á oss og vér vorum leiddir fyrir her- stjórn þá, sem stýrði liði Þjóðverja á Hannover-stöðvunum. Vér lögð- um fram skriflegt umboð frá þjóð- stjórn hers og flota og yfirhershöfð- ingja rússneska lýðveldisins og tóku tveir þýzkir herráðsforingjar í móti því. — Samræðurnar fóru fram á frönsku. Tilboð vor um það að leita þeg- ar samkomulags um vopnahlé og síðan frið, var þegar sent til Leo- polds prins af Bayern, sem hefir yfirherstjórn Þjóðverja að austan, og yfirhershöfðingja Þjóðverja. Um kvöldið var ekið með oss í bifreið til Lassen og þar tók Hoff- meister herdeildarforingi opinberlega á móti oss. Hann sagði að Þjóð- verjar teldu umboð vort fullnægj- audi og svar Þjóðverja væri væntan- legt innan sólarhrings. Snemma næsta morgun kom svar- ið frá æðstu herstjórn Þjóðverja og félst hún á það, að rætt yrði um vopnahlé, á þeim grundvelli, er bent var á i boðsbréfi voru. Hoffmeister hershöfðingja var falið ásamt um- boðsmönnum Þjóðverja að koma fram með sundurliðaða dagskrá fyrir fund fulltrúa ófriðarþjóðanna. Vér ræddum nú málið nt>kkuð við Friðartal Landsdowne lávarðar. Þess hefir fyr verið getið hér í blaðinu, að brezka blaðið »Daily Telegraph» birti bréf frá Landsdowne lávarði, fyrverandi utanríkisráðherra Breta, um friðinn. í »Politikenc er þessa bréfs nánar getið 30. nóv. og rakið innihald þess. Og þaðan er þessi frásögn tekin. — Landsdowne lávarður tekur það skýrt fram, að nú sé tími til þess kominn fyrir bandamenn að koma fram með friðarskilmála sina, eins og stjórnirnar hafi komið sér- saman um þá eftir nákvæma yfirvegun. Hann segir, að Bretar ætli sér ekki að verða undir í striðinu, en að framhald ófriðarins muni leiða til kollvörpunar hins mentaða heims. Hann álitur, að það muni ýta mjög undir friðarvinina i Þýzkalandi, ef það verði gert öllum lýðum ljóst, að bandamenn ætli sérekki að upp- hefja Þýzkaland sem stórveldi, að þeir ætli sér ekki að neyða þýzku þjóðÍDa til þess að skifta um stjórn, að þeir ætli ekki að verja Þýzkalandi aðgang að heimsverzluninni að ó- friðnum loknum, að þeir séu fúsir til þess, þá er ófriðnum er lokið, að ræða með öðrum þjóðum al- þjóðamálefni, þar á meðal frelsi út- hafanna, og að þeir séu fúsir til þess að ganga inn 1 alþjóðasamning um það, að deilumál skuli jöfnuð i bróðerni. ^jjndsdowne lýsir yfir þvi enn fremur, að enda þótt viðskiftabann sé fullkomlega löglegt í hernaði og það »æri alþjóðalögum samkvæmt að,útiloka Þýzkaland frá heimsmark- aðnum, ef það vildi engum sönsum taka, þá mundi þó enginn skynsam- ur maður vilja bola Miðríkjunum írá verzlunarviðskiftum, ef þau vilja gefa tryggingar fyrir varanlegum friði. Um þetta bréf Landsdowne segir »Politiken« svo í ritstjórnargrein: — Parisarráðstefna bandamanna, sem svo mikið hefirverið um talað, er nú sett og á þeim tíma að hún getur haft ómetanlega þýðingu. Eins og nú horfir, verður það aðalverkefni hennar að ákveða afstöðu banda- manna gagnvart friðarhreyfingu þeirri, er knúð hefir rússuesku alþýðuna til örþrifaráða, og orðin er svo mögnuð í öllum löndum, að lengur verður ekki fram hjá henni gengið. Og merkasta sönnun þess er bréf það, sem Landsdowne lávarður, fyrver- andi utanrikisráðherra Breta, hefir birt i »Daily Telegraph«. Tilgang- urinn með þvi er augljós. Það er áskorun til stjórnmálamanna banda- manna um það að endurskoða frið- arskilmálana og þó fyrst og fremst að upphefja ákvarðanir fyrri Parisar- ráðstefnunnar um viðskiftastyrjöld að striðinu loknu. Og Landsdowne stendur eigi einn síns liðs í Englandi. Hinn 1. nóvember flutti »Mancljest- er Guardian* opið bréf til Köhl- manns, utanríkisráðherra Þjóðverja, frá Courtney lávarðt. Þetta eitt, að brezkur stjórnmálamaður snýr opin- berlega máli sínu til þýzka utanríkis- ráðherrans, er þýðingarmikill vottur um fiiðarþrána æm er að eflast. Courtney lávarður var berorður og hreinskilinn. Hann sagði að það væri ófrávíkjanlegt friðarskilyrði Breta, að Belgia yrði endurreist, sem sjálf- stætt ríki, en hann bætti því við, að ef Þjóðverjar vildu gefa eftir að því leyti, þá kvaðst hann ekki efast um það, að Bretar mundu falla frá ákvörð- unum Parísar-ráðstefnunnar um verzl- unarstyrjöld. Þessir tveir brezku stjórnmálamenn eru þá sammála um það, að ekki sé hægt að loka heims- markaðinum fyrir Þjóðverjum, að það sé ekki hægt að að neita Þjóð- verjum um rúm meðal verzlunar- þjóðauna. Annar þeirra segir það í opnu bréfi til Kiihlmanns, hinn í opnu bréfi til brezku þjóðarinnar, en báðir beina þeir máli slnu i raun og veru til ráðstefnunnar í París. Það er sízt að furða þótt »Times* gremjist ummæli Landsdownes. En hitt er merkilegra, að »Westminster Gazettec, sem er málgagn Asquiths, tekur alveg í sama strenginn Landsdowne. Það er þannig að skap- ast nýr flokkur í Englandi, friðar- flokkur, sem telur Asquith foringja sinn, en Lloyd George mótstöðu- mann sinn. — Hversu öflug þessi friðarhryefing kann að verða, er ekki unt að segja að svo komnu. En hún mun eflast við framkomu hins mikilsvirta lávárðar. 1 PAGBOK Kveikt á Ijóskerum hjóla og b**' relða kl. á. Eldur kviknaði í húsi hórna i um í fyrrakvöld vegna þess, að hengi-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.